Tíminn - 08.04.1975, Qupperneq 5
Þriðjudagur 8. apríl 1975.
TÍMINN
5
Iðnaðarmenn hjá KÁ
löaðu niður vinnu
Gsal—Reykjavik. — Allir
iðnaðarmenn Kaupféiags Arnes-
inga á Selfossi, að undanskildum
rafvirkjum, lögðu niður vinnu á
fimmtudagsmorgun I mótmæla-
skyni við ákvörðun Odds
Sigurbergssonar kaupfélags-
stjóra, sem sendi Koibeini
Guðnasyni, einum elzta starfs-
manni fyrirtækisins, uppsagnar-
bréf. Siðan hefur öll vinna legið
niðri I kaupfélagssmiðjunum en
alls taka þátt i þessu skyndiverk-
falli um 60 starfsmenn K.A.
Starfsmennirnir hafa hótað að
hefja ekki störf aftur, fyrr en Kol-
beinn Guðnason verði ráðinn aft-
ur til starfa. Kaupfélagsstjórinn
segir hins vegar, að það verði
ekki gert.
Ýmsar ástæður virðast liggja
að baki skyndiverkfallinu, eins og
fram kemur hér sfðar i fréttinni.
Kaupfélagsstjórnin á eftir að
taka afstöðu i málinu, en Timinn
hefur það eftir einum starfs-
manni K.A., að fari svo, að
stjórnin styðji kaupfélagsstjór-
ann i máli þessu, muni allir
starfsmenn kaupfélagssmiðjanna
segja upp störfum hjá kaupfélag-
inu.
Óhægt er um vik að segja til um
lausn þessa máls, enda hefur
heyrzt að mikil stifni riki nú á
báða bóga. Þá hefur heyrzt, að
þeir iðnaðarmenn K.A., sem ekki
eru I verkfalli, þ.e. rafvirkjarnir,
ihugi að feta i fótspor annarra
iðnaðarmanna kaupfélagsins og
leggja niður vinnu.
Ég skrifaði bréf, og fékk
uppsagnarbréf á móti
— Ég skrifaði kaupfélags-
stjóranum bréf út af ráðstöfun,
sem gerð var fyrir hans atbeina.
Ég skrifaði honum þetta bréf
bæði sem starfsmaður fyrirtækis-
ins, og ekki siður sen félagsmaður
i Kaupfélagi Árnesinga. I bréfi
þessu mótmælti ég ráðstöfun
hans, sem ég taldi óréttláta, og
það varð til þess að hann skrifaði
mér uppsagnarbréf.
Þannig mælti Kolbeinn Guðna-
son, bifvélavirki á Selfossi, er
Tíminn
er
peningar
Timinn hafði tal af honum, en
Kolbeinn er einmitt maðurinn,
sem styrinn stendur að mestu
leyti um, — að minnsta kosti á
yfirborðinu.
Kolbeinn kvaðst vera ófús til að
tjá sig um áöurnefnda ráðstöfun,
en sagði, að hún hefði bæði varðað
vinnutilhögun og kjör hans og
samstarfsmanna hans — sem
starfsmanni likaði mér ekki þessi
ráðstöfun, og jafnvel ennþá verr
sem félagsmanni, — ég er algjör-
lega mótfallinn þvi að fyrirtækið
beiti ráðstöfunum, á borð við þá
sem þarna var um að ræða. i
— Svarið við þessu bréfi minu
var hrein uppsögn, þrátt fyrir þá
staðreynd, að ég hef unnið hjá
fyrirtækinu um tæplega 35 ára
skeið.
Kolbeinn sagði, að vinnufélög-
um hans hefði þótt þetta svo
ósanngjarnt, að þeir hefðu lagt
niður vinnu til að mótmæla upp-
sögninni.
Kærðum okkur ekki um að
hafa manninn lengur
— Þeir sitja bara úti og sleikja
sólskinið, sagði Oddur Sigur-
bergsson, kaupfélagsstjóri K.A. á
Selfossi, þegarTiminn hafði tal af
honum á föstudag, vegna skyndi-
verkfalls starfsmanna kaup-
félagssmiöjanna.
Oddur kvað ástæðuna fyrir þvi,
að manninum hefði verið sagt upp
störfum hjá fyrirtækinu, einfald-
lega vera þá, að þeir hefðu ekki
kært sig um að hafa hann lengur.
Sagði hann, að manninum hefði
verið sagt upp með löglegum
fyrirvara, og það hefði verið allt
og sumt, sem gerðist.
