Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN F’immtudagur 20. marz 1975. Hvernig kunni Saga við sig á sjónum?" spurði Katrín til þess að segja eitthvað. Hún velti því fyrir sér hvernig hún ætti að ávarpa hana. Henni fannst of kaldranalegt að kalla hana kepteinsfrúna, en áræddi á hinn bóginn ekki að þúa hana. Hún valdi því meðalveginn og nefndi hana með nafni. „Ó, ég var hræðilega sjóveik. Ég er líklega ekki mikið sjómannsefni", hrópaði Saga hlægjandi. Hún reyndi að tala sænskuna með Stokkhólmshreim. Svo laut hún aftur niður aðtelpunni, sem togaði ófeimin í háriðá henni. ,,Hvar er Gústaf nú?" spurði hún og sneri bakinu að Katrínu. ,,Erlendis", svaraði Katrín þurrlega, en bætti svo við hálf-iIIkvittnislega: ,,Hann gerir ráð fyrir að koma heim innanskamms, því að hann ætlar í sjómannaskólann. Ég vona, að hann veri kapteinn með tíð og tíma". „O-já", sagði hin og leit ekki af barninu. Svo hló hún hátt og tók í handleggin-á systur sinni. „Komdu nú. Við verðum að flýta okkur heim". Þegar þær voru komnar spottakorn sneri hún sér við og kallaði: „Líttu inn, þegar þú mátt vera að, og haf ði telpuna með þér". En Katrín steig ekki fæti sínum inn yfir þröskuld í Sögubóli, nema þegar þar voru almenn gestaboð. En það var ekki svo sjaldgæft. Það var eins og einveran : í hinu nýja heimili kveldi Sögu, eða að minnsta kosti lét hún aldrei hjá líða að halda f jölmenn boð, ef nokkurt tilefni gafst. Heimboð hennar voru líka þegin með þökkum af öllum. Fólk átti ekki kost á að sjá aðra eins híbýlaprýði daglega. Þar voru þykkar gólfábreiður, sem fæturnir sukku niður í, þar voru skinandi húsgögn, háir speglar, olíumálverk, krystalsker, íbúðarmiklir lampar og stórir pálmar i fallegum pottum. Kökurnar hjá Sögu voru þar að auki svo góðar, að það var eins og þær bráðnuðu á tungu manns. Það var auðfundið, að Saga gerði sér mjög far um að vinna hylli Katrinar, en sérstaklega lagði hún sig í líma um að ná ástum telpunnar. Hún staldraði jaf nvel við, ef hún átti leið framhjá Klifi, skoðaði blómin, og lét í Ijós aðdáun sína á eplatrjánum. Þegar Katrín leyfði telpunni að leika sér einni úti kom Saga oftast f Ijótlega aðvífandi og byrjaði að gæla við barnið. Þegar hún hélt, að enginn sæi til, gaf hún því oft leikf öng og sælgæti. Um haustið áttu Þórseyingar á bak konungi sínum að sjá. Norðkvist sem um langan aldur hafði verið alls- ráðandi í þessum hluta skerjagarðsins, andaðist af völdum nýs heilablóðfalls. Hann var syrgður af ríkum og fátækum, því að nú hafði hæðnisblandið stærilæti hans á yngri árum gleymzt fólki og mildi hans og umburðar- lyndi á elliárunum hafði gert hann að raunverulegum ráðgjafa og hollvini allra í þessum sókrium. Börn hans og ættingjar komu með f jölskyldur sínar víðs vegar að til þess að vera við útför hans. Blóm- sveigar þöktu allan ættargraf reitinn undir lauf hvelf ingu eikitrjánna, og upp úr blómhafinu gnæfði aðeins hár, svartur minnisvarðinn á gröf kapteinsf rúarinnar. Almenningur stóð álengdar og hlustaði skilningssljór á hólræðu um herra siglingaráðið. Siglingaráðið? Hvað var það? ( Ja, fólk rak minni til þess,að sjálf ur keisarinn hafði sæmt Norðkvist þessum heiðurstitli, og hann hafði alltaf staðið á bréfum og blöðum, sem hann fékk. En í vitund manna var hann þó fyrst og fremst kapteinn — Þegar hin litfögru aðkeyptu blóm voru vísnuð og storm- urinn hafði rifið sveigana sundur, þorðu Þórseyingjar fyrst að laumast með einn og einn sveig úr villi- blómum og leggja á leiðið. Hjálmar Norðkvist, sem fyrir alllöngu, var hættur sjó- ferðum og farinn að reka útgerð, sem gaf stórum meira í aðra hönd, f lutti nú úr húsi sínu heim á æskuheimili sitt og tók við búi og verzlun gamla mannsins. Hann var kvæntur í annað sinn. Fyrri kona hans — Alma, sem alltaf var svo föl og tekin — hafði komið heim úr ferð. sinni umhverfis jörðina með litla dóttur og ólæknandi lungnasjúkdóm, sem dró hana til dauða á skömmum tíma. Einar stýrði skútu sinni til hafnar eins og aðrir, um það leyti, sem hauststormarnir og vetrarf rostin tóku að torvelda skipaferðir. Þetta hafði verið honum þýðingar- mikið sumar, því að hann hafði aukið álit sitt og bætt aðstöðu sína til vaxandi frama. Það hafði lagzt á eitt með atorku hans sjálfs, að skipið reyndist vel eftir endurbæturnar, og byr hafði jafnan verið hgstæður. Honum hafði því tekizt að vera eins f Ijótur í ferðum og frekast var unnt að ætlast til, og eigendurnir höfðu ekki yfir neinu að kvarta. „Jæja þá: svogamli Norðkvist er dáinn", sagði Einar hvað eftir annað og horfði hugsi niður dalverpið. „Já, Hann dó sjálfsagt saddur lífdaga og upphefðar, einsog skrifað stendur — voruð þið búnir ao jafna ykkar reikninga Einar?" spurði Katrín. Ég skuldaði honum fáein mörk, en ég er búinn að jaf na það við Hjálmar. — Heyrðu mamma!" „Já " 11:1 liil 1 FIMMTUDAGUR 20. marz 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson heldur áfram „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (16). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Ingvar Hallgrims- son fiskifræðing um rækju- veiðarog rækjuleit. Poppkl. 11.00: Gísli Loftsson sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 islenzk kvennasaga. Else Mia Einarsdóttir greinir frá nýstofnuðu heimildasafni og Elin Guð- mundsdóttir Snæhólm talar um lopaprjón. 15.00 Miðdegistónleikar. Radoslav Kvapil leikur pia- nóverk eftir Antonin Dvo- rák. Elisabeth Schwarzkopf og Dietrich Fischer-Diesk- au syngja þýzk þjóðlög i út- færslu Johánnesar Brahms, Gerald Moore leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Gunnar Vald imarsson stjórnar. Þor- steinn V. Gunnarsson les kafla úr „Bombi-Bitt” eftir Fritiof Nilsson i þýðingu Helga Hjörvar, Tryggvi Ólafsson (10 ára) fer með sjálfvalið efni, Gunnar og Ásgeir Höskuldsson segja tröllasögur og lesin verða nöfn þátttakenda i teikni- samkeppni barnatimans. 17.30 Framburðarkennsla I ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Ein- arsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal: Elisabet E rlin gsdótt ir syngur lög eftir Karl O. Runólfsson og Pál Isólfsson, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Al- mennar stjórnmálaumræður. Hver þingflokkur hefur til umráða 30 min., sem skiptast i tvær umferðir, 20 og 10 min., eða 15 min. Ihvorri. Röð flokk- anna: Alþýðubandalag, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna. 22.50 Veðurfregnir og fréttir. 23.00 Létt músik á siðkvöldi. Sin- fóniuhljómsveit norska út- varpsins leikur létt lög eftir norsk tónskáld. Stjórnandi: öi- vind Bergh. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.