Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 30. mai 1975 Föstudagur 30. mai 1975 TÍMINN 11 „ÞETTA VERÐUR í FYRSTA SKIPTI, SEM ÉG VERÐ ATVINNURITHÖFUNDUR," sem tekið sen, formaður nefndarinnar, var mjög áhugasamur um að þetta yrði gert, — og aðrir nefndar- menn að visu lika — og málið var rætt I nefndinni. Næsta gerðist svo það, að Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, skrifaði nefndinni bréf, þar sem hann lýsir þvi sem persónulegum vilja sinum, að saga hátiðahald- anna verði skrifuð. Málið lá svo i láginni um hrið. Satt að segja var ég ekki neitt sérstaklega spenntur fyrir þvi að takast þetta á hendur, en féllst þó á við meðnefndarmenn mina að vinna verkið, ef áfram- hald yrði á þeim áhuga, sem þarna hafði bólað á. Svo gerðist það alveg núna ný- verið, að rikisstjórnin ákvað á fundi að láta skrifa sögu hátiða- haldanna. Siðan skrifaði forsætis- ráðuneytið mér bréf, þar sem ég var beðinn að vinna verkið, og ég svaraði um hæl og féllst á að taka þetta að mér. Hér eftir verður sem sagt ekki aftur snúið, og ég býst við, að verkið endist mér allt fram á haustið 1976. Tilhögun verksins — Ertu búinn að ákveða, hvemig þú munir skipta verkinu, efnislega? Verður til dæmis sér- stakur kapituli um hverja sýslu eða hverja einstaka hátið? — Á Islandi hafa komið út þrjár bækur um þjóðhátiðir á landi hér. Fyrst er bók Brynleifs Tobiassonar um þjóðhátiðina 1874, sem var skrifuð alltof seint, enda mjög erfitt að rita hana, vegna þess hve margt var gleymt hefur að sér að skrifa og glatað af heimildum. Þá er sagan um alþingishátiðina 1930, sem Magnús Jónsson prófessor skrifaði, og svo sagan um lýð- veldishátlöina 1944, sem þeir söfnuðu til, Alexander Jóhannes- son og Guðlaugur Rósinkranz. Þessar bækur eru skrifaðar með ýmsu móti, og ég tel mig nokkurn veginn frjálsan að þvi, hvaða hátt ég hef á, þegar ég fer að skrifa þessa nýju þjóðhátiðarsögu. Auð- vitað liggur það ljóst fyrir, að nauðsynlegt er að halda héruðun- um aðskildum, — og einmitt þess vegna er mjög árfðandi, að hér- uðin sendi sem fyrst frá sér upp- lýsingar um allan undirbúning hátiðahaldanna, svo og þau sjálf. Langsamlega stærsta hátiðin var I Reykjavik, eins og menn muna, þvi að hún stóð I þrjá daga. Það er þvl eðlilegt að Reykjavik fái mikið rúm I þessu verki, þvi að hér var fyrsti landnámsbærinn til forna, og hér er höfuðborg nú- tima-íslendinga. Þvi hefur verið haldið fram, að þjóðhátiðin hafi fyrst og fremst verið hátiðahöld og skemmtun, en ég held að sagan eigi eftir að leiða i ljós, að einmitt þá voru margir þarflegir hlutir unnir, sem hafa munu varanleg áhrif, og nægir þar að nefria landgræðsluáætlun- ina, sem alþingi samþykkti á Lögbergi. Ég hef verið að taka eftir þvi mér til gamans, að nú eru Banda- rikjamenn að verða tvö hundruð ára sem þjóð, og þar ber ekki á neinum andróðri gegn hátiða- höldum, svo aðséö verði.