Tíminn - 06.05.1975, Side 3

Tíminn - 06.05.1975, Side 3
Þriðjudagur 6. mai 1975. TÍMINN 3 Tónleikar Pólýfónkórsins: „FYLLTIST STOLTI YFIR AÐ VERA ÍSLENDINGUR n 2500 áheyrendur dolfallnir af hrifningu SJ—Reykjavik. Pólýfónkórinn hélt tónleika á sunnudagskvöldið i St. Cuthbert’s Parish Church i Edinborg I Skotlandi. Uin 2.500 manns voru á tónleikunum og hvert sæti skipað. Kórinn flutti Messias eftir Handel, páskavið- fangsefni sitt hér á þessu ári, og voru móttökur áheyrenda frábærar, enda frammistaða flytjenda með eindæmum góð, að sögn áheyrenda, sem blaðið hafði tal af. Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld, sem annaðist upptöku á tónleikunum fyrir kórinn, kvaðst hafa fyllzt af stolti yfir að vera ís- lendingur, svo stórkostlegir hefðu tónleikarnir verið. Að sögn tónleikagesta hefðu aðeins 2-3 at- vkinukórar getað flutt Messfas á borð við Pólýfónkórinn, sagði Gunnar Reynir. Hljómsveitar- undirleik annaðist BBC Scottish Radio Orchester. Tónleikarnir voru haldnir i samvinnu við skozkt listvinafélag og átti einn erlendi einsöhgvarinn Neil Mackie, tenór, hugmyndina að ferð kórsins. ,,Þessi hestur selur þúsund íslenzka hesta fyrir okkur" SJ-Reykjavík. Baldur, sjö vetra alhliða gæðingur frá ræktunar- búinu að Stokkhólma I Skagafirði fór snemma I morgun flugleiðis héðan áleiðis til Hoilands og Þýzkalands, þar sem hann tekur þátt I mótum fyrir Islenzka hesta. Eigandi Baidurs er Sigur- finnur Þorsteinsson, frábær hesta- og tamningamaður og fer hann utan með hestinum. Sigur- finnur á einnig Núp, 14 vetra hest, sem var dæmdur bezti gæðingur á Islandi á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum I sumar og hefur hlotið mörg verðlaun I keppni. Telur Sigurfinnur Baldur þeim kostum búinn að hann geti komizt jafnfætis Núpi, og álitur hann vel geta staðizt samkeppni við Dag og Stjarna, sem nú eru frægasti islenzkir hestar I Evrópu. Væntanlega keppir Bald- ur einnig í Evróppmóti Islenzkra hesta síðsumars. Það er haldið árlega og verður að þessu sinni i Auslurriki. Móðurætt Baldurs er grátt hrossakyn frá Stokkhólma, en faðirinn er rauður hestur frá Kolkuósi, Stokkhólmarauður Halldór Sigurðsson gullsmiður rekur ræktunarbúið að Stokkhólma og telur hann og Sigurfinnur Þorsteinsson, að I Baldri sé hrossaræktunin að bera ávöxt. — Mér er ekkert um að sjá svo góöa hesta fara úr landi, sagði Halldór, en við verðum að selja hesta til útlanda til þess að geta staðið undir ræktuninni. Hestur eins og þessi kemur til með að selja fyrir okkur þúsund islenzka hesta. Baldur kemur ekki til íslands aftur, þar sem bannað er með lögum að flytja hesta úr landi og heim aftur. Hann verður þvi annað hvort seldur, eða vistaður yrtra þótt hann verði áfram i eigu Sigurfinns. Baldur á fjóra bræður I hesthúsi Halldórs Sigurðssonar nálægt Elliðavatni, svo Sigurfinn- ur hefur þá til að hugga sig við í söknuðinum eftir er hann saknar Baldurs þegar hann kemur heim aftur. Með sömu flugvél og Baldur fór utan hrossahópur, sem Walter Feldmann var að kaupa héðan. Feldmann er kunnur unnandi is- lenzkra hesta, og kann góð skil á þeim. Hann er góður hestamaður, og átti áður stóra erlenda hesta, en seldi bá eftir að hann kynntist islenzkum hestum. Hann hefur kynnt islenzka hesta I Evrópu og unnið mikið að aukinni ræktun og þjálfun þeirra. — Það er gaman að verzla við Feldmann, segir Halldór Jónsson, sem um árabil hefur selt og útvegað Feldmann Islenzka hesta — flestir út- lendingar kunna litil eða engin skil á okkar hestum, en þvi er gjörólikt farið um Feldmann. — Þetta er fallegasti