Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 7. mai 1975. TÍMINN 7 Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrfmur Glslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. ____________________________________________J Mýrlendið okkar Allmörgum mun kunnugt, að gerð hefur verið svonefnd votlendisskrá á vegum náttúruverndar- ráðs, og hefur skrá þessi verið birt i votlendisriti Landverndar. Á náttúruverndarþinginu á dögunum voru samþykktir gerðar um votlendi landsins — i megindráttum þess efnis, að allt nýtanlegt mýr- lendi skuli kannað og flokkað með sérstöku tilliti til nýtingar þess og verndar, gerðar á þvi vist- fræðilegar og hagnýtingar kannanir og fram- ræsluáætlanir samdar. Vötn, tjarnir og fjalla- mýrar ofan vissrar hæðar og flæðimýrar yfirleitt skuli varðveita óframræstar og úrtak úr nýtanleg- um láglendismýrum af ýmsum gerðum valið til friðlýsingar, sem dæmi um lifvistir og vegna fluglalifs, og auk þess til rannsókna og kennslu og vatnsmiðlunar. Sem kunnugter hafa afarmikil flæmi mýrlendis verið þurrkuð siðustu áratugi, og hefur af þeim sökum viða gengið mjög á mýrar. Að sama skapi hefur orðið þrengra en áður um votlendisfugla og sums staðar hafa orðið breytingar á sumarrennsli lækja, svo að raskað hefur lifi i þeim, til dæmis göngufisks. Það er þvi kominn timi til þess, að vandlega sé athugað, hversu mikið af þeim mýrum, sem enn eru til i upprunalegri mynd, megi ræsa fram á komandi timum til túnræktar og beitar, og hvað varðveitt skal um ókomin ár, meðal annars vegna þess fuglalifs, sem þar dafnar, en getur ekki annars staðar þrifizt. Sums staðar má ekki seinna vera, að farið sé að taka þessi mál föstum tökum — annars staðar er undanfæri og svigrúm enn mikið. Þessi mál, eins og önnur náttúruverndarmál, verður að leysa i góðri samvinnu við bændur og búalið, enda hafa sumir, til dæmis Svarfdælir, sýnt i verki hinn fyllsta skilning á þvi sviði, sem hér er um rætt, og gefið öðrum lofsvert fordæmi. Eftirtektarvert dæmi Haustið 1924 var hópur manna i náttstað við Ströngukvisl. Þar var bæði sungið og kveðið eins og titt er i gangnamannakofum i fjallaferðum, og i samræðum þetta kvöld kom þar máli manna, að þeir félagar ættu að stofna söngkór. Þetta varð kveikjan að Karlakór Bólstaðarhliðarhrepps, sem siðan hefur starfað óslitið og minntist nú fyrir skömmu hálfrar aldar afmælis sins. Þrátt fyrir óhæga aðstöðu hefur þessi kór getið sér sérlega mikinn orðstir. En einmitt vegna þess, að ekki var alltaf leikur fyrir þá söngfélaga i Svartárdal og Ævarsskarði að ná saman til æfinga, er vikið hér að þessum kór. Hann er dæmi um það, hverju áorka má i fámennri og strjálbýlli sveit, þar sem torvelt getur verið að komast leiðar sinnar. Vitaskuld hafa viða i sveitum verið stofnaðir kórar, sem orðið hafa langlifir og náð miklum þroska, og verður ekki mat lagt á það, hverjir þar eru fremstir. En þeim mun lærdóms- rikara er það, sem fleiri slik dæmi gefast. Þeim mun gleggra er það, hvaða menningarstarfi, á þess sviði eða öðru, er unnt að halda uppi, meira að segja þar sem erfitt er um vik, ef viljinn er nóg- ur. Og þetta á erindi til allra, sem kynnu að hafa hug á þvi að fjörga félagslifið i byggðarlagi sinu. -JH. Charles Holley, The Scotsman: Vietnamar reyna varla landvinninga í bráð Sameining ríkisins er tafsamt verk, og ærin verkefni við uppbygginguna TÍMABÆRT er að hugleiða, hvernig umhorfs verði i Suð- austur-Asiu, þegar liðin eru nokkur úr frá þvi að bardög- um létti. Fáir munu fallast á, að fall Kambódiu og Suður- Víetnam þurfi óhjákvæmilega að þýða „mjög mikla breyt- ingu á alþjóða