Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. aprfl 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiöslusími 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. V________________________________________________Blaöaprenth.f. Sóknin mikla Sannarlega búum við við duttlungafullt veður- lag. Lengi vetrar var fannfergi gifurlegt, ekki sizt norðan lands og austan. Nú i fyrradag var aftur á móti fjórtán til sextán stiga hiti sums staðar á Suðurlandi. Dæmi eru um það, að hiti hafi komizt langt yfir tuttugu stig á Austfjörðum um hávetur. Við tölum oft um, að allra veðra sé von. í þvi orðafari speglast reynsla þjóðarinnar. Af þessum sökum er okkur lika vandi á höndum, þegar til þess kemur að halda uppi samgöngum, svo að i lagi sé, alla tima árs. En nokkurn veginn tryggar samgöngur eru meðal frumnauðsynja i við- skiptaþjóðfélagi. Enginn getur borið á móti þvi, að stórvirki hafa þegar verið unnin i vegamálum, og hefði það þótt forsögn mikil fyrir hálfri öld, þegar ekki varð til dæmis lengra komizt úr frá Reykjavik á bifreið en upp á Kjalarnes og austur i Rangárvallasýslu, og hliðarvegir svo til engir, ef einhver hefði spáð, hvar við stæðum árið 1975. Það var ekki fyrr en eftir myndun rikisstjórnar Tryggva Þórhallsson- ar árið 1927, að farið var að leggja og ryðja vegi um landið af teljandi kappi, og þá var lika sem fjötur raknaði: Skyndilega var orðið bilfært yfir Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, öxnadalsheiði, Kerlingarskarð og um aðra fjallvegi, þar sem hestar landsmanna höfðu áður lötrað lestagang- inn og göngulúnir menn þrammað byggða á milli. Vissulega voru þessir vegir ekki neinar hlemmi- brautir. Þeir voru auðvitað harla erfiðir og frumstæðir. En þeir voru eigi að siður mikill sig- ur og upphaf alls, sem siðan hefur verið gert. Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráðherra hefur lagt mikla rækt við vegamálin, og sam- göngumál yfirleitt. Stórvirki hafa verið unnin á undanförnum árum, og i önnur verður ráðizt áður en langt um liður. En verkefnin eru mörg, og ekki aðeins á höfuð- vegum, heldur einnig innan héraða, ekki sizt þar sem búast má við miklum snjóalögum. Þar verð- ur ekki til langframa unað við lága vegi, eða jafn- vel hálfsokkna i jörð niður, er teppast jafnskjótt og verulega snjóar. Slikt hefur i för með sér margvislegar truflanir, afurðatap og ofboðslegan kostnað við snjóruðning. Svo mikils vert sem það er að hafa góðan hringveg um landið og full- komnar hraðbrautir, þar sem umferð er ör, þá er hitt ekki siður höfuðnauðsyn að sigrast á sam-. gönguerfiðleikum innan héraða, þar sem fólk á svo mikið undir þvi komið, að tengslin milli byggðarlaga séu sem öruggust, hverju sem viðr- ar. Náskyld þessu er einnig sú nauðsyn, að kauptún og kaupstaðir, sem skammt eru á veg komin með gatnagerð, geti komið gatnakerfi sinu i það horf, er til frambúðar má vera, og hefur það mál áður verið reifað i forystugrein hér i blaðinu. Einmitt um þessar mundir er til umræðu á Alþingi frumvarp um breytingu á vegalögum, og jafnframt er einnig i burðarliðnum vegaáætlun, sem gilda skal árin 1975-1976. Þar verða teknar ákvarðanir um framhald þeirrar hálfra.r aldar sóknar i vegamálum, sem hófst árið 1927, þegar menn með nýjan dug og nýjar hugsjónir komust til valda. — JH Newsweek: „Ég vil geta svarað: Þið voruð vöruð við" Hér fer á eftir viðtal, sem þeir Edward Klein, Mel Elfin og Ljoyd Norman áttu við James Schlesinger, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, um miðjan marz. — Ernú einangrunarstefna aö styöja sér til rúms i Banda- rlkjunum sem afleiðing Víet- namstyrjaldarinnar? — Ég hygg að nokkurrar hneigöar I þá átt