Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. Jtint 1975 TÍMINN 5 Hi'lllA Mj Of margir utanbæjarmenn? Það verður ekki af Þjóðvilj- anum skafið, að hann er oft á tiðum bráðskemmtilegur af- lestrar. i gær sýnir blaðið t.d. mikla um- hyggju fyrir SUF, en sem kunnugt er, héldu ungir Framsókn- armenn glæsilegt þing á Húsa- vik um sið- ustu helgi, þar sem kjörin var ný stjórn sambandsins. Helztu áhyggjur Þjóðviijans eru þær, að of margir utanbæjarmenn hafi verið kjörnir I stjórnina. Er helzt á blaðinu að skilja, að allir þeir, sem búi utan Reykjavikur, sé 2. flokks fólk, sem ekki sé hæft til að taka þátt i störfum landssam- banda. Þessi fyrirlitning Þjóð- viljamanna á utanbæjarfólki kemur ekki tiltakanlega á óvart, þvi aö þeir, sem gerzt þekkja til, vita, að Þjóðviljinn er sérstakt málgagn Reykja- vikurdeildar Alþýðubanda- lagsins. Hefur gætt mikillar óánægju með Þjóðviljann meðal Alþýðubandalagsfólks utan Reykjavikur, og hefur hún verið svo megn, að rit- stjórar blaðsins sáu sig til- knúna að senda fréttastjóra sinn sérstaklega á kjördæmis- ráðsfund Alþýðubandalagsins i Vesturlandskjördæmi um siðustu helgi til að lægja óánægjuöldurnar. Arangurinn af ferðalagi fréttastjórans, Einars Karls Haraldssonar, birtist svo I Þjóðviljanum sama dag og fréttin um SUF birtist. Og þótt fréttastjórinn hafi eflaust farið nauðugur upp I Borgarfjörð, sparar hann ekki skjallið um utan- bæjarfólkið. En hinn raun- verulegi Þjóðviljatónn I garð utanbæjarfólks birtist hins vegar á bls 4. Hvar eru fuglar..? Það er engin furða, þótt Þjóðviljinn liti nokkrum öfundaraugum til Framsókn- arflokksins fyrir að eiga svo mörgu ungu fólki á að skipa. Ungu fólki geðjast nefniiega ekki að Alþýðubandalaginu og starfsháttum þess. Þvl er nú svo komið, að engin samtök ungs fólks eru starfandi innan Alþýðubandalagsins. Unga fólkið, sem taldi sig eiga sam- leið með Alþýðubandalaginu, hefur yfirgefiö það og starfar á öðrum vettvangi. Það skildi ekki, hvers vegna foringjar Alþýðubandalagsins vildu leyna sinu raunverulega and- liti. Samtök þessa unga fólks eru margklofin (Fylkingin og 2 deildir KSML). Magnús Kjartansson, Lúðvlk og aðrir foringjar Alþýöubandalagsins raula nú sjálfsagt: „Hvar eru fuglar, þeir á sumri sungu”. —a.þ. UAAFÍ — Undirbúningur sumarstarfsins Nokkrir þátttakenda I fram- kvæmdastjóranámskeiðinu fyrir utan kirkjuna I Skálholti. Dagana 1.-3. þ.m. hélt Félags- málaskóli UMFÍ námskeið fyrir framkvæmdastjóra hinna ýmsu héraðssambanda innan Ung- mennafélagshreyfingarinnar. Námskeiðið var haldið I Lýðhá- skólanum i Skálholti, en þar er hin bezta aðstaða til sliks nám- skeiðshalds, enda rómuðu þátt- 9 Stofnskrá Til byggingarinnar leggur LR fram eignir Húsbyggingasjóðs og fasteign sjóðsins að Súðarvogi 24. Þá mun LR leggja fram ýmsar aðrar eignir félagsins, sem metn- ar verða til fjár. Reykjavíkur- borg leggur fram til byggingar- innar það fjármagn, sem á þarf að halda til viðbótar framlagi LR til að fullgera húsið. 1 árslok 1974 nam framlag borgarinnar 53 millj. kr. Eignar- hlutdeild verður endanlega ákveðin um leið og byggingu lýk- ur, og þá I hlutfalli við fjármagn og önnur verðmæti, sem hvor að- ili um sig hefur lagt fram. Starfsemi Borgarleikhússins verður I höndum LR, undir yfir- stjórn leikhúsráðs félagsins. Að- ild LR að starfsemi i húsinu tekur til allrar leiklistarstarfsemi og veitingastarfsemi I tengslum við leiksýningar. Borginni skulu frjáls afnot af húsinu undir ráð- stefnur og fundiá eigin vegum, að höfðu samráði við leikhúsráð. AuglýsícT i Tímanum takendur mjög alla aðstöðu og viðurgerning. A seinni árum hefur það mjög færzt I vöxt að Héraðssamböndin ráði sér fasta starfsmenn, og munu framkvæmdastjórar þeirra verða 16-18 i sumar. Er það óvenju há tala og stafar eflaust af þvi, að