Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. mal 1975 TÍMINN 9 útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: 'Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — af- greiösluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. ______________________________________________I________________J Öskubuskur Vísis Ritstjóri Visis skrifar eftirtektarverða forustu- grein i blað sitt siðastliðinn miðvikudag (28. mai). Grein sina nefnir hann: öskubuskur efnahagslifs- ins. Ritstjórinn orðar grein sina á þann veg, að hún virðist sprottin af miklum áhuga á að rétta hlut þeirra, sem verst eru leiknir i lifsbaráttunni — öskubuskum efnahagslifsins. í leit sinni að þessum öskubuskum, finnur ritstjórinn þó ekki efnalitla öryrkja eða gamalmenni, einstæðar mæður, munaðarlitil börn og unglinga, hjálparþurfa sjúkl- inga, og þvi siður stórar láglauna-fjölskyldur, sem hafa vart til hnifs og skeiðar. En ritstjórinn finnur öskubuskurnar samt. Það eru kaupmenn og iðn- rekendur, og þó einkum hinir fyrrnefndu. Þeir eru þrælar og þjónar rangláts efnahagskerfis og bera ekkert úr býtum, fremur en öskubuskurnar forð- um. Þessi ömurlegu öskubuskukjör stafa einkum af þvi, að allt of miklu fé er varið til landbúnaðar- ins og annarra framkvæmda i dreifbýlinu. Þess vegna verður að skera þessi framlög niður og fækka bændum og bæta á þann hátt kjör áður- greindra öskubuskna þjóðfélagsins. Hér skal vissulega ekki gert lítið úr þeim vanda- málum, sem iðnaður og verzlun hafa við að glima, eins og aðrar atvinnugreinar um þessar mundir. Ritstjóri Visis ætti samt að lita sér nær áður en hann skrifar fleiri grátklökkar greinar um heild- sala sem hinar þjökuðu öskubuskur efnahagslifs- ins. Hvernig er það t.d. með heildsalana, sem eiga Visi? Búa þeir við óhóflega fátækleg kjör? Hafa þeir ekki efni á að búa i sæmilegum húsakynnum? Eiga þeir ekki bil? Verða þeir að þræla baki brotnu og neita sér um flest eða öll gæði lifsins? Eru vinnudagar þeirra fleiri og lengri en bændanna og kjör þeirra stórum lakari? Og meðal annarra orða: Hefur ekki heildsalastéttin stöðugt verið að stækka á sama tima og bændum hefur fækkað, þótt þeir skili samt stöðugt stærri hlut i þjóðarbúið? Ber f jölgun heildsala merki um að þeir séu ösku- buskur efnahagskerfisins? Eða er þetta ef til vill eingöngu sönnun þess, að þangað sækir klárinn, sem hann er kvaldastur? Allt þetta ætti ritstjóri Visis að hugleiða áður en hann skrifar næstu grein um öskubuskur efna- hagslifsins og gerir fleiri kröfur um fækkun bænda, svo að hægt verði að bæta kjör heildsal- anna. Óhjákvæmileg aðgerð Það er rikjandi stefna hérlendis, að rikisvaldið gripi ekki inn i kaupdeilu með lagasetningu fyrr en i siðustu lög. Þessari reglu hefur verið fylgt i sam- bandi við bráðabirgðalögin, sem voru gefin út i gær um kjaradóm i deilu starfsmanna hjá Áburðarverksmiðjunni, Sementsverksmiðjunni og Kisiliðjunni. Verkföllin höfðu ekki aðeins haft al- varlegar afleiðingar fyrir fyrirtækin sjálf, heldur leitt til mikilla erfiðleika og stöðvunar hjá öðrum atvinnugreinum, eins og byggingaiðnaðinum og landbúnaðinum. Deilan var lika sérlega torleyst, þar sem ekki var aðeins um almennar kauphækkunarkröfur að ræða, heldur vandasama skiptingu starfsmanna i launaflokka. Allar horfur voru þvi á að hún gæti dregizt á langinn. Bráðabirgðalögin voru þvi óhjákvæmileg aðgerð eins og á stóð. Forustugrein úr The Times, London: Jafnvægi er frum skilyrði friðar Atlantshafsbandalagið á í vök að verjast Mikil athygli beinist nú að fundi æðstu manna þátttökurlkja At- lantshafsbandaiagsins. Hér