Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 30. mal 1975 Kristilega sjómannastarfið ÞEIR sem ganga hjá húsinu Vesturgötu 19, hafa ef til vill kom- i6 auga á skilti sem á er letrað „Kristilega sjómannastarfið”. Fyrir þessu starfi stendur fá- mennur hópur fólks, sem séð hefur brýna þörf fyrir sjómanna- heimili í Reykjavik. Þarna i þessu litla húsnæði er rekið mikilvægt sjálfboðastarf til að koma þessari hugsjón i fram- kvæmd. Um miðjan janúarmánuð 1973 var þetta húsnæði opnað, til að- stoðar og hjálpar þeim sjómönn- um er þangað vildu koma. Daglega er þaðan farið með innlend og útlend blöð og rit, i öll þau skip sem koma hér i höfn, og mun margur einmana sjómaður vera þakklátur fyrir það. Auk þess hefur starfið gefið út blaðið „Vinur sjómannsins” undanfarin ár, og gefið það til allra sjómanna sem náðst hefur til, einnig hefur það verið sent til norrænna sjó- mannaheimila viða um heim. Ötaldar eru þær bibliur sem gefn- ar hafa verið af einstaklingum bæði innan starfsins og utan, og hafa þær verið látnar I skipin mörgum til blessunar. Daglega eru hafðar sambænastundir og eru þá sjómennirnir sérstaklega hafðir i huga. Einnig eru bibllu- lestrar hvert miðvikudagskvöld. Þar sem húsnæði er mjög tak- markað hefur ekki verið hægt að hafa kaffiveitingar fyrir sjó- menn, en vonandi stendur það til bóta. Eins og áður hefur verið sagt, er félagið bæði fámennt og fá- tækt, enda nýtur það engra opin- berra styrkja. Föstudaginn 30. mai kl. 8.30 verður haldin kynningarsam- koma á vegum starfsins I safnað- arheimili Grensássóknar. Þar mun sr. Halldór S. Gröndal tala, einnig verður fjölbreyttur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir. 38. sjómannadagurinn er á sunnudaginn FB—Reykjavik. Sjómannadagur- innverður haldinn hátiðlegur I 38. sinn á sunnudaginn. Hátiðahöldin verða með hefðbundnu sniði: Fánar verða dregnir að húni á skipum i höfninni kl. 8. Lúðra- sveit Reykjavikur leikur við Hrafnistu kl. 9, en kl. 11, verður sjómannamessa i Dómkirkjunni, þar sem biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson, minnist drukknaðra sjómanna. Um sama leyti verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins i Foss- vogskirkjugarði. Siðdegis verða siðan hátiðahöld I Nauthólsvik, sem hefjast með lúðrablæstriklukkan 13:30. Ávörp flytja Gunnar Thoroddsen i fjar- veru Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra, Ingólfur Arnarson, framkvstj. útvegs- mannafélags Suðurnesja, fulltrúi útgerðarmanna, Brynjóflur Hall- dórsson skipstjóri, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Ægis, fulltrúi sjómanna, og að lokum mun Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, heiðra þrjá sjómenn með heiðurs- merki dagsins. Enn fremur verð- ur afhentur gullkross sjómanna- dagsins. Hann hefur ekki verið veittur undanfarin ár, en sex manns hafa hlotið hann til þessa. Það eru: Ólafur Thors, Henrý Hálfdánarson, Þorvarður Björns- son, Guðmundur H. - Oddsson, Geir Ólafsson, og Gróa Péturs- dóttir. Þessu næst fer fram kappróður, kappsigling, björgunar- og stakkasund og koddaslagur. Merki sjómannadagsins og Sjó- mannadagsblaðið, ásamt