Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Landvélar hf Verkfall flugfreyja skollið ó: FLUGIÐ STÖÐVAÐIST í NÓTT Gsal—Reykjavik. — A miðnætti i nótt skall á vcrkfall flugfreyja og hefur þvi flug stóru flugfélag- anna, Loftleiða og Flugfélags ts- lands, stöðvast, — bæði innan- lands- og miliilandaflug. Fundur var hjá sáttasem jara 1 gærkvöldi, og var farið þess á leit við flug- freyjur að þær frestuðu verkfalls- boðun sinni, en þær sinntu þeim tilmælum ekki. — Innanlandsflug með farþega verður ekkert á vegum Flug- félags tslands meðan verkfallið varir, sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, er Tíminn ræddi við hann seint i gærkvöldi. — Hins vegar verða Fokker FriendShip vélarnar notaðar til flutninga á pósti og vörum. Sveinn sagði að það yrði leitazt við að greiða götu þeirra farþega sem til skrifstofa flugfélagsins leita, eftir þvi sem föng væru á hverju sinni, en ekki kvaðst hann geta greint frá þvi á hvern hátt það yrði. Eins og áður segir leggst milli- landaflugið ennfremur niður og kvað Sveinn að á þessu stigi málsins væri ekkert hægt að segja um það, hvort flogið yrði með póst og vörur til og frá land- inu. Ef verkfallið myndi dragast á langinn yrðu ákvarðanir þar að lútandi teknar. Eins og menn muna, gripu Loftleiðir til þess ráðs I flug- freyjuverkfallinu í fyrra að setja um borð f vélar sinar öryggis- verði til að halda millilandaflug- Frh. á bls. 15 ÍSLAND ERNUMIÐ i dag eru liðin 35 ár frá því Bretar hernámu ísland. A myndinni sjást fyrstu brezku hermennirnir leggja að við Sprengi- sand í morgunsárið 10. maí 1940 og á bls. 11 er nánar skýrt frá þess- um stóratburði í okkar sögu. (Ljósm: Svavar Hjaltested). Tíunda hver króna sem við eyddum var fengin að lóni eða tekin af gjaldeyris- forðanum m > O PROFBEKKIR ENN AUÐIR í KHÍ Deilunni vfsað til menntamálaráðuneytisins Gsal-Reykjavik — Nemendur I að við viljum semja, og viljum Kennaraháskólanum neita enn skólanum ekkert nema gott. að mæta til prófa og I gær- Skólastjórn mun halda annan morgun þegar próf áttu að vera fund i málinu n.k. mánudag. voru bekkirnir auðir. Að sögn Ekki tókstTimanum I gær að ná Kristinar Magnúsdóttur, nem- tali af Brodda Jóhannessyni, anda á 2. ári I KHl var á fundi rektor. skóiastjórnar s.l. miðvikudag Nemendur Kennaraháskólans samþykkt að visa málinu til gengu I gærdag á fund mennta- menntamálaráðuneytisins, þar málaráðherra og afhentu hon- eð ekki væri hægt að Ifta á það um þar bréf, þar sem óskað var sem innanskólamál. eftir þvi við hann og hans ráðu- A fundi nemenda það sama neyti að það hlutaðist til um kvöld var ákveðið að halda lausn málsins. Að sögn Vil- þessum aðgerðum áfram. hjálms Hjálmarssonar, — Við viljum allt til vinna til menntamálaráðherra, ræddi aö málið leysist, sagði Kristin, hann við nemendur og hlustaði á þvi aö auðvitað eru allir orðnir þeirra skýringar, en ekki vildi æstir i að komast i próf. Mig hann frekar tjá sig um efni langar sérstaklega að geta þess, bréfsins. Ríkisstjórnin vill setja eftirlitsmenn með rekstri Flugleiða hf. vegna ríkisóbyrgðarinnar I O YFIRVOLD LIN VIÐ BYSSUVARGANA Gsal-Reykjavik — Alltof vægt er tekið á þeim mönnum