Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 30. mai 1975 TÍMINN 17 McDOWELL ÞJÁLFAR REYNI Á. SKOTINN Duncan McDowell er nií kominn til Arskógsstrandar, þar sem hann mun þjálfa 2. deild- ar lið Reynis um tveggja mánaða skeið. McDowell er ekki ókunnug- ur hér á landi — hann þjálfaði Eyjamenn siðustu tvö keppnis- timabil, og þar áður var hann þjálfari hjá FH. Duncan McDow- ell kom hingað frá Skotlandi, en áður hafði hann þjálfað I Hong Kong. Fyrsti leikurinn, þar sem hann stjórnar Reynis-liðinu, verður á sunnudaginn, en þá koma Þróttarar frá Reykjavlk I heimsókn til Arskógsstrandar og leika I 2. deildar keppninni. ★ PÓL- VERJAR KOAAA PÓLVERJAR veröa næstu gestir okkar I handknattleikNú er búið aö ákveða tvo landsleiki gegn Pólverjum, sem munu fara fram I Laugardalshöllinni 4. og 5. október n.k. Eins og frá hefur veriö skýrt, var áætlað að 4-þjóöa keppni I handknattleik færi fram I Reykjavlk I september. Eins og málin standa nú, þá er mjög llk- legt að ekkert geti oröið af þessari keppni. Þær þjóðir, sem búið var að bjóða þátttöku, sjá sér ekki fært að senda hingað keppendur I september. LEIFUR HELGASON er einn hefur skorað eitt mark — markið langmarkahæstur I 1. deildar sem færði FH-ingum sigur gegn keppninni, eftir að 5 leikir hafa Fram, eina sigurinn til þessa I 1.. verið leiknir I deildinni. Hann deild. STAÐAN er nú þessi I 1. deildar- keppninni I knattspyrnu: FH................110 0 1:0 2 KR ................2 0 2 0 0:0 2 Valur.............2 0 2 0 0:0 2 Akranes ...........1010 0:0 1 Keflavik..........10 10 0:0 1 Vestm.ey ..........1010 0:0 1 Víkingur...........1010 0:0 1 Fram..............10 0 1 0:1 0 RAGNHILDUR PALSDÓTTIR. RAGNHILDUR SETTI MET hæstur ALLT Á NÚLLI Á MELAVELLINUM — þegar KR og Valur mættust í gærkvöldi EFTIR að hafa séð KR og Val leika á Melavellinum I gærkvöldi, hljóta knattspyrnuunnendur að fara að hugsa sig vel um, áður en þeir eyða frlstundum sinum I að horfa á 1. deildar keppnina I knattspyrnu. Það sást greinilega |á þeiirt, að þeir voru ekki ánægðir þegar þeir yfirgáfu Melavöllinn, eftir að hafa séð enn einn „núll- leikinn” i 1. deildinni. Leikurinn I gærkvöldi var eitt stórt núll — það sást ekkert I honum, sem gladdi hjarta knattspyrnuáhugamanna. Nú er búið að leika 5 leiki I 1. deildarkeppninni — samtals 450 mln., eða 7 1/2 klukkustund. A öll- um þessum tima hefur aðeins eitt mark verið skorað, já, og það var inu. lang-mark skorað með skalla. Við ætluðum okkur að segja nánar frá leiknum hér á siðunni, en þvi miður treystum við okkur ekki til þess — þvi að það skeði hreinlega ekkert I honum. Leifur enn LEIFUR HELGASON...er nú lang-markhæstur i islandsmót- STAÐAN 1. DEILD KONUR KEPPA í Lfyrsta SKIPTlJ — í Víkurbæjarkeppninni, sem fer fram á Hólmsvellinum í Leiru um helgina VÍKURBÆJARKEPPNIN verður háð á Hólmsvellinum I Leiru um helgina. Mót þetta er eitt af meiriháttar golfmótum landsins og gefur landsliðsstig. Golfklúbb- ur Suðurnesja hefur vandað mjög til þessarar keppni, og eru allar aðstæður nú mjög góðar á Hólms- vellinum —en þessi skemmtilegi völlur hefur aldrei verið betri. Eins og nafnið á þessari keppni bendir til, þá er það Vlkurbær I Keflavlk, sem fjármagnar þetta mót, og veitir glæsileg verðlaun I öllum flokkum, og að auki vandað og verðmætt viðtæki, þeim sem næstur verður holu í hinni svo- kölluðu Bergvíkurholu, sem er 140 m löng. Verður mælt þar báða dagana. Það