Tíminn - 23.05.1975, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 23. maí 1975
Mikilvægt réttinda-
mál láglaunakvenna
Sagt frá ræðu Jóns Skaftasonar alþingismanns í umræðum um
fæðingarorlof kvenna
Hér fer
á eftir nokkuð stytt ræða,
sem Jón Skaftason
alþingismaður, formaður
heilbrigðis- og trygginga-
nefndar neðri deildar,
flutti i umræðum um mál-
ið.
í upphafi ræöu sinnar fagnaöi
Jón þeim viötæka stuöningi, sem
frumvarpiö um fæðingarorlof
hafði hlotið hjá fyrri ræðumönn-
um. Ennfremur sagði hann:
Einasta færa
leiðin nú
„Ég get fyrstur manna viður-
kennt, að vissulega eru nokkrir
gallar, sem finna má við efni
frumvarpsins, og æskilegt hefði
veriö að geta bætt úr. Ég tel það
alveg ástæðulaust, að það liggi i
láginni, að við flutningsmenn
þessa máls leiddum nokkuð hug-
ann að þvi, hvort ekki væri hægt
úr þeim að bæta eftir einhverjum^
færum leiðum. Það var niður-"
staða okkar, að eins og landið lá,
væri þetta einasta færa leiðin til
að ná þessu réttlætismáli fram
nú, og við töldum það svo mikinn
áfanga I réttindabaráttu verka-
kvenna i landinu, að nokkuð væri
á sig leggjandi til þess að ná þeim
áfanga. Og ég vil lýsa þvi sem
minni skoðun, að takist okkur að
fá þetta frumvarp samþykkt á
þessu þingi, þá hafi þar með unn-
izt nokkur áfangi, sem minnzt
verður með þakkiæti i framtið-
inni. Ef það sýnir sig, að þeim
áfanga verði ekki náð á annan
hátt en þann, að mjög minnki um
ráðstöfunarfé Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs, tel ég eölilegt, að
leita úrbóta á þeim vanda At-
vinnuleysistryggingasjóðsins.”
Þá vék Jón að athugasemdum,
sem fram hafa komið við frum-
varpið:
„Magnús Kjartansson talaði
mikið um það i dag, að óeðlileg
vinnubrögð hefðu verið viðhöfð i
sambandi við flutning og rekstur
þessa máls i deildinni og, að mér
skildist lika, i heilbrigðis- og
tryggingarnefnd neðri deildar,
sem ég er formaður fyrir. Þessu
vil ég algerlega neita. Það skal
viðurkennt, að við flutningsmenn
frumvarpsins höfum af eðlilegum
ástæðum, annars vegar þeirri að
við teljum, að hér sé um stórt
réttindamál að ræða, sem æski-
legt er að fá lögfest, og hins vegar
þeirri, að nú liður mjög að lokum
þessa þings, þá höfum við með
hliðsjón af þessu hvoru tveggja
lagt á það nokkra áherzlu að
hraða gangi málsins á þinginu.
M.a. af þeirri ástæðu var meö
fullu samkomulagi i heilbrigðis-
og trygginganefnd, og þar á
meðal samþykki Magnúsar
Kjartanssonar, samþykkt að
setja þeim umsagnaraðilum, sem
frumvarpið fengu til umsagnar,
vikufrest, þannig að um það var
ekki ágreiningur i nefndinni. Þaö
að fyrir hafi legið i nefndinni
þingsályktunartillaga frá Bjarn-
friði Leósdóttur um fæðingarorlof
og fæöingarstyrk, getur á engan
hátt skoðazt sem ástæða til þess
að við flutningsmenn þessa frum-
varps létum undir höfuð leggjast
aö flytja frumvarp um fæðingar-
orlof. Þingsályktunartillagan
fjallaði ekki einasta um fæöingar-
orlof, heldur lika og fæöingar-
styrk og hún gerði ráð fyrir þvi,
að útgjöld vegna þessa greiðslna
yrðu greidd af almannatrygg-
ingakerfinu. Eftir að það hafði
verið skoðað var ljóst, að fyrir þvi
var ekki meiri hluti á Alþingi.
Þegar af þeirri ástæðu verður þvi
að telja eðlilegt, að við flutnings-
menn þessa frumvarps reyndum
að ná þessu takmarki um fæðing-
arorlofið eftir einhverjum öðrum
leiðum, sem færar væru og hugs-
anlegur þingmeirihluti væri fyrir.
Það er af þeirri ástæöu, sem þetta
frumvarp, er gerir ráð fyrir þvi,
að útgjöldin vegna fæðingarorlofs
verði lögð á Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðinn, er flutt. Eftir undir-
tektum i dag að dæma, virðist
vera meiri hluti fyrir að fá þetta
lögfest. Skal ég ekki fjölyröa
meira um þann þátt málsins.