veiting- um, verða til sölu i Nauthólsvik- inni. Strætisvagnaferðir verða frá Lækjartorgi og Hlemmi frá kl. 13, og verða á fimmtán minútna fresti. Um kvöldið verður sjó- mannahóf að Hótel Sögu. Afgreiðsla á merkjum sjó- mannadagsins og Sjómannadags- blaðsins verður á eftirtöld- um.stöðum frá kl. 10: Austurbæjarskóla, Álftamýrar- skola, Arbæjarskóla, Breiða- gerðisskóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hliðaskóla, Kársnes- skóla, Kópavogsskóla, Langholts- skóla, Laugarnesskóla, Laugar- ásblói, Melaskóla, Mýrarhúsa- skóla, Vogaskóla og hjá Vél- stjórafélagi íslands Bárugötu 11. Há sölulaun eru i boði, og þau börn sem selja fyrir eitt þúsund krónur eða meira, fá auk sölu- launa aðgöngumiða að kvik- myndasýningu i Laugarásbiói. Meðal efnis Sjómannadags- blaðsins að þessu sinni má nefna frásögn Eyjólfs Jónssonar sjó- manns, sem var annar tveggja er komust af úr árásinni á Reykja- borgina, þegar 13 manns fórust. Skipið var að koma úr Englands- för árið 1941, þegar það var skotið niður. Aldrei áður hefur birzt frá- sögn af þessu slysi, þar sem hvorki Eyjólfur né Sigurður Hannesson, sem einnig komst lifs af úr slysinu, en er nú látinn, hafa viljað segja opinberlega frá þvi, hvemig slysið vildi til. Sinfóníuhljómsveit Islands LOKATÓNLEIKAR 16. og siðustu reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða haldnir fimmtudaginn 29. mai kl. 20.30 i Háskólabiói. Firmakeppni Fáks 234 hestar kepptu Hin árlega firmakeppni hesta- mannafélagsins Fáks fór fram á velli félagsins að Viðivöllum 25. mal. 234 fyri?tæki lögðu félaginu lið I keppni þessari, og jafnmarg- ir hestar og hestamenn mættu til keppninnar, sem var skipt i tvo flokka, flokk unglinga 16 ára og yngri og flokk fullorðinna. Þrenn verölaun voru veitt i hvorum flokki. Úrslit urðu þau, að i flokki full- orðinna sigraði Blikfaxi, knapi Sigurður Júliusson, eigandi Sigriður Gisladóttir, en fyrir- tækið var Sigurlinni Pétursson, Einingahús. 1 flokki unglinga sigraði Asi, knapi Freyja Hilmarsdóttir, eigandi Hinrik Ragnarsson, fyrirtæki ölgerðin Egill Skallagrimsson hf. Stjórnandi verður Karsten Andersen aðalhljómsveitarstjóri og einleikari fiðlusnillingurinn Aaron Rosand frá Bandarikjun- um. A efnisskrá er Hardingtonar eftir Geir Tveitt, Sinfónia nr. 5 eftir Carl Nielsen og fiðlukonsert eftir Brahms. Bandariski fiðluleikarinn AARON ROSAND fæddist i Hammond i Indiana og stundaði tónlistarnám sitt I Chicago til árs- ins 1944. A þessum árum lék hann oft I útvarp og kom fram með Grant Park sinfóniuhljómsveit- inni á hljómleikaferðum hennar um vesturriki Bandarikjanna, svo og á hljómleikaferðum með sinfóniuhljómsveitinni i Chicago. Aaron Rosand stundaði fram- haldsnám hjá Efrem Zimbalist við Curtis tónlistarskólann I Fila- delfiu og kom fyrst fram á sjálf- stæðum tónleikum i New York ár- ið 1948. Eftir tónleika, sem hann hélt á sama stað árið 1955, hlaut hann afburða góða dóma allra helztu gagnrýnenda, sem spáðu honum miklum frama. Hin siðari ár hefur Aaron Rosand leikið með öllum helztu hljómsveitum i Evrópu og Ameriku. Feðgin sigruðu á 2 eyfirzkum hestum PÞ Sandhóli — Nú rekur