sem hand- leika skotvopn af gáleysi, og svo virðist sem aðgerðir lögregluyfir- valda séu nær eingöngu á einn veg, þ.e. að sekta viðkomandi. t framhaldi af frétt Timans á fimmtudaginn um fjölda skot- varga, sem sækja I land isólfs- skála, — höfðum við tal af Sveini Björnssyni, rannsóknarlögreglu- manni I Hafnarfirði. Eins og lesendur muna var skotið á hest ísólfs og kom það mál til kasta rannsóknarlögregl- unnar i Hafnarfirði. Að sögn Sveins játuðu þeir menn, sem þar voru að verki, en það voru þeir hinir sömu og kveiktu i sumarbú- stað skógræktarstjóra. — Já, þeir játuðu hér hjá okkur. Hins vegar eru þeir að bögglast við að taka þann framburð til baka núna fyrir rétti, á þeirri for- sendu að þeir hafi verið þvingaðir til að játa. En þeim er ekki stætt á þvi. Faðir þeirra kom hér oft og heimtaði af mér byssurnar og að lokum fór svo að ég hreinlega rak hann út með hörku. Ég læt ekki byssurnar frá okkur án úrskurðar sýslumanns. — Finnst þér, Sveinn, vera tek- iðnógu hart á þessum mönnum? — Nei, langt þvi frá. Ég álit að þaö eigi að taka bæði byssur og leyfi af þeim mönnum, sem ger- ast brotlegir við lög t.d. með þvi að skjóta á skepnur. Hafi þeir ekki leyfi álit ég að þeim verði meinað að fá leyfi um alla ævi. — En það er svona linkindin á öllu hérna. Sveinn sagði, að hann teldi, að alltof mörg byssuleyfi væru gefin út, og miðað við það þyrfti að fjölga afgirtum svæðum til skot- iökana. — Það hefur komið fyrir að börn allt niður i sjö ára aldur hafa verið að handleika byssur. Höfðu tekið þær bak við miðstöðvarofn þar sem þær voru geymdar. Nefndi hann, að fólk færi ekki nógu varlega með þessi vopn og iðulega væru geymslustaðir skot- vopna, þar sem auðvelt væri fyrir börn að ná til þeirra, s.s. undir rúmum og bak við ofna. Sveinn kvað alltof litið eftirlit haft með þeim svæðum, þar sem meðferð skotvopna væri bönnuð. 1 framhaldi af þeim dæmum, sem hjónin i' tsólfsskála greindu okkur frá á miðvikudaginn, varð- andi ágang skotmanna og hegðan þeirra, — skal hér greint frá einu dæmi enn, og það er ísólfur Guö- mundsson bóndi sem segir frá: — Ég heyröi i byssumönnum hér i fyrra og lét lögreglu vita af þeim. Ég hafði tekið niður númerið á bilnum, og þegar mig var farið að lengja eftir komu lög- reglunnar gekk ég út að bilnum og sá hvar billyklarnir voru i geymsluskránni. Ég tók þá og hélt heim. Skömmu siðar sá ég hvar byssumenn komu ofan fjall- iö og hófu að leita að lyklunum i vösum sinum. Þegar þeir fundu lyklana hvergi fóru þeir aftur upp i fjall, þar sem þeir höfðu verið að skjóta. — Eftir einn og hálfan tima kom lögreglan og ég lét þá fá billyklana. Þegar lögreglan hóf að tala við þá kom i ljós að þeir höföu ekkert byssuleyfi. Sögðu þeir lögreglunni ennfremur, að þeir hefðu verið með eina byssu og var það ritað i lögregluskýrsl- una. Hins vegar vissi ég, að þeir höfðu verið með fleiri byssur, — og eftir að lögreglan hafði farið með þrjótana gekk ég að þeim stað er þeir höfðu verið, — og fann þar tvær byssur að auki og skot- belti. Nokkrum dögum siöar kom lögreglan til að sækja byssurnar og ég veit að mennirnir fengu þær aftur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.