Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. mai 1975 TÍMINN 13 H IBB ilisl.lliffllli, Það eru ekki þeir einir, sem berjast i bökkum, er haft hafa uppi kröfur um hærri laun nú undanfarin, heldur einnig menn, sem fá milljónir i árs- kaup. Þeir hafa ekki mikla smúð meðal venjulegs fólks. Þegnskapur — þjóðhollusta Einn þeirra, sem ekki llzt sem bezt á suma þætti kröfugerðar- innar, er Guðmundur P. Val- geirsson í Bæ. Hann skrifar: „Islenzka þjóðin á nú við alvarlega efnahags- og við- skiptaörðugleika að búa. Hvað hátt, sem einstök blöð og ein- staklingar hröpa til að afsanna það, er það óhagganleg stað- reynd. Þeir örðugleikar eru það miklir, að stefnt e’r i fulla tvi- sýnu um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, ef svo fer fram sem nú horfir. Smáþjóð, eins og við erum, flækt i viðskipta- og skuldafjötra, — að miklu leyti fyrir eigin tilverknað — þarf ekki að búast við að verða hátt metin meðal stærri þjóða, og þá er skammt til ófrelsis á fleiri sviðum. Endalaust má deila um hverju og hverjum sé um að kenna, að svo er komið. Óvið- ráðanlegar verðhækkanir á er- lendum vörum eiga stóran þátt i þessu. Ef rétt hefði verið haldið á málunum og þjóðin mætt að- steðjandi vanda með einhug og samstilltu átaki væri ástandið ekki nándar nærri jafniskyggi- legt og það er nú. Þeir, sem nú æpa hæst og kenna núverandi stjórn um allan vandann, eiga sjálfir þar sinn riflegan skerf. Á undanförnum árum hefur þjóðin búið við gnægtir og of-- neyzlu, mörgum til siðferðilegs og likamlegs tjóns, og þjóðinni til skaða. Þessum lifsvenjum er öröugt að breyta þegar tekjur þjóðarinnar dragast saman og minna verður til skipta. Til þess þarf manndóm, sem fjöldi manna býr ekki yfir. Þeir, sem ætla sér að telja almenningi trú um'að sú lifskjaraskerðing, sem óumflýjanleg er, sé einungis verk illrar rikisstjórnar og allir geti haldið si'nu eins og áður meö þvi einu að skipta um rikis- stjórn, vinna illt og óþarft verk. Áhangendur sina draga þeir niður I svað forheimskunnar. „Kýld vömb" Fyrrverandi og núverandi rikisstjórn hafa báðar lýst þvi yfir, að stefna þeirra væri að bæta þeim lægstlaunuðu starfs- stéttum þá lifskjaraskerðingu, sem óhjákvæmileg er, eftir þvi, sem fært væri. Hinir hærra launuðu yrðu að sætta. sig við vissa kjaraskerðingu, ef takast ætti að halda atvinnuvegunum gangandi svo allir hefðu verk að vinna. Núverandi stjórnarand- staða og ýmsir háttlaunaðir starfshópar hamast nú gegn þessari heilbrigðu stefnu. Fyrirbærið „Kýld vömb” (samanber „Astir samlyndra hjóna Guðbergs Bergssonar) veður alls staðar uppi og gerir kröfur til að vömb þess haldi ummáli sinu, hvað sem öllu öðru liður. Sú barátta, sem þetta fyrirbæri (hagsmunahóp- ar) heyr nú með verkföllum og skæruhernaði á vinnumarkaðn- um, er glöggt dæmi um hugsanaferil þessara manna, bróðurþel og þjóðhollustu. Fullt útlit er fyrir, að þeir kjósi held- ur, að sjá þjóð sina hneppta i skuldaf jötra og ófrelsi, en að slá I nokkru af þeim lifsgæðum, sem þeim hefur, að óverðugu, fallið i skaut á undanförnum velgengis árum. Þegnskapur og þjóðhollusta —, eru þetta týnd og úrelt orð og hugtök? Sé svo, þá hafa mennirnir miklu glatað, og er þá ekki von á góðu.” Brjóstheilir menn B.B. skrifár: „Annaðhvort eru það sérlega brjóstheilir menn, sem skrifa AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings 1975 var nýlega haldinn I Félagsheimili Seltjarnarneshrepps. Formaður sambandsins, Jó- hann Jónasson, setti fundinn. Rætt var um kröfukaup sam- bandsins, sem ákveðin voru á sið- asta aðalfundi, en lentu I vand- ræðaástandi vegna gengisfell- inga. Fjárfesting þessi hefur hækkað úr sjö milljónum I tæpar tiu milljónir króna. Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings Búnaðarsambands Kjalar- nesþings eru kr. 9.806.000.00. Samkv. skýrslu jarðræktar- ráðunauts, Ferdinands Ferdi- nandssonar, fækkaði jarðabóta- mönnum verulega á árinu, og Bridge: íslandsmót í tvímenn- ingskeppni um helgina Islandsmeistaramót I tvimenn- ingskeppni i bridge verður haldið i Domus Medica i Reykjavik dag- ana 31. mai og l.-júni nk. Fjörtiu og tvö pör taka þátt i keppninni, og verða spiluð alls 82 spil eða tvö spil milli para, með Barometer- fyrirkomulagi. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen. Núverandi íslands- meistarar eru þeir Asmundur Morgunblaðið, eða þeir treysta þvi, að fólk sé ekki langminn- ugt. Á sunnudaginn eru á mörgum Morgunblaðssiðum rifjaðir upp atburðir úr verkalýðsbaráttunni á kreppuárunum upp úr 1931. Afstaða Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins til hálf- sveltandi, atvinnulauss fólks á þeim árum var þó þannig, að maður skyldi halda, að i þeim herbúöum þætti þögnin skásti kosturinn. Þar átti svo sannar- lega við, að engin miskunn var hjá Magnúsi. Það var ekki heldur Sjálf- stæðisflokkurinn, sem bjargaði þvi, sem bjargað varð og rétti það við, sem við höfðum bol- magn til að rétta við. Þunginn hvildi á Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, og ætli það megi ekki heita afrek, sem þeir unnu þá með þvi að halda uppi framkvæmdum, efla ný at- vinnufyrirtæki og fleyta þjóð- inni yfir afarörðugan hjalla við fullan fjandskap Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins, argandi fánalið Heimdallar I Kveldúlfsportinu og upphlaup einkennisbúinna nasista, sem Morgunblaðið átti þá lýsingu á, að væru „hjartahreinir” ís- lendingar? Þaðvoru Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson, sem þá báru hita og þunga stjórnarstarfanna.” Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Aðgdt nauðsynleg þegar síldveiði í nót hefst d ný A FRAMHALDSAÐALFUNDI Skipstjóra- og stýrimannafélags „öldunnar” i Reykjavik, sem haldinn var 13. mai 1975, var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Eftir áralangt hlé á siídveið- um með nót við ísland vegna hættu á eyðingu Islenzkra sildar- stofna að áliti fiskifræðinga okk- ar, er nú svo komið, að þeir álita hættulaust að nótaveiðar verði leyfðar og sildarstofninn verði nýttur að takmörkuðu leyti. Er eðlilegt og sjálfsagt, að þessu sé gaumur gefinn, ef það mætti verða tilaðstoðar, og eða uppbót- ar á aðra þætti sjávarútvegsins. Leggja ber áherzlu á, að nýting aflans miðist eingöngu við mat- vælaöflun til manneldis. Astæða er til að lita aftur og fara i engu óðslega hvað varðar þessar veiðar, að minnsta kosti til að byrja með, og menn sætti sig við það aflamagn, sem rætt hefur verið um að veitt yrði á þessu ári. Lita ber á, að markaðir okkar fyrir þessar afurðir hafa að sjálf- sögðu farið úr skorðum, og gæti tekið tima að vinna þá upp að nýju. Nauðsynlegt er að hafa i huga við leyfisveitingar til þess- ara veiða nú, að um nokkra stjórnun verði að ræða, svo sem takmarkaður bátafjöldi og eða aflamagn á bát (i ferð) svo ekki skapizt þær aðstæður, að aflinn fari i gúanó, en nýtist ekki til manneldis. Við teljum sjálfsagt og eðlilegt að skip, sem á undanförnum ár- um hafa stundað sildveiðar i Norðursjó, verði látin ganga fyrir með leyfisveitingar. Um tvær leiðir er helzt að velja til að sæmilega takist til: 1. Að isa sildina i kassa um borð I veiðiskipi, flytja hana þannig i land til verkunarstöðvar, og að hver verkunarstöð hafi ekki fleiri en 2-3 báta. 2. Að hausskera sildina og salta um borð I veiöiskipi, flytja hana saltaða til verkunarstöðvar. , þar sem hún er yfirfarin og lagfærð til útflutnings. 1 hvoru tilfellinu sem um er rætt, yrði um að ræða löggiltar verkunarstöðvar. Nauðsynlegt er, að viðurkenndar verkunar- stöðvar taki við aflanum til úr- vinnslu. Leggja ber áherzlu á, að fylgst verði með veiðunum, og smásildarveiði algjörlega bönn- uð. Þá var eftirfarandi tillaga sam- þykkt á sama fundi. Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélags „öldunnar” beinir þeim eindregnu tilmælum til Hafnrannsóknastofnunarinn- ar, að fram fari könnun á loðnu- veiði siðsumars við Vestur- og Norðurland.” Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings: Jarðabætur minni 1974 en drið dður framkvæmdum einnig. Þannig varð jarðræktarframlag 5 millj., sem er minna en árið áður, þrátt fyrir verðbólguna. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórn með sér verkum. Jóhann Jónasson i Sveinskoti, sem verið hefur for- maður Búnaðarsambands Kjal- arnesþings s.l. 15 ár, baðst ein- dregið undan endurkjöri. Fráfar- andi formanni voru þökkuð störf hans af stjórn og framkvæmda- stjóra. Stjórn B.S.B. Knþ. er nú þannig skipuð: Páll Ölafsson Brautar- holti formaður, ólafur Andrésson varaformaður, Skúli Geirsson írafelli, ritari, Sigsteinn Pálsson og Jóhann Jónasson meðstjórn- endur. Færeyjaferö er oðruvisi Fjöldi víöförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, feröast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um aö ferö til Færeyja sé öðruvísi en aðrar utanlands- ferðir. Þeir eru líka á einu máli um aö Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og siðast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er það í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferð, og hún er líkaogekki síður tilvalin ferð fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er í fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavik og Egilsstöðum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. FUJGFÉiAC LOFTLEIOIR fSLAXnS i tt Félög með beint flug frá Reykjavik og Egilsstöðum Pálsson og Hjalti Eliasson, en þetta er i áttunda sinn sem þeir verja titil sinn. 1. lota verður spiluð 31. mai kl. 13:00, 2. lota sama dag kl. 20:00 og 3. lota 1. júni kl. 13:00. t mótslok, sem verða um kl. 18:30 1. júni, fer fram verðlaunaafhending fyrir sveitakeppni, tvimenningskeppni og einmenningskeppni Bridge- sambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.