Tíminn - 22.04.1975, Page 17

Tíminn - 22.04.1975, Page 17
ÞriOjudagur 22. aprtl 1975. TÍMINN 17 „SIGURINN GEGN CHELSEA AÐEINS ÁFANGI Á TOR- SÓTTRI LEIÐ" — segir Steve Perryman, fyrirliði Tottenham „Sigurinn gegn Chelsea er aOeins áfangi á torsóttri leiö,” sagöi Steve Perryman, fyrirliöi Tottenham, eftir sigur „Spurs” i leik gegn Chelsea á White Hart Lane. „Viö eigum eftir aö leika gegn Arsenal og Leeds og þurfum aö fá minnst tvö stig út úr þeim leikjum — ef ekki þrjú — tii aö haida sæti okkar i 1. deild”. Baráttan um falliö er nú i hámarki — Cariisle er nú þegar falliö niöur i 2. deild, en ekki er enn útséö um hvaöa tvöliö færast niöur meö iiöinu. Fjögur liö koma til greina (sjá stööuna) — Birmingham, Tottenham, Luton og Chelsea. Þessi fjögur lið eiga eftir aö leika eftirtalda leiki: BIRMINGHAM: — Newcastle á útivelli og Sheffield United á heima- velli. Eitt sitg nægir Birmingham út úr þessum tveimur leikjum. TOTTENHAM:— Arsenal á útivelli og Leeds á heima velli. LUTON: — Manchester City á heimavelli. CHELSEA: — Everton og Sheffield United á heimavelli. Machester United hefur nú tryggt sér 1. deildarsæti næsta keppnis- tlmabil, og allt bendir til aö Aston Villa og Norwich fylgi liöinu upp, en Sunderland veröi aö blta I þaö súra epli aö leika aftur I 2. deild. Slöast- nefndu þrjú liöin eiga þessa leiki eftir: ASTON VILLA: — Sunderland á heimavelli og Sheffield Wednesday og Norwich á útivelli. NORWICH: — Portsmouth á útivelli og Aston Villa á heimavelli (miövikudaginn 30. april). SUNDERLAND: — Aston Villa á útivelli. Lundúnum, til aö fylgjast meö hinum þýðingarmikla leik hjá Lundúnaliðinu Tottenham og Chelsea. Það var mikil og góð stemmning á áhorfendapöllunum þegar HM-dómarinn frægi Jack Taylor — slátrarinn frá Black- pool, flautaði til leiks. Leikurinn var nokkuö harður, en varnar- menn beggja liðanna vörðust vel Eins og góðum fyrirliða sæmir, var þaö Steve Perryman sem tókst fyrst að rjúfa varnarvegg Chelsea og skora glæsilegt mark, viö geysileg fagnaðarlæti áhorf- enda. Og allt ætlaði vitlaust að veröa, þegar Skotinn Alfie Conn bætti öðru marki við fyrir „Spur’s”, og innsiglaði þar með sigur Tottenham, sem skauzt upp fyrir Chelsea. Eftir leikinn urðu fagnaðarlætin geysileg og áhorfendur þustu inn á völlinn til að fagna leikmönnum Totten- ham. „Hattarnir” frá Luton skutust einnig upp fyrir Chelsea, þegar þeir unnu góðan sigur (4:1) i leik gegn Birmingham, sem er nú komið i fallhættu. Astraliumaður- inn og HM-stjarnan Adrian Alston skoraði 2 mörk fyrir Luton og þeir Jimmy Husband og John Ryan bættu tveimur mörkum við. Trevor P'rancis skoraði eina mark Birmingham. Undir lok leiksins var Jimmy Ryan rekinn af leikvelli, og léku „Hattarnir” þvi 10 á lokaminútum leiksins. Það blæs ekki byrlega fyrir West Ham, liðið hefur ekki unnið