vettvangi”. (Engu er likara en að dr. Kiss- inger hafi verið að þvi kominn að spá „endalokum menning- arinnar, eins og hún er i okkar augum”, þegar hann reyndi árangurslaust að herja fjár- veitingu til aukinnar hernað- araöstoðar út úr þinginu). All- ir munu þó viðurkenna, að fall Kambódiu og Suður-Vietnam hafi i för með sér breytingu á valdajafnvægi i nágrenninu. Spurningin er þá, hve mikil þessi breyting verður? Hún hlýtur að verða allmikil á yfir- borði. Sameinað Vietnam verður sextánda fjölmennasta riki heims og sjöunda fjöl- mennasta riki Asíu. Ibúar þess eru svo að segja allir af sama þjóðerni og bera i brjósti rika einingarkennd. íbúar flestra annarra rikja i Suð- austur-Asiu eru samsafn þjóð- arbrota, sem hvert um sig hafa sina eigin menningu og tungu. Vietnamar eru um 43 milljónir, og verða væntan- lega meðal öflugustu þjóða milli Kyrrahafs og Indlands- hafs. EFALITIÐ verða miklar og örar efnahagsframfarir I landinu, þegar þjóðin losnar undan þvi fargi að verja fjórð- ungi vergrar þjóðarfram- leiðslu tiT borgarastyrjaldar, sem staðið hefur i þrjátiu ár, og hafa meira en milljón manna undir vopnum. Hinir nýju valdhafarmunu ráða yfir mestu af hergögnum Suður- Vletnama og öllum hergögn- um Norður-Vietnama. Hanoi-menn hafa þegar her- tekið mjög mikið af nýlegum bandariskum hergögnum. I bardögum i marz voru rúm- lega hundrað orrustuflugvélar skildar eftir á flugvöllum, þegar Saigon-herinn hörfaði. Svipuðu máli gegnir um byss- ur, skriðdreka og fjölmörg önnur hergögn, að verðmæti um 700 milljónir dala að sögn. Ekki er ósennilegt, að i hlut Hanoi-manna komi um það bil þrir fimmtu hlutar af her- gögnum Saigon-stjórnarinnar I nýtilegu ástandi. Þeir réðu þá yfir rúmlega fimm hundruð orrustuflugvélum, 600 þyrlum, 1400 skriðdrekum, 2000 stórum fallbyssum, skriðdrekabyss- um og loftvarnabyssum af nýjustu gerð. Þetta nægir her, sem er fimm sinnum öflugari en her Thailendinga og tiu sinnum öflugri en her Burma, Malays- iu, Filippseyja eða Indónesiu. Vletnamar hafa einnig aðgang að fylgirikjunum Laos og Kambódiu, sem geta bæði lagt til land sitt og töluverðan her til aöstoðar I herferðum, sem Vietnamar kynnu að vilja leggja i. ÞETTA er i raun og veru grundvöllur „dóminó-kenn- ingarinnar”, settur fram I ein- földum staðreyndum. Þennan grunn er þó rétt að athuga vel, áður en gengið er mjög langt i vangaveltum um byltingar- áráttu Hanoi-manna eða stað- festu annarra rikja i Suðaust- ur-Asiu. t fyrsta lagi ber að minnast þess, að Vietnam mun ekki verða uggvænlegt herveldi. Vopnabirgðirnar, sem taldar voru upp hér á undan, eru verulega villandi, jafnvel þó að réttar séu, þar sem þær eru af sundurleitum uppruna og ósamstæðar. Þarna eru til dæmis sex gerðir rússneskra, bandariskra og kinverskra skriðdreka, sex gerðir banda- riskra og rússneskra flugvéla til árása á jörðu niðri og tiu gerðir af byssum og sprengju- vörpum. Og ofan á allt þetta yröu bandarisku hergögnin fljótt ónothæf, vegna skorts á skotfærum og varahlutum. Sameinaður her Vietnama hefði yfir að ráða i raun litlu meiri tækjum en Hanoi-menn höfðu fyrir (eða helminginn af þvi, sem nefnt var hér á und- an). Sennilega verður her þeirra fámennari en her norð- anmanna var undir lokin, þar sem ekki má teppa vinnuafl, sem nauðsynlega þarf á að halda til uppbyggingarinnar. Flest hergagnanna hafa verið ætluð til nota i skæruhernaði eða á stuttu færi, og eru þvi einföld og alls óhæf til nota i árásarleiöangri I fjarlægð. VIETNAMAR hafa engan herskipaflota. Þess vegna geta þeir ekki ráðizt á neinn granna sinna með árangri nema Thailand. Til þess þyrfti þó aö fara um land