Tíminn - 10.05.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. mal 1975.
TÍMINN
11
HernámsliOiö lagöi Þjóöleikhúsiö, sem þá var ófullgert.undir sig.
UM ÖTTULEYTIÐ aðfaranótt
10. maimánaðar árið 1940
heyrðist gnýr i lofti yfir Reykja-
vik. Ékki leyndi sér, að þar fóru
flugvélar. Mörgum, sem þessa
uröu áskynja, varð hverft við,
þvi að ekki var á þeim árum von
Islenzkra flugvéla á sveimi um
þetta leyti sólarhrings.
Litlu slðar ösluðu stórdrekar,
spiiandi þykkum reykjar'mekki,
inn flóann og stefndu á Reykja-
vikurhöfn. Ekki leyndi sér, að
þar voru herskip á ferð. Þessi
skip vörpuðu akkerum á ytri
höfninni. Menn, sem á ferli voru
I bænum I morgunskimunni,
störðu agndofa á þessi skip.
Að skammri stundu liðinni
kom tundurspillir, hlaðinn her-
mönnum, inn á innri höfnina og
lagöist aðbryggju. útlendur her
var kominn til þess að hernema
landið — brezkur her. Togarar,
sem inni lágu, voru teknir tií
mannflutninga úr herskipunum,
og brátt var hafnarbakkinn I
Reykjavik morandi af her-
mönnum i móleitum einkennis-
búningum. Þeir hlóðu þar
ókennilegu farteski sinu I
hrauka og spigsporuðu fram og
aftur með byssur um öxl.
Sveit manna hélt rakleitt
suður i Túngötu að þýzka sendi-
ráðinu til þess að handtaka Ger-
lach, sendiherra nasista á ís-
landi, er þegar hafði haft njósn-
ir af þvi, hvað i aðsigi var, og
brennt mikið safn leyndar-
skjala. Aörir dreifðust um bæ-
inn til þess að handtaka Þjóð-
verja, er þar dvöldust. Þar á
meðal var áhöfn þýzks skips,
Bahia Blanca, sem bjargað
hafði verið úti fyrir Vestfjörðum
fyrr á árinu, og höfðust flestir
við I Hótel Heklu við Lækjartorg
og gistihúsi hjálpræðishersins.
Enn ein sveitin hertók Land-
simahúsið, þar sem hvort
tveggja var, bækistöð rikisút-
varpsins og miðstöð alls sima-
sambands i landinu.
Jafnskjótt og bilum hafði
, verið komið á land, fóru enn
aðrir flokkar út fyrir bæinn og
lokuðu vegum, sem lágu út úr
honum, og nokkrir menn voru
settir á vörð við loftskeyta-
stöðvarnar og útvarpsstöðina á
Vatnsendahæð.
Úti um land vissi fólk lengi vel
óglöggt, hvarð gerzt hafði. Þeg-
w \ 1 y
Hernám Islands
irum
'•Ji
Brezki herinn á hafnarbakkanum í Reykjavík 10. maí 1940
ar reynt var að ná sambandi við
Reykjavfk frá landsimastöðv-
um þar, var svarað á ensku og
litt látið uppi, hvað i hafði skor-
izt.
Það var ekki fyrr en kvöldút-
varp hófst óg alvöruþrungin,
karlmannleg rödd Hermanns
Jónassonar forsætisráðherra
barst að eyrum alþjóðar, að all-
irfengu að vita, að Bretar höfðu
hernumið landið um nóttina.
Rikisstjórnin mótmælti her-
náminu við sendiherra Breta á
íslandi, þegar um morguninn.
En nær samtimis hófu brezku
hermennirnir að reisa tjöld sin,
bæði i nágrenni bæjarins og
hvar þar innan bæjar, er þeir
fundu auðan blett. Hús voru
einnig tekin til búsetu handa
hernámsliðinu, þar á meðal
þjóðleikhúsið og menntaskólinn
Fyrstu hermennirnir voru ferjaöir á Isienzkum fiskibátum
af herflutningaskipum, sem lögðust viö ankeri á ytri höfninni,
til lands.
við Lækjargötu. Jafnframt var
byrjaö að dreifa herliði um
landið, fyrst á ýmsa staði i ná-
grenninu.
1 Reykjavik var dreift flug-
miða, þar sem Bretar gerðu
grein fyrir atferli sinu á furðu-
legu hrognamáli, er þeir hafa
talið vera Islenzku. Var þessum
miðum meðal annars varpað
niður úr flugvél.