hrossahópur, sem ég hef séð fara úr landi, sagði -s Halldór um hestana, sem Feld- man kaupir nú. Að sögn Halldórs er nú bezti timi ársins fyrir hrossasölu úr landi. Tamdir hestar kosta nú 60 - 150.000 kr. hér, og hafa ekki hækkað i verði eftir siðustu gengisfellingar. Verðið var orðið mjög hátt áður, en er nú orðið enn hagstæðara. I Evrópu seljast Islenzkir hestar á mun hærra verði, enda er þá ýmis kostnaður komin á verðið. Gæðingur á borð við Bald- ur ætti að seljast á 500.000 kr eða meira ytra, þótt of snemmt sé að tala um verð á honum áður en I ljós er kominn árangur hans' i keppni ytra. Beztu sýningar- hestar Islenzkir seljast nú á allt upp I 750.000 kr ytra og hefur verð á góðum Islenzkum hestum farið hækkandi þar að undanförnu. — Fallegasti hópur, sem ég hef séð fara úr landi. ts- lenzkir hestar sem Walter Feldmann er að kaupa. Timamyndir Gunnar. Sjö bátar á rækju- veiðar í Axarfirði Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að frá og með 6. mal skuli rækjuveiðar leyfðar á Axarfirði. Er hér um tilraunaveiðar að ræða til þess að kanna nánar magn og ástand rækjunnar á þessu svæði. Hefur ráðuneytið þvl veitt sjö bátum sllk veiðileyfi til mánaða- móta, en Hafrannsóknastofnunin lagði til, að bátafjöldinn á svæðinu yrði takmarkaður. Bátar þessir eru frá Kópaskeri, Samið við Eyjamenn BH-Reykjavik. — Jú, viö náðum samkomulagi við atvinnurekend- ur I nótt, sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja. — Og nú biðum við bara eftir fari heim til Eyja til þess að leggja það undir félags- fund. Jón var ófáanlegur til að segja nokkuð um samkomulagið fyrr en um það hefði verið fjallað, og þvi vitum viö ekki nánar um efni þess. Samninganefndin mun samt hafa komizt heim I gær, þvl að þrjár ferðir voru síðdegis á veg- um Flugfélagsins. Samningafundurinn með sátta- semjara var alllangur, hófst um fimm-leytið á sunnudag og stóð til klukkan 3 aðfaranótt mánudags, er samkomulagið var undirritað með venjulegum fyrirvara um samþykki. ’Arskógsströnd, Dalvik og Ölafs- firði. Tekið er fram i leyfisbréf- um þessum, að ráðuneytið áskilji sér rétt til þess að takmarka fyrirvaralaust útgáfu veiðileyfa á þessu svæði, m.a. við búsetu I ákveönum byggðarlögum, og að veiðileyfið veiti enga tryggingu fyrir nýju leyfi eftir að gildistima þess lýkur. Þá hefur ráðuneytið einnig heimilað rækjuveiðar á Grims- eyjarmiðum á ný, þar eð at- huganir, sem fram fóru á svæöinu nú um helgina, bentu til þess, að fiskgengd hefði minnkað verulega á svæðinu. Ekki hefur verið ákveðið hversu mörg veiðileyfi verði veitt á Grims- eyjarmiðum, en þau munu væntanlega fyrstf stað verða sótt af bátum frá Siglufirði og Húna- flóa. KVORTUÐU YFIR SLÚÐURSÖGUM VIÐ RÁÐUNEYTI Gsal—Reykjavik. — A þeim tlma er smyglmálið mikla og Geirfinnsmálið voru efst á baugi gengu margvíslegar sögusagnir um hlutdeild veitingahússins Klúbbsins I þeim málum, og urðu þær radd- ir æðiháværar á stundum. Þetta varð til þess að eigendur veitingahússins rituðu dóms- málaráðuneytinu bréf, þar sem þeir óskuðu eftir þvi, að rannsókn yrði gerð, sem friaði þá allri hlutdeild. Beiðninni var neitað af ráðuneytinu, og að sögn Baldurs Möllers, ráðu- neytisstjóra varð bréf veitinga- mannanna á engan hátt til þess, að hafin var framhalds- rannsókn I málinu. Eigendur Klúbbsins ættu nú að geta varpað öndinni léttar, þvi að eins og fram hefur komið i fréttum Tfmans, hefur framhaldsrannsókn málsins staðfest, það sem áður var fram komið, að spfrinn var seldur mörgum einstaklingum. Baldur Möller sagði, að engin fordæmi væru fyrir