gæti i viöhorfum manna, siðan Viet- nam styrjöldinni lauk. Viðhorfin eru þó að þvi leyti allt önnur en þau voru á árun- um milli 1930 og 1940, að nú hefur bandariskur almenningur vakandi áhuga á öllu þvf, sem er að gerast i umheiminum, og sé nokkuð að marka niðurstöður skoðana- kannana, vill hann, að Banda- rikin séu hernaðarlega máttuguri en nokkurt annað riki. Að minu viti ættum við að gera okkur ljóst, að aðstæður geta gjörbreytzt i skjótri svipan, og ef svo færi, að Bandarikjamenn teldu hags- munum sinum alvarlega ógnað, yrðu þeir engu and- vígari beitingu hervalds en þeir voru eftir árásina á Pearl Harbor. — Eru Bandaríkjamenn al- mennt sannfærðir um, að brýnir hagsmunir þeirra séu i húfi I Kambódiu og Vietnam? — Nei, ég held að þeir séu það ekki, eins og sakir standa. Ef svo væri, gengi okkur betur en raun ber vitni að fá samþykkta nægilega fjár- veitingu til aðstoðar rikis- stjórnum þessara landa. — Fyrir nokkrum mánuðum sögðuð þér i ræðu i morgun- verðarboði, að við ættum ekki brýnna hagsmuna að gæta i Suðaustur-Aslu. Hvaða ástæðu höfum við þá til þess að leggja áherzlu á aðstoð þar, hvað þá hemaðarafskipti? — Ég efast um, að þetta sé rétt eftir mér haft. Banda- rikjamenn áttu minni hags- muna að gæta i Suðaustur- Asfu en til dæmis Evrópu eða löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. En þrátt fyrir þetta eigum við vissum skyldum að gegna i Suðaustur- Asiu. Ef við snerum baki við þessum heimshluta — einkum þó Suður-Vietnam — hlyti það að hafa miður heppileg áhrif á alþjóða vettvangi. Utanrikis- stefna Bandarikjanna biði að minu viti hnekki og Banda- rlkjamenn smækkuðu i eigin augum. — Haldið þér, að stjórn Lon Nol haldi velli, ef hún fær þá aðstoð, sem hún hefur farið fram á? — Hún heldur ekki velli án aukinnar aðstoðar. En ef hún fengi umbeðna aðstoð, héldi hún tvimælalaust velli út þetta þurrkatimabil, og þá ætti hún ekki I neinum vandræðum með að þrauka regntimann. ‘ Enginn getur hins vegar sagt fyrir um framvinduna, þegar til lengdar lætur. Við vonum þó, að samningaviðræðum verði komið á. — En haldið þér ekki, að álit Bandarikjamanna rénaði, ef stjórn Lon Nol félli, eftir að hafa fengið umbeðna aðstoð? — Að visu væri það áfall fyrir bandariska utanrikisstefnu, en þá yrði siður dregið i efa, að Bandarikjamenn standi við skuldbiningar sinar, og það tel ég mest um vert. — Teljið þér Indlandshaf til þess svæðis, sem brýnir hags- ' munir Bandarlkjamanna ná til? — Meginhluti iðnvæddra rikja er háður oliuflutningi frá Persaflóa. Drottnun yfir þessum oliuforða hlyti að gjörbreyta stjórnmálunum i heiminum. Sovétmenn hafa James Schlesinger varnamálaráðherra Bandarikjanna. stórum eflt hernaðaraðstöðu sina I námunda við Persaflóa og eru enn að efla iiana. Engu að siður gætir nokkuð hneigðarinnar til að stinga höfðinu i sandinn, og ýmsir láta þá hneigð i ljós. Viðbúnaður Sovétmanna i Berbera I Sómaliu er um- fangsmikill og vaxandi. Svo virðist sem þeir séu að koma upp bækistöðvum fyrir fjarstýrðar sprengjuflugvélar i Berbera við Adenflóa. Ýmsir verða efalaust til þess að bera i bætifláka fyrir Sovétmenn i þessu efni. Þeir kunna að halda fram, að þetta sé ef til vill einkum óbein efnahagsaðstoð við Sómaliu, eða viðbrögð við nýjustu rannsóknum Bandarlkja- manna á þessu sviði. En sú staðreynd stendur eigi að siöur óhögguð, að þarna 'er um að ræða aðstöðu fyrir vig- búnað, sem Bandarikjamenn hafa ekki enn á valdi sinu. Ég held, að Sovétmönnum sé full alvara með að tryggja varan- lega nálægð sina og árásar- hæfni við vestanvert Indlands- haf, og ef við gerðum ekki nauösynlegar gagnráð- stafanir, væri það sama og að loka augunum fyrir staðreyndum. — Hvers