Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. aprtl 1975 TÍMINN 11 I Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson „ÍSLANDSAAEISTARATITILLINN HEFÐI EINNIG LENT HJÁ OKKUR — ef rétt hefði verið haldið á spilunum," nýkrýndra bikarmeistara Armanns sagði Jón Sigurðsson, fyrirliði JÓN SIGURÐSSON var hetja Ármanns-liðsins, sem stöðv- aði bikarsigurgöngu KR-inga I körfuknattleik á fimmtudags- kvöldið. Þessi bezti körfu- knattleiksmaður okkar sýndi aliar sinar beztu hliðar I leikn- um gegn KR, og þá var ekki að sökum að spyrja — sigurinn var Ármanns 74:62. Þar með voru Ármenningar búnir að bæta öðrum bikarnum við safn sitt, en eins og menn muna, þá sigruðu þeir KR I æsispenn- andi úrslitaleik f Reykjavikur- mótinu fyrr i vetur. Við náðum tali af Jóni, sem er fyrirliði Ármannsliðsins, og að sjálfsögðu spurðum við hann — ertu ánægður með árangur Ármanns-liðsins i vetur, Jón? — Jú, að vissu leyti er ég ánægður, en ég get ekki sagt að ég sé fyllilega ánægður. — Hvers vegna ekki? — Ég veit að við hefðum get- að gert miklu betur, ef rétt hefði verið haldið á spilunum, og ég er viss urrí að íslands- meistaratitillinn hefði einnig lent hjá okkur, ef áhuginn og æfingasóknin hefði verið betri hjá leikmönnum liðsins. Það vantaði alla samstöðu hjá þeim til að skapa góða heild. En ekki get ég neitað þvi, að það hefur verið töluvert meira öryggi hjá liðinu i vetur, en á undanförnum árum. Ég vil þakka það þvi, að nú eftir langa bið höfum við fengið góðan miðherja i lið okkar, þar sem Simon Ólafsson er. Hann hefur haft mikla þýð- ingu fyrir liðið og bundið það saman. — Hvað er nú framundan, Jón? — Ég vonast til að við tökum þátt I Evrópukeppni bikarhafa næsta vetur,og ég er viss um, að þátttaka i Evrópubikar- keppninni, myndi hafa góð áhrif á liðið og skapa sterka heild. Þvi að það er frumskil- yrði fyrir þátttöku i slikri keppni, að leikmenn liðsins vinni saman og hjálpist að til að gera þátttöku i Evrópu- keppninni skemmtilega. JÓN SIGURÐSSON. STÓRT SKARD HÖGGVIÐ í ÁRAAANNSLIDID Símon Ólafss. ó förum til Bandaríkjanna NÚ ER útséð um að stórt skarð verður höggvið I Ár- mannsliðið i körfuknattleik. Hinn bráðefnilegi landsliðs- maður og miðvörður liðsins, SIMON ÓLAFSSON, er nú á förum til Bandarikjanna, þar sem hann mun dveljast næstu 2-3 árin við nám i háskóla. Þá er annar efnilegur leikmaður úr Ármannsliðinu — Guð- steinn Ólafsson, einnig á förum til Bandarikjanna, þar sem hann mun stunda nám i menntaskóla. Það verður þvi stórt skarð höggvið i Ármannsliðið, þar sem Simon, sem er bezti maður liðsins ásamt Jóni Sigurðssyni, mun ekki leika með liðinu. Armenningar eru þó ekki á flæðiskeri staddir, þótt þeir Simon og Guðsteinn hverfi á braut um tima. Ármenningar eiga marga stórefnilega leikmenn, sem eru nú uppistaða islenzka ungl ingalandsliðsins. Ef svo fer að Armenningar taki þátt i Evrópukeppni bik- arhafa, þá ætla þeir að gera ráðstafanir til, að Simon geti komið hingað og leikið með þeim I Evrópukeppninni. Á 1 11 m í * iLwi II ! Ififtjl 11 Lf Landsliðsstúlkurnar sjást hér ásamt þjálfara slnum Sigurbergi Sigsteinssyni I Vesturbæjarlauginni i gær. (Tímamynd Róbert) „MÆTUM I ALLA LEIK- INA MEÐ ÞVI HUGA- O FARI AÐ SIGRA" L-VORU