Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 6. mai 1975. Eins og menn rekur eflaust minni til, var á siðastliðnu ári sett upp listaverkið „Undir Landnáms- og friöarsói” eftir Ásmund Sveinsson, á bietti skammt frá þeim staö er ekið er af Vesturlandsvegi inn I Arbæj- arhverfið. Menn hafa efaiaust tekiö eftir þvi, aö á undanförnum mán- uðum hefur listaverkiö ekki veriö þarna, — og þegar við grennsluöumst fyrir um afdrif þess, var okkur tjáð, að starfsmenn Álfélagsins væru með það til lagfæringar, þar eð það hefði skemmzt talsvert I rokinu I vetur, en eins og kunnugt er gaf Alfélagið listaverkiö á sfnum tlma. Senn munu þó koma þeir dagar að listaverkinu veröi aftur komið fyrir á slnum staö. Tlmamynd: Gunnar Atvinnuleysi meðal málara Aðalfundur Málarafélags Reykjavikur var haldinn 16. april sl. Ályktun var gerð á fundinum um atvinnumál og i henni sagði m.a.: Fundurinn vill vekja at- hygli á þvi alvarlega atvinnu- ástandi, sem verið hefur i stéttinni i vetur, þar sem atvinnu- leysi hefur náð til allt að 15% meölima félagsins, og mun fyrir- sjáanlega stór hópur málara hverfa úr iðninni, sem er alvar- Annað bindi Sögu Islands komið út Ut er komið annað bindi af Sögu íslands sem Hið islenzka bók- menntafélag og Sögufélagið gefa út aö tilhlutan Þjóðhátiðar- nefndar 1974, en ritstjóri verksins er Sigurður Lindal. 1 þessu bindi skrifar Gunnar Karlsson um timabilið frá þjóðveldi til konungsrfkis, Magnús Stefánsson um eflingu kirkjulistar, Jónas Kristjánsson um bókmenntasögu, Bjöm Th. Björnsson um mynd- listarsöguna, Hallgrimur Helga- son um tónmenntasögu og Arni Bjömsson um almenna þjóðhætti. Saga íslands verður alls 6-8 bindi og verður hið fróðlegasta yfirlitsrit yfir sögu okkar þegar öll kurl verða til grafar komin. Leitað hefur verið til hinna fróöustu manna um samningu ritsins, enda naumast á færi neins eins manns aö vinna slikt verk. Tveir prestar kosnir — báðir í Þing- eyjarprófastdæmi legt, þar sem stéttin er alltof fá- menn i venjulegu árferði. Stjóm Málarafélags Reykja- vikur var öll endurkjörin, en for- maður hennar er Magnús H. Stephensen. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna: Innvegin mjólk 38,8 milljónir lítrar AÐALFUNDUR Mjólkurbús Flóamanna var nýlega haldinn á Flúðum I Hrunamannahreppi. Auk 51 kjörins fulltrúa voru fjöl- margir bændur af Suðurlandi mættir á fundinum. Stjórnarfor> maður, Eggert ólafsson á Þor- valdseyri og mjólkurbússtjór- inn, Grétar Simonarson, gerðu itarlega grein fyrir rekstri bús- ins og helztu framkvæmdum á siðastliðnu ári. Hér verður drepið á nokkur átriði, sem komu fram I ræðum þeirra. Samtals var innvegin mjólk á árinu 88.853.362 Iitrar. Aukning frá árinu áöur var 4,23%. Fyrir þetta mjólkurmagn voru greiddar 1.336 millj. kr. Meðal- verð til bænda var kr. 34.38,60 á litra. Það var 0,97% lægra en grundvallarverð búsins eða 33,6 aurum, en 23,5 aurum lægra á litra en landsgrundvallarverö. Það vantaði þvl um 13 millj. kr. upp á, aö bændur fengu fullt grundvallarverö mjólkurbús- ins. Frá meðalverði til bænda eru dregin ýmis gjöld, auk þess flutningskostnaður og afskriftir af heimilistönkum, svo nettóút- borgunarverðiö reyndist vera að þessu sinni kr. 31.96.28 en var árið 1973 kr. 23.06,33. Meöalgreiðsla til mjólkurinn- ieggjenda var 1.552 þús. kr. Bændur fengu 80,6% af sölu- verðmæti mjólkurinnar I sinn hlut. Samtals