Þar er nú þegar byrjað að efna til hátiða- haldsog jafnvel endurtekningar á gömlum, sögulegum atburðum, Það verður gaman fyrir Islend- inga aö veita þvi athygli eftir svo sem tvö ár, hvernig Bandarikja- menn fara að þessu heima hjá sér. — Nú hefur það verið sagt, Indriði, að við megum ekki búast við állka framförum eftir þessa þjóðhátlð og urðu fyrir hundrað árum, eftir hátlðina 1874. — Þetta er auðvitað ekki á neinn hátt sambærilegt. Að vlsu vitum við ekki enn, hvaða fram- farir muni sigla I kjölfar þessara hátíðahalda, það á eftir að sýna sig. En þó horft sé framhjá þvi, þá sér hver maður, að aðstæður eru allt aðrar nú en 1874. Þá vor- um við að rétta úr kútnum eftir aldalanga áþján, og ekki aðeins við, heldur fóru þá frelsis- og framfarastraumar um flest eða öll nálæg lönd, og ekkert var eðli- legra en að við hrifumst þar með. Timamörkin geta valdið nokkrum erfiðleikum — Þá er það bókin aftur. Við minntumst á tvö bindi, en hvað gætir þú ímyndað þér, að blaðsið- urnar yrðu margar? — Það verður sjálfsagt mikið af myndum i þessari bók, og við reynum að hafa hana fallega úr garði gerða. Þótt ég viti þetta auðvitað ekki nákvæmlega svona fyrirfram, þá gæti ég hugsað mér að blaðsiðurnar yrðu um fimm hundruð, þær geta naumast orðið mikið færri, að þvi er mér sýnist. sögu Tvö hundruð og fimmtlu blaösíð- ur hvort bindi, — þaö er ósköp hófleg og viöráöanleg stærð, en fimm hundruð blaðsíður aftur á móti of stórt. Ég held, að þetta geti ekki talizt sérlega stórt verk, miöað við tilefnið, sizt þegar þess er gætt, að lesmálið ódrýgist væntanlga talsvert vegna mynda. — Má ég spyrja fávislega: Kvlðir þú ekki neitt fyrir þvi að ráðast I þetta verk? — Það er að visu alltaf vont að taka að sér verk og samþykkja fyrirfram ákveðin timamörk, þegar þvi á að vera lokið. 1 sjálfu sér kviði ég ekki neitt fyrir þvi að skrifa, þvi ég er búinn að gera það I tuttugu og fimm ár, og er orðinn sæmilega lipur I fingrunum, 1 aðra röndina hef ég dálitið gaman af þessu, þvi að þetta veröur i fyrsta skipti á ævinni, sem ég verð atvinnurithöfundur, en það hefur margan manninn dreymt um, bæði fyrr og siðar, þótt fáum hérlendum mönnum hafi tekizt það, þvi að tií þess þurfa menn helzt að hafa erft stórfé — eða þá að vera kvæntir ríkum konum! Fáir Islenzkir höfundar eru svo frægir, að bækur þeirra veiti öruggar tekjur um leið og þær koma á markaðinn. Nú, það stendur sem sagt til, að ég verði atvinnurifhöfundur til haustsins 1976, hvað sem þá tekur við. Þetta er mér nýtt, þvi hingað til hef ég alltaf þurft að skrifa i meira og minna stopulum fristundum. Ot af fyrir sig hef ég ekkert á móti þvi aðlifa svona lifi um hálfs ann- ars árs skeið, og vita hvernig það er. —VS. — segir Indriði G. Þorsteinsson, þjóðhátíðarinnar 1974 — Verður þetta ekki stór bók? — Það er orðið geysilega dýrt að gefa út stórar bækur og auk þess eru þær haldur óþjálar og ómeðfærilegar. Ég held þvl að skynsamlegt væri að gefa þessa þjóöhátíðarsögu út I tveim bind- um I sæmilega viðráðanlegu broti, jafnvel þótt þau komi út samtlmis. Annars hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um þetta atriði. — Hvenær er