SIGURSÆL__I MUNIÐ LOVISA SIGURÐARDÓTTIR, hin snjalla badmintonkona úr TBR, varð þrefaldur Reykjavikurmeistari I badminton. Hún varð sigurveg- ari I einiiða- og tviíiðaleik (ásamt Hönnu Láru Páisdóttur) og I tvennd- arkeppni (ásamt Steinari Petersen). Haraldur Kornellusson varö tvöfaldur Reykjavikurmeistari, hann sigraði I einliða- og tviliðaleik, ásamt Steinari Petersen, sem þannig varð einnig tvöfaldur Reykjavikurmeistari. ibúöarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. STEINAR OG LOVÍSA ... sigruöu I tvenndarkeppninni. „DÖNSKU STÚLK- URNAR ERU ALLTAF ERFIÐAR OG HARALDUR — en draumurinn er að geta lagt þær að velli," sagði Birna Bjarnason ,,ÉG ER bjartsýn á, að við stönd- um okkur”, sagði Birna Bjarna- son frá Hafnarfirði, þegar við töl- uðum við hana i KR-heimilinu I gærdag, en þar búa íslenzku stúlkurnar saman, á meðan Norðurlandamótið stendur yfir. Birna var önnum kafinn við að lesa námsbækur, á meðan hinar stúlkurnar spiluðu á spil, og sagði hún okkur að hún væri að lesa undir stúdentspróf. — ,,Við höfum æft vel fyrir mótið og er andinn mjög góður. — Allar stúlkurnar eru ákveðnar i að gera sitt bezta og við höfum trú á þvi, að við get- um veitt stúlkunum frá hinum BIRNA BJARNASON.....stúder- ar námsbækurnar. (Timamynd Róbert) — segir Sigurbergur Sigsteinsson, þjálfari íslenzka kvenna liðsins. NM-stúlkna hefst í Laugardalshöllinni í dag NORÐURLANDAMÓT stúlkna 22ja ára og yngri, sem átti aö hefjast I gærkvöldi, var frestað þar til I dag, þar sem Danir, Sviar og Norðmenn komu ekki til lands- ins I tæka tlð. Mótið hefst þvl I dag með ieik íslands og Noregs kl. 4 I Laugardalshöllinni og strax á eftir þeim leik leika Norðurlanda- meistarar Dana gegn Svium. — „Þetta breytir ekki högum okkar hér i KR-heimilinu”, sagöi Sigur- bergur Sigsteinsson, þjálfari Is- lenzka liðsins. „Það verða bara erfiðar æfingar I staðinn og slðan bregðum við okkur I sund, fyrir matartímann”. — Ert þú bjartáýnn á sigur ts- lands I mótinu, Sigurbergur? — Já, viö mætum i alla leikina, með þvi hugarfari að sigra. Þótt Frh. á bls. 15 við náum e.t.v. ekki að sigra, þá ætla ég að vona, að þetta mót verði til að drifa kvennahand- knattleikinn upp úr þeirri lægð, sem hann hefur verið i undanfar- in ár. En kvennahandknattleikur hefur fram að þessu verið van- ræktur hér. Þaðer mjög mikill áhugi hjá Is- lenzku stúlkunum og andinn er góður hjá hópnum, það sást greinilega i gær, en þá var mjög létt yfir hjá stúlkunum. Þær eru mjög áhugasamar og ætla greini- lega að standa sig á NM. Hand- knattleiksunnendur geta lagt stúlkunum lið i hinni erfiðu keppni, sem framundan er hjá þeim. Það gera þeir með þvi að fjölmenna I Laugardalshöllina og hvetja þær til sigurs. Þær leika gegn Norömönnum i dag, eins og fyrr segir, en siðan leika þær gegn Norðurlanda- meisturunum dönsku I fyrramál- ið, strax á eftir leik Svia og Norð- manna, sem hefst kl. 10. Norðurlandamótinu lýkur svo á morgun kl. 4, en þá leika islenzku stúlkurnar gegn þeim sænsku, og siðan leika dönsku stúlkurnar gegn þeim norsku. Eins og sagt hefur verið frá, þá er miðaverð mjög ódýrt — aöeins kr. 50 fyrir börn og 200 fyrir full- orðna. LOVÍSA, STEINAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.