Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. marz 1975. TÍMINN 9 Listadálkurinn v- k, í' Guðmundur Benediktsson á fjögur verk á sýningunni. okkar ATJÁN islenzkir myndlistar- menn sýna i salarkynnum Kunstforeningen um þessar mundir. Þetta er viðtæk sýning, enda er elzti listamaðurinn fæddur 1894 en sá yngsti 1945. Ég minnist þess, að þegar ég sá i fyrsta sinn allviðtækt yfirlit islenzkrar myndlistar, fannst mér mikið koma til fjölbreytni tjáningaraðferðanna og gæða verkanna frá þjóð, sem ekki var fjölmennari en ibúar Bergen á þeirri tið. Ég er ekki jafnhrifinn i dag, enda hef ég séð talsvert af myndlistarverkum siðan. Hvers á maður að vænta sér af yfirlitssýningu? Hún á vist að gefa okkur nokkra hugmynd um það hversu langt tiltekin þjóð hefur náð I listrænum efnum. Það eitt, að sýning kemur á veg- um opinberra aðila, fær okkur til að hugsa sem svo, að hér eigi að gefa til kynna að list „okkar” standi jafnfætis list annarra þjóða. Fyrir nokkrum árum efndi Bergen Billedgalleri til sýning- ar á verkum ungra islenzkra myndlistarmanna. Hún kitlaði forvitni mina og sagði mér, að ungir myndlistarmenn á Islandi væru gagnteknir sömu form- rænu vandamálum og starfs- bræður þeirra viðs vegar um heiminn — en um leið var eitt- hvað alveg sérstakt við nútim- anlega túlkun þeirra. Nokkrir höfundanna af eldri og mið-kyn- slóðum velja sér auðvitað fyrir- myndir úr islenzkri náttúru. Aftur á móti er meiri hlutinn staðfesting þess, að Islendingar lifa ekki á neinum útkjálka i Evrópu heldur fylgjast þeir vel með formbreytingum timans. Listgæði einkenna þessa sýn- ingu, en hún er hvorki mjög sér- stæð né heldur kemur hún okkur á óvart. Grafiski listamaðurinn Hagn- heiður Jónsdóttir var sá eini er tók huga minn með myndaflokki sinum 2001—2004 (kat. 68-61). Táknheimur hennar virðist dul- arfullur og töfrum gæddur. Hún kom forvitni minni af stað og myndsýn á hreyfingu. Hin flat- ar- og skúlptúraverkin eru ljós án þess að segja mér nokkuð sérstakt. Þau eru góð verk en heldur ekki meira, ekki minna. Vitaskuld er það gleðilegt að þau skuli hafa til að bera gæði listar — en þau eru dálitið þreytandi i alþjóðlegum skiln- ingi eins og hinn hefðbundni módernismi. TB. —Bergens Arbeiderblad 18. janúar 1975). 18 íslenzkir myndlistarmenn — Fyrri grein ÞAÐ er ekki ýkjalangt siðan — við hér i Bergen — fengum til okkar islenzka myndlistarsýn- ingu. Það var sem sé dagana 3.—17. nóvember á siðasta ári. Þetta sáfn listaverka var eign Listasafns tslands i Reykjavik. Sýningin var liður i hátiðardag- skrá, sem listamannasamtökin i Bergen settu saman i tilefni ell- efu alda afmælisins til að hylla islenzka menningu. Agnar Kl. Jónsson ambassador opnaði sýninguna á Urdi,x en viðstödd var dr. Selma Jónsdóttir for- stjóri Listasafnsins og aðrir is- lenzkir og norskir gestir. Ég taldi nauðsynlegt að segja frá þessu nú, þar eð frétta- klausa i blaðinu 3. janúar sl. var ekki tæmandi hvað snertir is- lenzkar myndlistarsýningar i Bergen. Sýning félagsmanna FIM, sem nú gistir Bergen, hefur upp á að bjóða myndlistarverk frá siðustu tveim til þremur árum og eru um það bil fimm eða sex myndir eftir hvern þátttakenda. Við kynnumst þarna málverk- um, grafikmyndum og skúlptúr. Þetta er tilbrigðarik sýning, en einnig mætti vekja athygli á þvi, sem kalla mætti tengsl við „sameign” evrópskrar mynd- listar. „Umhverfisraunsæi” eða tengsl við þaö — eins og segja mætti — er til staðar beggja vegna Atlantshafsins. Hringur Jóhannesson f. 1932 og Louisa Matthiasdóttir f. 1917 eru full- trúar þess á sýningunni. Bylgjur og smásteinar fyrr- nefnda málarans eru einkenn- andi fyrir þessa stefnu eins og hún er i dag. Verkið er gætt sér- stöku andrúmslofti og „trúverð- ug lýsing” með ósvikinni virð- ingu fyrir þeim náttúruverð- mætum, sem menningarþjóðfé- lag leitast við að varðveita. Sami listamaður hefur gert „Uppgang” með kadmium, orange og bláum tónum, en nálgast fjólublæ. Hér virðist málarinn fremur glima við hrein form — og litræn vanda- mál i stað þeirra, sem lýsa en siðarnefndu vandamálin setja einkum svip á verk hans. „Svartur hestur” Louisu Matthiasdóttur er málaður djörfum og kraftmiklum pensil- förum. Litirnir eru oftast full- hljóma, nokkuð harðir og taka stór stökk milli ljóss og myrk- urs. Louisa segir blátt áfram frá þvi, sem hún sér. Gáfur hennar, sem mér virðast hafa lent dálit- ið inn á rangar brautir, leiða hins vegar i ljós tilfinningu fyrir innhverfari