leik siðan það tryggði sér sæti á Wembley. A laugardaginn tapaði West Ham fyrir Coventry (1:2) á Upton Park i Ludnúnum. Frank Lampardvarð fyrir þvi óhappi að skora sjálfsmark strax á 4. min. og aðeins þremur min. siöar var Coventry-leikmanninum Chris Cattin visað af leikvelli, fyrir að munnhöggvast við dómarann. Þrátt fyrir það að leikmenn Coventry léku aðeins 10 talsins út leikinn þá unnu þeir sigur. Pat Holland skoraði fyrir „Hamm- ers”og Dennis Mortimerskoraði sigurmark Coventry. Colin Bell og Dennis Tueart skoruðu mörk Manchester City gegn Burnley og mark Carlisle gegn Ulfunum skoraði Martin. Lögreglan hafði i nógu aö snú- ast, þegar Manchester United lék gegn Notts County i Nottingham. Mikil slagsmál burtust út á áhorfendapöllunum og margir meiddust i átökunum. Ahangend- ur United eru oft til vandræða, og þeir hafa gert mikinn usla á úti- völlum á keppnistimabilinu. Framkoma þeirra hefur haft þær afleiðingar, að verið getur að United veröi sett i nokkurra leikja bann á heimavelli i byrjun næsta keppnistimábils. Houston og Greenhoff skoruðu mörk United i Nottingham. Martin Peters kom Norwich á bragðið gegn Forest, þegar hann skoraði glæsilegt mark með skalla. Siðan bætti Phil Boyerviö tveimur mörkum. Brian „Pop” Robson skoraði tvö mörk fyrir Sunderland og Belfitt bætti þvi þriðja við, þegar Sunderland vann Bristol City á Roger Park. Aston Villa vann góðan sigur i Blackpool — Phillips skoraði fyrsta markið, siðan kom sjálfs- markfrá Hammondsáöur en Bri- an Little innsiglaði sigur (3:0) Villa. STAÐAN 1. DEILD Derby.......41 21 10 10 67:49 52 Liverpool ...41 19 11 11 57:38 49 Everton.....41 16 17 8 55:41 49 Ipswich.....40 22 4 14 61:42 48 Stoke.......41 17 14 10 64:48 48 Middlesb... .41 17 12 12 52:40 46 Sheff. Utd ...39 17 11 11 53:50 45 Leeds.......40 16 12 12 54:44 44 Burnley.....41 17 10 14 68:67 44 Manc.City ..40 18 8 14 52:52 44 Q.P.R.......41 16 10 15 53:51 42 Coventry ....41 12 15 14 51:60 39 Wolves......41 14 10 17 56:53 38 West Ham...40 12 13 16 56:55 37 Newcastle ..40 14 9 17 55:69 37 Leicester ...41 12 12 17 46:56 36 Arsenal.....39 12 11 16 45:45 35 Birmingham 40 13 8 19 51:60 34 Tottenham . .40 12 8 20 48:60 32 Luton.......41 11 10 20 46:64 32 Chelsea.....40 9 13 18 40:70 31 Carlisle....41 12 4 25 43:59 28 2. DEILD Manc. Utd . .41 25 9 7 62:30 59 Aston Villa . .39 22 8 9 69:31 52 Sunderiand .41 19 13 9 65:34 51 Norwich ....40 19 13 8 54:33 51 Bristol C ....41 20 8 13 44:32 48 W.B.A.......41 18 9 14 53:40 45 Blackpool ...41 14 17 10 38:29 45 Hull........41 14 14 13 39:53 42 Fulham......40 13 15 12 46:37 41 Bolton......41 14 12 15 43:40 40 Southampt . .41 14 12 15 50:52 40 Orient......41 10 21 11 26:38 40 NottsC......41 11 16 14 47:58 38 Nott. For ... .42 11 15 16 41:54 37 Portsmouth .41 12 13 16 44:51 37 York........41 