Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. mai 1975.
TÍMINN
BliiH 'B i'ii
Iw B'IBH i IIIHI,
Trúmálagrein Heimis Steins-
sonar, skólameistara i Skál-
holti, sem birtist i Kirkjuritinu,
virðist ætla að vekja storm,
enda sennilega að þvi stefnt.
Tilbreyting i
vændum.
Eitt bréf um þetta efni hefur
Landfara borizt. VSskrifar:
„Loksins getum við átt von á
tilbreytingu i gráum hversdags-
leikanum. Heimir Steinsson,
rektor i Skálholti, hefur skrifað
svæsna afturhaldsgrein i
Kirkjuritið, þar sem hann eys
skömmum yfir Hafstein Björns-
son og vini hans og kallar Haf-
stein „vanheila persónu”, sem
naumast getur þýtt annað en að
hann telji Hafstein geðbilaðan.
Rektorinn segir um grein sina,
að sér „væri nokkur aufúsa á
þvi, að hún einkum bærist fyrir
augu presta”, og er nú ekki að
efa, að sú stétt manna, sem tek-
ið hefur sér fyrir hendur að
segja fólki að lifa og deyja upp á
hluti, sem þeir sjálfir vita ekk-
ert um, og liggja utan mann-
legrar seilingar, muni risa upp
og svara af engu minni hörku en
til er stofnað af upphafsmannin-
um. Búast má við, að sá leikur
verði ekki óskemmtilegur, þvi
að séra Heimir Steinsson, rekt-
or I Skálholti, lýsir þvi fagnandi
yfir I einu dagblaði landsins I
dag (6. maí), að.,Ekki er það
fyrirfram vitað, hvert okkar riöi
feitustum hesti frá rækilegu
persónuniði I blöðum”. Ójá, biöi
þeir bara við, sem hugsa sér að
gerast svo djarfir að andmæla
stórmenninu!
Nýr Jón Vidalin?
Fyrir rösklega hálfri þriðju
öld var I Skálholti i Biskups-
tungum maður, sem siðan hefur
orðið frægur I íslandssögunni.
Hann hét Jón Vidalin, og var að
visu biskup en ekki rektor. Jón
Vfdalln var svo snjall ræðumað-
ur, að þjóðin hefur lengt nafn
hans og kallað hann „meistara
Jón”i — en stórorður þótti
mörgum hann.
Þrátt fyrir frægð meistara
Jóns, hefur islenzkum kenni-
mönnum ekki tekizt að likjast
honum, þvl að flestar stólræður
þeirra eru með þvi dauðamarki
brenndar, að þær gleymast
jafnskjótt og á þær er hlustað.
Það er þvi i sjálfu sér ekkert
undrunarefni, þótt ungum guðs-
manni detti I hug að skjóta kol-
legum sinum ref fyrir rass og
nota tækifæri, sem þeir hafa
alltaf látið sér úr greipum
ganga, eða hafa ekki komið
auga á: Herma duglega eftir
meístara Jóni og vita, hvort
hann getur ekki orðið likur hon-
um — i einhverju. Ég sé ekkert
á móti þvl að Heimir Steinsson
reyni að stæla Jón Vidalín, þótt
hins vegar liggi i augum uppi,
að sú tilraun hlýtur að mistak-
ast_—af náttúrufræöilegum or-
sökum. Jón Vídalfn bjó nefni-
lega yfir dálitlu, sem hvorki
verður keypt fyrir peninga né
lært I skólum.
Það verður enginn meistari
Jón, aðeins með þvi að eiga
heima I Skálholti og temja sér
fruntalegt oröbragð”.
13
Kappreiðar
Hestamannafélagsins Gusts
verða haldnar að Kjóavöllum
þann 25. mai.
Keppnisgreinar: 250 m skeið, 250
m unghrossahlaup, 300 m tölt,
300 m hlaup, 1500 m brokk. Góð-
hestakeppni i A og B flokki.
Skráning keppnishrossa i simum
4-09-67 Og 4-11-43.
Lokaæfing og skrásetning verð-
ur á Kjóavöllum að kvöldi
þriðjudagsins 20. mai. —
Nefndin.
Trilla til sölu
Ný-uppbyggð 6 tonna trilla með 36 hest-
afla Perkins-vél og öðrum búnaði góðum
til sölu.
Upplýsingar hjá Kristjáni Guðmundssyni
skipasmið i Stykkishólmi og i sima 93-8376
milli kl. 19 og 22.
Prjónakonur —
Kaupum lopapeysur
Peysumóttaka þriðjudaga og fimmtudaga
i verzluninni Þingholtsstræti 2, frá kl. 9-12
og 1-4 og miðvikudaga að Nýbýlavegi 6,
Kópavogi frá kl. 9-12 og 1-4. Simar 1-34-04
og 4-31-51.
Álafoss h/f.
Fjármólastjóri
Starf f jármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar-
fjarðar er laust til umsóknar.
Laun samkvæmt 28. launaflokki.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 12.
mai n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nán-
ari upplýsingar um starfið.
Rafveita Hafnarfjarðar.
FLESTAR STÆRÐIR
HJÓLBARÐA
Vörubila-
Fólksbila-
Vinnuvéla-
Jeppa-
Traktorsdekk
Vörubiladekk á
Tollvörugeymsluverði
gegn staðgreiðslu
ALHLIÐA HJÓLBAROAÞJONUSTA
OPIÐ 8 til 7
HJOLBARDAR HÖFÐATUNI 8 Simi 16740
Véladeild Sambandsins Simi 38900
Bændur
Unglingspiltur, 16 ára,
vanur sveitastörf um,
óskar eftir starfi sem
vinnumaður á sveita-
heimili.
Upplýsingar í síma 3-
74-59.
Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins
óskar eftir að ráða mann i einn mánuð,
sem vanur er fjárgeymslu.
Upplýsingar gefur ólafur Guðmundsson,
Simi 8-22-30.
Leigu-
bílstjórar
Chevrolet
Nova
Til afgreiöslu strax á hagstæöu
veröi. Sýningarbíll í salnum.
Verd: Kr. 1.080.000,
beinskiptur með vökvastýri og
aflhemlum.
Kr. 1.143.000, sjálfskiptur meó
vökvastýri, aflhemlum og
lituöum rúöum.
Leitiö upplýsinga hjá sölumönnum.
EINKAUMBOD 0
FYRIR
GENERAL MOTORS
Á iSLANDI
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA
$ Véladeild
ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900