Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 5. aprfl 1975 TÍMINN 13 i sumar munu sennilega flest ef ekki öll þessi garðhýsi i Borgarmýrinni hverfa og kartöflugarðarnir lika undir nýjar framkvæmdir, sem þarna eru á döfinni. Timamynd Gunnar. SERSTOKUM GARÐHUSALOND UM ÚTHLUTAÐ í SKAMMADAL FB—Reykjavik — Eihs og frá hefur verið skýrt i Timanum munu kartöflugarðar og garð- hús i Borgarmýrinni hverfa af sjónarsviðinu á næstunni. Kartönuskúrarnir þarna hafa yfirleitt verið litlir og ekki til annars nýttir en geyma i þeim verkfærði, og annað það er að garðræktinni lýtur. Nú geta menn reyndar fengið úthlutað sérstöku landi undir svipuð garðhvsi i sambandi við kar- töflugarðana i Skammaskaði, en þar er ekki heimilt að hafa garðskúra um. görðunum sjálf- Garðhúsalöndin eru nokkuð frá görðunum sjálfum, og gilda mjög ákveðnar reglur um byggingu á landspildun- um. Húsin mega alls ekki vera stærri en 6-9 fermelrar, og verður umgengni að vera öll hin snyrtilegasta, annars eru menn sviptir leyfi til að hafa landið. Garðhúsin eru reist i mólendi, þar sem ekki hentar að hafa kartöflugarða, en á hinn bóginn er fólki leyfilegt að hafa þarna trjágróður og blóm, að vild, og einnig hafa sumir rabarbara og álika jurtir við garðhús sin. Ein aðalástæðan fyrir þvi, að garðhúsin mega ekki vera stærri en áður er getið, er sú, að ekki er til þess ætíazt að fólk dveljist þarna lang- dvölum, heldur hafi þarna smávægilegt afdrep á meðan það stundar ræktunina. Almennur bændafundur í Borgarnesi: Upplýst verði til fulls hvaða bændur hafi bland- að sölumjólk með vatni FYRIR skömmu var haldinn al- mennur bændafundur I Borgar- nesi á vegum Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar. Fundinn sóttu um 90 bændur af sam- bandssvæðinu. Gunnar Guð- bjartsson, formaöur Stéttar- sambands bænda flutti itarlegt erindi um afkomu bændastétt- arinnar á sfðustu misserum og horfur i framleiðslu-, markaðs- og lánamálum landbúnaðarins. t erindinu kom meðal annars fram, að 18,5% vantaði upp á, að bændur hefðu haft að meðaltali sömu tekjur árið 1973 og þær starfsstéttir, sem tekjur þeirra eiga að miðast við sam- kvæmt verölagsgrundvelli. Sama ár höfðu bændur I Borgar- fjarðarsýslu lltið eitt hærri tekj- ur að meðaltaii, en meðalbónd- inn á landinu, en I Mýrasýslu voru tekjur bænda örlitið undir meðallagi. Á fundinum urðu allmiklar umræður um ýmis málefni bændastéttarinnar. Eftirfar- andi tvær ályktanir voru sam- þykktar með samhljóða at- kvæðum: I. „Alyktun samþykkt á al- mennum bændafundi I Borgar- nesi 24. marz 1975. Undanfarnar vikur hafa verið á kreiki I fjölmiölum og manna á milli sögusagnir um aö bænd- ur I Borgarfirði hafi haft I frammi vörusvik á þann hátt aö blanda sölumjólk sina vatni. Fundurinn átelur harðlega slik- an verknaö ' hafi hann átt sér stað, meðal annars vegna þess að slikt spillir mannorði bænda i héraðinu og bændastéttarinnar allrar. Þess vegna ályktar fund- urinn eftirfarandi: I. Kaupfélag Borgfirðinga beiti sér fyrir þvi, að upplýst verði til fulls, hvaöa bændur eru sekir um að hafa blandað sölu- mjólk sina með vatni. Þar sem afgreiðsla þessa máls hefur verið með þeim hætti, og alls- kyns gróusögur hafa komizt á kreik i héraöinu og viðar, og bændur I Borgarfirði almennt bendlaðir við þetta