Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Laugardagur 10. mai 1975.
Tíunda hver króna
fengin að láni er-
lendis eða tekin af
gjaldeyrisforðanum
— útlánaaukning verður að minnka um helming,
sagði Seðlabankastjóri á ársfundi bankans
— vá fyrir dyrum, ef þjóðarútgjöldin lækka ekki
BH— Reykjavik. — „A siðast-
liðnu ári varð viðskiptahallinn
nálægt 12% af þjóðarframleiðsl-
unni, en það þýddi I raun og
veru, að um tiunda hver króna,
sem íslendingar ráðstöfuðu á
árinu, var annað hvort fengin að
láni erlendis eða tekin af gjald-
eyrisforða, sem safnað hafði
veriðá mörgum undangengnum
árum," sagði Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri, formaður
bankastjórnar Seðlabankans i
ræðu sinni á ársfundi Seðla-
bankans, sem haldinn var i gær.
Siðar I ræðunni sagði
hann m.a.: ,,Við biasir ekki að-
eins það verkefni að tryggja
lækkun þjóðarútgjalda á þessu
ári um nálægt 8% heldur má
jafnframt búast við þvf, að
sáralitið svigrúm verði til
aukningar raunverulegrar
neyzlu og fjárfestingar næstu 2-
3 árin á eftir. Og þessi kaleikur
verður ekki frá okkur tekinn
með frekari rýrnun gjaldeyris-
stöðunnar eða aukinni skulda-
söfnun erlendis, þvi að I þeim
efnum hefur þegar verið teflt á
tæpasta vað. Takist ekki að
halda útgjöldum þjóðarinnar
innan þeirra marka, sem hér
hefur verið lýst, er vá fyrir dyr-
um.”
t upphafi ræðu sinnar gerði
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, grein fyrir efnahagsþró-
uninni á siðastliðnu ári, I itar-
legu máli, hversu þröng staða
þjóðarbúsins væri orðin og
hversu torsótt Ieiðin til aftur-
bata kynni að reynast á næst-
unni.”
Siðan sagði Jóhannes Nordal:
„Samkvæmt þeim þjóðhags-
spám er legið hafa til grund-
vallar ákvörðunum um efna-
hagsráðstafanir, frá þvi aö
gengisbreytingin var gerð I
febrilar slðastiiðnum, er gert
ráð fyrir þvi, að rauntekjur
þjóðarinnar á þessu ári veröi
allt að 6% minni en á árinu 1974,
sem jafngildir yfir 7% minnkun
ráöstöfunartekna á mann.
Meginhluti þessarar lækkunar
þjóðartekna stafar af um 15%
rýrnun viðskiptakjara miðað
viö meðaltal ársins 1974. Þessi
viðskiptakjararýrnun er að
mestu leyti þegar fram komin,
og því miður er ekkert útlit fyrir
það, að útkoman verði hagstæð-
ari að þessu leyti, enda er verð-
lag á íslenzkum útflutningsaf-
urðum enn mjög veikt, og
ennþá er mikil óvissa um verð
og söluhorfur. Verðlag sumra
afurða t.d. lýsis, hefur farið
lækkandi, og er vafasamt, hvort
tekst að halda þvi verði á ýms-
um öðrum vörutegundum, sem
vonir stóðu til i upphafi ársins.
Aflabrögð á vetrarvertið, eink-
um I aprílmánuði, auka ekki
heldur á bjartsýni um útkomu
ársins.
Ekki er síður erfitt að meta,
hver framvindan muni verða I
efnahagsmálum umheimsins,
og hvaða áhrif hún muni hafa á
þjóðarbúskap Islendinga.
Ennþá eru engin örugg merki
farin að koma fram um það, að
komið sé til botns I þeim efna-
hagssamdrætti, er hófst á siðari
hluta ársins 1973, og er orðinn
hinn langalvarlegasti, siðan siö-
ari heimsstyrjöldinni lauk.
Afkoma atvinnufyrirtækja hef-
ur yfirleitt verið erfið I iönaðar-
rikjunum að undanförnu, ný
fjárfesting farið ört minnkandi,
en jafnframt hefur greiöslu-
staða margra rikja stórversnað
vegna olluveröhækkana.