hver firmakeppnin aðra hjá hesta- mannafélögunum. Þá kemur i ljós, hvei góðum árangri hestamenn hafa náð i tamningu hesta sinna I vetur. Einnig kemur fram, að áhugi og viðleitni til að styðja við bakið á þeim, sem hestamennsku stunda, nær út fyrir raðir hestamanna, en þar er átt við þau fyrirtæki, sem þátt taka I sllkri keppni, og er það þakka vert. Sunnudaginn 25. mai hélt hestamannafélagið Ljúfur firmakeppni i Hveragerði. Þrjátiu fyrirtæki tóku þátt i keppninni. Sigurvegari varð Glæsir úr Eyjafirði, en eigandi og knapi er Páll Sigurðsson á Kröggólfsstöð- um, sem keppti fyrir Garðyrkju- stöðina Alftafell. í öðru sæti varð Eyfjörð úr Eyjafirði, eigandi og knapi Helga Ragna Pálsdóttir, dóttir Páls á Kröggólfsstöðum, Helga Ragna keppti fyrir Bifreiðaverkstæði Bjarna Snæ- bjömssonar. I þriðja sæti varð Fluga, eigandi og knapi Kristinn Antons- son, sem keppti fyrir Raftækja- verzlun Suðurlands. Félagar I hestamannafélaginu Ljúf eru yfir sjötiu talsins. í vetur var starfræktur reiðskóli fyrir unglinga að Kröggólfsstöðum, og stjórnaði Rósmarie Þorleifsdóttir honum. Um þrjátiu og sex þátt- takendur voru . á námskeiðinu, sem verður haldið áfram seinna I vor. Formaður hestamannafélags- ins Ljúfs er Tómas Antonsson i Hveragerði. 135 tóku skipstjórapróf ó þessu skólaóri STÝRIM ANNASKÓLANUM i Reykjavik var sagt upp 24. mai sl., I 84. sinn. Viðstaddir skóla- uppsögn voru margir af eldri nemendum skólans. t upphafi gaf skólastjóri stutt yfirlit yfir starfsemi skólans á skólaárinu. Auk venjulegrar kennslu sóttu nemendur 2. stigs námskeið i brunavörnum i slökkvistöðinni. Þá fóru nemend- ur 1. og 2. stigs æfingaferðir á sjó með Hafþóri, skipi Hafrann- sóknastofnunarinnar, nemendur 3. stigs með varðskipum rikisins. Skólastjóri gat þess, að tækja- kostur skólans hefði aukizt veru- tega, einkum með nýju kennslu- tæki, sem heitir á ensku Radar Simulator, en mætti á islenzku kallast ratsjár-samlikir. Slik tækjasamstæða þykir nú orðið nauðsynleg við sjómannaskóla. Hlutverk þessa samlikis er að æfa nemendur I að sigla eftir radar við sömu aðstæður og um borð i skipi á sjó. Að þessu sinni luku 18 skip- stjóraprófi 3. stigs og 53 skip- stjóraprófi 2. stigs. Fyrr um vet- urinn höfðu 58 lokið skipstjóra- prófi 1. stigs og 6-skipstjóraprófi 4. stigs, þ.e. skipstjórapröfi á varðskipum rikisins. Efstur á prófi 3. stigs var Þór- arinn Th. ólafsson, 9.89, sem er hæsta einkunn við skólann til þessa, og hlaut hann verðlauna- bikar Eimskipafélags íslands, farmannabikarinn. Efstur á prófi 2. stigs var Kristinn Gestsson, 9.52, og hlaut hann verðlaunabik- ar öldunnar, öldubikarinn. Efstur á prófi 4. stigs var Vil- mundur. Viðir Sigurðsson 9,38 og á prófi 1. stigs Stefán Þröstur Halldórsson, 9,50. