Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. mai 1975. TÍMINN 5 Yfirlýsing fjármálaráðherra Timanum barst s.l. miö- vikudag yfirlýsing frá Matthiasi Á. Mathiesen fjár- málaráöherra vegna um- mæla, sem viöhöfð voru i þættinum „Ura daginn og veg- inn” um bifreiðakaup hans. Yfirlýsing fjármálaráðherra fer hér á eftir og auk þess yfir- lýsing frá Velti h.f. Lands- banka tslands og Gunnari Ás- geirssyni forstjóra. t þættinum „Um daginn og veginn” sl. mánudagskvöld og i Kastljósi sjónvarpsins hinn 21. marz sl. var dylgjað um bif- reiðakaup min, eins og áður hafði verið gert i Alþýðublaðinu 18. febrúar sl. Ég sá þá ekki ástæöu til að svara. Þar sem þessar dylgjur hafa nú verið viðhafðar i hljóðvarpi leyfi ég mér að óska eftir þvi að með- fylgjandi yfirlýsingar verði birtar og þykir rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Bifreið þá, sem hér um ræðir, pantaöi ég hjá Velti hf. 13. september 1974 og átti hún að afgreiðast frá verksmiðju 28. október — 9. nóvember það ár. 2. Vegna framleiðslutafa, sem mér eru að sjálfsögðu óvið- komandi kom bifreiðin ekki til landsins fyrr en 16. janúar sl. 3. Ég greiddi andvirði bifreið- arinnar til Veltis hf. 23. janú- ar sl. Fyrirtækið greiddi hana ásamt öðrum bifreiðum i banka 24. janúar sl. 4. Innflutningur bifreiðarinnar var á vegum Veltis hf. og án nokkurs atbeina af minni hálfu. • 5. Þessu til staðfestingar fylgir hér með yfirlýsing frá Velti hf. Ennfremur staðfesting Landsbanka Islands á þvi að bifreiðin var greidd i banka 24. jan. og að á þessum tima voru engar gjaldeyrishömlur komnar til, þær voru settar á 29. jan. 6. Gengi islenzku krónunnar var lækkaö 12. febrúar 1975. 7. Meðfylgjandi yfirlýsing Gunnars Asgeirssonar, for- stjóra sýnir, að Vilmundur Gylfason vissi betur en hann lét i veðri vaka sl. mánudag er hann flutti erindi sitt ,,Um daginn og veginn.” Virðingarfyllst Reykjavik, 7. mai 1975 Matthias A. Mathiesen Veltir h.f. Suðurlandsbraut 16 Reykjavik Skv. beiöni yðar staðfestum vér að innh. nr. 479462 (invoice no. A 0520147) að upphæð Skr. 20.824,00 fyrir bifreið, var af- greidd hér I bankanum 24. jan. s.l., enda voru frilistakröfur gegn staðgreiðslu afgreiddar með eðlilegum hætti fram til 29. janúar s.l. samkvæmt gildandi gjaldeyrisreglum. Reykjavik 7. mai 1975 Landsbanki tslands Austurbæjarútibú 1 framhaldi af umræðum i fjölmiðlum, sem orðið hafa um bifreiðakaup Matthiasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra i janúarmánuði siðastliðnum, viljum vér gefa eftirfarandi yfirlýsingu. Bifreiðin, sem er af gerðinni VOLVO árgerð 1975 var pöntuð af oss, til VOLVO AB I Gauta- borg, þann 13. september 1974. A.B. Volvo staöfesti þá, að bif- reiðin mundi afgreidd frá verk- smiðju á timabilinu 28. október til 9. nóvember sama ár. Vegna ýmissa tafa á afgreiðslu á gerð- inni VOLVO 264, reyndist af- greiðslan óframkvæmanleg fyrr en eftir áramót. Bifreiðin var siðan afgreidd frá verksmiöjunni 9. janúar 1975 á reikningi nr. A-0520147 og kom til landsins með M/S Hvitá þann 16. janúar 1975, á farmskrá nr. 6. Samkvæmt bókhaldi voru, og kvittun fyrir greiðslu nr. 872, greiddi fjármálaráðherra and- virði fob-verðs bifreiðarinnar til vor þann 23. janúar s.l. Bifreiöin var siðan greidd i Landsbanka Islands, Laugavegi 77, þann 24. janúar