Ilklegt, að bókin komi út? — Samkvæmt þvi bréfi, sem ég hef fengið frá forsætisráðuneyt- inu, er gert ráð fyrir þvi, að hún verði fullskrifuð haustið 1976, en svo tekur nú alltaf verulegan tima að koma bókum gegnum prentverkið, svo mér finnst ekki óraunhæft að búast við þvl, að hún nái að komast á markað fyrir bókavertíðina 1977. Ég sé ekki neina ástæðu til þess að keyra bókina I gegn með miklum auka- kostnaði, því að svona bók er i sinu gildi, hvenær sem hún kem- ur. Áhugi ráðamanna — Veiztu hvenær ráðamönnum datt fyrst I hug að semja við þig um að skrifa þjóðhátíðarsöguna? — Ég held, að hugmyndin hafi alls ekkert verið tengd mér sér- staklega, þvl að auðvitað hefði veriðhægt aðskrifa þessa bók,án þess að ég kæmi þar við sögu. En upphaf þessa máls er það, að hug- myndinni skaut upp i Þjóðhá- tiðarnefnd. Matthias Jóhannes- EINS OG FRÁ HEFUR VERIÐ SKÝRT i fréttum hefur Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi verið falið að skrifa sögu þjóðhátiðarinnar 1974. Af þessu til- efni hitti blaðamaður Timans Indriða að máli til þess að inna hann nánari fregna af þessari fyrir- huguðu framkvæmd. Fer samtal þeirra hér á eftir. Beinharðar staðreyndir! — Þetta á væntanlega ekki að verða söguleg skáldsaga, Indriði, heldur frásögn af 'beinhörðum staðreyndum? — Nei, biddu fyrir þér! Bein- haröar staðreyndir og ekkert annað! Ég á að skrifa sögu hátíöahaldanna og aðeins hana. í raun og veru verður þetta i þrem þáttum. 1 fyrsta lagi er það hin al- menna framkvæmd vegna þjóð- hátlöarárs, i öðru lagi eru hátíðir hinna ýmsu bæja og byggðarlaga, og i þriðja lagi Þingvallahátiðin. öllu þessu verður að gera skil i þeirri þjóðhátíðarsögu, sem ég hef ver-ið beðinn að skrifa. — Þetta vinnur þú auðvitað upp úr þeim gögnum, sem þú ---------------------m. Indriði G. Þorsteinsson með fundargerðabók Þjóðhátiðar 1974, en þangað mun hann sækja miklar licimildir, þegar hann fer að skrifa sögu þjóðhátiðar- innar. Tlmamynd Gunnar. sjálfur hefur manna beztan að- gang að? — Já, ég hef flutt hingað heim til mln öll þau sögulegu gögn, sem voru á skrifstofu Þjóðhátíðar- nefndar. Hins er ekki að dyljast, aö ekki hafa allir sent upplýsing- ar um undirbúning og fram- kvæmd hátiðahaldanna hjá sér, en éghef skrifað þeim aðilum öll- um og hvatt þá til þess að senda slik gögn sem allra fyrst, svo hægt sé að fara að skipuleggja .þetta hér. Margir hafa þegar sent mér upplýsingar, en margir eiga líka eftir að gera það, og ég vil einmitt nota þetta tækifæri til þess að árétta þessa beiðni. Mér liggur á að fá þessi gögn i hendur. Og þegar ég hef fengið allar upp- lýsingar frá hinum ýmsu bæjum og byggðum, ætti heildarmyndin að liggja nokkuð ljós fyrir. — A hverju byrjar þú þá, þegar öll gögn liggja fyrir? — Fyrsta sporið er að flokka efnið og raða þvi niður, sam- kvæmt þeirri skilgreiningu, sem ég nefndi i upphafi, um þrjá meginþætti verksins, og þegar þvi er lokið, ætti ritunin að geta hafizt. Starfsemi Byggðasjóðs: Byggðosjóður hefur lánað 1.500 millj. kr. til uppbygg- ingar á landsbyggðinni Mun sennilega lána 1.000 millj. kr. á þessu ári Þriðja ársskýrsla Framkvæmdastofnunar rlkisins, sem fjallar um árið 1974, var ný- lega lögö fram á Alþingi. