Tíminn - 23.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 23. mai 1975 Á aðalfundi Eimskipafélags Is- lands f gær var skýrt frá þvi að hagnaður af rekstri félagsins á sl. ári nam kr. 21.518.199.00. Hafði þá verið afskrifað af eignum félgsins kr. 359.214.307.00 Hagnaður af rekstri eigin skipa félagsins, 21 að tölu, varð árið 1974 kr. 729.387.061.00. Hagnaður af rekstri leiguskipa nam kr. 4.146.458.00 og þóknun fyrir af- greiðslu erlendra skipa o. fl. nam kr. 2.569.265.00. Halli á rekstri vöruafgreiðslu nam kr. 1.356.572.00. Eru fyrningar á eign- um vöruafgreiðslunnar kr 32.893.519.00 þá ekki reiknaðar. Efnahagsreikningar félagsins Samkvæmt efnahagsreikningi Aðalfundur Eimskipafélagsins 325 FERÐIR MILLI ÍSLANDS OG ÚTLANDA námu eignir félagsins í árslok 1974 kr. 3.531.795.543.00 en skuldir að meðtöldu hlutafé kr. 3.273.086.841.00. Bókfærðar eignir umfram skuldir námu þannig i árslok 1974 kr. 258.708.702.00. Skip félagsins, 19 að tölu, eru i árslok 1974 bókfærð á kr. 1.745.349.626.00 og fasteignir bókfærðar á kr. 537.302.818.00. Hlutafé fél. var i árslok 1974 kr. 194.310.250.00, þar af á Eimskipafélagið kr. 17.817.000,00 Siglingar skipanna og vöruflutningar. Árið 1974 voru alls 46 skip i för- um á vegum félagsins og fóru 325 ferðir á milli tslands og útlanda. Eigin skip félagsins, 21 að tölu, Skipastóll E i m s k i p a - félagsins telur 21 skip , samtals 34.587 brúttó tonn. Elzta skipið i flotanum er Lagarfoss, smiðaður 1949. ..IU.TOS, SELFOSS S»|SÍ Asfed I-SCARFOSS MANAFOSS ---- / , . L BAKKAFOSS URRIÐAFOSS GRUNDARFOSS TUNGUFOSS fóru 251 ferð millilanda.og er það 30 ferðum fleira en árið áður, en leiguskip, 25 að tölu, fóru 74 ferðir, og er það 3 ferðum fleira en árið áður, en leiguskip, 25 að tölu, fóru 74 ferðir, og er það 3 ferðum fleira en árið áður. Skip félagsins sigldu 782 þúsund sjómilur á árinu 1974, þar af 729 þúsund sjómilurmilli landa, en 53 þúsund sjómllur milli hafna innanlands. Alls komu skip félagsins og leiguskip þess 733 sinnum á 83 hafnir i' 18 löndum, og 703 sinnum á 44 hafnir úti á landi. t erlendum höfnum hafa viðkomur oröið flestar i Rotterdam, 74 talsins, i Kaupmannahöfn 69, Felixstowe 64, Hamborg 59, Gautaborg 47, Antwerpen 39, Norfolk 29 og i Kristiansand 26 viðkomur. Haldið var uppi reglubundnum vikuleg- um hraðferðum milli Reykja- vikur og Felixstowe, Gauta- borgar, Hamborgar. Kaupmannahafnar og Rotter- dam. Einnig voru reglubundnar ferðir á 10 daga til hálfsmánaðar fresti milli Reykjavikur og Ant- werpen, og milli Reykjavikur og Norfolk I Bandarikjunum. Reglu- bundnar ferðir voru að jafnaði hálfsmánaðarlega á milli Reykjavikur og Weston Point, Kristiansand og Helsingborgar. — Á innlendum höfnum utan Reykjavikur komu skipin oftast til Akureyrar, 64 sinnum, til Hafnarfjarðar 58 sinnum, Isa- fjarðar 53 sinnum, Straumsvikur 51 sinni, Vestmannaeyja 47 sinn- um, Keflavikur 47 sinnum og Akraness 32 sinnum. Árið 1974 voru vöruflutningar með skipum félagsins og leigu- skipum samtals 540 þúsund tonn. Arið 1973 voru flutningar 521‘ þúsund tonn. Farþegaflutningar Farþegar með vöruflutninga- skipum félagsins á milli landa voru árið 1974 samtals 930. Er það þremur farþegum færra en árið 1973. 