Astæða er til þess að óttast, að
allt þetta verði til þess, aö erfitt
reynist að snúa efnahagsþróun-
inni aftur inn á braut vaxandi
framleiðslu og eftirspurnar, auk
þess sem liklegt er, að batinn
verði hægur, a.m.k. fyrsta árið.
Fari svo, er ekki viö þvi búist,
að Islendingar fái teljandi
búhnykk á næstu tveimur árum
eöa svo vegna bættra ytri skil-
yrða.
Við þessar tvisýnu horfur um
þróun þjóðartekna, næstu árin
bætist svo hin erfiða staða
þjóöarbúsins út á viö. A siðast-
liðnu ári varð viðskiptahallinn
nálægt 12% af þjóðarframleiösl-
unni, en það þýddi i raun og
veru, að um tiunda hver króna,
sem tslendingar ráöstöfuðu á
árinu, var annað hvort fengin að
láni erlendis eða tekin af gjald-
eyrisforða, sem safnað hafði
veriðá mörgum undangengnum
árum. Ég er viss um, að allir,
sem reyna að gera sér grein
fyrir stöðu þessara mála af
raunsæi, muni fljótlega sjá, að
slikan viðskiptahalla þola
tslendingar ekki tvö ár i röð, ef
þeir vilja halda trausti sinu út á
viö og efnahagslegu sjálfstæði.
Þvert á móti er óhjákvæmilegt
að viðskiptahallinn fari ört
lækkandi á allra næstu árum,
þannig að greiðslubyrði við út-
lönd haldist innan viðráöan-
legra marka, en allt bendir nú
til þess, að greiðslubyrðin verði
komin upp I nálægt 20% af
gjaldeyristekjum að þremur ár-
um liðnum. Til þess að forðast
enn meiri aukningu skulda-
byröarinnar og leyfa nokkra bót
á hinni veiku gjaldeyrisstöðu,
virðist mér óhjákvæmilegt að
setja það markmið, að
viðskiptahallinn verði lækkaður
i áföngum á þessu og næstu
þremur árum, þannig að hann
verði horfinn með öllu á árinu
1978.
En hver eru þá skilyrði þess,
aö þessu markmiði verði náð, og
hvaða hagstjórnartækjum þarf
að beita I þvi skyni?
Sú efnahagsstefna sem fylgt
hefur verið undanfarna mánuði,
hefur það að leiðarljósi að draga
úr greiðsluhalla við útlönd og
tryggja viðunandi afkomu út-
flutningsatvinnuveganna, án
þess að svo snöggur samdráttur
verði I innlendri eftirspum, aö
verulega drægi úr atvinnu, eins
og átt hefur sér stað i flestum
iðnaöarlöndum. Hin hægfara
aðlögun aö gjörbreyttri efna-
hagsstööu þjóöarinnar, sem i
þessari stefnu felst, er tvimæla-
laust frá félagslegu sjónarmiði
sársaukaminnsta leiðin til þess
aö ná framangreindum mark-
miðum. 1 hinni þröngu stöðu
þjóðarbúsins er hún hins vegar
vandrötuð, þar sem samtimis
þarf að gæta þess, að stilla sam-
dráttaraðgerðum og skeröingu
kaupmáttar i'hóf, en tryggja þó
örugglega þann árangur i bætt-
um greiðslujöfnuði, sem að er
stefnt. Til þess að slik stefna
takist er þörf bæði varfærni og
festu I stjórn allra þátta efna-
hagsmála.
