Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 5
Þri&judagur 1. júli 1975. TÍMINN 5 1688.3 milij. á móti 748.5 millj. Nýlega birtist leiðari i Austra, málgangi Framsókn- armanna á Austfjörðum, um orkumál Austurlands. t blað- inu segir m.a.: „Orkumál og nýting inn- lendrar orku er eins og kunn- ugt er ofarlega á baugi um þessar mundir, enda vart við öðru að búast þar sem inn- flutningur erlendra orkugjafa kostar gifurlegar fjárhæðir og er höfuðorsök þess að gjald- eyrisástandið er svo slæmt sem raun ber vitni. Það má geta J>ess, til þess að gefa ein- hverja hugmynd um fjárhæðir i þessu sambandi, að sam- kvæmt mai hefti Hagtiðinda var flutt inn gasolía á tímabil- inu janúar-april árið 1974 fyrir 748,5 milljónir króna, en á sama timabiii árið 1975 nam þessi upphæð 1688,3 milljónum króna. Auðlindir okkar á sviði orkumála eru fólgnar i fall- vötnum sem virkja má i raf- orkuframleiðslu og jarðhita sem virkja má i sama skyni, eða nýta til hitaveitu. Hér á Austurlandi hagar þannig tii að jarðhiti finnst ekki i sama mæii og I öðrum landshlutum, ef Vestfirðir eru undanskildir. Þess ber þó að geta að rann- sóknir á þessu sviði eru mjög skammt komnar hér og hér er ekki verið að halda þvi fram að útilokað sé að nýtanlegur jarðhiti sé hér finnanlegur. Rafhitun ó Austurlandi Hins vegar er öllum ljóst að hér i fjórðungnum er mikið vatnsafl til virkjunar. Þvi hef- ur það verið álit flestra að orka til húsahitunar hér verði i framtiðinni fengin frá vatns- aflsvirkjunum og stefnt verði að 100% rafhitun hér á Austur- landi. Þvi miður erum við óralangt frá þessu marki og sannast sagna hafa engar raunhæfar áætlanir verið gerðar varð- andi þessi efni hvað þá að til framkvæmda hafi komið. Eins og fram kom i frétt um raforkumál i siðasta tölublaði Austra er ástandið nú þannig hvað varðar orkuöflun og dreifikerfi Austurlandsveitu að loka verður fyrir rafhitun- arleyfi nema á þeim svæðum sem næst virkjunum liggja. Það skal undirstrikað hér að jafnvelþótt Lagarfoss sé kom- inn inn með fullum afköstum gerum við vart betur en að ná þvi marki að hætta að fram- leiða raforku með oliu hér á Austurlandi. Tíu dra dætlun Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi siðastliðið haust fjallaði um þessi mál og i ályktun fundar- ins um orkumál, er skorað á iðnaðarráðuneytið að nú þeg- ar verði gerð 10 ára áætlun um orkuvinnslu og orkudreifing- armál á Austurlandi. Einnig eru settar fram hugmyndir heimamanna um virkjanir og flutningslinur ináinni framtið. Þess ber fastlega að vænta að tekið verði á þessum mál- um. Það er yfirlýst stefna að úrbætur i orkumálum og nýt- ing innlendrar orku eigi að vera forgangsvcrkefni og von- andi nær sú hugsun einnig hér til þessa landshluta. Þvi ber að fagna að virkjunarrann- sóknir eru nú hafnar á Fljóts- dalshéraði, en jafnframt má það ekki gleymast að ekki er nóg að virkja stórt, það þurfa að vera til staðar nægjanlega sterkar flutningslínur ásamt öðrum útbúnaði sem þarf til þess að dreifa orkunni.”—a.þ. 21. landsþing Kvenfélagasambands íslands: Verðgildi heimilisstarfa verði tekið inn í skýrslur um verð- mæti vinnuframlags þjóðarinnar NVLOKIÐ er 21. iandsþingi Kvenfélagasambands Isiands sem haldið var að Hallveigar- stöðum. Þingið sóttu fulltrúar frá öllum héraðssamböndum K.i. en þau eru 21 taisins. Innan þeirra eru 246 kvenfélög með 23.175 fél- agskonum. Fulltrúar og gestir sem sóttu þingið voru um 70. Meðal ályktana og áskorana sem samþykktar voru á þinginu eru þessar: „Landsþingið fagnar þvi að nefnd þeirri, sem rikisstjórnin hefur skipað I tilefni hins alþjóö- lega kvennaárs, skuli vera falið að kanna stöðu kvenna I Islenzku þjóðfélagi. Landsþingið fagnar þvi sérstaklega, að kannað skuli vinnuframlag húsmæðra og ann- arra, sem heimilisstörf vinna, svo að þau störf sæti ekki vanmati I samanburði við störf kvenna utan heimilis. Væntir landsþingiö að verðgildi heimilisstarfa verði framvegis tekið inn i hagskýrslur um verðmæti vinnuframlags þjóðfélagsþegnanna.” „Landsþing K.