Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. mal 1975 TÍMINN 7 UTTEKT A STOÐU HUSGAGNA OG INNRÉTINGARIÐNAÐAR Greitt fyrir að aðlagast EFTA-aðildinni STARFAÐ hefur veriö að tækni- legri eflingu húsganga- og inn- réttingaiðnaðar undanfarna mánuði á vegum iðnþróunar- nefndar. Tilgangurinn er að auka samkeppnishæfni þessara iðn- greina vegna inngöngunnar i EFTA og tengsla við Markaðs- bandalag Evrópu. A undanförnum árum hafa starfað svonefndar iðngreina- nefndir á vegum iðnaðarráðu- neytisins, og var verkefni einnar nefndarinnar að gera úttekt á húsganga- og innréttingaiðnaði, sem norskur verkfræðingur annaðist. Undanfarna mánuði hefur síðan verið lögð áherzla á að leiðbeina fyrirtækjum á nefnd- um sviðum i rekstrartækni, fram- leiðslutækni og markaðsmálum. I aðalatriðum hefur starfið veriðfólgið i eftirfarandi þáttum: 1. Ráðgjafaþjónustu i fyrirtækj- unum, þar sem öll stjórnunar- tækni er endurskipulögð i þeim tilgangi að fá fullkomnar upp- lýsingar um það, hvernig kostnaður fellur til i fyrirtæk- inu á hverjum tima og i hverju viðfangsefni fyrirtækisins. Er þetta gert með uppsetningu rekstrarbókhalds, sem aðlagað er þörfum hvers fyrirtækis. 2. Ráðgjafaþjónusta um endur- skoðun og hagræðingu á fram- leiðsluaðferðum og fram- leiðslutækni, uppbyggingu vélakosts og húsnæðis þessara fyrirtækja i þeim tilgangi að auka afköst. 3. Aðstoð við gerð ýmissa áætlana um starfsemi fyrirtækisins, þar sem stuðst er við upplýsingar, sem fást úr rekstrarbókhaldi og öðrum skrám um vélakost og afköst, og unnar eru undir lið 1. Hér má nefna: söluáætlanir, fr amleiðsluá ætlanir, rekstraráætlanir, greiðsluáætlanir. Þessar áætlanir eru slðan not- aðar við kerfisbundið eftirlit með gangi fyrirtækisins og árangri á öðrum sviðum. 4. Námskeiðahald um stjórnun- artæknileg, framleiðslutækni- leg og markaðs- og sölutækni- leg efni. Rannsóknarstofnun iðnaðarins sá um framkvæmd fjögurra námskeiða i fram- leiðslutækni, sem fram fóru i marz og april og voru á eftir- töldum sviðum: viðarfræði, vélfræði, limfræði, yfirborðsmeðhöndlun. Ætlunin er að halda sérstök tæknileg námskeið fyrir bólstrara á komandi hausti. Sjálfstæðir rekstrartæknilegir ráðgjafar og starfsmaður frá Iðn- þróunarstofnun Islands sáu um stjórnunarnámskeið, sem haldið var i Borgarnesi nýlega. Fyrir- hugað er námskeið i markaðs- og sölutækni hinn 22. mai n.k., sem Utflutningsmiðstöð iðnaðarins mun annast, en hún hefur gert sérstaka könnun á islenzkum hús- gangaiðnaði i sambandi við þetta starf. 5. Loks er unnið að ýmsum sam- eiginlegum hagsmunamálum fyrirtækjanna i hópstarfi, þar sem stjórnendur þeirra koma saman og taka fyrir ýmis verk- efni eins og: Gæðamerkingu húsganga undir opinberu eftirliti til að tryggja framleiðslugæði og fá opinbert mat á efni og aðferðum, sem notuð eru við framleiðslu og tryggja hagsmuni neytenda og framleiðenda fyrir tjóni af völdum rangrar efnisnotkunar eða mistaka. Sameiginleg inn- kaup á hráefni. Útflutning hús- ganga og eflingu húsganga- hönnunar. Hafa húsgagna- framleiðendur myndað með sér sérstök samtök i þessu skyni. Aukin rekstrarfjármögnun fyr- irtækja, sem orðin er mjög brýnt mál, þar sem aukin sér- hæfing og framleiðni fyrirtækj- anna leiðir óhjákvæmilega af sér stærra birgðahald. S.l. vor var tilboð I þátttöku i tækniþjónustustarfi sent um 40 fyrirtækjum i tréiðnaði. Átta þeirra hófu þátttöku á miðju ári, og af þrjátiu fyrirtækjum i bólst- uriðnaði þáðu sjö að gerast þátt- takendur. Þess ber að geta, að stærstu fyrirtækin i þessum greinum eru meðal þátttakenda, en þau sem ekki vilja sinna tækni- þjónustunni, eru flest smá i snið- um. Um 300 fyrirtæki eru alls skráð i fyrrnefndum iðngreinum á landinu, en langflest þeirra eru smá. Nefnd, sem fylgist með gangi verksins, skipa Asgeir J. Guð- mundsson, fulltrúi fyrirtækja i tréiðnaði, Sigurður M. Helgason, fulltrúi bólsturfyrirtækja, Snorri Pétursson framkvæmdastjóri, frá