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nem- endur, sem allir höfðu fengið ágætiseinkunn: Guðmundur Jósepsson, Gunnar Jónsson, Jón Sigmar Jóhannsson, Kristinn Gestson og Þórarinn Ólafsson. ORSTUTT ATHUGASEMD UM BYGGÐ í JÖKULDALSHEIÐINNI ÉG GET EKKI stillt mig um að gera örlitla athugasemd við nið- urstööu, sem hinn mikilsvirti vlsindamaður, dr. Sigurður Þórarinsson, kemst að I grein, sem hann hefur skrifað i fyrsta bindið af Sögu tslands, þjóðhá- tiðarútgáfuna. Þar segir svo á bls. 42: „A árunum 1840-’60 byggjast 17 býli á heiðunum milli Jökul- dals og Vopnafjarðar, en þau voru óbyggð, er manntalið var tekið áriö 1703. Tiu þeirra voru komin I eyði um siðustu alda- mót, og öll sautján voru I eyði fyrir aðra heimsstyrjöldina.” Ég legg þann skilning I loka- orð þessarar tilvitnunar, að öll býlin I Jökuldalsheiöi hafi verið komin I eyði um eða fyrir upp- haf heimsstyrjaldarinnar 1939- 1945. En þannig var það ekki. 1 fyrsta bindi ritsafnsins Aust- urland, sem kom út 1947, er löng ritgerð, sem heitir Jökuldals- heiðin og byggðin þar. Hún er skrifuð af Halldóri Stefánssyni, fyrrum alþingismanni, sem var þaulkunnugur á þessum slóð- um, enda munu villur i henni vera afar fáar.Samkvæmt þess- ari heimild hafa að minnsta kosti fjögur býli Heiðarinnar haldizt I ábúð fram á heims- styrjaldarárin, og eitt þeirra lagöist ekki I eyði fyrr en vorið 1946. Skulu nú þessi býli talin upp:Veturhús fóru I eyði vorið 1941 Sænautasel fór I eyði 1942 Armótasel fór I eyði 1943 Heiðarsel fór I eyði 1946. Halldór Stefánsson telur býli Heiðarinnar reyndar ekki nema sextán I stað sautján, eins og dr. Sigurður Þórarinsson gerir, en um það skal ekki fengizt hér, og hann (þ.e. Halldór) telur land- námstimann vera frá 1841-1862, og má segja, að þar muni ekki neinu sem máli skipti. Ég viðurkenni fúslega, að mér þótti dálitið miður, þegar ég las fyrrgreindar lfnur i Sögu Is- lands. Eitt af þvi merkilega við þessa heiðabyggð er einmitt það, hversu lengi hún entist, eða frá þvi fyrir miðja nitjándu öld og fram undir miðbik þeirrar tuttugustu. Með öðrum orðum: siðasta býlið fór ekki i eyði fyrr en ár var liðið frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það eru hvorki meira né minna en eitt hundrað og fimm ár frá þvi að fyrsta býlið byggist og þangað til það siðasta leggst i eyði. Það er verulega frásagnarverður hlutur.aukþessað vera söguleg staðreynd. Þarflaust ætti að vera að taka það fram, að þessar llnur eru ekki skrifaðar til þess að hafa i frammi neins konar áreitni i garð dr. Sigurðar Þórarinsson- ar. öðru nær. Mér er fyllilega ljóst, að sú ónákvæmni, sem hér er minnzt á, haggar ekki við aðalefni ritgerðar hans, sem er allt annað en að rekja sögu byggðarinnar I Jökuldalsheið- inni, þótt hún sé þar tekin sem dæmi. En þegar skrifuð er tslands- saga — og það hátíðarútgáfa —, þar sem margir lærðustu og gáfuöustu fræðimenn þjóðar- innar leggja fram krafta sina, þá er ekki nema von að fólk lesi hana með þvi hugarfari, að allt hljóti að vera rétt, sem þar stendur. Ekki sizt á þetta við, þar sem dr. Sigurður Þórarins- son á I hlut. Hann hefur fyrir löngu aflað sér slikra vinsælda, bæði sem fræðimaður og ein- staklingur, að þeir sem til þekkja gera meiri kröfur til hans en flestra annarra, — óaf- vitandi ef ekki vitandi. Og vonandi láir enginn okkur Norðmýlingum, þótt okkur renni blóðið til skyldunnar, þeg- ar á aðra hönd eru austfirzkar heiðar.en á hina sjálfur Sigurð- ur Þórarinsson. — VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.