14 9 18 51:55 37 Oldham......41 10 14 17 40:48 34 BristolR ....41 12 10 Í8 41:63 34 Cardiff.....40 9 14 17 35:58 32 Millwall....41 10 11 20 43:55 31 Sheff. Wed... 40 5 11 24 29:60 21 Sheffield Wednesday og Millwall eru fallin niður i 3. deild. KNATTSPYRNUPUNKTAR TONY SANDERS ER KOMINN ★ Víkingar fó „nýjan"grasvöll til að æfa á ★ Þórir opnar markareikning sinn hjó FH ★ Sigurganga Eyjamanna heldur ófram ★ Stórsigur unglingalandsliðsins ANTONY SANDERS, þjálfari Vlkingsliðsins, er nú kominn til landsins, og stjórnaði hann fyrstu æfingunnihjá Vikingsliðinu I gær- kvöidi. Sanders mun strax byrja aö undirbúa Víkingsliðiö fyrir tslandsmótiö, en Vfkingar hafa ekki lagt áherzlu á Reykjavikur- mótiö — þeir hafa notaö þaö sem æfingamót. Vikingar leika sinn fyrsta leik i 1. deildar keppninni gegn Vestmannaeyingum, og fer sá leikur fram I Eyjum. Miklar framkvæmdir fara nú fram hjá Vikingum, og eru þeir byrjaðirað tyrfa annan malarvöll sinn. Eins og menn vita, þá hefur æfingaaöstaðan ekki verið upp á það bezta hjá Vikingum undan- farin ár — þá hefur illilega vant- að grasvöll til að æfa á. Nú1 hafa þeir lagt i framkvæmdir við tyrf- ingu á öðrum malarvellinum sin- um og vongst þeir til þess aö geta byrjað aö æfa á grasinu i júli. ÞÓRIR JÓNSSON, fyrrum landsliðsmaður hjá Val, opnaöi markareikning sinn hjá FH á laugardaginn, þegar FH-ingar gerðu jafntefli (1:1) gegn Kefl- vikingum i Litlu-bikarkeppninni. Þórir skoraði þá stórglæsilegt mark frá vitateig — hann skoraði með viöstöðulausu skoti, sem hafnaði i bláhorninu, eftir að hann hafði drepið knöttinn niður með brjóstkassanum. Grétar Magnússon skoraði jöfnunar- mark Keflavikurliðsins, sem lék án Guöna Kjartanssonar og Steinars Jóhannssonar — meidd- ir. Þórir átti góðan leik á miðj- unni hjá FH, og kemur hann til með að styrkja liðið mikið i sum- ar. BREIÐABLIK og Akranes gerðu jafntefli (0:0) i Litlu-bikar- keppninni á laugardaginn, þegar liðin mættust i Kópavogi. Staðan er nú þessi i Litlu-bikarkeppn- inni: Akranes ...........4 1 3 0 5:3 5 Hafnarf. 3 1 2 0 6:3 4 Keflavik...........4 1 2 1 3:4 4 Kópavogur..........5 0 3 2 4:8 3 EYJAMENN fengu Armenninga i heimsókn um helg- ina. Þeir brugðu ekki út af vanan- um ogunnu —4:1. Tómas Pálsson skoraði 2 mörk. Friöfinnur Finn- bogason skoraði mark úr vita- spyrnu og Sigurlás Þorleifsson bætti fjórða markinu við. Ar- menningar voru sprækir i leikn- um, en þeimtókstaðeins að skora eitt mark — Guömundur Sigur- björnsson stýrði skoti frá Jóni Ilermannssyni i mark Eyja- manna. Einn Armenningur var rekinn af leikvelli og annar — Siguröur Leifsson —meiddist illa, hásinin slitnaði. Unglingalandsliöiö.skipað leik- mönnum 16 ára og yngri, vann. stórsigur uppi á Skaga á laugar- daginn, þegar liðið lék gegn 3. flokki 1A. Unglingalandsliðið, sem lék vel, réð algjörlega