Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 12. júni 1975 Fóstureyðingalög í Frakklandi Um miöjan janúar sl. gengu I gildi lög I Frakklandi, sem heimila fóstureyðingar. Mikil átök uröu innan stjórnmála- flokka og utan, áöur en þessi lög náöu fram aö ganga, og hefur baráttan staöiö yfir allt frá siðari heimsstyrjöldinni. Sam- kvæmt eldri lögum lá þung refsing viö fóstureyöingu, jafn- vel fyrir þá, sem aöeins vissu um, aö hún haföi veriö fram- kvæmd. Nýju lögunum er ekki ætlaö aö gilda nema i fimm ár, en enginn trúir þvi þó I Frakklandi, að gömlu lögin veröi aftur dregin fram, eftir þann tima. Samkvæmt nýju lögunum er fóstureyöing heimiluö allt fram til tiundu viku meögöngutimans, aö kröfu konunnar sjálfrar, ef hún á viö hörmulegar aðstæöur aö búa. Hún ein er látin dæma um, hversu alvarlegar ástæöurnar eru. Fóstureyöinguna ber aö framkvæma á sjúkrahúsi, og læknir skal framkvæma hana. Læknum er heimilt aö neita aö framkvæma fóstureyöingu, en hyggist læknir neita, ber honum að skýra konunni frá þvi, strax I fyrsta sin, sem hún ræðir viö hann. Áöur en fóstureyöingin er framkvæmd, ber aö afhenda konunni upplýsingabækling um alla þá opinberu aöstoö, sem hún myndi fá, ef hún kæmist að þeirri niðurstöðu, aö hún vildi ganga meb barniö og fæða það, og einnig á að skýra konunni frá möguleikum á þvi að gefa barn- iö eftir fæðingu. Konunni er skylt aö afhenda lækninum skriflega staöfestingu þess, að hún vilji láta framkvæma fóstureyöingu. Sé konan ekki komin á lögaldur, er foreldrum hennar skylt aö staðfesta beiönj) um fóstureyöingu. Tryggingar ★ í------------- Fallegur húsasmiður Þessi föngulega stúlka ætlar aö fara að gera við húsið sitt, og hefur þess vegna keypt sér nýj- an hamar. Hún minnir húseig- endur á að nota vorveðrið og dytta að girðingum og húsum sínum, og ekki spillir að vera léttklæddur i sólskininu. Viö segjum ekki hvar hún á heima.... & greiöa allan kostnað af fóstur- eyöingunni, en enn sem komíö er ná lög þessi einungis til franskra rlkisborgara. Búizt er við viðbótarákvæðum, sem emnig muni ná til útlendinga, se'r I lagi eiginkvenna erlendra verkamanna, sem starfa I Frakklandi. INÐIRA GANOKI SIMONE DE BEAUVOIR ADELINA TATTILO ★ ★ „Ég gef ekki út tvíræð blöð" Þar sem nú er alþjóðlegt kvennaár hafa Sameinuöu þjóöirnar óskaö eftir áliti þriggja kvenna á hugtakinu „Kvenréttindi og kvenfrelsi”. Konurnar eru Indira Gandhi, forsætisráöherra Indlands, Simone de Beauvoir, franskur rithöfundur og Adelina Tattilo, Italskur útgefandi. Frú Tattilo hefur þegar fengiö nokkra reynslu af þessu máli. A slöasta ári var hún kærö fyrir aö birta nektarmyndir af franska leikaranum Alain Delon I tíma- riti slnu „Playmen”, slðasta sönnunargagn hennar á þeirri trú hennar „aö konur almennt og italskar konur sérstaklega, ættu aö fá uppeldi til aö geta hugsaö frjálslegar og brjótast gegn kynferðislegum boöum og bönnum.” Rauðsokkar I Róm hafa kallað hana „klám-út- gefanda”. Hún segir ákæruna heimskulega. Adelina segir það sem gæti verið útdráttur úr ræöuhennarhjá Sþ: „Égstunda ekki útgáfu a klámritum. Ég sýndi myndir af ást. Ast er yndisleg.” Viö höfum alltaf veriö meö teikn- inguna öfuga, Óli, þetta átti að vera brunnur. Fallhllfin opnast ekki heldur hjá mér. Þaö er þó bót i máli, aö þetta skuli bara vera æfing. $$Getur þú alls ekki skiliö, hversu V' hrædd við mamma erum um þig. Ef þú hættir ekki að reykja drep ég þig. DENNI DÆMALAUSI Viltu gá einu sinni enn. Ég skrifaði eftir hamstrinum mínum fyrir þrem dögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.