Tíminn - 08.04.1975, Síða 19
Þriðjudagur 8. aprfl 1975.
TÍMINN
19
1
Framhaldssaga
!
ÍFYRIR
BÖRN
S
Mark Twain:
Tumi gerist
leyni-
lögregla
ég lyfti lurknum”,
hélt Silas frændi
áfram, „gleymdi ég
skapara minum og
mundi ekki eftir neinu
öðru en beiskju hjarta
míns — megi guð
fyrirgefa mér. Og svo
sló ég.
Andartaki siðar var
ég alveg hræðilega
sorgbitinn og aumur.
Ég var alveg eyði-
lagður og sundur-
kraminn og sá eftir
þvi, sem ég hafði gert,
en ég hugsaði til fjöl-
skyldu minnar, og
vegna hennar faldi ég
likið i runnanum og
bar það siðan út á
tóbaksakurinn og fór
siðan þangað út i nátt-
myrkrinu og gróf það
þar . .
En nú spratt Tumi
upp úr sæti sinu og
hrópaði:
„Ég hef það”.
Og hann veifaði
með hendinni svo
glæsilega til gamla
Silasar frænda og
sagði:
„Seztu niður. Það
hefur verið framið
morð, en Silas frændi
hefur ekki framið það
og á enga sök á þvi”.
Það varð svo hljótt,
að maður hefði getað
heyrt saumnál detta.
Silas lét fallást
undrandi og ruglaður
ofan á stól sinn, án
þess að þær Sallý og
Benný tækju eftir þvi,
af þvi að þær voru allt
of undrandi og gáðu
ekki annars en stara
galopnum augum á
Tuma án þess að vita,
hvað þær gerðu. Og
Verndum votlendi
meðan tími er til
Fjórða rit Landverndar komið út
Sj-Reykjavík — „Venjulega er
ekki farið að tala um verndun lif-
rlkis landsvæða fyrr en þau eru
komin á blað hjá einhverju fram-
kvæmdaráðinu.” Svo fórust
prófessor Arnþóri Garðarssyni
orð á fundi, sem haldinn var I til-
efniUtgáfu fjórða rits Landvernd-
ar, sem fjallar um votlendi á ís-
landi og vernd þess. Að sögn Arn-
þórs er nú búið að rækta upp um
1/4-1/3 af láglendismýrum á
landinu og taldi hann vafasamt að
það hefði haft skaðleg áhrif á
fuglalif enn sem komið er, en mál
væri komið til að vera á verði og
auka rannsóknir til að byggja á.
Viða um lönd skipuleggja menn
nú aðgerðir til verndar votlendi,
og er þar átt við mýrar, vötn,
fjörur og grunnsævi Ut á sex
metra dýpi. 1 Suður Evrópu og
Afriku er brýnna aðgerða þörf til
vemdar fuglalifi, en svo er ekki
hér enn sem komið er, — höfum
við þvi allt að vinna en engu að
tapa að taka þátt i samstarfi um
vemdun votlendis, sagði Arnþór
Garðarsson.
I bókinni Votlendi eru ritgerðir
ellefu sérfræðinga skrifaðar fyrir
almenna lesendur en jafnframt
með það i huga að kynna mönnum
íhinum ýmsu sérgreinum afstöðu
annarra visinda- og fræðimanna
til sama efnis, votlendis.
Ritinu er skipt i fjóra megin-
kafla. Fyrstu fimm greinarnar
fjalla um islenzkt votlendi og lif-
riki þeirra. Þær rita Þorleifur
Einarsson, Steindór Steindórsson
frá Hlöðum, Hákon Aðalsteins-
son, Agnar Ingólfsson og Arnþór
Garðarsson. Þá skrifa þeir
Asgeir L. Jónsson, Óttar Geirs-
Afhenti trúnaðar-
bréf á Kúbu
Haraldur Kröyer afhenti hinn
31. marz 1975 forseta Kúbu, dr.
Osvaldo Dorticós Torrado,
trúnaðarbréf sitt sem send.iherra
íslands á Kúbu með aðsetri i
Washington, D.C.
son, Ingvi Þorsteinsson og Gunn-
ar Ólafsson um búskaparnytjar.
Og loks fjalla Helgi Hallgrims-
son, Hjörtur E. Þórarinsson og
Arnþór Garðarsson um
verndunarmál.
Aftast I bókinni er skrá um is-
lenzkt votlendi með upplýsingum
um legu, stærð og gróðurfar
mikilvægustu svæðanna. Votlendi
er skipt I þrjá flokka i skránni
með tilliti til verndar. I A-flokki
eru 28 svæði, sem skilyrðislaust
ber að vernda og mælt er með að
njóti forgangs hvað verndun
snertir. í B-flokki eru einnig 28
svæði, sem talin eru hafa mikið
náttúruverndargildi. I C-flokki
eru um 70 svæði, sem eru litt
þekkt og flestókönnuð. Aðeins tvö
votlendissvæðanna eru friðuð,
friðland Svarfdæla og Mývatns-
svæðið. I riti Landverndar er
mælt með tiltölulega vægum
friðunaraðgerðum gagnvart öðr-
um svæðum, sem fælust I tak-
mörkun jarðarasks og fram-
ræslu.
