Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. mai 1975 TÍMINN 3 Nýi síldveiðikvófinn: 19 ÞÚSUND TONN Á 18 MÁNUÐUM — veruleg skerðing ó síldveiðum í Norðursjó — ísland, Danmörk og Svíþjóð mótmæla hugsanlega Sigfinnur bóndi vaknaði á mánudagsmorgun við mikla hundgá og fór út til að athuga, hverju þetta sætti. Sá hann þá þrjá hunda við skurð einn i tún- inu, en þeir hlupu á braut, þegar Sigfinnur nálgaðist. Sigfinnur hringdi til lögregl- unnar, þvf hundarnir virtust hálf- Einar Ágústsson, utanrikisráðherra afhenti f gær Luns, fram- kvæmdastjóra NATO, eftirlfkingu að hamri þeim, sem tslend- ingar gáfu eitt sinn NATO, en sá hamar hefur nú iátið of mikiö á sjá eftir mikla notkun. Hér er Asmundur Sveinsson myndhöggv- ari meö fyrsta hamarinn, sem gerður var.fyrir 16 árum. Siöan var gerður hamarinn, sem NATO fékk, og til vinstri á myndinni er Jón Benediktsson meö mót að hamrinum, en hann skar út alla þrjá hamrana. (Timamynd GE). — drópu lamb og særðu annað gébé Rvík — Þeir drápu fyrir mér lamb, og gemlingur var svo illa bitinn, að dýralæknir þurfti að sauma sárin saman, sagði Sig- finnur Pálsson á Blikastöðum i Mosfcllssveit. Þarna voru að verki þrir hundar, sem gerðu fé Sigfinns hálfvitlaust snemma s.i. mánudagsmorgun. Sigfinnur hafði þegar samband við iögregl- una og krafðist þess að hundarnir yrðu aflifaðir. Hjá lögreglunni i Árbæ fengust hins vegar þær upplýsingar, aö enn væri ekki búið að aflifa hund- ana.Orsökinvarsögðsú.að annir mikiar væru hjá manni þeim, sem sér um dýraeyðingar. óðir og styggðu féð. Seinna fannst svo þriggja vikna gamalt lamb dautt, og við rannsókn, sem siðar fór fram, kom I ljós, að það var illa bitið eftir hundana. Siðan fannst gemlingur, sem einnig var bitinn, en honum gat dýralæknir bjargað. Hundarnir þrir voru i gæzlu i námunda við Gufunes, en höfðu sloppið frá gæzlumanni sin- um, með fyrrgreindum afleiðing- um. Eigendur þeirra eru Reyk- vikingar. Sigfinnur krafðist þess að hund- amir yrðu þegar i stað aflifaðir, og eftir að sannprófað hafði verið, að áverkarnir á lambinu og gem- lingnum voru hundsbit, voru örlög þeirra ráðin. Þeir verða þvi aflifaðir einhvern næstu daga. Þangað til eru þeir i öruggri geymslu hjá lögreglunni. Sigfinnur Pálsson sagði, að gæzlumaður hundanna hefði strax komið til sin eftir þennan atburð, og hefðu tekizt með þeim fullar sættir um bætur fyrir tjón- iö, sem hundarnir ollu. Þá sagði Sigfinnur, að slikt hefði aldrei komiö fyrir sig áður, en hann kvaðst vita um lik tilfelli á nálægum bæjum. — Þetta má ekki eiga sér stað og sýnir, svo ekki verður um villzt.aðhundareiga ekkiheima i þéttbýli, sagöi Sigfinnur að lok um. gébé—Rvik — islandi var aðeins úthlutað 19 þúsund tonna sild- veiðikvóta i Norðursjó á Norð- austur-Atlantshafsfundinum i London. Og ekki nóg með það, leyfilegur veiðitimi var einnig lengdur um sex mánuði, þannig að nú má aðeins veiða þessi nitján þúsund tonn á átján mánuðum i stað rúmlega þrjátiu og þriggja þúsund tonna á tólf mánuöum áður. ísland, Sviþjóð og Danmörk greiddu atkvæði gegn þessari