s.l. sam- kvæmt bankastimpluðum gögn- um i bókhaldi voru og meðfylgj- andi staðfestingu Landsbanka Islands, Austurbæjarútibús. Þann sama dag var einnig greidd ein vörubifreið og ein fólksbifreið, báðar af VOLVO-gerð. 1 vikunni á eftir, þ.e.a.s. til og með 28. janúar fór fram afgreiðsla I þessum sama banka, á fimm fólksbifreiðum og einni vörubifreið, allar af VOLVO-gerð. Ekki var um neina afgreiðslutregðu að ræða af hálfu bankans á þessu tima- bili, sbr. áðurnefnda staðfest- ingu Landsbankans. Tekið skal fram, að allar bifreiðar, sem fluttar eru inn af VELTI HF, eru á nafni fyrirtækisins, en ekki nafni væntanlegra kaup- enda þeirra og annast fyrirtæk- ið þvi algjörlega um innflutning þeirra. Reykjavik, 7. mai 1975. Ásgeir Gunnarsson, forstjóri. Árni Filippusson, sölustjóri. Gisli Steinsson, skrifstofustjóri. Vegna ummæla Vilmundar Gylfasonar i þættinum ,,Um daginn og veginn” s.l. mánu- dag, þar sem hann ræðir enn um greiðslur bifreiða i banka fyrir lokun á gjaldeyri I janúar s.l., vil ég að fram komi það, sem á milli okkar fór, fyrir þáttinn Kastljós um miðjan marz. Vilmundur hringdi til min og óskaði eftir upplýsingum um hvenær við hefðum siðast leyst bil úr banka. Þar sem ég hafði ekki við hendina stimplaða bankapapp- ira, spurði ég tollmann minn um þetta atriði, en hann skráir allar vörur með dagsetningu, sem I toll fara. Siðustu bilar, sem i toll fóru frá okkur var 29. janúar og sagði ég þvi Vilmundi, að ef að likum lætur hafi þeir verið greiddir 1-2 dögum áöur. Siðan spyr hann, hvort bill fjármálaráðherra sé einn af þeim. Svarið, sem hann fær er, að hann fór I toll 24. janúar og hafi þvi væntanlega verið greiddur 22. eða 23. janúar I banka. Þar sem hannminntist á bil ráðherra, þá bað eg hann að koma þvi að I þættinum, vegna ummæla I Alþýðublaðinu, aö bill fjármálaráðherra hafi verið pantaður s.l. haust, en af- greiðsla tafizt. Hinsvegar hafi hann verið leystur út strax og pappirar komu og þvi væntan- lega verið greiddur i banka 22.-23. janúar eins og fyrr segir og þá engar afgreiðslutafir á gjaldeyrisyfirfærslum. Að mér dytti i hug, að mann- inum væri ekki treystandi fyrir að koma leiðréttingu á framfæri er mér fjarri, hinsvegar segir hann i þessum þætti, að Veltir hafi haft sérfriðindi I bankan- um, þar sem hvorki Hekla h.f. eða P. Stefánsson h.f. hafi feng- ið að greiða sendingu bila 4 dög- um fyrir lokun. Að Veltir h.f. hafi haft einhver sérfríðindi vegna afgreiðslu gjaldeyris I banka á ég bágt með að trúa, enda e.t.v. meining Vilmundar að gera tortryggi- lega greiðslu vegna fjármála- ráðherra. Að sjálfsögðu á maður að vara sig á fréttamönnum en ég hefi verið það heppinn um dagana I flestum tilfellum að hafa átt viðtal við heiðarlega frétta- mennsem viljað hafa það sem sannast reynist. Reykjavik, 7. mai 1975. Gunnar Ásgeirsson. Norrænt kennaranám- skeið í Reykjavík Arlega halda norrænu kennara- samtökin (N.L.S.) námskeiö fyrir kennara frá öllum Norðurlönd- unum. Á þessum námskeiðum eru fluttir fyrirlestrar um kennslu- og skólamál, starfshóp- ar starfa og umræður fara fram um erindin. — Landssamband framhaldsskólakennara og Sam- band Islenzkra barnakennara eru aðilar að samtökunum. Að þessu sinni verður nám- skeiðið haldiö hér á islandi og hefst laugardaginn 26. júlí að Hótel Loftleiöum, en