Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.05.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 30. mai 1975 TÍMINN 19 BÆNDUR hefur gefið góða raun við sáningu, enda sérstakar stiilingar fyrir hverja tegund frsss Rúmtak: 300 1 <350 kg). Vinnslubreidd: Allt að 15 m. Nákvæm stilling úr ekilssæti. Góðir greiðsluskilmálar. Guðbjörn Guðjónsson HEILDVERZLUN Síöumúla 22 -+■ Simi 8-56-94 r Arnessýsla Félag ungra framsóknarmanna I Arnessýslu heldur almennan félagsfund aö Eyarvegi 15, Selfossi föstudaginn 30. mai kl. 21. Inntaka nýrra félaga. Kjörnir fulltrúar á þing SUF, sem haldið verður á Húsavik 6. til 8. júni næst komandi. Kynnt verða drög að ályktunum þingsins. Eggert Jóhannesson formaöur SUF mætir á fundinum. Félagar fjölmenniö og takið meö ykkur nýja félaga. Stjórnin. Um þessar mundir er hópur fermingabarna frá Norðfirði i ferðalagi um Skotland. Fermingabörnin eru 30 og fararstjórar eru sr. Páli Þórðarson sóknarprestur og GIsli Sighvatsson skólastjóri barnaskólans á Norðfirði. Hópurinn kom til Reykjavikur 25. mai og þá var myndin aö ofan tekin. Morguninn eftir flugu börnin svo til Glasgow meö þotu Flugfélags Islands. Þau koma aftur til landsins 2. júni og fijúga tii Neskaupstaöar daginn eftir. Meö börnunum á myndinni eru einnig Vilhjáimur Hjálmarsson menntamáiaráðherra og frú. TORNADO endurbóta og fullkomnunar siðar, að fenginni reynslu. Nú á árinu 1974 voru þegar gerðar veiga- miklar breytingar á löggjöfinni um Framkvæmdastofnun rikis- ins. Með setningu laga um Þjóð- hagsstofnun var hagrannsókna- deildin lögð niður og felld úr gildi önnur ákvæði, sem snertu starf- semi þeirrar deildar. Þessi breyt- ing tók gildi 1. ágúst 1974. Siðan hefur Framkvæmdastofnunin starfað i tveim deildum, áætlana- deild og lánadeild. Nú hafa stjórnarflokkarnir komið sér saman um að endur- skoöa þessa löggjöf og þar á með- al verkefni Byggðasjóðs i þvi skyni að samræma aðgerðir i byggðamálum. Kjarninn i þeirri endurskoðun að þvl er varðar Byggðasjóð verður án efa að lögákveða árlegt framlag til Byggðasjóðs, sem svarar 2% af útgjöldum á fjárlagafrumvarpi. Með slikri stóreflingu sjóðsins mun hann hafa bolmagn til að auka starf- semi sina og lána til fleiri þátta i uppbyggingu landsbyggðar. Nokkuð hefur þegar verið unnið að undirbúningi endurskoðunar löggjafarinnar um Fram- kvæmdastofnun rikisins. For- sætisráðherra skýrði frá því, að rtkisstjórnin hyggðist leggja fram á næsta Alþingi frumvarp til laga um endurskoðun á Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Minnst fjórar Reykjavíkurferðir á óri — og beinn kostnaður við hverja ferð hundrað þúsund krónur JH —Hjá okkur eru gerðirút þrir bátar af stærri gerð, tveir fjörutiu til sextíu lesta og einn tvö hundr- uð og fimmtíu lesta, og vertiðin gaf góða raun á okkar mæli- kvarða, sagði Óli Björgvinsson, oddviti á Djúpavogi við Tímann i gær. Að auki er hjá okkur nokkuð af smábátum, tveggja til tólf iesta, og hafa sumir þeirra verið við rækjuveiðar á Berufirði í vet- Okkur helzt fremur vel á unga fólkinu, sagði Óli enn fremur, og nokkuð er um að fólk flytjist að. Þannig fjölgaði fólki á