Koma brezka hersins varð
undanfari mikils umróts. Mið-
um var viða lokað með tundur-
duflum, slökkt á vitum og bann-
að að útvarpa veðurfregnum.
Hömlur voru settar á blöð og út-
varp, og skipin urðu að sigla
myrkvuð um höfin. Aður en árið
var á enda, hafði þýzk sprengju-
flugvél gert árás á fyrsta is-
lenzka togarann, Arinbjörn
hersi.með þeim afleiðingum, að
sex menn fórust. Slikar árásir á
fiskiskip, fiskflutningaskip,
millilandaskip og strandferða-
skip urðu margar áður en lauk
og manntjón Islendinga af þeim
sökum hlutfallslega ekki minna
en sumra þeirra þjóða, sem
börðust á vigvelli. I septem-
bermánuði 1942 var sprengjum
meira að segja varpað á Seyðis-
fjörð, og slösuðust þar fjórir
drengir, er voru að leik skammt
frá þeim stað, er sprengjurnar
lentu á.
Sandpokaskýli, sem voru
hugsuð sem loftvarnabyrgi,
voru hlaðin I bæjum, einkum I
Reykjavik, og loftvarnaflautum
komið upp með tilheyrandi æf-
ingum, en annars staðar voru
lltilfj örlegir kjallarar ætlaðir
fólki til þess að flýja i, ef i harð-
bakkann slægi.
Allt þjóðfélagið komst á ann-
an endann. Menn gengu úr skip-
rúmi og frá búum til þess ab
komast I setuliðsvinnu, sem
aöallega var i Reykjavik, eftir
að flugvallargerð hófst i Vatns-
mýrinni, og hvers konar sölu-
krár þutu upp. Sá hugsunarhátt-
ur að græða nú á Bretanum
breiddist út eins og farsótt.
Nasistarnir, sem áður höfðu
fariö i fylkingum um götur
Reykjavikur i einkennisskyrt-
um og með leðurólar um öxl,
hurfu eins og hendi væri veifað.
Margs konar hömlur voru
settar á umferð, og árekstrar af
ýmsu tagi urðu. Heryfirvöldin
tóku sér það vald að handtaka,
kveða upp dóma yfir Islenzkum
mönnum og flytja þá úr landi,
þar á meðal islenzka alþingis-
menn, og banna útgáfu blaða.
Rauði krossinn brezki, sem
fylgdi hernum, var notaður til
þess að smala unglingsstúlkum
á hermannasamkomur, og her-
stjórnin brást hin versta við,
þegar islenzk yfirvöld vildu
reyna að stemma stigu við
þessu athæfi.
Seinna bættist svo við banda-
riskt setulið, og enn jókst rösk-
unin i þjóðfélaginu, er gerð
Keflavikurflugvallar hófst, og i
kjölfar þess byggingar þar
syðra. Enn er sú saga er af
þessu spratt ekki öll, þvi að enn
er útlent herlið i landinu, þótt
hálfur fjórði áratugur sé siðan
fyrstu hersveitir Bandamanna
stigu hér á land.
Válegir atburðir gerðust hér á
styrjaldarárunum. Þó nokkrum
sinnum kom það fyrir, að her-
mennirnir skutu hér fólk, þar á
meðal eitt barn viö Hallveigar-
stlg á hvitasunnumorgni. Menn,
sem voru I þjónustu Þjóðverja,
eða aðeins grunaðir um það,
fengu á beiskju að kenna, og
einn maður beið bana við yfir-
heyrslur, sem gruna má af
hverju tagi hafi verið, og haföi
þó ekki annað til saka unnið en
bjarga lifi sinu og skipshafnar
sinnar við örðuga aðstöðu i öðru
landi.
Mörg byggðarlög landsins
guldu mikið afhroð á þessum
árum, er fólkið streymdi burt i
setuliðsvinnuna, þar sem hún
var mest, og ekki sneri nema
nokkur hluti þess heim aftur.
Mikill fjöldi ungra stúlkna fór úr
landi vegna kynna sinna við
hermennina, og ekki nema litill
hluti þeirra kom aftur. Vinnu-
siðferði stórhrakaði, þvi að ekki
var setuliðsvinnan sótt af kappi
og áhuga. Aftur á móti grædd-
um við mikla peninga, sem ekki
urðu að visu að sama skapi fast-
ir I pyngju, og áreiðanlega hafa
þessir atburðir hraðað tækni-
væðingu I landinu.
tslenzki hesturinn ber sig vel undir borðalögðum liðsforingja.
Braggahverfi risu og landið breytti um svip.