Hvergi reynir þó meira á I
þvi efni en i meðferð launa og
kjaramála. Akvarðanir i
gengismálum að undanförnu
hafa miöast við það að ganga
ekki feti lengra en brýnasta
nauðsyn krafðist til styrktar at-
vinnuvegunum og greiðslustöð-
unni út á við, svo að launþegar
gætu frekar sætt sig við þá
kjaraskerðingu sem óumflýjan-
leg hefur verið. Verði þessum
aðgerðum svarað með hóflegri
og raunsærri tekjustefnu af
hálfu launþega og annarra
hagsmunasamtaka, eru veru-
legar vonir til þess að unnt verði
að tryggja allt i senn, batnandi
viðskiptajöfnuð, minnkandi
verðbólgu og viðunandi at-
vinnuástand. Óraunhæfar
kauphækkanir mundu hins veg-
ar við núverandi efnahagsað-
stæöur eingöngu fjarlægja okk-
ur þessum markmiðum, kalla á
nýja verðbólguöldu eða kippa
fótum undan afkomu atvinnu-
veganna og þá um leið þvi at-
vinnuöryggi, sem allir vilja að
stefna. Hvort tveggja mundi
koma harðast niður á launþeg-
um sjálfum og þá sérstaklega
láglaunafólki.
Skynsamlegir samningar i
launamálum munu þó aldrei ná
tilgangi sinum, nema stefnan i
fjármálum opinberra aðila og
peningamálum stefni að sama
marki, en á siðasta ári tókst
ekki að beita þvi aðhaldi, sem
nauðsynlegt var i þessum efn-
um, eins og þegar hefur verið
rakið. Er þvi þeim mun meiri
nauðsyn að úr verði bætt á þessu
ári. Hvernig til tekst mun ekki
sizt velta á fjármálastjórn rikis-
ins.
Langt er nú síðan hagfræðing-
ar urðu sammála um það, að
sveigjanleg fjármálastjórn
rikisinsværi eitt öflugasta tækið
til sveiflujöfnunar i þjóðar-
búskapnum. Stefna ætti að
greiðsluáfgangi á þenslutimum,
en losa um að nýju, þegar hætt
væri við, að framleiðsluþættirn-
ir væru vannýttir. Þvi miöur
hefur þessi kenning of litlu ráðið
um fjármálastjórn á Islandi til
þessa. Dæmi um það er hinn
mikli halli rikissjóðs og opin-
berra aðila bæði á árinu 1974 og
1973, þótt þetta væru einhver
mestu þensluár.sem um getur i
þjóðarbúskap okkar. Atti þessi
þróun opinbera búskaparins
mikinn þátt i þvi að magna hér
verðbólgu og veikja stöðu
þjóðarbúsins út á við. Eitt frum-
skilyrði þess, að unnt reynist að
ná tökum á þeim vandamálum,
er að þolanlegur jöfnuður náist i
fjármálum rikisins á þessu ári.
Svigrúm Seðlabankans til þess
að fjármagna frekari greiðslu-
halla rikissjóös er á þrotum
vegna hinnar veiku stöðu út á
við. Takist ekki með þeim
niðurskurði rikisútgjalda, sem
nú er fyrirhugaður, að stöðva
áframhaldandi skuldasöfnun
rikisjóðs við Seðlabankann, get-
ur stjórn bankans staðið
frammi fyrir þeim öarlaga-
þrungna vanda að geta ekki
veitt ríkissjóði frekari fyrir-
greiðslu, nema með þvi aö
draga úr endurkaupum afurða-
lána og annarri fyrirgreiðslu
bankans við atvinnuvegina.
Sama nauðsyn er einnig á
ströngu aðhaldi I útlánum bank-
anna á þessu ári, en útlána-
aukning þeirra átti, eins og áður
er takið, einnig stóran þátt i
eftispurnarþenslu undanfarinna
tveggja ára. Þrátt fyrir stór-
versnandi lausafjárstööu' bank-
Frh. á bls. 15
Rúmlega 400 starfsmenn í
Sigöldu leggja niður vinnu
Ágústsson
r
I
Norræna
húsinu
Hörður Agústsson.
JG—Rvik. — Hörður Agústsson,
listmálari hefur opnaö málverka-
sýningu I Norræna húsinu. Þar
sýnir Hörður 67 myndir, sem unn-
ar eru meö ýmsum efnum, vatns-
litamyndir, oliumálverk og túss-
myndir.
Hörður hélt sina fyrstu sýningu
árið 1949 I Parisarborg, en sýndi
siðar á sama án i Listamanna-
skálanum við Austurvöll, sem þá
var athvarf meiri háttar sýninga i
höfuðborginni.