Djúpavogi úr 338 Ibúum 1973 i 352 árið 1974. t samræmi við þetta hefur verið talsvert byggt af Ibúðarhúsum siðustu ár, og i sumar^verður byrjað á fjórum eða fimm. Þar að auki á að hefja byggingu nýrrar simstöðvar og pósthúss. Læknir hefur verið hjá okkur siðan i fyrrasumar, þá ráðinn til eins árs. Samveitukerfi á Austurlandi nær nú orðið suður að Lónsheiði en sá galli er á gjöf Njarðar, að nýja raflinan, eða spennar á henni, virðast ekki þola álagið, og hefur þá orðið að grfpa til disil- stöðvar og veita rafmagni frá henni norður á bóginn, jafnvel allt til Fáskrúðsfjarðar, auk þess sem hún er höfð i gangi, þegar raf- magnsnotkunin er mest. Þvi er ekki að leyna, að þungt er fyrir fæti hjá okkur úti á landi i ýmsum samskiptum við rikis- stofnanir og stjórnvöld. Sveitar- stjórnir verða að senda menn æ ofan I æ til Reykjavíkur til þess að fylgja málum sinum eftir, og ég held að fjórar ferðir á ári séu lág- mark. Fyrir okkur á Djúpavogi er beinn kostnaður af Reykjavikur- ferð með viku dvöl um hundrað þúsund krónur á mann, og þá timasóunin ekki talin með. Verst er þó, sagði Óli, hve framgangur mála er tregur. Við höfum nú lagt um fjörutiu mill- jónir króna i nýtt frystihús, sem orðið er langt á eftir öllum áætlunum vegna vanefndra láns- loforða, og kemst lfka tveimur ár- um seinna i gagnið en vera átti, og verður þá lika að sama skapi dýrara. í vegamálum virðist lika eiga litið að gera af þvi, sem ráð- gert var. Lónsheiði er nú tæpast fær fólksbifreiðum, þvi að þess- um kafla hringvegarins hefur ekki verið haldið við, og allt virð- ist óráðið um annað vegarstæði. Ég býst ekki heldur við, að unnið verði að vegarkafla, sem gera átti suður á bóginn i framhaldi af Geithellnaárbrúnni, né heldur að kaflanum á milli Geithellna og Melrakkaness, sagði Óli að lok- um. Sendum póstkröfu JÓLBARÐAR Kjara 825x20/12 Nyion 19.530 v'GrJk 900x20/14 21'830 1000x20/14 1000x20/16 1100x20/14 1100x20/16 27.320 28.560 29.560 31.320 Full óbyrgð d sólningunni iéim&si Nýbýlavegi 4— Sími 4-39-88 Kópavogi FUF Reykjavík FÉLAG úngra framsóknarmanna heldur félagsfund laugardag- inn 31. mai n.k. kl. 14.00 að Rauðarárstlg 18. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á 15. þing SUF, sem haldið verður á Húsavík 6.-8. júni n.k. Þeir félagsmenn, sem hug hafa á að sækja þingið eru beðnir að hafa samband við skrifstofu flokksins fyrir fundinn. Stjórn FUF Aðalfundur F.U.F. Keflavík Verður haldinn mánudaginn 2. júnl kl. 20,30 i Framsóknarhús- inu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á þing S.U.F. önnur mál. — Stjórnin. Fimmtónda þing SUF Fimmtánda þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið á Húsavlk dagana 6., 7. og 8. júni næstkomandi. Nánar auglýst slðar. Stjórn SUF. P Byggðasjóður þegar frumvarp til laga um Framkvæmdastofnun rlkisins var upphaflega lagt fyrir Alþingi var sérstaklega getið um það i greinargerð fyrir frumvarpinu, að vafalaust þarfnaðist löggjöfin ÁLFNAÐ ER VÉRK ÞÁ HAFIÐ ER ^ SAMVINNUBANKINN 13 óra duglegur strákur óskar eftir sveitaplássi sem fyrst. Upplýsingar í síma 52189.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.