Tíminn - 05.06.1975, Síða 3

Tíminn - 05.06.1975, Síða 3
Fimmtudagur 5. júni 1975 TtMINN 3 Sovézkir kaupa lagmeti fyrir 180 miMj. kr. Gsal-Reykjavik. — Undirritaðir hafa verið samningar milli Söl ustofn unar lagmetis og Prodintorg i Moskvu og er heildarverðmæti samningsins tæpar 180 millj. kr. Þessi sölusamningur við Sovétrikin samanstendur af gaffalbitum og þorskhrognum. Samningurinn var undirritaður i Reykjavik á mánudaginn. Gaffalbitar hafa verið fram- Tvö innbrot Gsal—-Reykjavik. — Tvö innbrot voru framin i Reykjavik I fyrri- nótt með stuttu millibili. t fyrra skiptið var brotizt inn I söluturn- inn á Sunnutorgi og meðan rannsóknarlögreglumenn voru þar var þeim tilkynnt um innbrot i veitingahúsið Glæsibæ. Litlu var leiddir um árabil fyrir t Sovét- menn og eftirspurn hefur verið mun meiri en framboð á hráefni hérlendis leyfði. — Þorskhrogn er ný vörutegund á sovézkum markaði, en gæti orðið mikilvæg i framtiðinni fyrir islenzkan lag- metisiðnað, sérstaklega með tilliti til þess mikla magns óunnis hráefnis, sem flutt er út á hverju ári, segir i tilkynningu frá Sölustofnun lagmetis. stolið úr söluturninum, en i Glæsi- bæ brutu þjófarnir skáp á einum baranna og höfðu á brott með sér eitthvað af áfengi. Það var næturvörður i Glæsibæ, sem varð þjófanna var, en þar voru tveir unglingspiltar að verki. Ekki hafði i gærkvöldi tek- izt að hafa hendur i hári piltanna, en rannsóknarlögreglan vinnur að rannsókn málsins. SAAÍÐI BORGARFJARÐAR- BRÚARINNAR AÐ HEFJAST BH-Reykjavik. Þessa dagana er fyrsti vinnuflokkurinn að hefja störf við byggingu brúarinnar yfir Borgarfjörð, frá Seleyri yfir i Borgarnes. Hér er um að ræða 20-30 manna flokk, undir stjórn Jónasar Gfslasonar, brúarsmiðs. Verkefni þeirra er að reisa vinnubúðir, verkstæði, birgða- geymslu og þess háttar á Seleyri gegn Borgarnesi. Þannig komst Helgi Hallgrims- son, deildarverkfræðingur hjá Vegagerð rikisins, að orði i gær, þegar blaðið hitti hann að máli og innti hann eftir framkvæmdum við Borgarfjarðarbrúna, eitt helzta nýbyggingaróformiö, sem samgönguráðherra setti á vega- lög þessa árs. Við báðum Helga að segja okkur frá brúnni, eins og hún væri hugsuð. — Þetta verður steypt bitabrií með tveim akbrautuni. Hún er fyrirhuguð 13 höf, hvert 40 metrar að lengdog veröur heildarlengd brúarinnar þvi 520 metrar. Yfir- bygging brúarinnar hvilir á steyptum stöp/um, og er hæð þeirra um 10 metrar frá botni fjarðarins. Undir stöpla verða reknir staurar. Við spurðum Helga, hvort þetta væri fyrsta brúin yfir sjó hér- lendis. — Nei, sjávarfalla gætir undir nokkrum brúm hérlendis, og má þar nefna brúna yfir Mjósund i Hraunsfirði. En þetta er i fyrsta skipti, sem við gerum brú við þær aðstæður, sem eru I Borgarfiröi. Þá spurðum við Helga, hvort hér yrði um mikla vegabót að ræða. — Já, það má vist fullyrða það. 1 fyrsta lagi styttist leiðin til Borgarness og vestur um Snæfellsnes um tæpa 30 kilómetra, og ástand vegamála á þessum slóðum er slikt að það kallar á aðgérðir. Þrjár brýrnar þarna, tvær á Ferjukots iki og svo brúin yfir