Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. mai 1975.
TÍMINN
7
r
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
Í8300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, slmi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa-
sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Sandur og samþykkt
Sandur er til margra hluta gagnlegur. Börn
leika sér af lyst i sandkössum. Fjölvis prestur
gerði sér eitt sinn hægt um hönd og lét kynduga
kumpána flétta reipi úr sandi. Nýmæli er hitt, að
niu hundruðum manna, mestan part skikkanlegu
fólki, sé stefnt saman til þess konar iðju. Árangur-
inn má sjá i stjórnmálaályktun landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins.
I upphafi hennar er svo að orði komizt um þann
efnahagsvanda, sem nú er við að glima:
,,Að mestu leyti stafar hann þó beinlinis af þvi,
hvernig á stjórn efnahagsmála var haldið á timum
vinstristjórnarinnar, þegar velgengni var á
skömmum tima snúið til ófarnaðar, þar til yfir
lauk með algjörum glundroða vorið og sumarið
1974”.
Vogsósakunnáttan hefur sýnilega ekki
varðveitzt til okkar daga. Sandurinn hefur runnið
þeim um greipar, er ætluðu að flétta hann, eins og
gengur og gerist á barnaleikvöllunum. Sandbúða-
fólkið hefur áunnið það eitt með þessari fjar-
stæðufullu staðhæfingu sinni að beina huga
alþjóðar að þvi, að stjórnarandstaðan á alþingi
vorið 1974 léði ekki máls á þvi, að snúizt yrði gegn
þeim efnahagsvandkvæðum, sem þá voru komin
upp vegna versnandi viðskiptakjara erlendis, þótt
þau væru þá miklu auðveldari við að fást en siðar
varð. Þar stóð þinglið Sjálfstæðismanna fremst í
flokki i óábyrgri afstöðu. Flokkshagsmunir voru
teknir fram yfir þjóðarhagsmuni og ekki i það
horft, þótt örugðleikarnir yxu i margra mánaða
kosningaslag og samningaþófi um stjórnar-
myndun, er liklegt var, að á eftir færi.
Vinstristjórnin tók árið 1971 við landi, sem fólk
hafði flúið þúsundum saman vegna atvinnuleysis,
og viða hafði rikt slik stöðnun úti á landsbyggðinni
um langt skeið, að jafnvel i fjölmennum kauptún-
um og kaupstöðum hafði ekki verið grafinn
grunnur nýs húss á annan áratug.
„Velgengni var á skömmum tima snúið til
ófarnaðar,” segir i ályktun Sjálfstæðis-land-
fundarins. „Séð hef ég köttinn syngja á bók”, segir
i öfugmælavisunni.
Hinn einfaldi sannleikur er sá, að vinstristjórnin
leysti á fáum misserum fjötra af þjóðinni, svo að
allir fengu eins mikla vinnu og þeir kusu, fram-
leiðsla stórjókst með nýjum atvinnutækjum og
fólkið, sem áður var að þvi komið að ganga frá
eignum sinum verðlausum, fékk aftur þá trú á
heimahagana og framtiðina, sem alls staðar
birtist i góðum skipastól, ánægjulegri starfsönn og
miklum nýbyggingum.
Það væru söguleg gögn til skreytingar á ritum
um sálfræði og rökfræði að eiga myndir af þeim
mönnum i hópi landsfundarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, sem gleggst hefðu átt að skilja, hvað
gerðist á vinstristjórnarárunum, þar sem þeir
sýsla við sandinn með flokksforingjunum og
greiða atkvæði með stjórnmálaályktuninni —
smiðunum, sem flúðu til Sviþjóðar á sjöunda ára-
tugnum, en áttu afturkvæmt þegar vinstristjornin
var setzt að völdum, fólki, sem hraktist frá sinu
landshorna á milli i leit að vinnu, sem „viðreisnin”
var viðast spör á og neitaði þvi um heima, og sjó-
mönnunum, sem ekki ,var gefinn kostur á nýjum
skipum fyrr en rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar
kom með nýtt hugarfar og ný vinnubrögð árið 1971.