Laos og Kambódiu. Þáð yrði ekki unnt.nema þessi riki yrðu i raun auðsveip fylgiriki Viet- nam. Pathet Lao og rauðu Khmerarnir verða að treysta á aðstoð Norður-Vietnama meö aðflutninga, og hersveitir frá Norður-Vietnam eru bæði i Laos og Kambódiu. Þær eru þó aöeins á svæðum rétt við landamærin, og Hanoi-menn gæta þess vandlega, að blanda sér ekki i stjórnmál „alþýðu- fylkinga” grannþjóðanna eða málefni Kommúnistaflokks- ins, sem að baki þeim stendur. Þettá er nauðsynlegt vegna þess, aö Kambódlumenn, sem eru sjö milljónir, og Laosbúar, sem eru ekki nema þrjár mill- jónir, tortryggja, óttast og hata Vietnama, hver sem stjórnmálaskoðun þeirra kann að vera. Bæði þessi riki verða óhjákvæmilega háð Vietnam vegna legu sinnar og sögu, en þjóðlegar kommúnistastjórnir (eða samsteypustjórnir, sem kommúnistarhafa i hendi sér) I Phnom Penh og Vientiane munu reyna að eiga eins litið undir Vietnömum og þeim er framast unnt. Báðar þessar þjóðir óttast að kremjast milli hinna máttugu granna, Thai- lands og Vietnam. Þær munu i lengstu lög reyna að forða landi sinu frá þvi að verða að- flutningssvæði eða orrustu- völlur Vietnama i viðleitni þeirra til að leggja Thailand undir sig eða kollvarpa stjóm þess. Þær kynnu að verða knúðar til þess, en gerðu það aldrei af frjálsum vilja. HVAÐ sem þessum hug- leiðingum liður, er langsam- lega sennilegast, að kommún- 'istastjórnir þessara rikja, hvað þá i sameinuðu Vietnam, muni ekki leggja I hernaðar- lega sigurvinninga fyrr en eftir marga mánuði, og jafn- vel mörg ár. Þetta á að nokkru rætur að rekja til þess, hve kommúnistar hugsa mikið um útlitið og orðróminn út i frá, en það vill oft gleymast. Hér verður að taka það með i reikninginn, hvað Vietnam áhrærir, að norðanmenn og sunnan menn hefur ávallt greint á. Þessi ágreiningur hefur að sjálfsögðu magnazt og margfaidazt i þrjátiu ára borgarastyrjöld og andstæð- um áróðri. Meira að segja er sennilegt, að Hanoi-menn mættu almennri andstöðu, ef þeir flýttu sér um of við að reyna að knýja fram samein- ingu og koma á þvi stranga efnahagskerfi, sem þeir búa sjálfir við. Þvi er óhætt að treysta, að norðanmenn gera sig ekki seka um slika flónsku. Vietnamar verða önnum kafnir við undirbúning sam- einingar og hvers konar upp- reisn i fimm ár að minnsta kosti, og Laosbúar og Kam- bódiumenn verða þeim tregir fylginautar. Thailendingar hafa gripið til þess ráðs i varúðarskyni að biðja Banda- rikjamenn að hverfa á burt með herstöðvar sinar, sem espað gætu til árása. En ofsa- hræðslu verður hvergi vart i þeim rikjum Asiu, sem ekki lúta kommúnistum. HVERS vegna ætti ósigur Suöur-Vietnama nú að tákna keðjuverkandi hrun smárikj- anna, úr þvf að sigur Komm- únista i Kina árið 1949 og Norður-Vietnama 1954 gerðu það ekki? Rikin i Suðaustur- Asiu voru þá nýbúin að fá frelsi sitt og mjög laus fyrir. Nú hafa þau notið sjálfstæðis i tvo tugi ára, og þjóðlegt sjálfs- traust og trú á eigin mátt hefur að sjálfsögðu eflt þjóð- irnar og styrkt. A það verður aldrei lögð of mikil áherzla, að Vietnam til- heyrir menningarheimi Kin- verja og hefur ávallt gert. Menning búddatrúarmanna og múhameðstrúarmanna i Suðaustur-Asiu er óskyld þessum heimi og stendur hon- um viðsfjarri að hegðan, verðmætamati og sögulegri reynslu. Þær þjóðir eru þvi álika liklegar til þess að taka sér reynslu Vietnama til fyrir- myndar og tranar að likja eftir Rússum. Vietnam styrj- öldin snerist um fátt annað en það I upphafi, hver ætti að ráða I Vietnam, hún hélt áfram að snúnast um það ár eftir ár, og það var enn óbreytt I lokaátökunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.