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna og þar á meðal um starfsemi Byggöasjóös. Blaðamaður Tim- ans hefur haft tal af Tómasi Arnasyni alþingismanni, sem er framkvæmdastjóri i Framkvæmdastofnun ríkisins, og innt hann nánar eftir starfsemi Byggðasjóðsins. — Ilve mikiö hefur Byggða- sjóður þegar lánað? — A fyrsta starfsári Byggða- sjóðs, árið 1972, námu samþykkt lán og styrkir sjóðsins 480 millj. kr. Ariö 1973 voru samþykkt ný lán og styrkir áð fjárhæð 357 millj. kr. Og á seinasta starfsári, árið 1974, námu samþykkt ný lan og styrkir 661 millj. kr. Það hefur þvi verið ráðstafað á þessum þrem fyrstu starfsárum Byggða- sjóðsins 1.498 millj. kr. úr sjóðn- um. — Til hvaða starfsemi lánar Byggðasjóðurinn aðallega? — Frá þvi sjóðurinn hóf starf- semi sina hefur hann lánaö til ýmiss konar uppbyggingar, sér- staklega I hinum ýmsu sjávar- plássum viös vegar um landið. Ég vil fyrst nefna lán til nýsmiði fiskiskipa bæöi innanlands og utan, til endurbóta á skipum og til kaupa á notuöum skipum. Þá hef- ur Byggðasjóður lánað til vinnslustöðva sjávarútvegsins.Er þar bæði um aö ræða lán til upp- byggingar og endurbóta og vél- væðingar á hraðfrystihúsum svo og til annarrar fiskvinnslu. Þá vildi ég nefna fyrirhugaðar lánveitingar Byggðasjóðs til vinnslustöðva landbúnaðarins, en með eflingu sjóðsins þá verður honum kleift að auka verksvið sitt. Þá vildi ég nefna uppbyggingu iðnaðar. Sjóðurinn hefur bæði lánað til uppbyggingar i fram- leiðsluiðnaði og þjónustuiðnaði víðs vegar um landið. Frá byrjun hefur Byggðasjóður lánaö talsvert til sveitarfélaga, svo sem til vélakaupa, til eflingar útgerðar og margt fleira mætti nefna. — Þú nefndir lánveitingar til hraðfrystihúsa. Getur þú frætt okkur eitthvaö meira um þann þátt málanna? — Eins og kunnugt er þá lét Framkvæmdastofnun ríkisins gera hraðfrystihúsaáætlun, sem fjallar um uppbyggingu, endur- bætur og vélvæðingu i hraðfrysti- iönaðinum I landinu. Byggðasjóð- ur hefur lánað i samræmi við hraöfrystihúsaáætlunina ásamt Fiskveiðasjóði og i nokkrum mæli Atvinnuleysistryggingasjóði. Þessir þrir aöilar hafa haft mjög náin samskipti til þess að fjármagna hraðfrystihúsa- áætlunina. Ég er þeirrar skoðun- ar, að uppbygging hraðfrysti- iðnaðarins I landinu sé eitt af merkari framfarasporum, sem stigin hafa verið i okkar atvinnu- rekstri. — Það urðu nokkrar umræður á Alþingi um Byggöasjóðinn og starfsemi hans á þessu ári. Hvað vildir þú segja um það? Ég álit að einn þýðingarmesti þátturinn I stefnuyfirlýsingu nú- verandi rikisstjórnar sé ákvæðið um eflingu Byggðasjóðs. Þar er ákveðið, að árlegt framlag til sjóðsins skuli nema sem svarar 2% af útgjöldum fjárlagafrum- varps. Þaö er gert ráð fyrir fram- lagi til Byggðasjóðs á fjárlögum fyrir árið 1975 að upphæð 860 millj. kr. Það er þvi ástæða til að ætla að unnt verði að