voru mjólkurfram- leiðendur á svæðinu 861. Þeim hafði fækkað um 24 frá árinu áður. Kúnum hafði aðeins fækk- að, en mjólkurmagn á hverja kú hafði aukizt frá árinu áður um 130 litra. Mjólkurmagn á hvern framleiðanda var 45.125 litrar. Framleiðendur i Rangárvalla- hreppi voru hæstir með rúma 71 þús. litra. Að meðaltali höfðu framleiðendur 14,34 kýr. Meðal- fita i mjólkinni reyndist vera 3.917%, hækkaði um 0.009%. Samtals var fjárfest fyrir rúm- ar 49,5 millj. kr. en eignaaukn- ing var 164 millj. kr. Starfsfólk mjólkurbúsins var 108, hafði fækkað um 4 á árinu. Nú eru liðin 45 ár slðan Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa. Upphaflega var miðað við að geta tekiö á móti um 3 millj. ltr. á ári, en fyrsta árið var innvegin mjólk 1,2 millj. ltr. Samtals hefur mjólkurbúið tekið á móti 891 millj. ltr. af mjólk á þessum 45 árum. I stjórn Mjólkurbús Flóamanna eru: Eggert Ólafsson Þorvalds- eyri, formaður, Agúst Þor- valdsson, Brúnastöðum, Jón Egilsson, Selalæk, Hörður Sigurgrimsson, Holti og Magnús Sigurðsson i Birtingaholti. ■ •• 'JM*'-"'5'' * * s s*. : ■ :***”*%?*,& ^;v*r -v - "”™¥': '***»■&**»**»» ; • ; A Ingjaldssandi, byggðinni sunnan önundarfjarðar eru aðeins fimm býli I byggð, en voru sjö fyrir nokkrum árum. Samgöngur þar vestra eru litl- ar yfir vetrarmánuöina, þar sem fjallvegir eru yfirleitt tepptir vegna snjóa. Bændur á Ingjaldssandi fara þvl oft á bátum norður yfir önundar- fjörð til Flateyrar þegar þarf að sækja vistir I bú, en einnig heimsækir Djúpbáturinn Ibúa þar, þegar þeir óska þess. Slö- an snjósleðar komu til sögunn- ar hefur það einnig færzt I vöxt, aö Ibúar Ingjaldssands bregði sér á þann máta til þéttbýliskjarna, og flugfélagiö Vængir hefur komið þar við á flugvélum slnum á vetrum. Myndin sýnir Sigurvin Guð- mundsson, bónda að Sæbóli á Ingjaldssandi I einni af ferð- um slnum til Flateyrar. .NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR' HÉR NÆSTA SUMAR Ársþing UMSE Hið 54. ársþing Ungmennasam- bands Eyjafjarðar var nýlega haldið i Freyvangi I Eyjafirði. Formaður UMSE, Haukur Steindórsson setti þingið og fram- kvæmdastjórinn Þóroddur Jóhannsson flutti starfsskýrslu UMSE fyrir sl. ár. Eftir að starfsnefndir þingsins höfðu lagt fram tillögur sínar, var samþykkt yfirgripsmikil starfs- áætlun fyrir yfirstandandi ár. Kemur þar m.a. fram, að undir- búa sem bezt þátttöku UMSE I Landsmóti UMFI á Akranesi I júll i sumar. Þá skuli og staðið fyrir sumarbúðum, félagsmála- fræðsla aukin, unnið að bættu samkomuhaldi, bindindisfræðsla veitt og íþróttakennsla aukin. I UMSE eru 15 félög og innan þeirra 1093 félagsmenn. Fjallað um náttúru- og um- hverfisvernd á Suðurnesjum DAGANA 7. og 8. mal næstkom- andi verður haldin I Félagsheim- ilinu Stapa, Ytri Njarðvik, kynn- ingarráðstefna um náttúru- og umhverfisvernd á Suöurnesjum. Ráðstefnan er haldin að tilhlutan náttúruveerndarnefndar Kefla- vlkur I samvinnu viö Samstarfs- nefnd sveitarfélaga á Suðurnesj- um. Til fundarins hefur verið boðiö öllum sveitarstjórnarmönnum, forvigismönnum félaga og at- vinnufyrirtækja á Suðurnesjum, auk þess sem öllu áhugafólki um þessi mál er boðin þátttaka. Tilgangur ráðstefnunnar er að draga fram heildaryfirsýn um á- stand og horfur I umhverfismál- um á Suðurnesjum, er orðið gæti undirstaða að sameiginlegu átaki um skipulagningu þessara mála I heild. — Samin verða