Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. marz 1975. TÍMINN 13 MIÐNÆTURKABARETT í KVÖLD Ný rétt í • • Olfushreppi gébé Reykjavik — Hreppsnefnd ölfushrepps hefur nú falið fjall- skilanefnd að finna nýjan stað fyrir rétt i hreppnum, en gamla réttin er innan skipulags Hvera- gerðis, svo að segja inn i byggð. Svanur Kristjánsson sveitar- stjóri sagði, að vandinn væri að velja réttinni stað með tilliti til þess, að hún gæti verið utan þétt- býlis. — Hún kemur sjálfsagt til með að falla inn i skipulagningu á landnýtingu hreppsins, sagði hann. Þar eð stutt er siðan hreppsnefndin fól fjallskilanefnd að kanna mál þetta, er ekki úr- lausnar að vænta fyrst um sinn. ® Ný númer númerakerfið og er á öðrum Norðurlöndum, þ.e. að sama farartækið hafi sama skráningar- númerið allan þann tima sem það endist, það er tveir bókstafir og þrir tölustafir. Gildir sama kerfið um allt landið og er einkennis- númerum ekki breytt þótt bill sé seldur eða eigandi hans flytji milli lögsagnarumdæma. En vel getur komið til mála, að lög- sagnarumdæmið verði einkennt með llmmiða, annað hvort á númersplötunni eða annars staðar á bilnum. Þessi nýju númer eru þegar sett inn i skráningarskirteini nýrra og umskráðra bila og er þegar búið að ákveða fast númer á alla Reykjavikurbila og verður það I skráningarskirteinunum, sem koma út i ár og beilaeigendur fá að lokinni skoðun. Til að mönn- um sé ekki mismunað fer skrán- ingin fram algjörlega vélrænt' og ræður heppni þvi, hvort menn fá eitt eða tvö núll i númerið sitt, þ.e.a.s. ef það er eftirsóknarverð- ara en að aka um með ósköp venjulegar tölur, sem hvorki standa á tug eða hundraði. Eru númerin valin I Skýrsluvélum rikisins. Þótt svo fari, að alþingi sam- þykki ekki breytinguna verða bil- arnir númeraðir eftir þessu nýja kerfi, að minnsta kosti i skrán- ingaskfrteinum, þvi að Bifreiða- eftirlitið verður að hafa fast númer til að vinna út frá i skýrsluvélunum. Skapar það mikla vinnuhagræðingu. Gerð var nákvæm athugun á þessu atriði árið 1971 og var þá reiknað með að sparnaður fyrir Bifreiða- eftirlitið eitt næmi um 3.5.—4 millj. kr. á ári. Ef upphæðin er umreiknuð miðað við árið i ár, má geta þess að 1971 var fjárveit- ing til Bifreiðaeftirlitsins 21 millj. kr. en er nú 65 millj. kr. Er þvi óhætt að þrefalda sparnaðarupp- hæðina. Einnig verður þetta mikil hagræðing fyrir tryggingafélögin og jafnframt fyrir bilaeigendur. Það eru snúningar og vinnutap fyrir þá að láta umskrá bfl eins og kerfið er núna. Guðni kvaðst vona, að frum- varp um breytta skráningu yrði lagt fram á þessu þingi, en ekki ér útséð um hvort svo eetur orðið. 1 KVÖLD, fimmtudagskvöld, kl. hálf tólf, gangast nokkrir áhuga- menn um fjölbreyttara skemmt- analif fyrir MIÐNÆTURKABA- RRTT i Austurbæjarbíói, þar sem fram koma ýmsir kunnir skemmtikraftar og kynntir verða nýir. Kabarettinn, verður með léttu sniði, söng, grini og gleði — og þar sýnir töframaðurinn Baldur Brjánsson á sér enn nýja hlið, bregður sér nú i Hki meistara- þjófsins. Mattý Jóhanns, sem fyrr á ár- um vann hverja rokk-keppnina á fætur annarri, hefur á undanförn- um árum skemmt vinum sinum með þvi að herma eftir frægum söngkonum. ;.kemur hún nú fram I fyrsta sinn á opinberri skemmt- un. Smári Ragnarsson fléttar sam- an grini og fúlustu alvöru I frum- sömdum reviusöngvum. Halla og Ladda þarf ekki að kynna, né hljómsveitina Eik og söngvarann Herbert. Fleiri skemmtikraftar koma fram, m.a. grinistinn Karl Einarsson. Kynnirá þessum mið- næturkabarett verður Baldur Hólmgeirsson. (|| ÚTBOÐ (|| Tilboð óskast I skrúfaðan fittings fyrir Hitaveitu Reykja- víkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. april 1975, kl. 11.00. fh. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuveqi 3 — Sími 2S800 Jörð til sölu Litli-Hvammur i Fremri-Torfastaða- hreppi i Vestur-Húnavatnssýslu, er til sölu nú þegar ef viðunandi tilboð fæst. Óskað er eftir tilboðum og er réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefa Ragnar Jónsson, Sæviðarsundi 19, sími 39752, Sigfús Jónsson, Söndum um Iivammstanga, og Grétar Jónsson Búðardal, simi 95-2154. r Att |ui von á tekjuafgangi irá þínu tryggingafélagi ? Það er vel hugsanlegt, ef þú tryggir hjá gagnkvæmu tryggingafelagi. Verði hagnaður af þeirri grein trygginga, sem þú kaupir hjá Samvinnutryggmgum, mátt þú eiga von á tekjuafgangi til þín. Samvinnutryggingar hafa þegar endurgreitt til viðskiptamanna sinna yfir 500 milljónir króna Átt þ u von a á verðgildi dagsins tekjuafgangi frá þínu 1 dag. tryggingafelagi P SAMVirvrVUTRVGGIINGAR GT. ÁRMÚLA3 SÍMI 38500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.