konar gagn- ráöstafanir eigið þér við? — Bandarikjamenn ættu að koma sér upp hernaðarbæki- stöð á Diego Garcia á Ind- landshafi til þess að geta að- stoðað eigin herafla á þessu svæði, ef nauðsyn krefur. — Hvaða mat leggið þér á að- stöðu Sovétmanna i Sómaliu I samanburði við aðrar her- stöðvar, sem Sovétmenn hafa komið sér upp? — Ég tel hana alveg einstæða. Henni mætti þó að sumu leyti likja við aðstöðu , sem Sovétmenn hafa komið sér upp i Egyptalandi og Sýr- landi. — Komust þér á snoðir um morösveitir eða að morð væru undirbúin og framin, þegar þér voruð i framkvæmda- stjórn CIA? — Nei, en vissir hlutir bentu til sliks i einstökum tilfellum alllöngu áður. En ef til vill vilja þingnefndir kanna þessi mál nánar, og ég vil þvi ekki fjölyrða um þau að svo stöddu. — Hvað hefur leitt af stöðvun hernaðaraðstoðar við Tyrki? — Stöðvun hernaðaraðstoðar við Tyrki er einstæð i sinni röð. Eina atvikið,sem gæti að sumu leyti talizt sambærilegt, er sú ákvörðun John Foster Dulles,árið 1956, að hætta við að aðstoða Egypta við gerða Aswanstiflunnar. Þetta er ámóta afdrifarik ákvörðun fyrir utanrikisstefnu Banda- rikjamanna. — Er til ákveðið lágmark kjarnorkuvigbúnaðar, sem Bandarikjamenn ættu að nema staðar við? — Ég held, að við ættum að fara að hugsa okkur um, ef við ættum að minnka núver- andi búnað um meira en þriöjung til dæmis. — Fækkun úr 2400 eldflaugum i 1600 með öðrum orðum? — Það sýnist ekki fjarri lagi sem eðlilegt lágmark. Tillögur yðar um sveigjan- lega stefnu i kjarnorkumálum hafa orðið til þess, að sumir gagnrýnendur saka yður um að vilja fyrst og fremst efla Bandarikjamenn til þess að geta orðið fyrri til úrslita- árásar. Yrði það ekki til að raska núverandi jafnvægi i kjarnorkubúnaði? — Breyting á viðbúnaði okkar þarf ekki að hafa i för með sér neina aukningu kjarnorkuafla I heild. Breytingin efldi hernaðaraðstöðu okkar vegna þess, að kjarnorkuógn okkar er ekki framar ótrúleg, og þarf alls ekki að valda gagn- kvæmu sjálfsmorði. Af þess- um sökum eru likurnar á heiriháttar hernaðarátökum minnkandi. Bandarikjamenn óska þess ekki, að annar hvor aðilinn öðlist styrk til af- gerandi frumárásar. Eins og herafla okkar er háttáð nú, getur hvorugur öðlazt þann styrk. Við höfum byggt her- afla okkar upp á þeim for- sendum, að við getum ekki takmarkað tjón á iðnaðar- borgum Bandarikjanna, ef Sovétmenn ætla sér að eyða þeim. — Þér hafið lagt til, að hittni væri aukin og einnig lang- drægni. Yrði það ekki til þess, aö við kæmum okkur upp gagnárásarkerfi gegn þeim eldflaugum Sovétmanna, sem draga milli heimsálfa? — Við höfum hvað eftir annað lýst yfir, að við kysum helzt að hvorugur aðilinn efldi gagnárásahæfni sina úr hófi fram. Við höfum eðlilega áhyggjur af þvi, að Sovétmenn hafa stóraukið smiði eld- flauga, sem draga milli heimsálfa, og geta búið þær miklu betur en áður. Þeir stefna enn að þessu, en við er- um reiðubúnir að mæta þeim, ef á þarf að halda. Við kysum þó heldur, að báðir aöilar foröuðust þessa þróun. — Margir þingmenn hafa farið lofsamlegum orðum um varnarmálagreinargerð yrðar. Eigi aö siður eru horfur á, að þingið lækki uppástundur yrðar um fjár- veitingu til varnamála að mun. Stafar það af þvi, að varnamálaráðuneytiö sé of oft búið að hrópa „úlfur, úlfur”? — Ef til vill hafa forsvars- menn varnamála stundum verið full gjarnir á aö hrópa ,,úlfur” á liðinni tið. Ég vil þó vekja athygli allra aðila á þvi, að þegar úlfurinn loks kemur, verður bandariska samfélagið allt fyrir barðinu á honum. Mestu máli skiptir, að rikis- stjórn og allur almenningur tekur nú afstöðu til öryggis- mála og varnargetu af miklu Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.