Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR t Stjórnlokur Olíudælur Olíudrif HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚN! 6 - SÍM! (91)19460 Landvélarhf VIÐ ERUM KOMNIR í 2/5 YFIR- DRÁTTAR- RÉTTINDA Hinn 30. april sl. tók Seðla- bankinn yfirdráttarlán hiá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, jafnvirði 1075 miílj. kr. Lán betta nemur einum fjórða hluta af kvóta tslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og verður lánsféð notað til þess að styrkja greiðslustöðu landsins út á við i kjölfar efnahagsaðgerðanna að und- anförnu, en þær stefna að þvi að koma á meira jafnvægi i greiðslustöðu þjóðarbUsins út á við á þessu ári. Skuld Islands við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn nemur nvl jafnvirði um 5.366 millj. kr. Af þvi eru jafnvirði rösklega 3.220 milljóna úr oliulána- sjóði Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, en sú upphæð er utan við yfirdráttarréttindin. Með þessu nýja láni höfum við notað um tvo fimmtu hluta yfirdráttarkvóta okkar hjá Alþjóðagjaldeyrisvara- sjóðnum. Álver við Eyjafjörð? HHJ—gébé—Rvik. Um þessar mundir eru islenzk yfirvöld að velta fyrir sér áætlunum norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro um að koma upp álverksmiðju við Eyjaf jörð. 1 áætlunum er gert ráð fyrir þvi, að ársafköst verksmiðj- uiiiiar yrðu 100 þús. lestir þegar t, ,s*..wa<>«* verksmiðjan yrði fullbyggð. Kostnaður er áætlaður nálægt 30 milljörðum króna. Reiknað er með þvi að orkuþörf verksmiðj- unnar yrði 150-160 MW eða jafn mikil eða meira en sem svarar orkuframleiðslu fyrirhugaðrar Klönduvirkjunar. Talið er, að uni HOPFERÐ A FUND DANSKA NÁTTÚRULÆKNISINS" tt gébé-RvIk. — Danski náttUru- læknirinn, Aksel Jensen, mun að öllum lfkindum ekki koma hingað Danski Jensen. náttúrulæknirinn Aksel til lands í lækningaleiðangri, eins og þó hafði verið áætlað. Hann hefur ekki starfsleyfi og vafa- samt er áð hann fái slikt til starfa hér á landi. í auglýsingu i einu dagblaðanna á þriðjudag eru sjiiklingar, sem hafa áhuga á að hafa samband við . lækninn, beðnir um að hafa samband við vissan aðila. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Ólafssyni landlækni, getur enginn tekið að sér að vera umboðsmaður sjúklinga, eins og viðkomandi i áðurnefndri auglýsingu virðist vera, og telur hana þvi ólöglega. í áðurnefndri auglýsingu, er fólk beðið um að hafa samband við ákveðið símanúmer. Blm. Tlmans reyndi I gærdag árangurslaust I nokkra klukku- tlma að há sambandi við númerið og tókst það ekki fyrr en um kvöldmat, þvl alltaf var það upptekið. Kom þá I ljós, að það er að kona, sem áhuga hefur á komast til náttúrulæknisins, og vill hUn safna fólki, sem áhutfa hefur llka, í hópferð til þess að heimsækja lækninn á stofu hans í Danmörku. Viðtalið við þennan náttUrulækni kostar um 300 kr danskar eða um nlu þUsund Isl. krónur. Höfðu þegar I gær látið skrá sig 10-12 manns á lista til fyrirhugaðrar ferðar. 500 manns myndu vinna við álverið eyfirzka, ef af smiði þess verður. FulltrUar norska stórfyrirtæk- isins Norsk Hydro, sem er stærsta fyrirtæki Noregs hafa um alllangt skeið haft augastað á Islandi og farið viða um land til þess að kynna sér aðstæður allar til stór- iðju. Hafa þeir meðal annars svipazt um á Reyðarfirði, og HUsavik en einna álitlegast fannst þeim að reisa verksmiðj- una við Eyjafjörð. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Tíminn hefur aflað sér telja Norðmenn- irnir, að tveir staðir komi einkum til greina við Eyjaf jörð þ.e. Dag- verðareyri eða Gáseyri. Fullbyggð á verksmiðjan að geta framleitt 100 þUs. lestir, en áætlað mun að reisa hana i áföng- um, þannig að afköstin verða ekki svo mikil i upphafi. Til samanburðar má geta þess, aö álverið i Straumsvik getur framleitt um 75 þUs. lestir á ári, og þar starfa 550-600 manns. Hins vegar kemur til greina að stækka Straumsvikurverksmiöjuna eins og skýrt var frá i Tlmanum ný- lega, og auka afköst hennar um tiu þUs. lestir. Starfsmenn yrðu sem fyrr segir um 500 við Eyjafjarðarverið, en reikna má með um 2500 manna byggð I tengslum við verksmiðj- una, þegar taldar eru fjölskyldur starfsmanna, og starfslið við nauðsynlega þjónustu. Þessar áætlanir eru nU til at- hugunar hjá Islenzkum yfirvöld- um, en talið er að álverið gæti tekið til starfa einhvern tima snemma á næsta áratug, ef fallizt verður á áætlanir Norðmannanna og framkvæmdir hafnar áður en langt um liður. Timinn leitaði álits þeirra Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjóra og bæjarstjórnarfulltrUa og Bjarna Einarssonar bæjarstjóra á hugsanlegum stóriðjufram- kvæmdum nyrðra. Valur sagði, að fulltrUar frá Norsk Hydro hefðu þegar í fyrra verið á ferð i Eyjafirði, enda myndi það samdóma álit manna, að Eyja- fjörður væri ákjósanlegastur til sliks, ef velja ætti stóriöjuveri stað utan Suðurlands. Bjarni sagði, að athuganir hefðu farið fram nyrðra, m.a. mælingar i sambandi við Ut- skipunarhöfn. Þá sagöi Bjami, að yrði stóriðjuveri valinn staður við Eyjafjörð yrði viö ýmis vanda- mál að glima varðandi starfslið, húsnæði og ekki sizt orkuöflun. Þá sagði Bjarni, að Norðmenn- irnir fullyrtu að mengunarvand- inn væri leystur og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af þeirri hlið máls- Efri örin á loftmyndinni bendir á Gáseyri og sú neðri á Dagverðareyri. Á kortinu fyrir ofan eru þessi staðar- nöfn undirstrikuð og þar sést afstaða þeirra til Akureyrar. Hafréttarráðstefnan í Genf: Líkur á frumvarpsuppkasti, hagstæou okkur íslendingum Flugvöllur í Skerjafirði OPNU JH-Reykjavík. — Samþykkt hefur verið, að formenn starfsnefnda hafréttarráðstefnunnar semji og leggi fram uppkast að frumvarpi um skipan landhelgismála og lög- sögu, og er búizt viö, að þeim takist að komast að niðurstöðu, áður en henni verður slitið, sagði Þórarinn Þórarinsson alþingis- maður, einn fulltrúa íslendinga á hafréttarráðstefnunni, I slmtali við Timauii f gær. Ekki er þó bUizt við, að frum- varpsuppkastið verði lagt fram fyrr en síðasta dag ráðstefn- unnar, og er það með ráðum gert, svo að ekki spinnist um það deilur. Um viðáttu efnahagslögusögu verður stuðzt við þrjár hug- myndir, sem fram hafa komið. Einþeirra er kennd viðEvensen, og er hUn sæmilega hagstæð. önnur hefur verið borin fram af sjötlu og sjö rikjum, sem einkum eru Ur hópi þróunarlandanna, og er hUn okkur hagfelldust. Hin þriöja er runnin frá landluktum rlkjum, og rlkjum, sem ekki hafa hag af vlðri lögsögu og er hUn okkur mjög I óhag. Vonir standa til, að endanlegar tillögur verði Hkastar hugmynd- um rlkjanna sjötiu og sjö. En mikill áróður er rekinn.að tjalda- baki, og reynir þar hver og einn að ota slnum tota. Mjög hefur verið rætt um það að undanförnu, hvort þessi mál skuli leidd til lykta á næsta ári á einni ráöstefnu, sem stæði þá tólf vikur, eða tveimur, sem yrðu fjórar vikur og átta vikur. Um það er einnig deilt, hvar og hvenær ráðstefnunni skuli fram haldið á næsta ári. Vilja sumir, að hUn verðiíGenffrá 19. janUar til 2. aprll, en aðrir að hUn verði I New York frá 2. febrUar til 9. aprll. Afrikuríkin eru þvl þó and- vlg, að hUn hefjist svona snemma, og vilja helzt ekki, að hUn byrji fyrr en I aprll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.