Hvitá, eru vægast sagt orðnar erfiðar i samgöngu- kerfinu. VERKALÝÐSHREYFINGIN LEITAR AÐSTOÐAR ERLENDIS EF TIL VERKFALLA KEArtUR AAIKIÐ VERÐFALL Á FREÐ- FISKI í BANDARÍKJUNUAA Gsal—Reykjavik. — Mikið verö- fall hefur orðið á freðfiskmarkaði I Bandarikjunum allt frá byrjun árs 1974. islenzkar þorskblokkir seldust þá á 82 cent pundið, en i árslok á 60 cent. Nú er verðið 58 cent og virðist fara heldur lækk- andi. Að sögn Sigurðar Markús- sonar, f ra mk væm da st jóra sjávarafurðadeildar Sambands- ins, er ástæðan fyrst og fremst mikill samdráttur i innflutningi og neyzlu freðfisks I Bandarikj- unum. Sigurður sagði, að sam- kvæmt opinberum skýrslum næmi samdrátturinn um 20 af hundraði, og af þeim sökum hefðu nú safnazt nokkrar birgðir af frystum fiski, mun meiri en á sama tima I fyrra. — Efnahagsástandið i Banda- rikjunum veldur hér mestu um, sagði Sigurður. — Það hefur yfir- Svanir í • • f •• songtor GB—Akranesi. Karlakórinn Svanir á Akranesi hefur áformað að fara söngferð til Vestur- og Norðurlandsins nú á næstunni. Kórinn mun syngja i Dalabúð, Búðardal, laugardaginn 7. júni kl. 15.30 og á Breiðabliki, Snæfells- nesi að kvöldi sama dags kl. 21.30. Hinn 13. júni mun kórinn syngja i félagsheimilinu Hvammstanga kl. 21.30, i félagsheimilinu Blönduósi hinn 14. júni kl. 14.30 og að Bifröst, Sauðárkróki, að kvöldi sama dags kl. 21.00. Einsöngvarar með kórnum eru Ágúst Guðmundsson og Jón Eiriksson. Undirleikari er frú Friða Lárusdóttir, en söngstjóri er Haukur Guðlaugsson. A efnisskránni eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda, og er hún mjög fjölbreytt. Kórinn hefur á þessu ári haldið þrjá sam- söngva á Akranesiog i Logalandi, i Reykholtsdal. Karlakórinn Svanir stefnir nú að þvi að minnast 60 ára söng- og starfsafmælis sins með sérstakri afmælissöngskra, sem þá verður flutt á hausti komanda. Söng- menn i kórnum eru nú 38, formað- ur er Stefán Bjarnason og aðrir stjórnarmenn Gestur Friðjóns- son, Garðar Óskarsson, Matthias Jónsson og Sigursteinn Hákonar- son. leitt farið saman, að ef efnahags- ástandið i Bandarikjunum hefur verið gott, hefur markaður okkar einnig verið ágætur, og svo öfugt. Sagði Sigurður að flestir efna- hagssérfræðingar væru þó þeirr- ar skoðunar, að nú væru ýmis þau teikn á lofti, er túlka mætti sem visbendingu um aftúrbata. Þessi teikn eru þó enn ekki far- in að hafa nein merkjanleg áhrif á freðfisksmarkaðnum, en geta má þess, að fyrstu fjóra mánuði árs- ins 1975 varð nokkur aukning i flakasölu Iceland Products miðað við sama timabil á fyrra ári. Freðfisksmarkaðurinn i Bandarikjunum er tslendingum afar mikilvægur, en hann hefur tekið á móti 75%-88% af öllum okkar freðfisksútflutningi að sögn Sigurðar Markússonar. Á aðalfundi Félags Sambands- fiskframleiðenda, sem haldinn var fyrir nokkrum dögum spunn- ust um þetta málefni miklar umræður og voru menn á einu máli um nauðsyn þess að leggja áherzlu á vöruvöndun til að tryggja islenzka fiskinum áfram- haldandi öruggan sess á Banda- rikjamarkaði. Guðjón B. Ólafsson, aðalfram- kvæmdastjóri