starf ungmennafélaga hefur mjög eflzt á undanförnum árum. Einnig verður 15. Lands- mót UMFl haldið á Akranesi i júli i sumar, og vanda héraðssam- böndin mjög til þátttöku sinnar sem endranær. Námskeið þetta er hið þriðja i röðinni af framkvæmdastjóra- námskeiðum UMFÍ, og er þeim ætlað að undirbúa starfsmennina fyrir verkefni sumarsins, og einnig að stuðla að kynningu meðal framkvæmdastjóranna og samstilla krafta þeirra I þágu hreyfingarinnar. Hefur þessi starfsemi gefizt vel og á eflaust sinn þátt i þvi aukna samstarfi, sem tékizt hefur milli einstöku héraðssambanda á æ fleiri sviö- um. Helztu málaflokkar, sem fjallað var um að þessu sinni, voru ungmennabúðir, ferðalög og fararstjórn, sumarhátfðir og samkomuhald, kynningarstarf- semi og fjölmiðlun, Félagsmála- skóli UMFÍ og 15. Landsmót UMFl. Framkvæmdastjóri UMFl, Sig- urður Geirdal, stjórnaði nám- skeiðinu, en annars gilti það að allir þátttakendur væru I senn kennarar og nemendur. Undir liðnum kynningarstarf- semi og fjölmiðlun, flutti Jón Ás- geirsson erindi og spjallaði siðan við þátttakendur og svaraði fyrir- spurnum. Ungmennabúðir, en svo kalla ungmennafélögin sumarbúðir þær, sem þeir reka fyrir börn og unglinga, verða reknar á nlu stöðum I sumar. Aðsókn er alls staðar mjög góð, og hefur þessi starfsemi verið mjög vinsæl. Undir þessum lið báru menn saman bækur sinar um fjármála- hlið, starfsmannahald, dagskrá o. fl. Þá var fjallað um félagsmála- námskeið þau, sem haldin hafa verið á vegum ungmenna- félaganna um allt land að undan- fömu og gerð áætlun um 'fram- haldþeirrar starfsemi næsta vet- ur. 15. Landsmót UMFl verður haldið á Akranesi dagana 11.-13. júli n.k., og var fjallað um það á námskeiðinu, undirbúning héraðssambandanna heima fyrir og ferðalögin á mótsstað. Kom það skýrt fram, að gifurlega mikill undirbúningur fer fram heima I héruðum og ekkert til sparað af hálfu sambandanna að gera þátttöku sina sem glæsileg- asta. I heild var námskeiðið allvel heppnað, menn hittust, kynntust oglærðu hver af öðrum.Þó viljum við einnig koma hér á framfæri þökkum til skólastjórans i Skálholti, Heimis Steinssonar, fyrir góða fyrirgreiðslu. Fréttatilkynning frá Ung- mennafélagi tslands. Endurgreiðsla tannlæknareikninga Með visun til laga nr. 62 1974 og nánari upplýsinga i fréttum fjölmiðla 10. og 11. þ.m., um framkvæmd tannlæknaþjónustu á vegum sjúkrasamlaga, er vakin athygli á: 1. Að sjúkrasamlög og sveitarfélög greiða að fullu tannlæknaþjónustu fyrir börn 6-15 ára frá 1. sept. s.l., enda sé hún fram- kvæmd hjá skólatannlæknum, þar sem sú þjónusta er fyrir hendi. 2. Að frá 1. jan. s.l. greiða sjúkrasamlög að hálfu tannlæknaþjónustu fyrir 16 ára unglinga, örorkulifeyrisþega, vanfærar konur og þá, sem eldri eru en 67 ára. Þetta tekur þó ekki til gullfyllinga, krónu- eða brúargerðar. Sjúkrasamlög eru byrjuð að endurgreiða reikninga fyrir þessa þjónustu. Það skal þó tekið fram, að sérfræðingar i tannrétt- ingum hafa ekki gerst aðilar að samningi um þessa þjónustu og verða reikningar frá þeim þvi ekki endurgreiddir. Bronco til sölu árgerð 1973. Keyrður aðeins 22 Klæddur — skipti möguleg. Upplýsingar í síma 19-700. þús. km. MEST SELDU HANDSLATTUVELAR Á NORÐURLÖNDUM Hinar marg viðurkenndu handsláttuvélar frá Husqvarna eru í stöðugri þróun og gera sláttinn að leik fyrir yður. Nv mótorsláttuvél! Husqvarna mótorsláttuvélin MK500 er sannkallað meistaraverk. Hljóðlátasta mótorsláttuvélin á markaðnum. Framhjóladrifin. 5 hæðarstillingar. Grasskúffa. Öryggishnífar. 3.5 ha. Husqvarnamotor, sérstaklega hannaður fyrir þessa sláttuvél. („Cadillac“ mótorsláttuvélanna) GUNNAR ÁSGEIRSSON HF. Suðurlandsbraut 16 Reykjavík Glerárgötu 20 Akureyri FÁST EIIMNIG HJÁ UMBOÐSMÖNNUM UM LAND ALLT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.