1 skýrslu félagsstjórnar 1973 var gerð itarleg grein fyrir þvi hvers vegna félagið taldi ekki fært að ráðast i smiði nýs far- þegaskips I stað m.s. Gullfoss, þegar hann var seldur úr landi. Eimskipafélagið hefur tekið að sér umboð fyrir færeysku far- þega- og bilaferjuna m.s. „Smyrill”. Færeyska land- stjórnin keypti ferjuna nýlega til þess að halda uppi ferðum milli eyja I Færeyjum, en ferjan verður i förum i tvo mánuði i sumar milli Færeyja, Bergen, Shetlandseyja og Seyðisfjarðar. Á aðalfundinum áttu nokkrir menn að ganga úr stjórninni, en þeir voru allir endurkjörnir. Samþykkt var að greiða 12% arð til hluthafa. Þá var samykkt tillaga frá stjórn félagsins um að taka frá 10 millj. kr. af óseldu hlutafé i þeim tilgangi að fjölga hluthöfum. En hverjum einstaklingi verður ekki selt meira en fyrir 20 þús. kr. af þeim bréfum. Allt að 354% hækkun byggingakostnaðarins á síðustu fimm drum íslandsmótið í bridge: Glæsilegur sigur í sveitakeppni gébé-Reykjavík. — Islandsmóti I sveitakeppni I bridge er nýlokið og sigraði þar glæsilega sveit Jóns Hjaltasonar, töpuðu þeir að- eins einum leik en unnu sex. t sigursveitinni eru, auk Jóns, Jón Ásbjörnsson, Karl Sigurhjartar- son, Guðmundur Pétursson og Sigtryggur Sigurösson. Hlaut sveit Jóns Hjaltasonar 114 stig, en sveit Hjalta Elias- sonar, sem var eina sveitin sem sveit Jóns tapaði fyrir, var önnur með 107 stig. 1 næstu sætum urðu þessar sveitir: Sveit Þóris Sigurössonar með 94 stig, sveit Þórarins Sigþórssonar með 80, sveit Helga Sigurðssonar með 54, Boga Sigurbjörnssonar meö 47, Þórðar Ellassonar með 29 og sveit Braga Jónssonar með 23 stig. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensen en um mótstjórn sáu Ragnar Björnsson og Tryggvi Gíslason. Um mánaðamótin fer fram Is- landsmót I tvimenningskeppni og er þvi móti lýkur, verða verðlaun afhent bæði fyrir sveitarkeppnina og tvimenningskeppnina. gébé-Rvik. — Hækkun ýmissa þátta byggingakostnaðar hefur verið geysileg á síðustu árum. A timabilinu 1. okt. 1969 til 1. marz 1975 hefur efni og vinna hækkað allt að 354%. Þetta og fleira kom fram á aðalfundi Meistarasam- bands byggingamana, sem haidinn var nýiega. Á þvi timabili, sem áður er nefnt, hefur timbur hækkað um 354%, sement og steypa um 253%, verkamannavinna um 327%, og heildarhækkun á rúmmetra i visi- töluhúsunum er 256% hækkun. Fram kom, að hús i fokheldu ástandi væri aðeins um 27-29% af heildarverði hússins. A aðalfundinum kom fram, að talsverður uggur er i mönnum vegna þess sairidráttar, sem sýnilegur er i byggingariðnaði vegna skorts á byggingalóðum og fjármagnsskorts almennt. Þá voru samþykktar ýmsar ályktanir t.d. um iðnfræðslumál, verðlagsmál, atvinnumál, staðgreiðslu og fleira. Gunnar B. Björnsson var einróma endurkjörir.n formaður sambandsins, en ásamt honum eiga sæti I stjórn 1. fulitrúi frá sem nú eru fjdrtán að tölu á öllu hverri félagsdeild sambandsins, landinu. Ræddu Snorra BH-Reykjavlk. H.araldur Steinþórsson, starfsmaöur BSRB, hafði samband við blaðið I gær vegna frétta I blaðinu I fyrradag, þar sem fjallað var um þau um- mæli forsvarsmanna BSRB, að leitað hefði verið eftir samstööu við ASI um visitölumálin. Upplýsti Haraldur, að rætt hefði verið — munnlega — við Snorra Jónsson, varaforseta ASl, i við veikindaforföllum Björn Jóns- sonar. — Svar ASÍ barst frá Snorra Jónssyni, á þá leið, að ekki væri að svo stöddu grundvöllur fyrir viðræður, þar sem stefna Alþýðusambandsins væri ekki enn fullmötuð, sagði Haraldur Steinþórsson. Samningur til að komast hjó tvísköttun Samningur milli Islands og Luxemborgar til þess að komast hjá tvisköttun á tekjur og eignir loftleiðafyrirtækja var undir- ritaður I Luxemborg hinn 29. april s.l. Samninginn undirrituðu þeir Henrik Sv. Björnsson, sendi- herra, af hálfu Islands og Gaston Thorn, forsætis- og utanrikis- ráðherra af hálfu Luxemborgar. Gildistaka samningsins er háð fullgildingu, en ákvæði hans munu taka til skattlagningar eigna og tekna eftir 1. janúar 1973. Formaður Islensku samninga- nefndarinnar við gerð samningsins var Sigurbjörn Þor- björnsson, rikisskattstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.