verðmætum á stöku myndrænni samstillingu. En ef við sleppum skóla og stileinkennum má segja, að is- lenzk list sé frábrugðin evrópskri sakir sterkra og hljómmikilla lita, sem málar- amir nota einatt. Jóhannes Geir Jónsson f. 1927, Björg Þor- steinsdóttir f. 1940 og Agúst F. Petersen f. 1909 eru ólikir og sérstæðir málarar en aðferðir þeirra að setja saman lita- hljóma án hlés eða þagnar, og jafnfram til að hafa þá nægilega hvassa, eiga býsna margt sam- eiginlegt. Leiðin frá þessum „hrópandi” kóloristum til hinna einföldu og oft á tiðum trúarlegu formtjáningar i hvitum og svörtum tilbrigðalausum flög- um Eyborgar Guðmundsdóttur f. 1924 er ekkert sérlega löng. Astæðan er sú, að allir þessir málarar lita á hljómgæði mynd- ar sömu augum. Eyborg getur náð sterkum áhrifum með þvi að setja allgranna og fina tóna litanna milli þungra blakka af svörtu og hvitu. Einar Hákonar- sonf. 1945, Hafsteinn Austmann f. 1934 og Guðmunda Andrés- dóttir f. 1922 áttu mörg verk á Urdi i nóvember, öll frá fyrstu árum sjöunda áratugarins. Myndir þeirra i dag — gerðar á siöustu 2—3 árum, leiða ekki i ljós nýtt myndmál. Waldemar Stabell (Morgen- avisen, Bergen 20. janúar 1975) 1. grein. Siðari grein Þorvaldur Skúlason (f. 1906) er mikilvægur persónuleiki i nú- timalist á Islandi. Þvi miður er hann ekki með á þessari sýn- ingu en við fengum að sjá nokkrar góðar abstraktmyndir hans i Urdi i nóvember (ég nefndi þessa sýningu i grein minni iMorgenavisen 19. janúar sl.). Ég verð að minnast á Þor- vald sakir þess, að hann er einn hinna fáu myndlistarmanna á Norðurlöndum, sem hægt er að benda á þegar talað er um flókna notkun myndbyggjandi þátta i abstraktlistinni. Þeir, sem muna verk Þorvalds, hafa sérstaka ástæðu til að skoða myndir Ragnheiðar Jónsdóttur Ream (f. 1917). Hún notfærir sér nefnilega á markvissan hátt myndbyggjandi þætti eins og hann. Þetta er skóladæmið um að myndbyggjandi þættirnir hegða sér alveg eins I abstrakt- verkum eins og hinum fi- gúratifu. Lögmál ákvarðar til- veru og áhrifamátt myndrænu þáttanna og vissulega væri á- stæða til að skoða þaö betur og rannsaka en gert hefur verið fram að þessu. Of langt mál yrði að brjóta slikar spurningar sem þessa til mergjar en ég vil benda á dæmi, sem snertir sambandið milli táknmáls og hinna nöktu, margslungnu lifs- tjáningar góðrar myndlistar. Aftur tökum við dæmi af mynd eftir Ragnheiði Ream, þar sem sjávarlinan (hversdagslegt tákn: flötur eilitiö sveigður að sjóndeildarhringnum) beygist i „ranga” átt, mót landslaginu vegna þyngdar og hreyfingar nokkurra litflekkja á himnin- um. Gaman væri að kryfja mál- verkið: Lambagil eftir þennan sama listamann en Bergen Billedgalleri festi kaup á þvi á sýningunni. Ég verð að láta mér nægja að segja, að hjá list- manni, sem málar landslags- mynd — hvort sem hann nú vinnur beint eftir fyrirmynd- inni, styðst við riss eða lætur hugmyndaflugið nægja — dugir vart annað en að við skynjum brot upplýsinga, sem mynda skiljanlega og lifræna keðju náttúrulýsinga, til þess að verk- ið geti kallast raunverulegt landslag. A sýningunni finnum við enn- fremur góð grafisk verk og höggmyndir islenzkra mynd- listarmanna. Töfrandi eru teikningar og vatnslitamyndir örlygs Sigurðssonar (f. 1920). Ragnheiður Jónsdóttir (f. 1933) er góður grafiskur listamaður. Hún átti sæti i dómnefnd Frederikstad-biennalsins i fyrrasumar. Yngsti þátttakand- inn Jens Kristleifsson (f. 1940) sýnir <lálitib torskilin en örugg- lega gerð dúkskurðarverk. Magnús Á. Árnason (f. 1894) er þekktur listamaður bæði sem málari og myndhöggvari. Hann teflir fram fingerðri stúdiu af syni sinum Vifli. Aðrar myndir eftir hann heita Geniveve og Karlinn i túnglinu. Ég þekki ekki forsendu siðasttalda verks- ins en kröftug einbeiting anda i þessu höfði er sannarlega is- lenzkum myndhöggvara til mikillar sæmdar. Áhugaverðar höggmyndir sjáum við hjá Guð- mundi Benediktssyni (f. 1920), Hallsteini Sigurðssyni (f. 1945), Jóni Benediktssyni (f. 1916) og prófessor Jóhanni Eyfells (f. 1923). Allt eru þetta listamenn, sem veita okkur rikulega hlutdeild i verkum sinum og ég er ekki i vafa um, að við eigum eftir að heyra frá þeim siðar meir. Waldemar Stabell (Morgen- avisen 22. janúar 1975) 2. grein. L E / \ mm m'l n. it Sfojv !■ W , weT-Jhh 1 WTÍSm fJPf •>/ JH r ; 'i* 2 ‘gjjpk |W| n ' i 4 m l ,! M - 1 uim Ragnheiður Jónsdóttir, hefur gert þessa mynd. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.