— Upp úr klukkan átta i gær-
morgun kom sendiboði frá starfs-
mönnunum til min, þerra erinda
aö tilkynna mér að ef hann kæmi
ekki með skriflega yfirlýsingu frá
mér um það, að uppsögnin yrði
dregin til baka, — þá myndi allur
hópurinn leggja niður vinnu og
ekki hefja störf aftur fyrr en mað-
urinn hefði verið endurráðinn.
Við inntum kaupfélagsstjóra
eftir þvi, hvort komið hefði til
álita að draga uppsögnina til
baka.
— Ég geri ráð fyrir þvi, að þaö
geti dregizt. Meðan þessir menn
eru ekki kjörnir sem löglegir
stjórnendur fyrirtækisins á aðal-
fundi verður það vart gert, sagði
Oddur Sigurbergsson.
Menntamálaráðuneytið,
2. april 1975.
Námskeið í finnskri
tungu og menningu
Sumariö 1975 veröa haldin i Finnlandi nokkur nám-
skeiö i finnskri tungu og um finnska menningu.Nokkur
námskeiðanna eru sérstaklega ætluö þátttakendum frá
hinum Norðurlandarikjunum en önnur einnig ætluð
þátttakendum frá fleiri löndum. Námskeiðin eru ýmist
ætluö fyrir byrjendur eða þá, sem áöur hafa lagt stund
á finnska tungu. Þá er sérstakt námskeið ætlað nor-
rænum bókasafnsfræðingum.
Allar nánari upplýsingar um framangreind námskeið
fást i menntamálaráöuúeytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vik. — Umsóknir um þátttöku þurfa að hafa borizt fyrir
30. aprll n.k.
Við stöndum saman allir
sem einn
— Þessar aðgerðir, sem nú
standa yfir, eiga sér langan að-
draganda, en uppsögn Kolbeins
varð til þess, að upp úr sauð,
sagði Halldór Hafsteinsson, bila-
málari, einn þeirra starfsmanna
K.A. sem lagt hafa niður vinnu.
Halldór kvaðst hafa byrjað
vinnu hjá K.A. fyrir réttum fimm
árum, og að á þeim tima hefði
gengið á ýmsu.
— Þegar ég var ráðinn, réð ég
mig að sjálfsögðu upp á umsamin
kjör. Meðal annars var um að
ræða ákvæði um það, að kaup-
félagið leyfði starfsmönnum sin-
um að vinna á verkstæðinu fyrir
hádegi á laugardögum, að sinum
eigin bilum. Umrædd ráðstöfun
Odds fól i sér, að þessu ákvæði
var kippt út úr samningum.
Halldór kvaðst lita svo á, að
þessi ráðstöfun, fæli I sér beina
kjaraskerðingu, fyrir starfsmenn
verkstæðisins, þvi að nú væri
ekki um annan kost að ræða en að
fara með bilana inn á viðgerðar-
verkstæði Kaupfélagsins og
greiða fullt verð fyrir það verk,
sem þar væri unnið.
— Við stöndum fast á þvi að
hefja ekki vinnu fyrr en Kolbeinn
hefur verið ráðinn aftur og við
stöndum saman allir sem einn. Ef
með þarf segjum við upp störfum.
Halldór nefndi, að þeir væru
nýfluttir i nýtt húsnæði, þar sem
allir ynnu undir sama þaki, en svo
hefði ekki verið áður. Aður fyrr
heföi aldrei náðst nein samstaða
meðal starfsmannanna, en á þvi
hefði orðið gjörbreyting, þegar i
nýja húsnæðið kom.
Jeppddekk
VERÐTILBOD
fil l.mai 7
fveim #/af fjórum
dekkjum
5y af tveim mfLV
' dekkjum IV'
TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A ISLANDI H/E
AUÐBREKKU 44-46 S/MI 42606
Garðahreppur: Hjólbarðavorkstæðið Nybardi
Akureyri: Skoda vorkstæðið a Akureyri h.f. Osoyri 8
Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar
Er gólfkuldi á
neðstu hæðinni?
Má spara hita-
kostnað með nýrri
einangrun?
Þér fáið svar við hinum ýmsu spurningum
varðandi einangrunarvandamál hjá sér-
fræðingum Superfos Glasuld a/s, sem taka
á móti gestum á sýningunni hjá Arkitekta-
þjónustu A.Í., Grensásvegi 11, Reykjavík:
OPIÐ HÚS
MIÐVIKUDAGINN 9. APRÍL og
FIMMTUDAGINN 10. APRÍL KL. 13-15
M
Superfos Glasuld Nalhan & Olsen hf