Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 14
14 Föstudqgur 30. mai 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 32 nokkurs manns færi að gera slíkt nema með fosfórúðuð- um skothleðslum. Annars var það draumur. Hann lá stífur og beið. Hjartað sló krampakenndum slögum þegar þyrlan flaug yfir hann. Skotmaðurinn beygði sig þegar niður að miðunarsjónaukanum á riffl- inum. Rambo var í þann veginn að þrýsta á gikkinn, þeg- ar hann sá á hvað hinn var að miða. Hann þakkaði sínum sæía, að hann tók eftir þessu nógu snemma til að stilla sig. Nokkurn spöl frá honum var talsvert ruðningsgrjót og runnaþykkni við svolitla tjörn. Hann hafði nærri f alið sig þar, þegar hann heyrði fyrst til þyrlunnar, er hún kom fljúgandi upp skarðið. En f jarlægðin var of mikil. Þyrlan sveigði aftur í átt að grjótruðningnum. — Ca- rack. Ramboætlaði tæpast að trúa eigin augum. Hreyf- ing komstá runnana. Hann deplaði augunum. Runnarnir lyf tust og hann vissi, að ekkert var að augunum í honum, því runnaþykknið þeyttisttil beggja hliða og stórkostlegt hjartardýr með sterklegan hrygg og risastór horn staulaðist á fætur og skrönglaðist yfir ruðninginn. Það féll til jarðar, reis upp á ný og stökk yfir grasvöllinn í átt aðskóginum. Þyrlan elti það. Dökkrauður blóðtaumur lá niður eftir mjöðm dýrsins, en það virtist engin áhrif hafa á stórkostleg stökk þess í átt að trjánum, með þyrl- una á eftir sér. Hjartað í honum sló ótt og titt. Hann var enn í uppnámi. Þeir myndu koma aftur. Dýrið var þeim aðeins leikfang. Þegar þeir misstu sjónar af því inn milli trjánna myndu þeir snúa aftur. Vel gat verið að eitthvað væri í felum undir föllnu trénu — fyrst eitthvað hafði falizt í runnunum við tjörnina. Hann varð að forða sér í skyndi. En hann varð að bíða, þar til stél þyrlunnar sneri að honum. Þá var tryggt að mennirnir störðu f ram f yrir sig á dádýrið, sem þeir eltu. Hann píndi sig til að bíða. Loks- ins gat hann ekki meira og velti sér út undan greinunum. Hann hljóp þar sem grasið var lægst. Þannig sást engin slóð. Hann nálgaðist runnana og grjótruðninginn. Hávaðinn frá þyrlunni breyttist of fljótt. Hún hækkaði flugið. Dádýrið hafði þá sloppið inn í skóginn. Þyrlan sveigði aftur til baka. Hann hljóp æðislega í átt að skjól- góðri grjótskriðunni, velti sér undir runnana og bjó sig undir að skjóta, ef ske kynni að þeir hefðu séð hann hlaupa. Ca-rack.... Ca-rack. Fyrsta skotið kom er þyrlan f laug yfir faliið furutré. Seinna skotið kom þegar hún sveif fram hjá því og stefndi hægt upp eftir skarðinu. Þeir fóru fram hjá honum. Röddin dundi á ný: Þetta er lög- reglan. Þú ert í vonlausri aðstöðu. Gefstu upp. Tilkynn- ing til allra, sem eru í skóginum. Verið getur að hættu- legur flóttamaður sé f nánd við ykkur. Gerið svo vel að sýna ykkur. Veif ið til okkar ef þið haf ið sé ungan mann á ferð, einan síns liðs. Hann hóstaði upp munnfylli af römmum og ómeltum kjúkling og gulrótum. Rambo spýtti þessu í grasið og remmubragðið hríslaðist um hann. Þetta var mjórri endi skarðsins. Nokkru ofar gnæfðu klettaveggirnir beggja vegna. Hann fann til máttleysis eftir að hafa kastað upp, og fylgdist með þyrlunni, sem sveif yf ir trjátoppunum. Svo hækkaði hún flugið og sveif yfir hæðarbrún. Svo hvarf hún í næsta skarð. Vélardynurinn iækkaði smám saman og röddin í hátalaranum varð óskýrari. Hann gat ekki staðið. Fæt- urnir skulfu of mikið. Hann skalf enn meira af sjálfum skjálftanum. Þyrlan hefði ekki átt að vekja hjá honum slika skelfingu. I' stríðinu hafði hann lent í margfalt verri aðstöðu. Oft hafði slíkt fengið mjög á hann, en aldrei svo, að hann hefði ekki vald á líkama sínum. Hör- und hans var þvalt og hann fann til þorsta. En vatnið við runnana var grænleitur stöðupollur og myndi auka enn á ógleði hans. Það er