gangi leiksins, og 5 sinnum hafnaði knötturinn i marki Skagamanna — Jón Orri Guömundsson (Breiðablik), Hákon Gunnarsson (Breiðablik), Þórir Sigfússon (Keflavik), Rafn Rafnsson (Fram) og Einar Ásbjörn Ólafs- son (Keflavik), skoruðu mörk unglingalandsliðsins. ÞÓRIIt J ÓNSSON.... skoraði stórglæsilegt mark. „Strákalið" Þróttar sýndi klærnar — og sigraði Ármenninga 3:1 í gærkvöldi ★ Valur og KR á toppnum í Reykjavíkurmótinu „Strákaliö” Þróttar vann góöan sigur (3:1) yfir Ármenningum I gærkvöldi I Reykjavlkurmótinu I knattspyrnu. Þaö voru tveir af hinum ungu leikmönnum Þróttar — Baldur Hannesson (17 ára) og Þorvaldur Þorvaldsson (16 ára) sem tryggöu liöi slnu sigur og þaö rétt fyrir leikslok. Baldur kom Þrótti yfir 2:1 þegar 5 mln. voru til leiksloka, meö þvl aö leika á markvörö Armanns og senda knöttinn I netið. Aöeins tveimur mln. siöar innsiglaði Þorvaldur (bróöir Hauks og Helga) sigur Þróttar meö góöu skoti frá mark- teig —knötturinn hafnaöi I hliöar- neti Armannsmarksins. Ármenningar voru fyrri til að skora I gærkvöldi og komust yfir 1:0 I fyrri hálfleik, með marki sem Viggó Sigurösson, landsliðs- maður i handknattleik, skoraði. Halldór Arason jafnaði (1:1) um miöjan slðari hálfleikinn, með skalla. MARTEINI GEIRSSYNI brást bogalistin á sunnudaginn, þegar hann fékk gulliö tækifæri til aö tryggja Fram sigur yfir Val. Marteinn misnotaöi vitaspyrnu, sem var dæmd á Grlm Sæmunds- sen fyrir að bregða Kristni Jörundssyni inn I vítateig, þegar aðeins 8 min. voru til leiksloka. Marteinn sendi þá knöttinn yfir mark Valsmanna og leiknum lauk 1:1. Það var Albert Guö- mundsson— 16 ára ungur og efni- legur útherji hjá Valsliðinu, sem skoraði fyrsta mark leiksins. Al- bertskoraði (1:0) meö góðu skoti, en siðan jafnaði Marteinn (1:1), eftir aö dæmd hafði veriö óbein aukaspyrna inn i vltateig Vals. Leikur Vals og Fram var bezti leikur Reykjavikurmótsins — til þessa. ATLI ÞÓR HÉÐINSSON tryggöi KR-ingum sigur gegn Vlking á laugardaginn, þegar hann skoraði eina mark leiksins. STADAN Staöan er nú þessi I Reykja- vlkurmótinu I knattspyrnu: Valur.............3 2 1 0 6:1 5 KR ...............3 2 1 0 3:1 5 Fram..............3 1 2 0 3:2 4 Vlkingur..........3 10 2 1:22 Þróttur...........3 1 0 2 3:6 2 Armann............3 0 0 3 1:5 0 AÐEINS 3 ÞÚS. ÁHORFENDUR — sáu Tékka sigra Kýpurbúa í Prag Aðeins 3 þús. áhorfendur sáu Tékka vinna sigur (4:0) yfir Kýpur-búum I Prag á sunnu- daginn, þegar þjóöirnar mætt- ust i Evrópukeppni landsliöa. Paneka var hetja Tékka — liann skoraði þrjú mörk — „Hat-trick” og Masny skoraði eitt mark. Staðan er nú þessi I 1. riðli Evrópukeppninnar I knatt- spyrnu: England.........3 2 1 0 8:0 5 Tékkósi.........2 1 0 1 4:3 2 Portugal........1 0 1 0 0:0 1 Kýpur...........2 0 0 2 0:9 0

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.