Tíminn - 23.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. mal 1975 ItMlW 3 Dagur hdrsins á sunnudaginn: íslandskeppni í hárgreiðslu og klippingu BH-Reykjavik. — Samband hár- greiöslu- og hárskerameistara gengst fyrir islandskeppni i hár- greiðslu og hárskurði, og verður keppnin háð næstkomandi sunnudag, 25. mai, i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Hefst keppnin kl. 11 fyrir hádegi og lýkur kl. 9 um kvöldið með verðlaunaaf- hendingu. Má segja, að þetta sé undir- búningskeppni að Norðurlanda- keppninni i hárgreiðslu og hár- Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1975” kem- ur nú út i þriðja sinn. 1 honum er að finna upplýsingar um framboð borgarstofnana fyrir þennan ald- ur, en æskulýðsráð, fræðsluskrif- stofa, skólagarðar, vinnuskóli og Iþróttaráð standa að útgáfunni. Eins og áður var bæklingnum dreift I skólum borgarinnar til 10 aldurshópa (6-16 ára) Astæða er til að hvetja foreldra og forráða- menn til þess að kynna sér vel hvaða starfsþætti börn þeirra geta valið um, og hvað þátttaka kostar, en starfið er að veruleeu. leyti greitt af borgarsjóöi. skurði, sem haldin verður i Osló 16. nóvember næsta haust. Tveir stigahæstu keppendurnir úr hvoru fagi fá rétt til þátttöku á Norðurlandakeppninni. 1 hárgreiðslu verða tveir keppnisflokkar, 1. flokkur meistarar og sveinar. Keppnis- greinar eru þrjár, nr. 1 viðhafnargreiðsla, nr. 2 klipping, blástur eða krullað með járnum, nr. 3 daggreiðsla. 1 2. flokki eru nemar og sleppa þeir greiðslu nr. 1 1 hárskurði er 1. flokkur meistara og sveina og eru keppnisgreinar tvær. Nr. 1, form- klipping (skúlptúr) og blásið. Nr. 2, tizkuklipping herra. Kaffiveitingar verða i félags- heimilinu allan daginn. Ennfrem- ur verða tizkusýningar á sama stað um kl. 14, 17 og 20 á vegum Tizkuverzlunarinnar Evu og Sævars Ólasonar klæðskera. Þar munu einnig nokkrir af þekktustu snyrtivöruinnflytjendum landsins kynna vörur sinar. Dómarar verða islenzkir og er- lendir, 2 fyrir hvort fag. Aætlaðer að á annað hundrað manns vinni að keppninni. 21. skipslíkanið SJ-Reykjavík. Þetta skipslikan var afhent Eimskipafélagi Is- lands i gær, en þá var aðalfundur félagsins haldinn. Það er af gamla Gullfossi, sem smiðaður var 1915 og kom til landsins það ár. Höfundur skipslikansins er Sigurður Jónsson, sem starfaði hjá Landssmiðjunni i 41 ár og sagðist hann i gær halda að þetta væri 21. skipslikanið sem hann smiðar. — Það eru engar teikningar til af gamla Gullfossi, sagði Sigurður, en til var mynd af helmingi skipsins og studdist ég við hana i smiðinni, svo og upplýsingar sem ég aflaði mér. Meðal þeirra skipslikana, sem Sigurður hefur gert eru öll skip Landhelgisgæzlunnar nema nýa skipið, Týr. En væntanlega á hann eftir að smiða ímynd hans einnig. 350 TONN AF ÓSELDRI RÆKJU Ask—Reykjavik. Cvenjulega miklar birgðir af óseldri rækju eru nú til hér á landi og nema þær um 350 tonnum. Ýmislegt hefur orðið til þess að verr gengur nú að selja rækju. Lækkandi verð á heimsmarkaði og minni eftirspurn neytenda eft- ir rækjum veldur þvi að kaupend- ur halda að sér höndum með pantanir. Bretland, sem var til skamms tima helzta markaðsland Islend- inga hækkaði innflutningstolla úr 8% i 12%. Tollabreytingin hafði hins vegar þau áhrif að Sviþjóð varð árið 1974 stærsta markaðs- land Islendinga. Kanada, sem hefur aukið mjög framboð sitt keppir við tsland á sama markaðnum en nýtur ekki sömu kjara og við, vegna aðildar Is- lands að EFTA, og auðveldar það mikið sölu á islenzkri rækju til Sviþjóðar. Til glöggvunar fylgir hér tafla um útflutning á rækju eftir löndum 1973 1974 tonn % tonn % Danmörk 72 5.1 70 6.2 Noregur 264 18.6 226 19.9 Sviþjóð 516 36.3 499 44.0 Bretland 547 38.5 331 29.2 önnur lönd 22 1.5 9 0.7 Samtals 1421 100.0 1135 100.0 VIÐ FRAM- LEIDDUM 5% FISKI- MJÖLSINS Ask.