lána úr sjóðnum um það bil 1.000 millj. kr. á þessu starfsári. Stjórn Framkvæmdastofnunar rlkisins gerir árlega rammaáætl- un um útlán Byggðasjóðs. A þessu ári mun Byggðasjóður lána áfram til fiskiskipa, til vinnslu- stöðva sjávarútvegs og sérstak- lega til vinnslustöðva land- búnaðarins, en þar er nýr þáttur I starfsemi sjóðsins. Þá verður lánað til iðnaðar og til sveitar- félaga svo sem til þátttöku I at- vinnullfi, til vélakaupa sveitar- félaga, gatnagerðar og hitaveitu. Þá er rétt að nefna veigamikinn þátt I starfsemi Framkvæmda- stofnunarinnar og Byggðasjóös. Það er viövlkjandi erfiðleikum I atvinnulífi ýmissa byggðarlaga. Framkvæmdastofnunin hefur margþáttuð afskipti af uppbygg- ingu atvinnullfs og viðhaldi at- vinnulífs Ihinum ýmsu byggðum. Starfsmenn stofnunarinnar ferð- ast til þessara staða, ræða við að- ila I atvinnulífinu og sveitar- stjórnir og fl. sérstaklega um erfiðleika, sem þarf að ráða bót á. Byggöasjóður kemur inn I þessa mynd á ýmsa vegu. Þessi starf- semi er ein af þýðingarmestu þáttunum I starfi Framkvæmda- stofnunarinnar og Byggðasjóðs. Það er að koma til aðstoðar og til leiðbeiningar um endurreisn og uppbyggingu atvinnullfs, þar sem miklir erfiðleikar steðja að. — Það urðu nokkur orðaskipti milli þln og Ragnars Arnalds um samanburö á starfsemi sjóðsins nú og I fyrra. Hvað vilt þú um það segja? Já, ef gerður er samanburður á þvl, hverju Byggðasjóður hefði úr að spila á þessu ári, ef ákvæði stjórnarsamningsins hefði ekki komið til, og hins hvað sjóðurinn getur að likindum lánað á þessu ári. Miðað við hinar eldri reglur þá hefði Byggðasjóður haft 332 millj. kr. á þessu ári til útlána af eigin fé. Með tilkomu hins nýja stjórnarsáttmála mun láta nærri að sjóðurinn hafi um 700 m illj. kr. meira til útlána á þessu ári eða rúmlega 1.000 millj. kr. Sjóöurinn hefur veriö stórlega efldur og það sem meira er um vert, að það má segja að hann hafi raunverulega veriö verð- tryggöur með ákvæði stjórnar- sáttmálans. Þar sem kveöiö er á um, að ár- legt framlag rikissjóös til Byggöasjóðs skuli nema sem svarar 2% af útgjöldum fjárlaga- frumvarps, er ljóst að Byggða-f sjóðurinn fylgir fjárlagafrum-’ varpi og má þvi segja, að meðan þetta ákvæði er I gildi sé hann raunverulega verðtryggöur. Hvað vilt þú segja um eignir Byggðasjóðs, hverjar eru þær? Eins og fyrr greinir tók sjóður- inn til starfa I ársbyrjun 1972. Eigur sjóðsins námu þá 341 millj. kr. í árslok 1972 námu þær 486 millj. kr. Og i árslok 1973 voru þærorðnar647 millj. kr. 1 árslok 1974 var eigið fé Byggðasjóðs 982 millj. kr. og ástæða er til að ætla að eigið fé Byggðasjóðs verði um 2.000 millj. kr. I lok þessa árs. — Ef Byggðasjóöur hyggðist taka lán til starfsemi sinnar, hef- ur hann þá heimild til þess? Já I lagaákvæðum um Byggða- sjóö er sjóðnum heimilt að taka lán til starfsemi sinnar allt að 300 millj. kr. á ári næstu fimm ár eft- ir stofnun hans. Á fyrstu þrem starfsárum sinum hefur Byggða- sjóður tekið samtals 475 millj. kr. að láni til starfsemi