Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 20. marz 1975. Mynd eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Það eru sex ollumálverk eftir Jóhannes Geir Jónsson á sýningunni. I Oliumálverk eftir Guömundu Andrésdóttur. Sex oliumálverk eru á sýningunni eftir Ragnheiði Jónsdóttur Ream. Þetta er eitt þeirra. Átján íslenzkir listamenn sýna í Noregi og Svíþjóð FB-Reykjavik. Sýning 18 is- lenzkra myndlistarmanna i Kir- una Stadshushall i Sviþjóð lauk nii 9. marz, en sama sýning verður opnuð aftur i Norrbottens Museum Lulea 18. marz næst komandi. Fyrst var þessi sýning haldin i Bergens kunstforening dagana 10. til 26. janúar. Að sýn- ingunni standa Bergens Kunst- forening, Norrbottens Museum, Norræna húsið i Reykjavik og Fé- lag islenzkra myndlistarmanna, en Norræni menningarmálasjóð- urinn hefur veitt sýningunni stuðning. 1 inngangsorðum i sýningar- skrá segir Hjörleifur Sigurðsson listmálari, að samvinna milli is- lenzkra og norskra listamanna hafi stöðugt farið vaxandi á árun- um eftir siðari heimstyrjöldina. Hann hafi sjálfur verið viðstadd- ur opnun sýningar i Kunstnernes Hus I Osló 1951 og hafi sú sýning gefið gott yfirlit yfir stöðu list- anna á Islandi i þá daga. Siðan hafi verið efnt til nokkurra is- lenzkra sýninga i Noregi og einn- ig hafi verið haldnar norskar sýn- ingar i Reykjavik. Nefnir hann sérstaklega Vestlandssýninguna norsku,sem hér var fyrir nokkru, og eigi nú þessi sýning 18 is- lenzkra myndlistarmanna að vera eins konar svar við þeirri sýningu. Segist hann vona, að sýningin muni verða sænskum sýningargestum til gleði, enda gleðjist fslendingar yfir þvi að fá nú samband við listamenn og á- hugafólk um listir i norðanverðri Sviþjóð. íslenzku Jistamennirnir, sem taka þátt i sýningunni eru Ágúst F. Petersen, sem sýnir sex verk, Björg Þorsteinsdóttir, sem sýnir tvö verk, Einar Hákonarson, sem sýnir 5 verk, Eyborg Guðmunds- dóttir, sem sýnir 5 verk, Guð- munda Andrésdóttir, sem sýnir 5 verk, Hafsteinn Austmann, sem sýnir 5 verk, Hringur Jóhannes- son, sem sýnir 6 verk, Jóhannes Geir Jónsson, sem sýnir 6 verk. Louisa Matthiasdóttir, sem sýnir 6 verk, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, sem sýnir 6 verk, Jens Kristleifsson, sem sýnir fimm verk, Ragnheiður Jónsdóttir, sem sýnir fjögur verk, örlygur Sig- urðsson, sem sýnir 7 verk, Guð- mundur Benediktsson, sem sýnir þrjú verk, Hallsteinn Sigurðsson, sem sýnir fjögur verk, Jón Bene- diktsson, sem sýnir 6 verk, Jó- hann Eyfells, sem sýnir þrjú verk ogMagnús Á. Árnason, sem sýnir þrjú verk. Sýningin var opnuð i Bergens Kunstforening 10. janúar sl. og stóð þar fram til 26. janúar. Siðan var hún opnuð i Kiruna Stadshus- hall 15. febrúar og lauk þar 9. marz. Slðasti sýningarstaðurinn er Norrbottens Museum Lulea, og þará sýningin að hefjast 18. marz og standa fram til 2. april. I dómnefnd sýningarinnar voru Einar Þorláksson, formaður, Guðmundur Benediktsson, Hall- steinn Sigurðsson, Hringur Jó- hannesson, Hrólfur Sigurðsson, Leifur Breiðfjörð, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, Sigurjón Ólafs- son og Svavar Guðnason. Timanum hafa borizt dómar um sýninguna úr þremur norsk- um blöðum, og birtast þeir hér með. Magnús A. Arnason á þessa styttu á sýningunni. íslenzk blanda ÞESSI sýning hefur hvorki neitt sérstakt stef aö uppistöðu né á- kveðna hugmynd, eins og nafn hennar gefur raunar til kynna. „Fjórar núlifandi kynslóöir is- lenzkra myndlistarmanna”, sem sýnd var I Bergens Billed- galleri fyrir hartnær