Tíminn - 08.04.1975, Qupperneq 4

Tíminn - 08.04.1975, Qupperneq 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 8. apríl 1975. I ' Nýjar gerðir Moskvits jbifreiða Bifreiðaverksmiðiurnar, sem framleiða Moskvitsjbifreiðir, hafa lokið undirbúningi að framleiðslu nýrra gerða smá- bila: M-2138 og M-2140. Hér er um að ræða alveg nýjar gerðir, þar sem tæknibúnaður þeirra er mun betri heldur en i hinum vin- sælu Moskvitsj 408 og 412, en sovézkir kappakstursmenn hafa unnið marga kappaksturs- keppni á þeim bilum, s.s. Lond- on-Sidneykappaksturinn, Lond- on-Mexikö og Evrópukeppnina 1974. I hinum nýju gerðum af Moskvitsj verður endurbætt vél, sem gerir það kleift að ná 150 km hraða á klukkustund. Á hún að þola 150 þús. km akstur án meiriháttar viðgerðar. Þótt hin nýja vél sé talsvert aflmeiri (82 hestöfl) og endingarbetri, er eldsneytisneyzlan hin sama, 7 litrar á 100 km. Hinir nýju Moskvitsj bilar eru einnig glæsilegir að útiliti og að innanverðu. Baksætið er orðið rýmra, og bilið milli afturhjól- anna hefur verið aukið, en við þaö verður billinn stöðugri á vegi. Auk M-2138 og M-2140 munu verksmiöjurnar framleiða Kombigerðir þeirra fyrir hægri- handar akstur, sem ætlaðer eru til útflutnings, jeppa og fl. gerð- ir bifreiða. Kunnuglegur Kínverjí Þessi skáeygði, sallafini náungi er enginn annar en Peter Ustinov i hlutverki kinversks njósnara á Vesturlöndum. Usti- nov leikur Kinverjann i kvik- mynd, sem heitir Einn dinósár- usanna okkar er týndur, og fjallar um hóp ská njósnara, og er Ustinov foringi þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gamanmynd. Leikarinn segir, að það sé mikill kostu að vera Kinverji, sérstak- lega á morgnana, þegar maður er að vakna, þá þarf maður ekki að galopna augun. Steingerð sandeðla Viö boranir i sifrera á eyjunni Kolgujev i Barentshafi hefur fundizt vel varðveitt steingerð sandeðla sem lifað hefur fyrir 200 milljónum ára. Eðlan fannst á 1114 metra dýpi, og þessi 1C sentimetra langi steingervingur koma heill upp i borkjarnanum. Þessi fundur hefur glatt stein- gervingafræðinga Sovétrikj- anna mjög, vegna þess að hingað til hafa aðeins fundizt steingerð brot af þessari sand- eðlutegund, en steingervingur heils dýrs hefur ekki fundizt fyrr. — Att þú ekki viö vandamál ab striða sem þú þarft að ræöa viö mig, bróöir? — Þaö er dauðaþögn þarna inni. Eruö þér viss um aö þér hafiö verið lifandi er þér komuö inn? DENNI DÆMALAUSI Viljið þiö heyra alveg nýja ástæðu fyrir þvi, að ég borða ekki gulrætur?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.