á myndinni sjást forustumenn Ame- rlkurikjanna I bandalaginu, Trudeau forsætisráðherra Kanada og Ford Bandarikjaforseti. FUNDUR æðstu manna At- lantshafsbandalagsrikjanna verður dapurleg samkoma. Bandalagið er afar illa statt. Óvissa og óstöðugleiki ein- kennir rikin á sunnanverðu aðildarsvæðinu. Hernaðar- jafnvægið á miðhluta svæðis- ins er Varsjárbandalaginu i hag og hemaðarmáttur Sovét- manna eykst gifurlega á norðurmörkum svæðisins, einkum þó við Norður-Noreg. Forustumenn aðildarþjóða bandalagsins brjóta heilann um hlutverk Bandarikja- manna og tilgang. Agreining- ur milli Bandarikjaforseta og þingsins rýrir stórlega ábyrgð forsetans og enginn getur sagt fyrir um stefnuna. Með þjóð- inni sjálfri rlkir efi um hlut- verk Bandarikjamanna i heiminum. Samt geta Vestur- Evrópumenn ekki tekið að sér að fylla skarðið. Alfan er of veik til að verja sig hernaðar- lega og of sundurþykk til að veita þá stjórnmálaforustu, sem bandalagið þarfnast. BANDALAGSÞJÓÐIRNAR þurfa að gefa málum sinum náinn gaum. Upphaflegur til- gangur bandalagsins var að koma I veg fyrir að Sovétmenn stækkuðu veldi sitt með her- valdi. Þetta hefir lánazt. Ekk- ert strið hefir verið háð i Vest- ur-Evrópu i þrjátiu ár og ekki er lengur nein veruleg hætta á þvi, að Sovétherinn flæði vest- ur yfir landamærin. Af þess- um sökum er tiltekið timabil i ævi bandalagsins á enda runn- ið og annað að hefjast. Tvenns konar vandi blasir við eins og nú horfir. Þörf er á nýrri og breyttri stjórnmála- afstöðu til Sovétrikjanna og Austur-Evrópurikjanna, og þar þarf bæði að gæta ágrein- ings og samstarfsvilja. Þá þarf einnig að horfast I augu við þá innri ógnun, sem að steðjar vegna stjórnmála- breytinga hjá aðildarrikjun- um eins og til dæmis i Portú- gal, og eins vegna innbyrðis árekstra eins og milli Grikkja og Tyrkja. EITT er nauðsynlegt, bæði vegna varöveizlu bandalags- ins sjálfs og til þess að ráða niðurlögum nýs vanda. Það er varðveizla hernaðarjafnvægis milli austurveldanna og vesturveldanna i Evrópu. Sé þvl ekki til að dreifa helzt ekki stjórnmálajafnvægi, sambúð- in við Austur-Evrópumenn getur ekki batnað og Vestur- Evrópumenn njóta ekki öryggis. Þetta er óhagganleg stað- reynd og óháð þvi, hvaða hug- myndir menn gera sér um til- gang Sovétmanna eins og sak- ir standa. Jafnvel þó að ætlan þeirra sé hvit og hrein eins og nýfallin mjöll — sem óliklegt er þó — væri háskasamlegt af vesturveldunum að miða stefnu sina við, aö sú ætlan haldist óbreytt með öllu, þó að Varsjárbandalagið nyti alveg efalausra hernaðaryfirburða i Evrópu. Ætlan og tilgangur tekur breytingum i samræmi við breytta aðstöðu. Hernaðarjafnvægi er þvi og verður meginviðfangsefni At- lantshafsbandalagsins. Þetta þarf ekki að gera að engu þá von, aö hernaðarjafnvæginu verði haldiö við minnkaðan herbúnað beggja. Samkomu- lagsumleitanir standa yfir I Vin um þaö, hvort þetta megi takast. Litið hefir enn miöað i áttina, en full þörf er á, að við- ræðumar beri árangur. HERNAÐARJAFNVÆGI upphefur ekki þörfina á bættri sambúð. Það er hins vegar nauðsynlegt til þess að úr henni geti orðið. Vilji til auk- innar samvinnu milli Austur- Evrópu og Vestur-Evrópu get- ur þvi aðeins dafnað, að freist- ing til breytinga landamæra með hervaldi, beitingar stjórnmálaáleitni eða af- skipta af innanlandsmálum hins sæki á hvorugan álfuhlut- ann. Hjá freistingum verður ekki komizt nema með þvi að varðveita rétt jafnvægi. Þetta ætti allt að vera of augljóst til þess að hafa orö á þvi, en sú er sýnilega ekki raunin, þar sem stjórnum Vestur-Evrópurikjanna