fimm ár- um, var aftur á móti byggð upp á þann hátt. Berum við saman þessa tvo listviðburði, hljótum viö aö komast að þeirri niður- stöðu, að núverandi sýning er miklum mun hefðbundnari i sniðum en sú fyrri, breidd henn- ar takmarkaðri, tilbrigðin færri. Af þessum sökum verðum við að gera okkur ljóst, að sýn- ingin hjá Bergens kunstforening býður ekki upp á neinn þver- skurð Islenzkrar myndlistar einsog hún er i dag. Okkur er til að mynda kunnugt um að á sið- asta „Æskulýðsbiennale” i Paris voru allmargir islending- ar. Aðferðir þeirra og viðfangs- efni tróna með fjarveru sinni. Við teljum það miður farið, þvi að nokkur skerfur stilbragða þeirra hefði fortakslaust skapað vfðtækari áhuga á sýningunni. Ekki er réttmætt að láta þess- ar athugasemdir skyggja á þá staðreynd, að markvert fram- lag er að finna i þessu myndlist- arúrtaki. Jóhannes Geir Jóns- son er áberaridi persónuleiki i hópi málaranna. Expressjónist- Isk list hans með Ivafi lands- lagsáhrifastendurföstum fótum I náttæuru og lifi fólksins. Frá strangri myndbyggingu (Jarð- arförin) hefur hann hreyfzt yfir i ómeðvitaöri lita- og efnismeö- ferö, þar sem næsta vimu- kenndri náttúrutilfinningu er gefinn laus taumurinn (Sumar- nótt). Agúst F. Petersen (hann er ekki ólikur Aagot Kramer i einstaka verkum) og Ragnheið- ur Jónsdóttir Ream eru ljóð- rænni aö skapgerð og Ragnheið- ur hefur raunar til að bera sterkari tilfinningu fyrir litum Erfiðara á ég með að sætta mig við vinnuaðferðir Louisu Matthiasdóttir, en þær byggjast á dýrkun aðalatriða og breiðum strokum. Ýmis stig abstrakt-stefnu birtast i myndum miðkynslóð- arinnar og hjá þeim yngri, en myndrænar lausnir eru býsna misjafnar hvað frumleikann snertir. Fyrirmyndirnar koma skýrast i ljós hjá konstrúktifa málaranum Eyborgu Guð- muudsdóttur en einhæfrar hrynjandi gætir aftur á móti mest i verkum Guðmundu Andrésdóttur. llafsteinn Aust- mann málar abstrakt i anda Parisarskólans. Kerfisbundni rytminn, sem hann gli'mir við sýnist hafa opnað leið til áfram- haldandi þróunar. Björg Þor- steinsdóttir og Einar Hákonar- son vinna bæði á landamæra- svæðum óhlutbundinnar listar annars vegar en figúratifrar hins vegar. Björg hefur einkum komið til leiðar hárri mynd- rænni spennu. Spennuhlaðinn undirtónn er lika rauður þráður hjá Hringi Jóhannessyni. Hringur hefur lært bæði af Magritte og nýreal- istunum og er höfundur þeirra verka á sýningunni, sem lengst verður munað eftir. Grafiklista- mennirnir eru fáir. Ragnheiöur Jónsdóttir er einstæð I hópi þeirra (hún tók raunar þátt i grafikbiennalinum i Fredrik- stad á siðastliðnu ári). Mynda- flokkurinn 2001—2004 bitur sig fastan i vitund okkar bæði vegna tækninnar og af hug- myndafræðilegum orsökum. Hið sama verður ekki sagt um þátt islenzku myndhöggvar- anna. Frumlegastur er Jóhann Eyfells. I litlu myndunum sin- um fer hann með álið á ákaflega sérstæðan máta. Honum tekst að láta þessa máltegund — sem venjulega er bæði fáguð og strokin — lita út eins og storkn- aðan hraunmola. Annars er það að segja um myndhöggvarana, að abstraktmennirnir Guð- mundur Benediktsson og Hall- steinn Sigurðsson ásamt aldurs- forsetanum Magnúsi A. Árna- syni túlka hefðbundin sjónar- mið. Aftur á móti nálgast Jón Benediktsson sætleikann, stundum iskyggilega mikið. Rétt er að vekja athygli á hinni miklu þátttöku kvenna á sýningunni — á þessu ári, sem hátiðlega hefur verið kynnt sem: Kvennaárið. Harald Flor (Bergens Tidende 17. janúar 1975).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.