lýkur föstu- daginn 1. ágúst. Höfuðviðfangsefni námskeiðs- ins verður „Skólinn og hin nor- ræna menningarsameign”. Flutt verða eitt til tvö erindi daglega auk hópvinnu og almennra um- ræðna. Frummælendur verða frá öllum þátttökuþjóðunum. A nám- skeiðinu verður m.a. rætt um kennslu i norrænu málunum, samvinnu Norðurlandanna I skóla- og kennslumálum, sam- eiginlega tilraunastarfsemi, samræmingu á námsskrám o.fl. Þátttökugjald fyrir íslendinga verður kr. 7.000,00 og er innifalið i verðinu ferð til Gullfoss og Geysis og lokafagnaður að Hótel Loft- leiðum. Gistingu og mat verða þátttakendur að annast sjálfir, nema þeir öski sérstaklega eftir öðru. Happamarkaður Framsóknar- kvenna í dag 1 dag heldur Félag Fram- sóknarkvenna i Reykjavik happamarkað i Framsóknar- húsinu að Rauðarárstíg 18. Happamarkaðurinn hefst kl. 14. Það er von félagskvenna, að vel- unnarar félagsins komi og geri góð kaup og mikil, og styrki með þvi móti gott málefni, þvi að ágóðinn mun renna til kvensjúk- dómadeildar Landspitalans, sem nú er I smiðum. Kínversku sýningunni að Ijúka AÐ UNDANFöRNU hefur staðið yfir á Kjarvalsstöðum sýning á grafiskum myndum frá Kina og hefur sýningin verið fjölsótt. Sýn- ingunni lýkur á sunnudagskvöld, en I dag, laugardag og á morgun sunnudag, verður sýningin opin frá kl. 14-22. Aðgangur að sýning- Þátttakendur af hálfu S.l.B. og L.S.F.K. geta ekki orðið fleiri en 20 samtals og óskast umsóknir um þátttöku sendar skrifstofum samtakanna fyrir 1. júni n.k., en þar eru veittar nánari upplýsing- ar um námskeiðið. Þingkona talar í Garðakirkju Sunnudaginn 11. mai fer fram guðsþjónusta i sambandi við ár- lega kaffisölu Kvenfélags Garða- hrepps. Við þessa guðsþjónustu mun Sigurlaug Bjarnadóttir flytja ræðu, en sá siður hefur komizt á að þennan dag hefur kona flutt ræðu I Garðakirkju og hefur þvi verið mjög vel tekið af kirkju- gestum. Garðakórinn, undir stjórn Þorvaldar Björnssonar syngur við athöfnina. Að messu lokinni verður kaffisala Kven- félags Garðahrepps að Garða- holti, og skal fólki bent á, að mjög skemmtilegt er að aka um þessar slóðir á vordegi og nema staðar á Garðaholti f leiðinni. IhaKLtn. rafmagnshandfræsari ★ Aflmikill 930 watta mótor ★ 23000 snún/min. ★ Léttur, handhægur ★ Innifalið í verði: ★ Verkfæri ★ Karbíttönn ★ Lönd o.fl. o.fl. ★ Hagstætt verð Leitið upplýsinga um aðrar gerðir Makita rafmagnsverkfæ ra D ÞÓRf SlMI B1500-ÁRMÚLA11 r Arnessýsla Húsbyggjendur, húseigendur. Tökum að okkur nýbyggingar, breytingar og viðgerðir. önnumst efnisútvegun og gerum föst tilboð, ef óskað er. Benedikt Eggertsson og Hrafn Björnsson, Hveragerði, simi 4114. MERKJASALA Slysavarnadeildarinnar Ingólfur SUNNUDAGINN 11. MAÍ 1975 Merkin eru afhent í flestum barnaskólum borgarinnar kl. 10 - 12 — 10% sölulaun Foreldrar! Hvetjið börn yðar til að selja merkin Farið verður í Sundaferð með 50 söluhæstu börnin Akranes — Atvinna Starf launafulltrúa á bæjarskrifstofunni á Akranesi er hér með auglýst laust til um- sóknar. Starfið, sem veitist frá 1. júni n.k., er fólg- ið i undirbúningi gagna vegna útreiknings launa i skýrsluvél. Umsóknir, er greini frá aldri menntun og fyrri störfum,berist undirrituðum fyrir 15. mai n.k. Akranesi 29. april 1975 Bæjarritarinn á Akranesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.