Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 16
Ford og Kissinger leggja á ráöin I Washington FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 T?------------, Ðl fyrir góöan mat $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS SLS-IÓDUU SUNDAHÖFN Enn barizt í Indó-Kína: PathetLao sækir fram í Laos Reuter-Vientiane. Hersveitir Pathet Lao-hreyfingarinnar hafa hrakið sveitir stjórnar- hersins i Laos frá héraðinu Sala Phou Khoune, sem er einkar mikilvægt,. hernaðar- lega séð. Sveitir Pathet Lao — er njóta stuðnings hersveita frá Norður-Vietnam — geta nú stöðvað alla umferð um þjóð- veginn, er liggur frá Vienti- ane, höfuðborg Laos til Luang Prabang, hinnar fornu keisaraborgar. Bardagar blossuðu upp i þessu héraði fyrir þrem vikum og hefur •stjórnarherinn orðið að láta undan siga allan þann tfma. ' ----------------------------' Miðvikudagur 7. mai 1975. - Ný stefna Bandaríkjastjórnar í mólefnum Miðjarðarhafslanda: Genfar-ráðstefna í júní-júlí, en reynt að semja í áföngum Reuter-Washington. Ljóst er, að Gerald Ford Bandarikjaforseti hyggst boða breytta stefnu i mál- efnum Miðjarðarhafslanda á næstunni — liklega þó ekki fyrr en forsetinn hefur rætt við þá Anwar Sadat Egyptalandsfor- seta og Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra tsraels, i næsta mánuði. Henry Kissinger utanrikis- ráðherra lýsti þessu yfir i sjón- varpsviðtali i gær. Frétta- skýrendur velta mjög vöngum yfir, i hverju stefnubreytingin felist,en — aðsögn Reuter-frétta- stofunnar — virðist svo sem enginn utan nánustu samstarfs- manna Fords og Kissingers hafi hugmynd um það. Allt frá þvi Kissinger gafst upp við samningaumleitanir sinar, hefur verið unnið að nýrri stefnu- mótun Bandari’kjastjórnar i mál- efnum Miðjarðarhafslancia. v,eir Ford, Kissinger og Joseph Sisco aöstoðarutanrikisráðherra hafa oftsinnist látið svo um mælt, að þeir geti ekki fyrir nokkurn mun sætt sig við, að ástandið verði eins og það var á árunum 1967- 1973 (milli striða) Þá stóðu Bandarikjamenn utan garðs og höfðu nálega engin áhrif á gang mála, t.d. rofnuðu algerlega tengsl þeirra við mörg Araba- rikjanna. Hverjir báru mest úr býtum í fyrra? r efstir á blaði r í áttunda sæti Kuwait- íslendinga NTB-Zurich. „Union Bank of Switzerland” hefur látið reikna út meðaitekjur á íbúa I fyrra I hinum ýmsu löndum heims. Niðurstöður þeirra út- reikninga leiða I ljós, að tekjur eru að meðaitali hæstar I olfu- rikinu Kuwait, en tsland er i áttunda sæti á listanum. Tekjur á hvern Kuwait-búa voru árið 1974 nálægt 1650 þús. fsl. króna, en i Sviss — sem kemur næst Kuwait á listan- um — bar hver fbúi að meðal- taliu.þ.b. 1080 þús. ísl. krónur. Svfþjóð er i þriðja sæti (meðaltekjur 1030 þús. krón- ur) og Danmörk i fjórða (meðaltekjur 1020 þús. krón- ur). Bandaríkin eru svo i fimmta sæti, en það var eina rikið f hópi þeirra tiu efstu, þar sem meðaltekjur lækkuðu árið 1974 miðað við árið 1973. tsland er svo i áttunda sæti (meðaltekjur 903 þús. krónur) og Noregur i niunda sæti (meðaltekjur 900 þús. krón- ur). Annars litur listinn yfir tiu efstu löndin þannig út: 1. Ku- wait. 2. Sviss. 3. Sviþjóð. 4. Danmörk. 5. Bandarikin. 6. Kanada. 7. Vestur-Þýzkaland. 8. tsland. 9. Noregur. 10. Frakkland. Þess má geta, að liklega eru meðaltekjur á ibúa i olíu- rikjunum við Persaflóa allt að þvi eins háar og i Kuwait, en ástæðan til þess, að þau kom- ast ekki á blað er sú, að banki sá, er lét framkvæma ofan- greinda útreikninga, hafði ekki aðgang að opinberum töl- um i rikjum oliufurstanna. Flokkar ná sáttum í Portúgal Reuter—Lissabon. Sem kunn- ugt er hafa að undanförnu rikt viðsjár meðal sósialista og kommúnista i Portúgal. Leiðtogar flokkanna — þeir Mario Soares og Alvaro Cunhal — hafa setið á löngum fundum siöustu daga til að reyna aö jafna ágreining flokkanna. Siðustu fréttir benda til, að samkomulag sé á næsta leiti — og er þvi útlit fyrir aö komið hafi verið f veg fyrir meiri háttar stjórnmála átök í Portúgal að sinni. Deilur innan finnsku stjórnarinnar úr sögunni í bili — enn samt sem óður er búizt við þingkosningum í haust NTB—Helsinki. Þingflokkur Mið- flokksins finnska féllst i gær á málamiðlunartillögu