veitist æ erfiðara að afla fylgis við nægilegar fjárveitingar til vamarmála. Vitanlega hafa þeir rétt fyrir sér, sem halda fram, að fjárframlög til her- gagnakaupa dragi úr fjár- magni til fullnægingar brýnna félagslegra þarfa, og hemaðarútgjöldin séu hærri hjá báðum aðilum en vera þyrfti til þess að halda núver- andi stjórnmálasamskiptum austurveldanna og vestur- veldanna óbrej)ttum. En þeir, sem halda að’unnt sé að minnka vigbúnaðinn með óskertu öryggi án þess að semja við hinn aðilann um jafnvægi i minnkuninni, fara villir vegar. Aðildarriki Var- sjárbandalagsins eru hervædd riki, verja miklu fé til her- mála, veita hvers konar fram- leiðsíu til hernaðarþarfa óskoraðan forgang og sýnast hafa hug á verulega auknum hemaðarstyrk. Meðan málum er svo háttað er hættulegt að draga verulega úr útgjöldum til varnarmála á Vesturlönd- um nema að þvi takmarkaöa leyti, sem samræmzt getur fyllstu gát og skynsemi. AKVARÐANIR um hernaðarútgjöld leysa ekki stjórnmálavanda Atlantshafs- bandalagsins, en hann er að sumu leyti sjúkdómseinkenni djúpstæðari meina. Megin- vandi bandalagsins stafar ekki af þvi að aðildarrikin eru orðin vön fyllsta öryggi, eöa telja sér ekki framar ógnað eins og áður var, heldur eru aöildarrikin ekki framar á þvi hreina um, hvað þau eru að verja eða fyrir hverjum. Er verið að verja ákveðið landsvæði eða ákveðna lifs- háttu? Er bandalaginu áhuga- mál aö varðveita valdajafn- vægið I umheiminum, ekki hvað herafla snertir sérstak- lega, heldur almennt, eða er þvi einungis kappsmál að tryggja varnir Vestur- Evrópu? Er bandalag Evrópurikja og Bandarikj- anna takmarkað og svæðis- bundið eða i og með viður- kenning á þvi hlutverki, sem lýðfrjáls riki geta gegnt i heiminum yfirleitt? Nú er Vietnamstyrjöldin um garð gengin og þá ætti að vera unnt að snúa sér að þessum málum án óþarfrar tilfinn- ingasemi. Svörin eru hvorki einföld né augljós, en þó ætti að liggja I augum uppi, að enda þótt Atlantshafsbanda- lagið geti ekki tekið að sér hemaðarskuldbindingar utan hins afmarkaða svæðis, né komið fram af fullum einhug þar sem staðbundnir hags- munir rekast á, þá er það eigi að siður fulltrúi viðtækra hagsmunasamtaka og hefir áhrifa og hagsmuna að gæta langt út fyrir svæðismörkin. Þessi áhrif eru ekki siður stjórnmálalegs- og hugsjóna- legs eðlis en hernaðarlegs. ÞRATT fyrir þetta verður sú dapurlega staðreynd ekki umflúin, að Bandarikjamenn eru að reyna að afmarka hemaðarlandamæri áhrifa- svæðis sins, og hafa glatað verulegum hluta máttar sins til að breyta afstöðu annarra og útbreiða hugsjónir hins frjálsa lýðræðis meðal manna. Bandarikjamenn voru einu sinni byltingarþjóð, en nú eru þeir allt of viða kenndir við afturhald og kúgun. Þetta er ein ástæða þess að hætta steðjar að Atlantshafs- bandalaginu bæði innan frá og að utan, andúð Grikkja á Bandarlkjamönnum er einnig af þessum rótum runnin, vegna hins sama sýnast leið- togarnir i Portúgal ekki geta oröiö við óskum kjósenda, og þama er einnig að finna skýringuna á þvi, að Vestur- Evrópumenn leggja minni alúð við bandalagiö en vera ætti. Þetta eru óþörf mistök. Kommúnistar hafa hvergi i heimi hér unnið sigur i frjáls- um kosningum. Vestrænu lýð- ræði hefir, þrátt fyrir alla sina galla, tekizt að koma á merki- legri blöndu stjórnmálafrelsis og hagsældar en sögur fara af áður eða annars staðar. At- lantshafsbandalagið þarfnast fyrst og fremst endurvakinnar trúar á sjálft sig, bæði austan hafs og vestan. Þegar hún er vakin getur það tekið vanda- mál sin traustum tökum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.