tiilögu, sem þó hlaut meirihlutastuðning á fundinum. Flesb ~ öllum málum öðrum, sem taka átti fyrir á fundinum I London, var frestað, vegna þess að málið um sildveiðar i Norður- sjó tók nær allan tima fundar- manna. Er Timinn náði sambandi við Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóra I sjávarútvegsráðuneytinu, I gær- kvöld, sagði hann, að ekkert væri að svo stöddu hægt að segja um það, hvort formleg mótmæli yrðu lögð fram af Islands hálfu, það mál þyrfti að ræða vandlega, áð- ur en ákvörðun yrði tekin. En ef svo fer, verður málið tekið upp að nýju á næsta fundi Norðaustur- Atlantshafsnefndarinnar, sem verður i Madrid á Spáni i nóvem- ber. Ef Sviþjóð og Danmörk senda einnig formleg mótmæli, mun nýi kvótinn ekki taka gildi. Sildarkvóti annarra Norður- landa var einnig minnkaður verulega, Sviþjóðar úr 43 þús. tonnum niður i 18 þúsund tonn, Danmerkur úr 210 þús. tn i 69 þús- und, og Noregs úr 100 þúsund tonnum i 45 þúsund. Formaður dönsku sendinefnd- arinnar sagði i gær, að Danir væru sammála þvi, að nauðsyn- legt væri að minnka kvótann, en Mál á hendur Farmanna- og fiskimannasamband- inu þingfest fyrir félags- dómi í dag Fia!'c,r1,um1samúaar' ^ verkfall velstjora FB-Reykjavik. 1 gær átti að þingfesta fyrir félagsdómi mál vegna samúðarverkfalls vélstjóra á farskipunum vegna verkfalls vélstjóra á togaraflotanum. Ekki var þó hægt að þingfesta málið, þar sem einn dómenda i félags- dómi var erlendis, og ekki væntanlegur til landsins fyrr en i dag. Að öllu forfallalausu verður málið þvi þingfest kl. 16.30 i dag. Það eru Vinnuveitendasam- band Islands og Vinnumála- samband samvinnufélaganna, sem stefna Farmanna- og fiskimannasambandi tslands vegna verkfalls eins aðildar- félags Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Vél- stjórafélags tslands. Telja stefnendur samúðarverkfall vélstjóra á kaupákipunum með vélstjórum á togaraflot- anum ólögmætt, og er málið rökstutt með þvi, að með sam- úðarverkfalli sé átt við að ein stétt styðji aðra i kjarabar- áttu, en félag geti ekki boðað samúðarverkfall með sjálfu sér. Báðir verkfallsaðilarnir eru sem kunnugt er i Vél- stjórafélagi Islands. Með þessu máli er krafizt á- byrgðar Farmanna- og fiski- mannasambandsins á verk- falli vélstjóra á kaupákipun- um, og að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð þess vegna tjóns, sem af verkfallinu getur hlotizt. Vinnuveitendasam- band íslands stefnir fyrir um- bjóðendur sina, sem eru Eimskipafélag tslands hf., Hafskip hf., Jöklar og Jón Franklin skipaútgerð, en Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna stefnir fyrir hönd skipadeildar Sambands islenzkra samvinnufélaga. Lögfræðingar eru Baldur Guðlaugsson fyrir VSl, Skúli Pálmason fyrir Vinnumála- sambandið, og verjandi Far- manna- og fiskimannasam- bandsins er Finnur Torfi. Stefánsson. að þeir hefðu orðið að greiða at- kvæði gegn tillögunni, þvi að minnkunin hefði verið alltof mikil að þeirra dómi. Islenzku fulltrúarnir sex, sem fundinn sátu, voru væntanlegir til landsins seinti gærkvöld, og þrátt fyrir