Flestir sigrar laun-
þegasamtakanna
hafa verið
áfangasigrar
Svava Jakobsdóttir gerði áðan
litið úr þvi, að hér væri aðeins um
áfanga að ræða i réttindabaráttu
verkakvenna, þar sem allar kon-
ur i landinu, sem ekki nytu
þriggja mánaða fæðingarorlofs
nú þegar, væru ekki teknar með i
frumvarpið. Ég þarf hvorki aö
skýra fyrir henni né Tómasi
Arnasyni ástæðurnar fyrir þvi, að
á þessu stigi málsins töldum við
ekki eölilegt að ganga lengra eða
gera viðfeðmi frumvarpsins
meira, þ.e. að láta þaö taka til
fleiri kvenna en efni þess gerir
ráð fyrir, þvi að þegar hefur verið
upplýst, hvaða ástæöur liggja þar
að þegar hefur veriö upplýst,
hvaða ástæður liggja þar að baki.
En ég verð að taka undir orð síö-
asta ræðumanns, þvi að ég veit
ekki betur en flestir sigrar laun-
þegasamtakanna i landinu hafi
verið unnir með áfangasigrum.
Þá langar mig til þess að vikja
að nokkrum atriðum i ræðu Eð-
varðs Sigurðssonar, sem ég
hlýddi á með mestu athygli,
vegna þess að ég veit, að hann er
mjög kunnur baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar i landinu bæöi
fyrir þessu máli og öðrum. Þar að
auki hefur hann setið um nokk-
urra ára skeið i stjórn Atvinnu-
leysistryggingasjóðs. Vissulega
ber þvi að hlýða á þau orð, sem
maður i hans stöðu og með hans
reynslu hefur fram að færa. «
Ýmsar kvaðir
hafa áður verið á
Atvinnuleysis-
tryggingasjóði
Eðvarð Sigurðsson lagði á þab
megináherzlu og endurtók nokkr-
um sinnum i ræðu sinni, að með
flutningi og samþykki þessa
frumvarps væri um að ræða
grundvallarbreytingu bæði á lög-
um um Atvinnuleysistrygginga-
sjóö og starfsháttum Atvinnu-
leysistryggingasjóösstjórnarinn-
ar. Það kann að virðast fifldirfska
af mér að draga slika staðhæf-
ingu i efa frá stjórnarmeðlimi At-
vinnuleysistryggingasjóðs, en ég
leyfi mér það þó. Ég hef nefnilega
hér i höndunum umsögn stjórnar
Atvinnuleysistryggingasjóðs, þar
sem mér virðist koma fram á
ótviræðan hátt að hér er ekki um
fordæmalausa lagasetningu að
ræða, þvi að i umsögn Atvinnu-
leysistryggingasjóðs stendur
skýrum stöfum:
„Ýmsar kvaðir hafa verið lagð-
ar á sjóðinn með lögum svo sem
greiðsla á eftirlaun aldraðra, sem
áætlaðar eru á þessu ári 113 millj.
kr.”
Ég vil halda þvi fram, að sú
kvöð, sem á sjóðinn yrði lögð með
samþykkt frumvarpsins, sé á all-
an hátt mjög sambærileg við þær
kvaðir, er þessum lögum fylgdu.
Þegar af þeirri ástæðu fæst sú
staðhæfing þingmannsins, sem
hann lagði svo mikla áherzlu á i
ræðu sinni, ekki staðizt.
Þá sagði þingmaðurinn, að sér
fyndist eðlilegt, að fæðingarorlof-
ið tæki til allra kvenna, sem ekki
njóta þess nú fyrir. Hann talaði
um bændakonur og e.t.v. fleiri
konur, sem frumvarpið nær ekki
til. Það er vissulega rétt, að æski-
legt væri, að hægt væri að veita
þeim sambærileg réttindi þegar i
stað. En það, sem gerir það eðli-
Eitt af þeim frum-
vörpum, sem af
greidd voru sem
lög frá Alþingi
undir lok þingsins,
var frumvarpið
um fæðingarorlof
8™ iiil
má segja, að i þeirri kröppu tima-
stöðu, sem við vorum i, hafi nægt
að senda frumvarpið til umsagn-
ar stjórnar Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs i trausti þess, að full-
trúar þessara samtaka i sjóðs-
stjórninni hefðu samband við um-
bjóðendur sina, áður en umsögn
sjóösstjórnarinnar var send
Alþingi.
Þá kem ég að þvi atriði i ræöu
þingmannsins, sem mér fannst
einna eftirtektarverðast. En það
er sú staðhæfing hans, aö með
samþykkt frumvarpsins væru
slikar nýjar kvaðir lagðar á At-
vinnuleysistryggingasjóðinn, að
ráðstöfunarfé hans til annars en
að kaupa skuidabréf ibúðalána-
sjóðsins og greiða eftirlaun til
aldraðra i verkalýðsfélögunum,
yrði nánast að engu. Um þetta at-
riði eru að sjálfsögöu dálitiö erfitt
að fullyrða á þessari stundu. 1
myndinni eru margir drættir,
sem ekki liggja ljóst fyrir. Viö
getum raunar ekki með
nákvæmni sagt, hversu há útgjöld
samþykkt þessa frumvarps hefði
I för með sér. Og við getum heldur
ekki sagt, hvort eðlilegt sé, að
lánum Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs til ýmissa þarflegra fram-
kvæmda sé endilega bezt' fyrir
komið i sama farvegi og verið
hefur til þessa. Þingmaðurinn
minntist á, að m.a. hefði sveitar-
félögum verið lánað mikið fé til
ýmissa þarflegra framkvæmda,
svo og atvinnufyrirtækjum úti á
landi. Vissulega er þessa mikil
þörf og ég vona, að framhald
verði á þrátt fyrir samþykkt
frumvarpsins. En ég vil benda á
þá staðreynd, að Byggðasjóður
hefur nýverið fengið mjög veru-
lega auknar tekjur, þannig að
hann getur væntanlega i framtið-
inni lánað meira til nauðsynlegra
framkvæmda viðs vegar um land
en hann hefur gert til þessa.