verk fyrir áhugamenn og Talin hafa veriö atkvæði á skrifstofu biskups, i prest- kosningu i Raufarhafnarpresta- kalli I Þingeyjarprófastsdæmi, sem fram fór 27. april s.l. Einn umsækjandi gaf sig fram, séra Kristján Valur Ingólfsson, sem var settur sóknarprestur á sama stað. Á kjörskrá voru 283, en atkvæði greiddu 161 og auðir seölar voru 3. Umsækjandinn 'hlaut 158 atkvæði og hlaut lög- mæta kosningu. Þá var einnig kosið I Staðar- fellsprestakalli I Þingeyjar- pófastsdæmi þann 27. april, einn umsækjandi var, séra Jón Aðal- steinn Baldvinsson, settur sóknarprestur á sama stað. Á kjörskrá voru 270, atkvæði greiddu 185, auðir seðlar voru 7, en umsækjandinn hlaut 178 at- kvæði og lögmæta kosningu. Gsal-Reykjavlk — Norrænu tón- skáldafélögin gangast annað hvertár fyrir tónlistarhátlðum og eru þær haldnar til skiptis á Norðurlöndunum. Slikar hátlðir hafa tvisvar sinnum veriö haldn- ar hér á landi, og á næsta ári mun slik hátið verða haldin hér á landi. Að sögn Atla Heimis Sveinsson- ar, formanns Tónskáldafélags ís- lands er þegar hafinn undirbún- ingur hátlðarinnar, fundir hefðu veriö haldnir i norræna tón- skáldaráðinu, sótt hefði verið um styrki, hátiöin kynnt Islenzkum hljóðfæraleikurum, og annað. Atli Heimir sagði, að ýmsar nýjungar væru ráðgerðar á þess- ari hátlö,m.a. heföi verið ákveðiö aö bjóða tónskáldafélagi Kanada á þessa hátlð, en þeir heföu ákveðið að senda hingaö hóp hljóðfærasnillinga, eins og Atli Heimir komst aö orði. Við inntum Atla eftir þvl hvort allar tónlistarstefnur ættu inni á hátíðinni og sagöi hann, að svo heföi ekki verið hingað tií, — hins vegar hefði það veriö aö breytast I þá átt. — Aður einbeittu menn sér ein- göngu aö framúrstefnu á hátlð- inni, en slðustu árin hefur jass, þjóðlagatónlist og aðrar tegundir tónlistar verið með á hátlðinni, enda er tilgangur hátiðarinnar aö' gefa mynd af allri tónlistar- sköpun á Norðurlöndum. Meðal nýbreytni varðandi tón- listarhátíðina hér má nefna, að Tónskáldafélagið Islenzka mun einbeita sér að tónlist fyrir flutt af þeim áhugamenn, — sem verður flutt af áhugamönnum og fyrir þá. Sagði Atli Heimir, að væntanlega yröu skrifuö ný verk til að sjá hvernig tónskáld brygðust viö þvi, aö byrja allt I einu að vinna fyrir áhugamenn. Nefndi Atli Heimir, að á siðustu tónlistarhátlð I Kaupmannahöfn s.l. haust hefði verið reynt svipað, og þá hefði verið skrifuð tónlist fyrir börn. — Okkar hugmynd er sú, aö láta meginvinnuna hvlla á Is- kenzkum hljóðfæraleikurum, en einnig aö fá kollega þeirra frá Norðurlöndum til að leika, — en umfram allt aö fá þá til að leika saman og vinna saman. Ráögerðir eru 10 tónleikar I sambandi við „norræna múslk- daga”. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni Bandarlskur organleikari prof. Delbert Disselhorst frá Iowa- háskóla heldur orgeltónleika I Dómkirkjunni n.k. fimmtudag (uppstigningardag) kl. 8/30 s.d. A tónleikunum á fimmtudaginn leikur prof. Disselhorst m.a. Preludiu og fúgu i A dúr og Toccötu og fúgu i F dúr eftir Bach, „Mein junges Leben hat ein End” eftir Seeelinck ásamt verk- um eftir bandarlska höfunda svo sem Samuel Barber. Prof. Disselhorst kemur hér við á leið sinni I tónleikaferð til Evrópu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en tekið verður á móti framlögum upp-i kostnað við út- göngudyr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.