Sýning Harðar verður opin 8.-
18. mai. 1 vandaðri sýningarskrá
segir Ólafur Jóhann Sigurðsson
m.a. á þessa leið i dálitilli ritgerð
um málarann:
,,Ég er ekki einn um það, að
hafa fyrir löngu skipað honum á
bekk með menntuðustu og grand-
vörustu listamönnum okkar. Þess
vegna fagna ég hverri sýningu
hans sem menningarviðburði og
andlegum drýgindum”.
eftir á Karde-
mommubænum
Sýningum fer nú að fækka á
barnaleikritinu vinsæla,
Kardemommubænum, sem sýnt
hefur verið 55 sinnum i Þjóðleik-
húsinu I vetur. Það hefur helzt
boriö til tiðinda i þeim fræga bæ,
að nýr leikari hefur brugðið sér I
gervi ræningjans Jónatans:
Guðjón Ingi Sigurðsson hefur
tekið við hlutverkinu af Þórhalli
Sigurðssyni, sem dvelst erlendis.
Ekkert lát virðist vera á aðsókn
að leikritinu og hafa yfir 30
þúsund manns séð hana i vetur.
Næsta sýning er á sunnudag kl.
15. Myndin er af Soffiu frænku
(Guðrúnu Stephensen) og Bastian
bæjarfógeta (Arna Tryggvasyni).
gébé-Rvik. Klukkan eitt á hádegi
á fimmtudag, lögðu á fimmta
hundraö starfsmenn við Sigöldu-
virkjun niður vinnu.
— Þetta er lengi búiö aö búa um
sig I mönnum, sagði Siguröur
Óskarsson starfsmaður verka-
lýðsfélaganna i Rangárvalla-
sýslu, Júgósla vnesku verk-
takarnir hafa staöiö illa viö gerða
samninga og margsinnis brotið
þá. Meöal starfsmannanna, sem
lögöu niöur vinnu, eru rösklega
hundrað júgósla vneskir iön-
verkamenn.
|
Aðalágreiningsefniö er I fyrsta
lagi það, að júgóslavnesku verk-
takarnir Energoprojekt, vilja
ekki greiða áhættuþóknun, né
tvöfalda slysatryggingu, þeim
starfsmönnum, sem vinna á
hættusvæðum við virkjunina. Þá
er ágreiningur um tvo daga er
ekki var hægt aö vinna vegna
veöurs.
í þriðja lagi, hefur vinnu-
flokkur, sem unnið hefur við járn-
bindingar, ekki fengið þau verk-
efni, sem þeim hefur verið lofað'
og nokkrir Júgóslavar, sem ekki
höfðu atvinnuleyfi, látnir i þau
verk i staðinn. Siöan eru ýmis
minni mál, sem lengi hafa verið
ágreiningsefni milli starfsmanna
og verktakanna.
A föstudag kl. 5, hófst fundur
með fulltrúum verkalýðsfélaga
Landssambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins til að reyna að
koma á sættum. Starfsmenn voru
margir að tinast i bæinn til
Reykjavikur á föstudag, en
margir aðrir biðu þar átekta
tiðinda. Verkfallsverðir eru á
vinnusvæðinu og gæta þess að
vinnustöðvunarbannið verði
haldið.
Um hádegisbilið á fimmtudag
var veriö að sprengja á vinnu-
svæðinu við Sigöldu, en þar er
venjulegasprengt i matartiman-
um, þegar fáir menn eru á ferli.
Varð þá það óhapp að stærðar
grjóthnuliungur féll gegnum þak
á timburskúr og skemmdi hann
nokkuð. Starfsmaður við Sigöldu
sagði i gær, að alltaf væru
geröar miklar varúðar-
ráðstafanir áður en sprengt væri
á svæðinu, séö um að enginn
nálgast sprengistað, hljóðmerki
gefið, og þeir sem ynnu að
sprengingunni væru i góðu skjóli.
Svo vareinnig i þetta skipti, og
var þvi enginn i neinni hættu
þegar sprengingin varð, þót að
timburskúrinn yrði fyrir
skemmdum.