mál, teljum við að sé unnt að láta málið nið- ur falla á þessu stigi. Þvi hljót- um við að fara fram á að máliö verði þannig til lykta leitt, að aörir en þeir, sem þarna eiga hlut að máli, verði ekki bendlaö- ir viö þetta leiðindamál i fram- tiöinni. II. Mjólkursamlag Kaupfé- lags Borgfirðinga herði mjólk- ureftirlit til muna, þannig aö komið verði i veg fyrir, að slikt geti endurtekið sig. Jafnframt verðibændur látnir sæta ábyrgð að lögum, verði um vörusvik að ræða af þeirra hálfu i framtið- inni”. II. „Almennur bændafundur, haldinn i Borgarnesi 24. marz 1975, minnir á ályktanir Búnað- arsambands Borgarfjaröar' og Búnaðarþings þess efnis, að áð- ur en framkvæmdir hefjast við járnblendiverksmiðju á Grund- artanga i Hvalfirði, verði gerð itarleg könnun á lifriki um- hverfisins I sjó og á landi og á- telur það sinnuleysi efri deildar Alþingis, að slik könnun skuli þá fyrst gerð, þegar verksmiðjan er tilbúin að taka til starfa. Fundurinn skorar á neðri deild Alþingis, sem nú hefur málið til meðferðar, að verða við þeim sjálfsögðu tilmælum, sem felast i umræddum álykt- unum”. Sumarbústaður óskast Bandalag háskólamanna óskar eftir að kaupa sumarbústaði ásamt eignar- eða leigulóð. Einnig óskar BHM eftir að taka á leigu sumarbústaði eða ibúðir úti á landi til af- nota fyrir félagsmenn sina i sumar. Beltagröfur Til sölu eru tvær skurðgröfur, JCB 7 árgerð 1966 og JCB 5C árgerð 1972. Upplýsingar gefur Jóhann Bjarnason, Hellu, simi 99-5815. Tíminn er peningar Menntamálaráðuneytið, 1. april 1975. Laus staða Kennarastaða i eðlisfræði og stæröfræði við Mennta- skólann á ísafirði er laus til umsóknar. Æskilegt er að kennarinn geti einnig annast kennslu i hagnýtri stærðfræði og forritun. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um náms- feril og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. mai n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. BRflUíl Astronette Hárþurkan er einhver sú þægilegasta sem völ er á.það er jafnvel hægt að tala i sima meðan hárið þornar. Mjög fyrirferðalitil og hentug til að taka með sér i ferðalög t.d. til sólarlanda, þar sem oft þarf að þurrka háriö. Tilvalin fermingar- gjöf. Fæst ennþá á gömlu verði í raftækja- verzlunum í Rvík, úti um land og hjá okkur Braun-umboðið Ægisgötu 7. Sími sölumanns 18785. Raftækjaverzlun íslands h.f. Braun-umboðið Ægisgötu 7. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: SÉRFRÆÐINGUR i meltingar- sjúkdómum óskast við spitalann i hálft starf frá 12. mai n.k. Umsóknarfrestur er til 1. mai n.k. HJÚKRUNARKONA óskast til starfa frá 1. mai n.k. við Geðdeild Barnaspitala Hringsins. Nánari upplýsingar veitir yfirhjúkrunar- kona deildarinnar, simi 84611. KÓPAVOGSHÆLI: STARFSMAÐUR óskast til starfa i lóð hælisins nú þegar eða eftir samkomulagi. Þavf að hafa rétt- indi til að stjórna vinnuvélum (dráttarvél). Upplýsingar veitir bústjóri i sima 42055 milli kl. 6-7 næstu daga. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA: BóKARl óskast til starfa i launa- deild hið fyrsta eða eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 11765. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 4. april, 1975. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANN A EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.