Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 6. maí 1975. TÍMINN 19 /i Framhaldssaga j FYRIR iBÖRN Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla Og ég sá nú, að Tumi var svo upp með sér, að hann gat i hvorug- an fótinn stigið fyrir virðuleik. Þegar hlátursköllin voru þögnuð, leit hann upp til dómarans og sagði rólega: „Herra dómari, það er þjófur hér i saln- um”. „Þjófur?” „Já, herra dómari. Þjófur, sem ber á sér þessa tólf þúsund dala gimsteina”. Og þvi lik læti aftur. Allir tóku að æpa: „Hver er það? Hver er það? Bentu á hann”. Og dómarinn sagði: „Bentu á hann, drengur minn. Hver er það?” Tumi svaraði með áherzlu á hverju orði: „Það er þessi mað- ur, sem áður var myrtur, Júpiter Dun- lap”. Nú kváðu aftur við gjallandi hróp, er lýstu undrun og æsingu. Og Júpiter, sem var orðinn nógu aumur og framlágur fyrir, varð nú alveg lamaður, svo stein- hissa varð hann. Hann sagði með grátstafinn i kverkunum: „Nei, þetta er þó að minnsta kosti lygi. Herra dómari, það er óþokkabragð af hon- um að segja þetta. Það er alls ekki satt. Minn málstaður er nógu illur fyrir, þar sem ég hef gert allt hitt, sem hann hefur sagt frá. Brúsi fékk Skipulag og hönnun flughafna — ndmskeið í Bandaríkjunum sem íslendingur sótti í fyrsta skipti gébé—Rvik — Stutt námskeiO um „Skipulag og hönnun flughafna” var haldið I Atlanta, Georgiu i Bandarikjunum i febrúar sl. t fyrsta skipti sótti islendingur þetta námskeið. Var það Einar Þorbjörnsson á verkfræðistofunni Hönnun i Reykjavik. — Námskeið sem þetta eru haldin nokkuö reglulega, sagði Einar, en útlend- ingar eru venjulega ekki fleiri en 1-2. Auk Einars, var þarna einnig brezkur arkitekt. Þátttakendur á námskeiðinu voru 25, stærsti hluti þeirra ráð- gefandi verkfræðingar frá Bandarikjunum. Ræðumenn voru nitján, allt Bandarikjamenn, þar á meðal nokkur þekktustu nöfn á sviði flugmála. Má þar sérstak- lega nefna Robert Horinjeff pró- fessor við Berkeley háskólann i Kaliforniu. Þá voru þar jafnframt alltaf viðstaddir tlu opinberir áheyrn- arfulltrúar frá Alrikisflugmála- stjórninni (FAA). Einar Þorbjörnsson verk- fræðingur sótti námskeið þetta á vegum Verkfræðistofunnar Hönnun i Reykjavik, en mjög sjaldgæft er að einkaaðilar skuli stofna til sliks kostnaðar sem þessa, til að kynna sér helztu nýj- Tíminn er peningar ungar á sinu tæknilega sérsviði. — Námskeið þessi eru haldin á um tveggja ára fresti, sagði Einar, en þar eru kynntar nýj- ungar á sviðiflughafna, en enginn vafi leikur á þvi, að Bandarikja- menn eru lengst komnir I þróun þessara mála. Það, sem háð hefur áætlun og hönnun flughafna á siðustu árum, er skortur á upplýsingum um það nýjasta á þessu sviði, þar eð fagbækur, sem um þessi mál fjalla eru orðnar úr- eltar, vegna þess hversu ör þró- unin hefur verið, sérstaklega siðustu fimmtán árin. A námskeiðinu var útbýtt meðal þátttakenda fyrirlestrum þeim er haldnir voru, og hafa þeir að geyma ómetanlegar upplýsingar fyrir hvern þann, sem hefur með áætlun, skipulag og hönnun flughafna að gera, sagði Einar Þorbjörnsson verk- fræðingur. o Það er þvi von ibúanna hér, að þessi rausnarlega gjöf, þau hlýju orð og sá andi, sem þessari gjöf fylgdi, verði hvati að giftudrjúg- um framgangi þessa máls. Konur úr Kvenfélagi Þorlákshafnar báru gestum ljúffengar veitingar fyrir og eftir samkomuhald. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson í Skál- holti form. Prestafélags Suður- lands þakkaði ánægjulega sam- verustund og árnaði staðnum heilla, og sveitarstjóri Svanur Kristjánsson þakkaði gestum komuna. Að lokum skal þess getið, að félagar Prestafélagsins afhentu við brottför sina sóknar- nefndarformanni myndarlega gjöf til byggingar guðshússins, og er þakklæti sóknarnefndar hérmeð komið á framfæri, að ósk formanns. Félag ísl. kafara auglýsir tJtseld vinna kafara 1. des. 1974. Fastakaup Köfunarálag dýpi 0-12 m D. 752 D. 952 E. 978 E. 1.238 N. 1.204 N. 1.523 byrjunargjald 8.215 Útkall er minnst 4 timar. m »i ■M rM S "t,V *s Meinatæknar Meinatækna vantar I sumarafleysingar á Rannsókna- deild Borgarspitaians. Umsóknum skal skila fyrir 12. mai n.k. Upplýsingar gefur yfirmeinatæknir. Reykjavik, 5. mai 1975. Borgarspitaiinn. I y-’ V.>’.í Áhugamenn um bifreiðaíþróttir Félag Islenzkra bifreiðaeigenda heldur fyrstu Islensku Rallyaksturskeppnina hinn 24. mai n.k. Keppnir þessar eru erlendis taldar með merkustu þáttum bifreiðaiþrótta. Ekið verður á venjulegum bifreiðum á almennum vegum eftir islenzkum umferðarlögum. Keppnin veröur m.a. kynnt á fundi i Islenzka bifreiða og vélhjólaklúbbnum þriðjudaginn 6.5. ’75 kl. 20 I Vikingssal', Hótel Loftleiðum. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu F.t.B. Armúla 27 simi 33614 og 28355. ItiMiiWill STEFNUMOT VIÐ VORIÐ f VÍNARBORG UM HVÍTASUNNUNA Ndnari upplýsingar d skrifstofunni Framsóknarfélögin í Reykjavik Snæfellingar Framsóknarvist og dans veröur I samkomuhúsinu, Grundarfirði laugardaginn 10. mai og hefst kl.'21.30. Góð spilaverölaun. Avarp flytur Halldór E. Sigurðsson, ráðherra. Dalatrióið leikur fyrir dansi. Framsóknarfélagið. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík Happamarkaður verður aö Rauöarárstig 18, laugardaginn 10. mal n.k. kl. 14.00. Tekið verður á móti varningi: alls konar munum og kökum, föstudaginn 9. mal eftir hádegi og laugardaginn 10 mai fyrir há- degi. Félagskonur eru hvattar til þess aö taka virkan þátt I-undirbún- ingnum. Basarnefndin. Húsavík - Leiguíbúðir Bæjarsjóður Húsavikur auglýsir hér með eftir umsóknum um leigu á 6 ibúðum að Garðarsbraut 69, sem nú eru i byggingu og byggðar eru samkvæmt reglugerð um út- hlutun lána og byggingu 1000 leiguibúða sveitarfélaga. Jafnframt eru boðin út skuldabréf fyrir 20% af kostnaðarverði hverrar ibúðar. Umsóknir skulu hafa borizt til bæjarritara fyrir 1. júni n.k. á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem liggja frammi á bæjarskrif- stofunni og eru þar veittar allar frekari upplýsingar. Húsavik 5. mai 1975 Bæjarsjóður Húsavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.