slikri rannsókn sem veitingahúss- eigendur hefðu óskað eftir, og hefði ekki komið til greina að verða við þeirra bón. Borgararnir þyrftu að sætta sig við slikar sögur og ekki væru tök á þvi að hvitþvo neina aöila sérstaklega I svona málum, — sizt af öllu i Geirfinnsmálinu, sem enn væri mönnum gjör- samlega hulið. Smyglaði út af Vellinum Gsal—Reykjavik. — A undan- förnum mánuðum hefur Keflvik- ingur einn stundað þá iðju, að smygla áfengi og tóbaki út af Keflavikurflugvelli og slðan látið það I hendur dreifingaraðila I Reykjavlk, sem selt hefur vöruna til einstaklinga og vinnustaöa. II Togaraverkfallið: „Hugmynd að tillögu BH—Reykjavlk. — Við vorum að ræða þessa hugmynd að tilboði, sem við höfum fengiö frá útvegs- mönnum, sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins I gær, er blaðið hafði samband við hann. — Og við munum ræða þetta áfram I fyrramálið, okkar I milli. Annars er ekkert nýtt, og ekkert ákveðið um það, hvenær við hittumst hjá sáttasemjara aftur. Þaö var á sunnudaginn, að út- vegsmenn komu með þessa ,,hug- mynd að tilboði” og enda þótt okkur heyrðist ekki á Jóni, að lausn togaraverkfallsins væri á næstu grösum, eru fulltrúar sjó- manna bersýnilega að velta hug- myndinni fyrir sér, en ekki vildi Jón skýra frá þvi hvað fælist I hugmyndinni.” Ra nns ókn a r lögreg lu m en n I Keflavik komu upp um smyglið fyrir helgina og hefur Keflvlking- urinn verið úrskurðaöur I gæzlu- varðhaid. Maður þessi vinnur á flugvell- inum, og hefur keypt varninginn af nokkrum varnarliðsmönnum. Enn er ekki ljóst af hve mörgum hann hefur keypt, né hvar þeir hafa komizt yfir varninginn, en þau atriði málsins eru nú til at- hugunar hjá lögreglunni á Kefla- vikurflugvelli. Ekki kvaðst Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans, geta upp- lýst hversu mikiö magn hér væri um að ræða, en sagði að þetta væru nokkur hundruð af flöskum og mörg hundruð karton af vindlingum. Tónleikar í Kópavogi Margrét Bóasdóttir, sópran, heldur tónleika i sal Tónlistar- skóla Kópavogs að Alfhólsvegi 11, 3ju hæð, miðvikudaginn 7.mai kl. 20.30. Undirleik annast Guðmundur Jónsson pianó- leikari. Margrét er að ljúka burtfarar- prófi við Tónlistarskóla Kópavogs en hún hefur stundað nám hjá Ellsabetu Erlingsdóttur. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Mozart, Dvorák og ’R. Strauss. Einnig lög eftir Islenzk tónskáld. Ásgeir upplýsir 4 ný smyglmál Gsal-Reykjavik — Eins og kunnugt er af fréttum Timans hefur Asgeir Friðjónsson, flkni- efnadómari tekið að sér fram- haldsrannsókn á splramálinu mikla, sem upp kom I vetur. Við rannsókn málsins hefur Ásgeir upplýst fjögur önnur smyglmál I Reykjavik og var það við rann- sókn á dreifingu spirans, sem áðurnefnd fjögur smyglmál komu I Ijós. Ekki kvaðst Asgeir geta sagt til um það á þessu stigi, hve mikið magn hér væri um að ræða, en þessi fjögur mál virt- ust ekki vera I beinum tengslum við spíramálið mikla, sem svo hefur verið nefnt. Sagði Ásgeir að hér væri ekki einvörðungu um að ræða smygl á splritus, heldur einnig á öðr- um áfengistegundum. Dreifing- in virtist vera svipuð og i stóra spiramálinu, þ.e. til vina, kunn- ingja og vinnustaða. Aöspurður sagði Asgeir, að smyglið hefði verið flutt til landsins á „hefðbundinn hátt” þ.e.a.s. beint frá borði, en ekki eins og I hinu smyglmálinu með þvi aö kasta plastbrúsum i sjó- inn. Asgeir kvaðst eiga erfitt með að segja til um það, hvenær rannsókn lyki, þar eð örðugleik- ar væru á að ná I suma aðila vegna skipaferða og annars.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.