Rit Landverndar hafa verið
gefin Ut 12000-2200 eintökum og er
verði stillt i hóf. Sala á þeim fer
vaxandi og lltið eftir af fyrstu
bókunum, en áður hafa verið gef-
in Ut Mengun, Gróðurvernd og
Landnýting. Kaflar Ur ritunum
hafa veriö notaðir sem kennslu-
efni i menntaskólum og
Háskólanum.
Rit Landverndar fást i Bóksölu
stúdenta, og i bókaverzlunum Al-
menna bókafélagsins og Máls og
menningar. En meginsalan er
beint frá skrifstofu Landverndar,
Skólavörðustig 25.
Þá hefur Landvernd gefið Ut
sjötta veggspjald sitt um um-
hverfismál og er það að þessu
sinni helgað votlendi. Ljósmynd
eftir Hjálmar R. Bárðarson prýð-
ir spjaldið. Þá er i ráði að láta
gera merki til að lima á bila til
áminningar um umhverfismál.
Arnþór Garðarsson hefur rit-
stýrt bókinni um votlendi. Kápu-
mynd gerði Aslaug Sverrisdóttir.
Hákon Guðmundsson formaður
Landverndar ritaði formálsorð.
Þroskaþjálfar
— Fóstrur
Foreldrafélag þroskaheftra á Suðurlandi
óskar að ráða þroskaþjálfa eða fóstru til
starfa við skóla þroskaheftra barna á Sel-
fossi.
Upplýsingar gefur Jóna Ingvarsdóttir,
forstöðukona, simi 99-1869 kl. 1-6 virka
daga.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur
og fyrri störf, sendist formanni félagsins,
Sigurfinni Sigurðssyni, Skólavöllum 6,
Selfossi.
SINFÓNIUHLJÓMSVÍiT ÍSLANDS
SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNfA
Tónleikar
i Háskólabiói fimmtudaginn 10. april kl. i
20.30.
Stjórnandi: Karsten Andersen
Einlaikari: Vladimir Ashkenazy
Efnisskrá:
Beethoven-Coriolan forleikur.
Beethoven-Pianókonsert nr. 2
Haydn-Sinfónia nr. 94
Stravinsky-Sáimasinfónia.
AÐGÖNGUMIÐASALA:
BókabúS Lárusar Blöndal
SkólavörSuslig
Simar: 156S0
Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar
Auslurstræti 18
Simi: 13135
SINFOMI HLJOMSVFIT ISLANDS
KÍKISl lAAHI’ID
Kjósarsýsla
Framsóknarfélag Kjósarsýslu efnir til aimenns stjórnmála-
fundar i Fólkvangi Kjalarnesi sunnudaginn 13. aprll kl. 14.00.
Frummælandi veröur Jón Skaftason alþingismaöur, Kristján
B. Þórarinsson fundarstjóri.
Allir velkomnir,stjórnin.
Aðalfundur miðstjórnar
Aöalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins veröur haldinn i
Reykjavik 18. april næst komandi. Þeir aöalmenn, sem ekki sj£i
sér fært að mæta eru beðnir um að tilkynna það flokksskrif-
stofunni að Rauðarárstig 18, simi 24480.
r
Arnesingar
Sumarfagnaður Framsóknarfélagsins verður haldinn aö Borg i
Grimsnesi miðvikudaginn 23. april (siöasta vetrardag) og hefst
kl. 21. Dagskrá auglýst siðar.
Skemmtinefnd.
Framsóknarvist F.U.F. Hafnarfirði
Siðasta kvöldiö i þriggja kvölda spilakeppni verður fimmtudag-
inn 10. april kl. 8.30 I iönaðarmannasalnum aö Linnetsstig 3.
Sérstök kvöldverðlaun. Allir velkomnir. Stjórnin.
Framsóknarvist að Hótel Sögu
Siðasta spilakvöldiö I þriggja kvölda Framsóknarvistinni verður
að Hótel Sögu fimmtudaginn 10. april. Nánar auglýst siöar.
Framsóknarfélag Reykjavikur.
Aðalfundur
Aðalfundur FulltrUarráðs framsóknarfélaganna I Reykjavik
veröur haldinn I Hótel Esju laugardaginn 14. april kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Stjórnin.
Fóstrur
Dagheimilið Laufásborg óskar að ráða
fóstru til starfa á vöggustofu.
Upplýsingar hjá forstöðukonu i sima
1-72-19.
Bita-harðfiskur
Munið okkar vinsælu bita-ýsu. —
Pantanir sendist i pósthólf 49, Nes-
kaupstað, eða hringið i sima 97-7226 milli
12 og 14. — 100 gr. pakkningar.
CLIPPER H.F. Neskaupstað.
A
is&j
Félagsráðgjafi
Staða félagsráðgjafa við Félagsmála-
stofnun Kópavogskaupstaðar er laus til
umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum starfs-
mannafélags Kópavogs.
Umsóknum er frá greini aldri, menntun
og fyrri störfum sé skilað til undirritaðs
fyrir 20. mai n.k. sem jafnframt veitir
nánári upplýsingar á Félagsmálastofnun-
inni, Álfhólsvegi 32.
Félagsmálastjórinn i Kópavogi.