of langt síðan þú varst í eldlínunni, það er allt og sumt, sagði hann við sjálfan sig. Þú ert kominn úr allri þjálfun. Þú venst þessu eftir skamma hríð. Auðvitað hugsaði hann með sér. Þarna kom svarið. Hann greip um stein og neyddi sig til að standa hægt á fætur, gægðist varlega yfir runnana og athugaði hvort einhver væri þar í grenndinni. Hann hallaði sér upp að ruðningnum og var nú rórra. Fætur hans voru enn óstöð- ugir og hann strauk f urunálarnar af skotkerf i riff ilsins. Hvað sem öllu leið varð hann að halda vopninu í góðu ástandi. Hann hafði gegnbleytt fötin i Ijósolíu, en sú lykt var nærri horfin. Þess í stað svolítið römm terpentínu- lykt f rá þvi hann skreið undir f urutréð. Þegar þessi lykt blandaðist römmu bragðinu í munni hans, hélt hann að sér yrði aftur óglatt. í fyrstu hélt hann að sér hefði misheyrzt. Hljóðið dreifðist í vindinum. Svo kyrrðist loftið og þá heyrði hann í þeim. Fyrsta daufa bergmálið af hundsgjammi, sem kom frá breiðari hluta skarðsins að baki hans. Aftur fór skjálfti um fætur hans. Hann snerist til hægri þangað sem grasið endaði í brattri hæð kletta og dreifðra trjáa. Síðan tók við klettahamar. Fætur hans tóku viðbragð og svo hljóp hann af stað. K I K U B B U A gullnu ströndinni Keela-Wee Kofinn er gjöf til Dreka frá svarta keisaranum Joonkor á 18. öld. • , 7 Hér hafa forfeöur mínir eytt brúðkaupsnótt sinni i 200 ár. / Hér stendur að sólin muni brenna sig upp einn góðan veðurdag og þá dimmir heldur O rs—.^betur. Föstudagur 30. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigríður Eyþórsdóttir les framhald sögunnar um „Kára litla i sveit” eftir Stefán Júliusson (10). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikar kl. 11.00: Enska kammersveitin leikur „Indfánadrottninguna” leikhústónlist eftir Henry Purcell / Hans-Ulrich Nigg- erman og kammerhljóm- sveit leika Flautukonsert i G-dúr eftir Johann Joachim Quants / Alicia de Larrocha leikur á pianó Konsert i F- dúr i itölskum stil eftir Jo- hann Sebastian Bach. Ala- ine Larde, Yves Coueffe og Kammersveit Parfsar leika Sinfóniu nr. 2 i D-dúr yfir flautu, trompet og strengja- sveit eftir Alessandro Scar- latti / Annia Jodry og kammersveitin i Fontain- bleau leika Fiðlukonsert i F- dúr op. 7 nr. 4 eftir Jean- Marie Leclair. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,A vlga- slóð” eftir James Hilton. Axel Thorsteinsson les þýð- ingu sina (9). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.30 „Bréfiö frá Peking” eftir Pearl S. Buck. Málmfriður Sigurðardóttir les þýðingu slna (4). 18.00 Síðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Húsnæðis- og byggingar- mál. Ólafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Siðustu aðaltónleikar Sinfóniuhljómsveitar ts- lands á þessu starfsári, haldnir i Háskólabiói kvöld- iðáður. Stjórnandi: Karsten Andersen. Einleikari á fiðlu: Aaron Rosand frá Bandarikjunum. a. „Harð- angurskviða” eftir Geirr Tveitt. b. Sinfónia nr. 5 eftir Carl Nielsen. c. Fiðlukon- sert i D-dúr op. 77 eftir Jo- hannes Brahms. 21.30 (Jtvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki. Sig- urður Skúlason leikari les (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. íþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar. Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 30. mai 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Undur Eþiópiu Breskur fræðslumyndaflokkur. 5. þáttur. Hásléttan Þýðandi og þulur Óskar Ingimars- son. 21.05 KastljósFréttaskýringa- þáttur. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 22.00 Töframaðurinn Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Eiturörin Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22,50 Dagskrárlok i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.