Iceland Products kom inn á þessi mál i skýrslu sinni og sagði að stórfelld vanda- mál hefðu komið upp i sambandi við meðferð fisks úr nýju togskip- unum. Svo virtist sem margir hefðu haft oftrú á þvi að ný skip, útbúin með kassa, kældar lestar og jafnvel isframleiðslu, um borð, myndu leysa öll gæðavandamál. Svo væri þó ekki. Reynslan sýndi, að mjög væri vandfarið með fisk, þótt þessar aðstæður væru fyrir hendi. Rakti han siðan nokkra þætti, sem þyrfti að rannsaka gaum- gæfilega, og sagði að ekki mætti dragast að setja strangar reglur Reyðarf jörður: Keramiksýning I Félagslundi á Reyðarfirði verður haldin sýning á nýjum keramikmunum frá Glit hf. 6.-8. júni. A sýningunni verða fyrst og fremst verk eftir listiðnaðarfólk, sem starfar hjá fyrirtækinu, Magneu Hallmundsdóttur, Onnu Knapp og Paul Martin. Þá verða til sýnis 62 verk, þar af 35 sérunn- ir plattar og nokkrar þjóðlifs- myndir. um þau atriði. Orðrétt sagði Guð- jón: — Gæði framleiðslunnar verð- ur að setja ofar öllu. Ef Islending- ar tapa þvi orði, sem fer af is- lenzkum fiski á Bandarikjamark- aði, og þar með þvi hærra verði sem fæst umfram sambærilegar pakkingar frá öðrum þjóðum, myndi árlegurskaði þjóðarbúsins nema meira en 1000 milljónum króna vegna þroskflaka einna. A fundinum kom fram, að Ice- land Products væri meðal þeirra mörgu fyrirtækja, sem orðið hefðu fyrir þungum búsifjum á árinu og mætti rekja þær að veru- legu leyti til ótryggra markaðs- og rekstrarástæðna. Halli fyrir- tækisins á árinu hefði verið það mikill að reynzthefði nauðsynlegt að styrkja fjárhagsstöðu þess með lántökum. BH-Reykjavik. — Verkalýðs- hreyfingin hyggst leita til er- lendra ' stéttarsamtaka um siðferðilegan og fjárhagslegan styrk I verkfallsbaráttu þeirri, sem yfir stendur, og þá ekki siður þeirri, sem fyrir dyrum stendur, er aðildarfélög ASÍ hafa velflest boðað til verkfalls 11. júni n.k., en þar á meðal eru flest stærstu launþegafélög landsins. Undanfarna þrjá daga hefur dvalizt hér á landi framkvæmda- stjóri Norræna alþýðusam- bandsins, Richard Trælnes, sem hefur aðsetur I Stokkhólmi. Hefur Trælnes verið að kynna sér stöðuna I samningamálum hér, með tilliti til siðferðilegs og fjár- hagslegs stuðnings við Islenzku verkalýðshreyfinguna, komi til almennra verkfalla hér. Þetta er ekki I fyrsta skipti, sem sam- böndin á Norðurlöndum senda hingað mann til þess að kanna ástandið. Þegar verkalýðs- hreyfingin átti I löngu og hörðu verkfalli árið 1955 sendu Norðmenn mann hingað og veittu siðan góðan fjárhagslegan stuðning. Trælnes fór héðan I gær, og mun bráðlega leggja skýrslu um för sina og kannanir fyrir Norræna Alþýðusambandið. Þá tjáði Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins I gær, að Sjómannasambandið hefði haft samband við Alþjóðasamband flutningsverkamanna, ITF, sem sjómannasambandið er meðlimur I, og farið fram á fjár- hagslegan stuðning við sjómenn þá, sem nú hafa átt i 8 vikna verk- falli vegna togarádeilunnar. Upplýsti Jón einnig, að ASI heföi veitt sjómönnunum 250 þúsund króna stuöning og einnig hefði