—Reykjavik.Við Islendingar framleiddum tæp 5% af fiski- mjölsframleiðslu helztu út- flutningslanda á fiskimjöli i heiminum árið 1974, og var sá hlutur okkar um 1.6% lægri en ár- ið áður. Af framleiðslunni 1974 framleiddu Perúmenn 898 þúsund tonn, eða 41.6%, Danir 330 þús. tonn — 15.3%, Norðmenn 319 þús. tonn, sem voru 14.7% af heims- framleiðslunni, i S-Afriku voru framleidd 252 þús tonn, eða 11.7%, Chilemenn framleiddu 144 þús. tonn, eða 6.6%. Islendingar 101 þús. tonn eða 4.7%, frá Angóla komu 63 þús. tonn — 2.9% og frá Kanada komu 54 þús. tonn — 2.5%. Sigurður Jónsson, ásamt smiðisgrip slnum, likaninu af gamla Gullfoss. (Timamynd GzE) LOKA OG OPNA VEGINN TIL SKIPTIS gébe:Rvik. Þrátt fyrir lögbann sýslumannsins I Borgarnesi, var veginum að Norðurlandsbornum lokað við Vestri-Leirárgarða i fyrrakvöld og var hann lokaður fram á miðjan dag i gær, er sýslu- maður sendi menn sina til að opna hlið það, sem læst hafði verið og lokað veginum fyrir allri umferð. Ask.—Reykjavik. Um 90% af út- flutningi okkar til Finnlands er undanþeginn innborgunargjaldi þvi, sem finnsk stjórnvöld settu nýlega á innflutning til landsins. Ekkert innborgunargjald er á loðnumjöli, loðsútuðum skinnum, þorskmjöli eða söltuðum gærum en útflutningur okkar á þessum vörum nam 356.2 millj. kr. af 386.5 millj. kr. heildarútflutningi Asgeir Pétursson sýslumaður sagði I gærdag, að þetta væri einfalt mál, og að skylda hans væri að halda opinberum vegi opnum, þvi alls óheimilt væri að loka veginum, enda andstætt lögum. Sagði hann, að bóndinn og lögmaður hans væru greinilega visvitandi að stofna til vandræða með þessu háttalagi. — Peningar okkar til Finnlands á siðasta ári. Þyngst kemur innborgunar- gjaldið niður á hvalkjötskrafti, en þar er það 30% og á þorskalýsi, en á þvi er gjaldið 10%. Við fluttum út til Finnlands hvalkjötskraft fyrir 8.4 millj. kr. á siðasta ári og þorskalýsi fyrir 9.6 milljónir. A kisilgúr er 5% gjald en hlutur hans i útflutningi okkar var 6.5 millj. kr. úr sýslusjóði hafa verið lagðir i þann veg, og er hann opinn öllum, sem um hann vilja fara, sagði sýslumaður, þetta er orðið hreint lögreglumál, og við mun- um að sjálfsögðu leitast við að halda veginum opnum. ' Njáll Markússon, bóndinn að Vestri-Leirárgörðum, sagði i viðtali við Timann i gær, að hann hefði ekki vitað fyrr en nú nýlega, að vegurinn væri sýsluvegur, en sýslumaðursagði aftur á móti, að Njáli hefði verið fullkunnugt um það þegar veginum var lokað nú siðast. Þá sagði Njáll Markússon, að rétt væri að hann hefði leyft bæjaryfirvöldum á Akranesi leyfi til umferðar um veginn i febrúar, en að enginn samningur hefði verið gerður og loforð frá báðum hliðum munnleg. Sagði Njáll, að málið allt hefði gengið mjög treg lega og hefði hann þvi tekið það ráð að ráða sér lögmann til þess að koma hreyfingu á gang mála, til þess að samningar yrðu gerðir, svo og greiðsluskilmálar gerðir, til greiðslu á þvi tjóni, sem um- ferð hefur valdið er verið var að flytjaborinn ogefni að honum. Að öðru leyti vildi Njáll litið um málið segja, og visaði til lög- manns sins, Jóns Oddssonar. INNBORGUNARGJALD FINNA KEMUR EKKI Á UM 90% AF OKKAR ÚTFLUTNINGI ÞANGAÐ Lénharðursýndur um öll Norðurlönd gébé—Reykjavik. — Sjónvarps- kvikmyndin Lénharður fógeti, hefur orðið tilefni mikilla umræðna meðal þeirra, sem hana sáu annan hvitasunnudag, og virðist sem skoðanir manna snú- ist mjög á einn veg, að fólk telji myndina ekki 20 milljón króna virði og hafi yfirleitt orðið fyrir vonbrigðum með myndina. Nor- rænir sjónvarpsmenn sem séð hafa myndina eru á allt annarri skoðun. Timinn sneri sér til Tage Ammendrup, sem var stjórnandi upptöku myndarinnar, og sagðist hann varla vita hvað hann ætti að segja um þessi viðbrögð fólks, en sagðist telja að dómarnir væru einum of haröir. — Það má alltaf finna að svona hlutum, sagði Tage Ammendrup, en mér hefur fundizt að fólk setji mest út á að myndin hafi verið of ruddaleg. En þá verður lika að taka með að Lénharður og sveinar hans voru hinir mestu ruddar og frægir að harðneskju. Þá sagði Tage Ammendrup einnig, að e.t.v. mætti um kenna að mannafli hefði ekki verið nægur við gerð myndarinnar en sagðist að öðru leyti ekki geta getið sé til um þessi viðbrögð fólks við henni. Jón Þórarinsson dagskrárstjóri sjónvaips, vildi ekki láta neitt eftirsér hafa um þessar neikvæðu undirtektir, sem Lénharður hefur fengið hér hjá almenningi, en sagði i staðinn, að i vikunni hefðu verið i Reykjavik á leiklistar- fundi, norrænir sjónvarpsmenn, en þeir komu til fundar á þriggja mánaða fresti. Sagði Jón að við- brögð þeirra hefðu orðið töluvert mikið á annan veg en islenzks al- mennings. Akveðið var á fundin- um að myndin yrði tekin til sýn- inga á öllum Norðurlöndunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.