Urho Kekkonen Finnlandsforseta i deilum finnsku stjórnarflokkanna um byggðamál. Aöur höfðu þing- flokkar hinna stjórnarflokkanna þriggja goldið tillögu forsetans jáyrði. Deilur þær, er að undanförnu hafa risið milli flokka þeirra, er standa að núverandi stjórn I Finnlandi — einkum þeirra tveggja stærstu, Jafnaðarflokks- ins og Miðflokksins — eru því úr sögunni í bili. En undir niðri rikir enn megn óánægja svo að ekki er útséö um það, enn, hvort Finnar ganga að kjörborðinu i sumar. Fréttaskýrendur i Helsinki eru flestir þeirrar skoðunar, að stjórn in sitji fram á sumar, en segi svo af sér, þannig að kosið verði i haust. Ford forseti á að hafa sagt við Hussein Jórdaniukonung, er var á ferðinni i Washington fyrr i vikunni: — Við getum ekki sætt okkur við, að allt sitji við það sama — og ætlum okkur það heldur ekki Forsetinn á nú — að sögn fréttaskýrenda — þriggja kosta völ. Sá fyrsti er að taka upp þráðinn, þar sem fyrr var frá horfið, þ.e. halda áfram samningaumleitunum skref fyrir skref Annar er að boða til nýrrar Genfar-ráðstefnu og stefna að allsherjarsamkomulagi um frið I Miöjarðarhafslöndum. Og sá þriðji ereins konar sambland, þe. að reyna að koma á samkomulagi I áföngum á ráðstefnu i Genf, t.d. með þvi að fá Egypta til að semja eina við Israelsmenn i fyrsta áfanga. Flestir fréttaskýrenda eru þeirrar skoðunar, að þriðji kosturinn verði fyrir valinu — og ný Genfar-ráðstefna komi saman i lok júni eða júli i sumar. Goncalves til Brussel Reuter-Lissabon. Tiikynnt hefur verið, að Vasco Con- calves, forsætisráðherra Portúgals, sæki fund æðstu manna Atlantshafsbandalags- ins, er haldinn verður á aðal- stöðvum bandalagsins i Brussel I lok þessa mánaðar. Sem kunnugt er hafa for- ystumenn Nato óttazt, að Portúgalir kynnu að hætta þátttöku i hernaðarsamstarfi innan bandalagsins — eða jafnvel segja sig úr þvl. Það er einkum sú stefna Portúgals- stjórnar að koma á sósialisma I landinu, er verið hefur ýms- um NATO-leiðtoganum þyrnir I augum. Fréttaskýrendur i Lissabon telja, að tilgangurinn með þátttöku Concalves i fundinum I Brussel sé að eyða þessari tortryggni og gefa öðrum NATO-leiðtogum færi á að kynnast forsætisráðherranum persónulega — en hann hefur jafnan verið áhrifameiri innan stjórnarinnar en Costa Gomes forseti. Blóðug átök í Luanda, höfuðborg Angóla: Óttast, að 1000 hafi látið lífíð Reuter-Luanda. 1 fyrri viku kom til blóðugra átaka milli tveggja þeirra hreyfinga, er berjast fyrir sjáifstæði Angóla. Barizt var á götum Luanda, höfuðborgar Angóla — með þeim afleiðingum, að á að gizka eitt þúsund manns létu lifið og þúsundir særðust. Forráöamenn likhússins I Lu- anda sögðu i gær, að yfir 500 lik þeirra, er látizt heföu I átökunum, stæðu uppi I húsinu, en von væri á fleiri. Fólk streymdi án afláts til llkhússins, til aö bera kennsl á þá látnu. Aðaljárnbrautarstöð Luanda hefur aö undanförnu verið yfirfull af fólki, sem hefur valiö þann kost að flýja borgina. Sendifulltrúar erlendra rikja hafa og skorað á erlenda borgara að yfirgefa borg- ina — ella sé ekki hægt að ábyrgj- ast öryggi þeirra. I átökunum féllu aðeins sextán hvítir menn, svo að vitað sé — allir Portúgalir. í tvo daga hefur ekkert verið barizt i Luanda og telja frétta- menn i borginni óliklegt, aö átök brjótist út að nýju, eins og nú horfi. Átökin I fyrri viku eru þau þriðju i röðinni á' tæpu ári: 1 júli og ágúst I fyrra kom til álika götubardaga, en mannfall varð þá nokkru minna. Útgöngubann er nú I gildi I borginnifrá þvikl. 11 að kvöldi og til kl. 6 að morgni. Verzlanir, sem lokaðar höfðu verið I tæpa viku, voru opnaöar að nýju i fyrradag. Þaö er sem fyrr segir ósætti milli tveggja af þrem þjóðfrelsis- hreyfingum i Angóla, er var undirrót átakanna I fyrri viku. Þessar hreyfingar eru: Þjóðfylk- ingin til frelsunar Angóla (FNLA), er nýtur virks stuðnings Zaire-stjórnar og Marxíska al- þýðuhreyfingin til frelsunar Angóla (MPLA). Þessar tvær hreyfingar standa saman að þeirri stjórn, sem komiö hefur verið á fót til bráðabirgða i Angóla — ásamt þriðju þjóðfrels- isfylkingunni, Þjóðarsambandinu til fulls sjálfstæöis Angóla (UNITA).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.