-JH.
Charles Hargrove, The Scotsman:
AAikill áhugamaður um
einingu Evrópu hættir
Jean Monnet hefur sagt af sér formennsku
Framkvæmdanefndar einingar Evrópu og segir
meginmarkmiði nefndarinnar ndð
HINN 22. april tilkynnti Jean
Monnet, einn af „feðrum sam-
einaðrar Evrópu”, eins og
hann hefur oft verið nefndur,
að hann segði af sér for-
mennsku i „Framkvæmda-
nefndeiningarEvrópu”. Hann
stofnaði þessa nefnd árið 1955
sem eins konar samstarfshóp
æðstu leiðtoga verkalýðssam-
taka og allra stjórnmála-
flokka annarra en þeirra, sem
fylgdu kommúnistum að mál-
um, til þess að vinna að ein-
ingu Evrópu innan hinna sex
upphaflegu aðildarrikja að
Efnahagsbandalaginu. Monn-
et tilkynnti einnig við þetta
tækifæri, að nefndin yrði lögð
niður hinn 9. mai, þegar 25 ár
eru liðin frá þvi að Schuman-
áætlunin var sett fram.
Margir kunnir stjórnmála-
menn hafa átt sæti i Fram-
kvæmdanefndinni þessi 20 ár,
sem hún hefur starfað. A
þeirri skrá getur að lita nöfn
margra frægra manna, og má
til dæmis geta nokkurra
þeirra hér: Brandt, Ollenhau-
er, Strauss, Scheel, Guy
Mollet, Egar Faure, Pinay,
Tindemans, Gaston Thorn,
Allain Poher, Heath, Thorpe,
Jenkins, Healey og George
Brown lávarð.
ASTÆÐUNA fyrir uppsögn
sinni segir Monnet vera háan
aldur, en hann er orðinn 86
ára. Hann segir heilsu sinni
hafa hrakað svo, aö hann sé
ekki framar fær um að halda
áfram störfum i nefndinni, en
hann hefur verið hugsuður
hennar og höfuðkraftur siðast-
liðin tuttugu ár.
Þegar Monnet er horfinn úr
nefndinni, hefur hún óhjá-
kvæmilega glatað verulegum
hluta af áhrifamætti sinum, á-
liti og hæfni til þess að ná sam-
komulagi. öllum nefndar-
mönnum sem spurðir hafa
verið, kemur saman um, að
nefndin gæti aldrei til fulls
borið sitt barr eftir að Monnet
væri farinn. Þeir segja engan
af núverandi nefndarmönnum
færan um að taka við af hon-
um með þeim hætti, að einskis
verði i saknað.
MONNET lýsir sjálfur þvi á-
liti sinu, að nefndin hafi þegar
náð meginmarkmiði sinu.
Henni hafi verið ætlað að
koma af staö innan allra aðild-
arrikja Efnahagsbandalags-
ins virkri hreyfingu, sem ynni
að einingu Evrópu. Sameining
Evrópu I þrengstu merkingu
kunni að vera langt undan, en
rikisstjórnir aðildarrikjanna
og virk öfl i stjórnmálaflokk-
um og meðal almennings hafi
tekið við hinu upphaflega hlut-
verki Framkvæmdanefndar-
innar. Þessi öfl séu i alla staði
fær um að taka upp þráðinn og
bera málið fram til sigurs.
„Mig langar til þess að gefa
mér tima til hvildar og hug-
leiðinga, og er raunar að
semja bók, sem ég geri mér
vonir um að skýri nokkuð,
hverju við höfum fengið áork-
að”, segir Monnet i bréfi, sem
hann ritaði öllum nefndar-
mönnum og birt var 22. april.
„1 bókinni mun ég reyna að
lýsa heimspekinni, sem hug-
myndir okkar hafa frá upphafi
verið reistar á, og rekja þær
gildu ástæður, sem hafa snúið
þjóðum okkar til fylgis við ein-
inguna”.