sinnar. Hins vegar er ekki hugmyndin að nota lánsheimildir á þessu ári, en samkvæmt lögum hefur þó Byggðasjóður heimild til þess að taka rúman milljarð til viðbótar að láni til starfsemi sinnar á þessu og næsta ári. — Hvernig er Byggðasjóöur byggður upp? Starfar hann svip- að og aðrir lánasjóðir? Byggöasjóðurinn er ekki al- mennur lánasjóður, sem lánar eftir föstum reglum hvert á land sem er. Samkvæmt lögum er til- gangurinn með starfsemi Byggðasjóðs að stuöla aö jafn- vægilbyggðlandsins. Þess vegna lánar hann sérstaklega til lands- byggðarinnar til viðbótar við hina almennu fjárfestingarsjóði. — Er ekki vandasamt að lána úr Byggöasjóöi, þegar ekki eru almennar reglur að styðjast við? Jú, það er mjög vandasamt. Og þess vegna er svo kveðið á I lög- um um Framkvæmdastofnun rikisins, að stjórn stofnunarinnar, sem jafnframt er stjórn Byggða- sjóös, verður að samþykkja allar lánveitingar úr sjóðnum. Það er ástæða til þess að geta þess, að sú nýbreytni var i öndverðu tekin upp hjá Byggðasjóði að birta ár- lega allar lánveitingar úr sjóðn- um. Arsskýrslu Framkvæmda- stofnunar rikisins fylgir skrá um samþykkt lán og styrki úr Byggöasjóði. Þess ber að gæta, að aðstaða öll til búsetu I einstökum byggðarlögum getur verið þannig, að ástæða sé til að greiða fyrir uppbyggingu þar, þótt hlið- stæð uppbygging annars staðar, fái ekki jafna fyrirgreiðslu. Sjóð- urinn er til þess ætlaður, eins og ég sagði áður, að efla jafnvægi i byggð landsins. En meðferð slikra lánveitinga er mjög vanda- söm. Mér er ekki kunnugt um, að deilt hafi verið um lánveitingar úr Byggðasjóði, nema hvað nágrenni Reykjavikur sækir fast á sjóðinn. t umræöum á Alþingi um Ars- skýrslu Framkvæmdastofnunar rlkisins var nokkuð minnzt á fyrirhugaða endurskoðun á lög- um stofnunarinnar. Hvað vilt þú segja um það mál? Ég vil aðeins vitna til þess, aö Framhald á 19. slðu Ellefta öld íslenzkrar þjóðar Land og saga. Þórlcifur Bjarna- son Aldahvörf. Bókagerðin Askur. Það er vissulega ærinn vandi að segja samtiðarsögu, svo að þaö sé rétt gert og hlutdrægnis- laust. Þó er ekki stórmannlegt ef skólakerfið bognar fyrir þeim vanda og leiðir hjá sér að kenna sögu siöustu tima. Rikisútgáfa námsbóka fór þess á leit fyrir nokkrum árum við Þórleif Bjarnason að hann -< tæki saman ágrip Islandssögu eftir 1874 til notkunar I fram- haldsskólum. Sú bók er nú kom- in út. Hún heitir Aldahvörf og þaðnafn er vissulega réttnefni. Það er mikill vandi að segja i stuttu máli frá þvi, sem gerzt hefur i þessu landi siðustu hundrað ár. Þorleifur hefur val- ið þann kostinn að segja frá ein- stökum þáttum og þróun mála á þeim sviðum eftir að hann hefur gert örstutt yfirlit um lands- höfðingjatimabilið, heima- stjórnarárin, aldarfjórðunginn þegar fullvalda riki bjó við þingbundna konungsstjórn og lýðveldisárin. Trúlega er það eina leiðin til að rekja skipulega og sæmilega itarlega i stuttu máli það, sem frásagnarvert er. Hér skal nú telja upp fáein atriði, sem mér fannst að athug- andi hef ði verið að orða á annan