Fjárþörf Byggðc-
sjóðs og frystihúsa
landsins fer
minnkandi
Þinginaðurinn minntist einnig
á mikil lán, sem veitt voru frysti-
húsunum til þess að bæta vatns-
veitukerfi þeirra og þar fram eft-
ir götunum. En sannleikurinn er
sá, að undanfarin ár hafa verið
gerðar miklar endurbætur við
frystihúsin i landinu, þannig að
verkefni á þvi sviði fara liklega
eitthvað að minnka. Þvi tel ég
með öllu ósannað nú, að
samþykkt þessa frumvarps
þrengi svo að ráðstöfunarfé At-
vinnuleysistryggingasjóðs, að
hann geti ekki aö mestu leyti
sinnt þeim verkefnum, sem hann
hefur gert til þessa. Það er oft á
tiðum erfitt fyrir okkur þing-
menn, að ákveða, hvaða mál skuli
hafa forgang, þvi að aldrei er
mögulegt að uppfylla óskir allra.
Eðvarð Sigurðsson sagði hér
áðan, að hann myndi við 3. um-
ræðu láta deildarmenn standa
frammi fyrir þvi, hvar og hvað
ætti að skera niður, ef frumvarpið
yrði samþykkt. Ég fyrir mitt leyti
er reiðubúinn til þess að taka af-
stöðu til þess, þegar þar að kem-
ur.” -
1 lok ræðu sinnar sagði Jón
Skaftason:
„Sýni reynslan, að ráðstöfunar-
fé Atvinnuleysistryggingasjóðs
skerðist svo mikið við samþykkt
þessa frumvarps, að i óefni stefni,
þá mun Alþingi 'fremur auka tekj-
ur Atvinnuleysistryggingasjóðs-
ins heldur en kalla aftur þau rétt-
indi, sem fengjust með samþykkt
þessa frumvarps. Og það er aðal-
atriðiö i minum huga. Ég hygg,
að þó að við leyfum nokkrum
reynslutima að liöa frá samþykkt
frumvarpsins, án þess að leggja
Atvinnuleysistryggingasjóðnum
til nýja tekjustofna, séu ekki
hundrað i hættunni, þvi að verði
reynslan sú, sem ég var að lýsa,
þá muni Alþingi bregðast mann-
lega við vandanum.”
legt, að ekki sé lengra fariö eins
og á stendur, er, að við mörg okk-
ar a.m.k., litum þannig á, að At-
vinnuleysistryggingasjóðurinn sé
að mjög verulegu leyti eign
verkalýðsfélaganna i landinu, og
þvi sé eðlilegt, að konur i verka-
lýðsstétt njóti þessara réttinda
fremur en aðrar. Hinu vil ég svo
lýsa yfir, að ég er að sjálfsögðu
mikill áhugamaður um, að aðrar
konur i landinu geti notið hlið-
stæöra réttinda eftir einhverjum
öðrum leiðum.
Þá fann þingmaðurinn einnig
að þvi, að frumvarpiö hefði ekki
verið sent til umsagnar Vinnu-
veitendasambands Islands, þótt
það væri þó aðili að Atvinnuleys-
istryggingasjóðnum. Vel má
vera, að það hefði veriö eðlilegra
hjá okkur i nefndinni aö gera
slikt. En á hitt ber að llta, að i
stjórn Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs situr fulltrúi kosinn af
Vinnuveitendasambandi íslands
og lika fulltrúi, sem kosinn er af
hálfu verkalýðsstéttarinnar. Þvi
Bar fjórum lömbum
KBG-Stykkishólmi.— Tiðar-
far hefur verið kalt um
Breiðafjörð siðustu vikurn-
ar, og litið farið að gróa.
Svartbakurinn er farinn að
verpa, en þess hafa sézt
merki, að egg hans hafa
frosið.
Sauðburður er hafinn i
Stykkishólmi og hefur gengið
vel. Æmarhafa verið óvenju
frjósamar að þessu sinni, þvi
að 11 ær voru þrílembdar, og
þann 16. mai bar ær hjá Ólafi
Torfasyni fjórum lömbum.
stórum og hraustlegum Einn
hrútur og þrjár gimbrar.
Móðirin er grákópótt, 6 vetra
og þrilembingur.