Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Mibvikudagur 7. mai 1975. AAargar erlendar kvikmyndir í AAoskvu Sovétrlkin flytja inn mikiö af er- lendum kvikmyndum. A sýn- ingarskrá kvikmyndahúsanna I Moskvu eru nú sem stendur 90 erlendar kvikmyndir. Um það bil þriöjungur þessara kvik- mynda kemur frá sósiallsku rikjunum. Hinar kvikmyndirn- ar eru fluttar inn frá Englandi, V-Þýzkalandi, Spáni, Indlandi, Mexikó og ýmsum fleiri lönd- um. Skautahlauparar flytja ísinn með sér Þegar skautadansflokkar Leningradborgar fer nú I sýn- ingarferöir tekur han með sér sinar eigin Isbrautir. Þri'r vagn- ar eru sérstaklega innréttaðir i þessum tilgangi. Uppsett er brautin 600 fermetrar og hana má setja upp á einum sólar- hring. Kælikerfi brautarinnar verkar svo vel og er svo kröftugt, að hönnuðir telja, að hana mætti nota i brennandi sól Afriku. AAörg hljóðfæri í einu hljóðfæri t Jerevan, höfuðborg sovétlýð-, veldisins Armeniu, hefur verið búið til rafmagnshljóðfæri, sem getur llkt eftir raunverulega öll- um ásláttar-, strengja- og blásturshljóöfærum. Hið ytra minnir hljóðfæriö á lltið raf- magnsorgel, en gerðin er allt önnur. 1 stað oreglverks er I hljóðfærinu rákaður, segul- magnaður sivalningur, sem snýst, en hann hefur aö geyma hina ýmsu tóna tækisins og kerfi hreyfanlegra, segulmagnaðra hnappa, sem nóturnar hreyfa. Framkallar þetta óvenjulega hreinan og stereófónlskan hljóm. Ein ogsama rák hefuraö geyma samtlmis tóna margra ólikra hljóðfæra. ★ Alþjóðleg fiskveiðasýning í Leningrad Leningrad (APN) Ein af stærstu alþjóðlegum sýningum ársins I Sovétrikjunum verður hin mikla fiskiðnaðarsýning, sem halda á I Leningrad i ágúst. Þegar hefur verið tilkynnt þátt- taka frá Búlgariu, Þýzka Al- þýðulýðveldinu, Englandi, Dan- mörku, ítaliu, Noregi, Sviþjóð, Japan, Bandarikjunum og mörgum öðrum löndum. Að- stoöarfiskveiðiráðherra Sovét- rlkjanna, Studenetskij, sagði fjölmiðlum, að þetta væri I ann- að sinn, sem Sovétrikin byðu til sllkrar sýningar. Það er auðvit- að I samræmi viö það, að Sovét- ríkin eru meðal mestu fiskveiöi- þjóða heims, en þau veiða meira en 10% af heildarfiskafla heims- ins. Sýningin i Leningrad mun sýna allar hliðar nútima fisk- veiða. Eitt mikilvægasta viö- fangsefnið nú er að tryggja stööugt framboð næringarauð- ugs fisks og annarra sjávaraf- urða, og það verður aðeins leyst meö nánu alþjóðlegu samstarfi. Aölaðandi er konan ónægð Hvaö er ekki á sig leggjandi fyr- ir konur til að fá það útlit sem þær óska eftir. Hér eru nokkur dæmi um hvað leggja ber á sig tilfegurðarauka. Ekki eru notuð rándýr smyrsl, sem fæstir vita i raun úr hverju eru búin til, held- ur er bara farið i eldhúsið og nýtt það sem þar er til og borið á andlit til að öðlast aðlaðandi út- lit. Á fremstu myndinni eru agúrkusneiðar lagðar á húðina, á þeirri næstu er það hafra- grautur, sem borinn er á, og þykir liklega sumum það betra ráð en að éta hann, og á hinni þriöju er það jógúrt, sem borið er á andlitið, kannski mætti allt eins nota skyr og tepokar lagðir yfir augun. Hvaða gagn þetta matarsull á andlitið gerir, veit Spegillinn ekki og það skiptir ekki öllu máli. Það er fyrir mestu að þolandinn trúi á með- ferðina. DENNI DÆMALAUSI ,,Og ef Wilson reynir að ná sam- bandi við þig, skaitu muna að hann er ailtaf svona skapillur”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.