Sjómannasambandið lagt nokkurt fé fram, og heföi þessu fé verið úthlutað til verkfallsmanna. Eins og fram kom i blaðinu I gær, eru verkfallssjóðir flestra félaganna illa undir það búnir að mæta löngum verkfallsaö- gerðum. — Sterkustu sjóðirnir eru fórnfýsi fólksins sjálfs, sagði Eövarð Sigurðsson i viðtali viö blaðið I gær. — Fjárhagslega er fólk illa undir það búið að fara i verkfall núna, kaupskerðingin , hefur verið þaö mikil og tekju- öflunarmöguleikarnir miklu minni nú en áður. hsA lr i Wf m m Þverá i Borgarfirði. Laxveiði hefst tveim dögum seinna I Þverá heldur en i fyrra, eöa 7. júni. Þar verður veitt á tólf stengur eins og áð- ur. Á siðastliðnu ári fengust 1748 laxar úr Þverá, og var meðalþungi þeirra 7,8 pund. Guðmundur á Guönabakka sagöi að vatnið i ánni væri nú i meðallagi, en ekki er vitaö hvort lax hefur sést þar enn. Laxá i Aðaldal. Veiði hefst nokkru fyrr I Laxá en á síðastliðnu sumri eða þann 10. júni. Hjá Hlyni Þór Magnússyni, hjá Lands- sambandi veiðifélaga, fengum við þær upplýsingar, að nokk- uö væri til af leyfum I ána enn fyrir Islendinga, en þau veiði- leyfi kosta frá 3-12 þúsund krónur. Sagði Hlynur, að þó auðvelt væri að selja erlend- um laxveiðimönnum flest ef ekki öll leyfi i ánni, væri reynt að halda eftir leyfum fyrir Is- lendinga, svo isl. stangveiði- menn geti ekki sagt, aö er- lendir veiöimenn fái öll leyfi i beztu ánum. Komið hefur I ljós, að framboð á leyfum fyr- ir íslendinga er þó meira en eftirspurnin. Á siðastliönu sumri, veiddust 1817 laxar i Laxá, að meðalþyngd 12,1 pund. Miðfjarðará. Flest öll leyfi eru þegar seld i Miðfjarðará, en þar hefst /eiði 6. júni Þau leyfi sem eftir eru, kosta frá 12 til 14 þúsund krónur. A siðastliönu sumri veiddust 837 laxar, en meðal- þyngd var 8,4 pund. Hvitá, ölfusá og Brúará. öll veiðileyfi i þessar ár eru nú seld, að sögn Hlyns Þórs Magnússonar þ.e.a.s. þau leyfi sem Landssamband veiðifélaga hafði til sölu. Fnjóská. Laxveiði I Fnjóská hefst 15. júni, en þar er veitt á þrem svæðum, tvær stengur á hverju svæði. Þar óska lax- veiðimenn eftir sem minnstu vatni, öfugt viö flestar ár sunnanlands, þvl laxinn geng- ur miklu betur I minna vatni heldur en þegar áin er vatns- mikil, að sögn Gunnars Arna- sonar i Sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar á Akur- eyri, en þar eru veiðileyfin seld. Það er Stangveiðifélagiö Flúðir, sem hefur ána á leigu, en I þvi eru um 130 félags- menn. Sala leyfa hefur gengiö nokkuð vel, en ekki mun enn endanlega ákveðið um verö til utanfélagsmanna. Hæsta verð til félagsmanna á bezta timanum, 16.-25. júli er niu þúsund krónur. A siðastliðnu ári var ágætis veiði I Fnjóská, en þá komu 386 laxar á land og var meðal- þungi þeirra 8,8 pund. Gunnar sagöist ekki hafa heyrt um neina laxagöngu i ánni enn, enda bjóst hann ekki við að það hefði verið athugað. Fnjóská er vatnsmikil núna, þó er búizt viö að eitthvaö hafi minnkað i henni aftur siðustu daga vegna þeirra kulda, sem hafa verið fyrir norðan undan- farið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.