iðnþróunarsjóði, Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri FÍI, og Vilhjálmur Lúðviksson frá iðnþróunarnefnd, og er hann formaður. Björn Jóhannsson hefur með höndum daglega verkefnisstjórn og eftirlit með framgangi þess og samræmingu starfskrafta, en að ööru leyti byggir starfið á sam- vinnu rekstrartæknilegra ráðu- nauta og opinberra stofnana eins og áður er sagt. Auk Björns Jóhannssonar hafa að ráðgjafastörfunum aðallega unnið þeir Gisli Erlendsson rekstrartæknifræðingur og Egg- ert A. Sverrisson viðskiptafræð- ingur. Af hálfu Rannsóknastofnunar iðnaðarins hafa að ' námskeiða- haldinu aðallega unnið Pétur Sigurjónsson forstjóri, Aðalsteinn Jónsson efnaverkfræðingur, Að- alsteinn Thorarensen kennari, Þröstur Helgason trétæknir og Haraldur Ágústsson kennari. Hinir þrir siðastnefndu eru kenn- arar við Iðnskólann i Reykjavik, og hef.ur Rannsóknastofnun iðnaðarins samið við þá um að aðstoða við svipað námskeiða- hald i framtiðinni, svo og ráðgjöf við iðnfyrirtæki. Af hálfu Iðnþróunarstofnunar Islands tók Asgeir Leifsson hag- fræöingur þátt i undirbúningi og kennslu á stjórnunarnámskeiði. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins mun halda sérstakt námskeið hinn 22. mai n.k. um markaðs- og sölustarfsemi fyrir húsgangaiðn- fyrirtæki og m.a. styðjast við skýrslu, sem gerð hefur verið um húsgangamarkað i landinu. Munu þeir viðskiptafræðingarnir Þrá- inn Þorvaldsson og Guðmundur Svavarsson annast þann þátt. FRAMLEIÐUM RUNTAL OFNA Umboðsmenn: Velsmiðjan I.ogi, Sauðárkróki. Sigurður Jónsson pípu- lagningamaður, Húsavik. OFNASMIÐJA NORÐURLANDS H.F. Kaldbaksgötu 5, — Akureyri — Pósthólf 155. Simi 2-lX-(iO. Þau fyrirtæki, sem fyrst hófu þátttöku I hagræðingarstarfinu eru rpörg langt komin með að breyta skipulagi kostnaðareftir- lits og framleiðslustjórnunar i fyrirtækjunum og hefur viða góð- ur árangur náðst, t.d. með minnkandi vinnuaflsnotkun til einstakra verkefna, bættri tækni- þekkingu o.s.frv. Þá hefur verið sett saman safn innlendra kennsluganga, sem nota má við frekara námskeiða- hald i framtiðinni og við samn- ingu sérstakra gagna, t.d. i stjórntækni fyrir aðrar greinar iðnaðar. Þá hefur verið lagður góður byrjunargrundvöllur að tækni- legu fræðslu- og ráðgjafastarfi fyrir húsgangaiðnaðinn, sem Rannsóknastofnun iðnaðarins mun bjóða upp á. Að beiðni fyrirtækja, sem þátt taka i starfi þessu er nú i athugun af hálfu iðnaðarráðuneytis að setja á fót sérstaka gæðamerk- ingu fyrir húsgögn samkvæmt til- lögum nefndar er starfaði að þvi máli árið 1973 á vegum ráðuneyt- isins. Er vonast til að það mál komist i framkvæmd innan skamms. Aður hefur svipað starf verið unnið I málmiðnaði, og fyrir dyr- um stendur að snúa sér næst að skinnaiðnaði og iðnaði, sem framleiðir tæki og búnað til fisk- vinnsu og útgerðar. „Varadekk í hanzkahólfi SKYNDI- VIÐGERÐ ef springur á bilnum — án þess að þurfa að skipta um hjól. Þér sprautið Puncture Pilot, sem er fljótandi gúmmiupp- lausn,I hjólbarðann. Brúsinn er með slöngu og tengingu til að tengja við ventil hjólbarð- ans.Efnið lokar fyrir lekann og þér akið áfram. Tvær brúsastærðir og 2ja brúsa sett fyrir vörubila. — Islenzkar notkunarreglur fáanlegar með hverjum brúsa. Útsölustaðir i Reykjavík: Nesti, Ártúnshöfða og Reykjanesbraut. Benzinstöðvar Esso og i verzlun okkar, Ár- múla 7, simi 8-44-50. „Eftir örstutta stund var kominn eðlilegur þrýstingur ihjólið, og enga missmlði að sjá á þvi. Eftir langa ökuferð mátti sannreyna það, að ekki hafði loftið sigið úr hjólinu, frekar hafði þrýstingurinn aukizt við aksturinn.” Visir 31. 10. ’73. ARMULA 7 - SIMI 84450 AUGLYSIÐ I TIAAANUM HwAll m * ríi £ V I IV s Plw.l m Wfj m M m Bankastræti 9 - Sími 11811 Fataverzlun fyrir dömur og herra ^VCONV'%^ stí9ve' o* m'Vkonv'0’- Flauelsfð* 3 \W»r 5 m»r Rúllukrog0 bollr 5 M»r Sendum gegn póstkröfu samdægurs peY cef &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.