itrekaðar tilraunir Timans, tókst ekki að ná tali af þeim. Guðrún Helgadóttir og Sólveig Thorarensen, eftir að þeim höfðu verið veitt verðlaun fyrir beztu frumsömdu og þýddu barnabók ársins 1974. Timamynd Róbert. Ba r nabóka verðla u nin afhent í þriðja sinn Guðrún Helgadóttir og Sólveig Thorarensen hlutu verðlaunin FB—Reykjavik — Barnabóka- verðlaunum var úthlutað á fimmtudaginn i þriðja sinn, en það er fræðsluráð Reykjavikur- borgar, sem stendur að úthlutun verðlaunanna. Verðlaunin eru tvenns konar, annars vegar fyrir frumsamda barnabók og hins vegar fyrir beztu þýddu barna- bókina, sem komið hefur út á næstliðnu ári. Að þessu sinni hlutu þær Guðrún Helgadóttir og Sólveig Thorarensen verölaunin, Guðrún fyrir frumsamda bók, Jón Oddur og Jón Björn, en Sól- veig fyrir þýðingu bókarinnar Ævintýri prinsins hamingju- sama. Birgir ísl. Gunnarsson borgar- stjóri bauð gesti velkomna til af- hendingarinnar, sem fór fram i Höfða. Sagði hann, að árið 1970 hefði fræðsluráð ákveðið að veita árlega verðlaun fyrir barnabæk- ur, frumsamdar og þýddar. Að þessu sinni væru veitt verðlaun fyrir tvær bækur, sem komu út á árinu 1974. Sagði borgarstjóri, að verðlaunum þessum væri ætlað að vera eins konar svar við gagn- rýni, sem fram hefði komið um að barnabókum væri ekki nægilega sinnt, og ekki nægilega vel til þeirra vandað. Væri verðlaunun- um ætlað að vera höfundum og þýðendum örvun til þess að vinna vel sin störf. Þá tók til máls formaður dóm- nefndar, Jenna Jónsdóttir, sem sjálf hefur hlotið barnabókaverð- laun. Kvaðst hún vonast til þess að vel hefði til tekizt um val verð- launahafanna, enda hefði niður- staöa dómnefndar verið einróma. Siðan tilkynnti hún, að Guðrún Helgadóttir og Sólveig Thoraren- sen hefðu hlotið verðlaunin. Var þeim afhent skjal og peningaupp- hæð. Guðrún Helgadóttir þakkaði fyrir hönd verðlaunahafanna beggja, og sagði m.a., að það væri mikils virði, að fræðsluráö sýndi velvilja sinn i að stuðla að útgáfu góðra barnabóka. Bókmenntafyrirlestrar DR. Peter Dronke frá Cambridge flytur tvo fyrirlestra i boði heim- spekideildar Háskóla tsiands. Mánudaginn 2. júni n.k. flytur hann fyrirlestur er nefnist: Latin Lyric and Vernacular Bailad og þriðjudaginn 3. júnf n.k. flytur hann fyrirlestur er nefnist: Abelard and Heloise Báðir fyrirlestrarnir verða i stofu 201, Árnagarði, og hefjast kl. 17.15. öllum er heimiil aðgangur að fyrirlestrum þessum. Hundar gera usla ífé Skólahljómsveit til Eyja Þann 31. mai fer skólahljómsveit Mosfellssveitar I tónleik- aferð til Vestmannaeyja og leikur I samkomuhúsinu þar sama dag kl. 17.00. Hijómsveitin hefur árlega feröazt um landið, og á s.l. sumri hélt hún tónleika vlða á Austurlandi. 1 hljómsveitinni eru 35 börn og unglingar. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, en stjórnendur eru þeir Lárus og Birgir Sveinssynir. Auk skólahjómsveitarinnar, koma fram á tónleikunum blásarar úr Sinfóniuhljómsveitinni, sem leika sónötu fyrir horn, trompet, og básúnu eftir F. Poulenc.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.