nýstárlega við þetta mót er, að I tilefni kvennaársins er nú konum boðið til þátttöku I fyrsta sinn, og hin mjög svo vönd- uðu verðlaun, sem Vikurbær gef- ur. Að auki er um önnur verðlaun að ræða, en það er golfpoki af vönduðustu gerð, sem Austur- bakki h.f. gaf G.S. i tilefni 10 ára afmælisklúbbsins, en það var 1973, og átti þessi glæsilegi golf- poki að veitast þeim, sem fyrstur færi holu i höggi á velli G.S., en m ...........» ARNI SAMUELSSON, forstjóri Vikurbæjar, (t.v.) sést hér af- henda SIGURÐI ALBERTSSYNI G.S. hin glæsilegu verðlaun, sem keppt verður um í Vikurbæjar- keppninni. hann hefur ekki enn gengið út, og verður vonandi að einhver hafi heppnina með sér nú. Golfklúbbur Suðurnesja er að sjálfsögðu mjög þakklátur hinum fjölmörgu, sem veitt hafa klúbbn- um stuöning á undanförnum ár- um, og að öllum öðrum ólöstuðum er hér af hálfu Vikurbæjar i Keflavik mjög rausnarlega að staöið, og á iþróttahreyfingin þessum aðila mikið að þakka. T.d. hefur Vikurbær stutt mynd-' arlega við knattspyrnumenn I.B.K. á undanförnum árum. Vikurbæjarkeppnin er opið mót, og verður keppt I eftirtöld- um flokkum: — 2. og 3. flokki karla, 1. og 2. flokki kvenna og unglingaflokki. Keppt veröur i þessum flokkum á laugardaginn, og verða leiknar 18 holur (högg- leikur). Meistaraflokkur keppir á sunnudaginn — 36 holur, en 1. flokki er einnig heimilt að leika 36 holur. Þeir sem ætla að taka þátt i mótinu, geta skráð sig I sima 92- 2908 eftir kl. 5 á kvöldin. fmMjimm !i * I II' |P- *jli; Á BISLETT Hún hljóp 3000 m ó 10:21.8 mín og sigraði örugglega RAGNHILDUR PALSDÓTTIR, hlaupadrottningin snjalla úr Stjörnunni I Garðahreppi, setti nýtt glæsilegt tslandsmet I 3000 m hlaupi á Bislett-leikvanginum I Osló á miðvikudagskvöldið. Ragnhildur tók forustuna strax I byrjun og leiddi hlaupið allan tlmann og kom I mark á tlman- um — 10:21.8 mln. Eldra met hennar á vegalengdinni var 10.28.2 min. Þetta nýja tslands- met Ragnhildar er jafnframt nýtt félagsmet I norska félaginu BUL, sem Ragnhildur hefur keppt með undanfarið. Orslitin i met-hlaupi Ragnhild- ar urðu þessi: Ragnhiidur..............10:21.8 Björg Moen...............10:23.6 BeritHansen.............10:26.2 Ragnhildur stundar nám við Iþróttaháskólann I Viborg I Dan- mörku. Hún tók þátt I keppni I smábii nálægt Viborg á mánudaginn, og sigfaði I 400 m hlaupi á sinum næstbezta tima, 16.8 sek. Þaö er mjög góður timi hjá Ragnhildi, þar sem hlaupa- brautin þar var ekki upp á það bezta. Reykjavíkur leikarnir — fara fram á Laugardalsvellinum í byrjun júlí 4. Reykjavikurleikarnir i frjálsum iþróttum fara fram á Laugardalsvellinum 2. og 3. júli og hefst keppnin kl. 20 bæði kvöld- in. Keppt verður i eftirtöldum greinum: Fyrri dagur: karlar, 200 m, 800 m, 3000 m, -400 m grindahlaup, 4x100 m boðhlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk, hástökk — konur: 100 m grindahlaup, 200 m, 800 m, hástökk og kúluvarp. Sfðari dagur: karlar, 100 m, 400 m, 1500 m, 5000 m, 110 m grindahlaup, stangarstökk, þristökk, kringlukast, sleggju- kast. Konur: 100 m, 400 m, 4x100 m boðhlaup, kringlukast og lang- stökk. Lágmörk til þátttöku eru þau sömu og i Meistaramóti Islands. Þátttöku ber að tilkynna stjórn FRI, pósthólf 1099, Reykjavik, I siðasta lagi 25. júni. Þátt- tökugjald fyrir hverja grein er kr. 100 og fyrir boðhlaup kr. 200 og fylgi þátttökutilkynningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.