veg. Þar sem lýst er heyvinnu siðustu ára á bls. 11 segir: „Rakstrarvélar raka heyinu saman”. Auðvitað eru það rakstrarvélar en nafnið mun hafa fallið úr notkun meö hesta- vélunum gömlu. A bls. 37 finnst mér að beint lægi viö að skilja frásögnina svo, að „svonefndir þúfnabanar” hefðu verið i notk- un fram undir 1940. Þegar rætt er um fjármagn til land- búnaðarins á bls. 43 og 44 mætti ef til vill leggja meiri áherzlu á það að stofnlánadeildin nú er beint framhald af Byggingar- og landnámssjóði og Ræktunar- sjóðnum gamla. A bls. 65 segir um hákarlasóknir: „öngullinn var stór, með löngum legg og allbeittu agni”. Þetta mun sennilega vera prentvilla frem- ur en pennaglöp. A bls. 157 segir aö nú hafi ríkið tekið að sér all- an kostnað við alþýðutrygging- ar. Þetta er e.t.v. ekki nógu greinilegt þvi rétt á undan er talaö um lifeyristryggingar margþættar, slysatryggingar, sjúkratryggingar og atvinnu- tryggingar. A bls. 250 segir að áriö 1955 hafi Hannibal Valdi- marsson og nokkrir alþýðu- flokksmenn gengið til samstarfs við Sameiningarflokk alþýðu. Það mun samt ekki hafa verið fyrr en 1956. Þessi upptalning sýnir I fyrsta lagi hvað það er smátt og lltil- fjörlegt, sem ég get fundiö að bókinni. Hins vegar gæti þetta lika minnt á hvilikur vandi það er að segja frá i stuttu máli svo að glöggt sé og ekki megi mis- skilja. Nokkrar fróðlegar töflur eru aftast i bókinni Um þær gildir sama og alla tölfræði að nota verður með varúð og skilningi. Svo er t.d. um yfirlit um útgjöld rlkisins til kirkju- og kennslu- mála og vísinda og lista. Gildi krónufjöldans er ekki sambæri- legt frá einum tlma til annars og hlutfallstalan verður ósambæri- leg þegar nýir útgjaldaliðir bæt- ast I rlkissjóð. Nafnaskrár fylgja þessari bók. Samkvæmt þeim koma við sögu félög, fyrirtæki_og stofnan- ir talsvert á annað hundrað. Menn þeir, sem nefndir eru til sögunnar eru nokkuð á þriöja hundrað. Höfundur segir I inngangsorö- um að Pálmi Jósefsson fyrrum skólastjóri hafi unniö af mikilli elju og fundvisi að þvi að útvega myndir i bókina. Myndir eru þar margar og vel til þess fallnar „að hjálpa eftirtekt og skilningi,” svo aö notuð séu orð Helga lektors Hálfdanarsonar um dæmisögu frelsarans. Svo sem vera ber getur Þor- leifur allra merkustu félags- hreyfinga með þjóðinni, enda ekki hægt að segja frá elleftu öld íslandssögunnar án þess. Sjálf- sagt myndu ýmsir kjósa að sums staöar væri öðru visi sagt frá, og eflaust mætti þaö stund- um. Hitt er þó meira um vert, að hér er rétt sagt frá. Þessari sögu má treysta. Auðvitað er bókin alltof stuttaraleg til að vera skemmti- leg lesbók nema með köflum. En hún er ætluð nemendum, sem njóta handleiðslu kennara. Og ég held aö hún hljóti að vera ágætur stuöningur hverjum þeim unglingi sem vill skilja feril þjóöar sinnar slðustu hundraðár og vita skil á honum. Þar hefur hann trausta efnis- grind, sem kennarinn aö sjálf- sögðu fyllir I og vlsar til fyllri sögu um einstaka þætti. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.