1 BRÉFI sinu skýrir Monnet
enn fremur frá þvi, að hann
hafi rætt við nefndarmenn
hvern um sig, og þeim hafi
komiðsaman um tvennt: „Við
höfum notið þeirra fágætu for-
réttinda”, segir hann i bréfi
sinu, „að hafa átt beinan þátt i
að framkvæma það, sem var
aðeins hugmynd i upphafi, en
er nú lifandi veruleiki og með-
al mikilvægustu afreka okkar
samtiðar, eða samstaða rikja i
Evrópu”.
En enda þótt nefndin hætti
störfum, mun verða haldið
einhverjum tengslum milli
nefndarmanna. „Margir ykk-
ar telja mjög mikilvægt að
viðhalda hinum dýrmætu,
persónulegu tengslum, sem
efnt hefur verið til meðal okk-
ar i nefndinni undangengin ár.
Max Kohnstamm (varafor-
maður nefndarinnar) mun
skrifa ykkur um þetta efni.
Hann hefur þegar rætt það við
Tindemans (forsætisráðherra
Belgiu), sem er að semja þá
skýrslu um einingu Evrópu,
sem forsætisráðherrarnir
báöu um (á rikisleiötogafund-
inum i París I desember i vet-
ur)”.
JEAN Monnet hefur nálega
alla starfsævi sina unnið að
framgangi einingar Evrópu.
Hann var tvivegis varaforseti
Þjóðabandalagsins á árunum
milli heimsstyrjaldanna og
formaður fransk-brezku efna-
hagsnefndarinnar I Banda-
rikjunum i siðari heimstyrj-
öldinni. Hann átti meginþátt-
inn i þvi, að Churchill bar
fram hina frægu uppástungu
sina um einingu Frakka og
Breta, þegar svartast var i ál-
inn eftir fall Frakklands, og
tók einnig þátt i samningunum
um láns- og leigu-aðstoðina.
Monnet var enn fremur höf-
undur fyrstu frönsku áætlun-
arinnar, sem við hann var
kennd, um iðnvæðingu at-
vinnulifsins. Hann átti einnig
hugmyndina að sameiningu
franska og þýzka þungaiðnað-
arins, en hún átti að koma i
veg fyrir, að oftar kæmi til
styrjaldar milli Frakklands og
Þýzkalands.
EN'N má geta þess, að Monnet
tók þátt i samningu tillagn-
anna um sameinaðan Evrópu-
her, en þeim var hafnað árið
1954. Þá var hann tvö ár for-
seti evrópsku Kola- og stál-
samsteypunnar, en lét af þvi
starfi til þess að taka að sér
forsæti i Framkvæmdanefnd-
inni um einingu Evrópu.
Nefndin gegndi undir hans
stjórn höfuðhlutverki i samn-
ingu RómarSáttmálans og
samningsins um kjarnorku-
samvinnu Evrópurikja eða
Auratom. Nefndin var ávallt
mjög eindregið fylgjandi þvi,
að Bretar gerðust aðilar að
Efnahagsbandalagi Evrópu,
og vakti til dæmis þegar árið
1957 athygli á hættunni, sem af
þvi stafaði, að Evrópurikin
væru algerlega háð oliu frá
löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsins.
Þá hefur Framkvæmda-
nefndin ávallt barizt fyrir
stjórnmálaeiningu Evrópu-
rikja og kosningu ábyrgs
Evrópuþings, svo og einingu i
efnahags- og peningamálum.
Monnet var löngum hróp-
andinn i eyðimörkinni á dög-
um Fimmta lýðveldisins, en á
valdaárum Pompidous fjölg-
aði þeim, sem lögðu eyrun við
hrópum hans. Giscard
d’Estaing hefur siðan hann tók
við völdum, kvatt Monnet
nokkrum sinnum til ráðuneyt-
is i kyrrþey. Monnet hefur átt
sikan þátt i að móta margt af
þvi, sem núverandi Frakk-
landsforseti hefur átt frum-
kvæði að um stefnumörkun i
málefnum Evrópu.
Jean Monnet á fundi Framkvæmdanefndarinnar áriöl965. Þeir Erhard og Brandt sitja sinn
til hvorrar liandar honum.