í. skorar á rikis- stjórnina að beita sér fyrir þvi þegar á næsta Alþingi, aö skatta- lögum verði breytt á þann veg, að hjón verði sjálfstæðir skattborg- arar. Ef aðeins annað hjóna aflar tekna utan heimilis, verði fundin sanngjörn skipting þeirra tekna til grundvallar skattaálagningu.” „Landsþing K.í. beinir þeirri áskorun til Alþýðusambands Is- lands og viðkomandi stéttar- félaga að I samningum um kaup og kjör kvenna, sem vinna störf I mötuneytum, á sjúkrahúsum, við ræstingar o.fl., sem eru að mestu leyti sama eðlis og heimilisstörf, verði framvegis tekið tillit til starfsreynslu þeirra, sem heimil- isstörf hafa unnið áöur. Telur landsþingið sjálfsagt að konur, sem eiga slíka starfsreynslu að baki, geti með þvi að sanna hæfni sina um ákveðinn tlma á vinnu- stað, fengið laun I samræmi við þá starfsleikni, en taki ekki laun sem byrjendur I starfi. „Landsþing K.t. skorar á Búnaöarfélag Islands og Stéttar- samband bænda, að þau hlutist til um að meðferð og vinnsla ullar verði vönduð sem bezt. Komið verði I veg fyrir að lopi verði seld- ur úr landi nema sérpakkaður. Fylgja skal hverjum pakka upp- skrift, er íslenzkir hönnuðir, hafa unnið og eiga höfundarrétt á. Ennfremur skal séð til þess, að nægur lopi sé jafnan fyrir hendi á innanlandsmarkaði.” „Landsþing K.I. skorar á land- búnaðarráðherra að verja því fé sem notaö er til endurgreiðslu á útfluttu alinautakjöti til verðjöfn- unar á sömu vöru innanlands, svo að Islenzkir neytendur geti notið þessarar vöru I rlkara mæli.” „Landsþing K.I. skorar á við- skiptaráðherra að beita sér fyrir þvl, að ákvæðum I kaupalögunum um ábyrgð á vörum til varan- legra nota, svo sem heimilistækj- um, gólfteppum og húsgögnum, verði breytt úr eins árs I a.m.k. tveggja ára ábyrgö. Einnig telur landsþingið að islenzkir kaupend- ur eigi að njóta þess ef framleið- endur bjóða lengri ábyrgðartima. Jafnframt skorar landsþingið á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir þeirri breytingu á lögum um tolla og aðflutningsgjöld, að þau gjöld séu felld niöur af gölluðum vörum, þegar þær eru endursend- ar framleiðanda til lagfæringar.” „Landsþing K.l. heitir á lands- menn að draga úr sykurneyslu á heimilum og vinna gegn óhóflegu sætindaáti og neyslu sykraðra gosdrykkja. Sykurneysla spillir tönnum, er oft orsök offitu og einnig er talið að hún örvi æða- kölkun. Sykur er einnig dýr vara og getur þvi minni sykurneysla I senn bætt heilsufar og dregið úr útgjöldum heimilanna. Lands- þingið fer þess á leit við viðkom- andi yfirvöld, að þau leyfi fjöl- breyttara val á söluvarningi þeirra verzlana, sem opið hafa á kvöldin. „Landsþing K.I. beinir þvl til húsmæðra I bæ og byggð, að þær auki ræktun og neyzlu grænmetis á heimilum sinum vegna hollustu þessara fæðutegunda. Sömuleiðis að sem allra flestir prýði heimili sin með skrúðgörðum smáum eða stórum eftir aðstæðum. Menntamálaráðuneytið 28. júni 1975. Sameinuðu þjóðirnar bjóða fram styrki til rannsóknar á ýmsum mólefnum er varða mannréttindi Styrkirnir eru einkum ætlaðir lögfræðingum, félagsfræð- ingum og embættismönnum, sem sinna mannréttinda- málum. Sérstök nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna velur styrk- þega úr hópi umsækjenda og metur hversu hár styrkur skuli vera I hverju tilfelli. Venjulega nemur styrkur öllum kostnaði, sem styrkþegi hefur af rannsókn, þ.á.m. hugsanlegum ferðakostnaði og dvalarkostnaði I 4-6 vikur. Umsóknum um styrki þcssa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 11. júll. Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. vTscount Eigum enn nokkur hljómfögur og ódýr Viscount orgel með 1 eða 2 nótnaborðum, pedal og mjög full- komnum trommuheila. Hljóðfæraverzlun r Pdlmars Arna Borgartúni 29. Simi 3-28-45. Augiýsing frá H fjármálaráðuneytinu í yfirlýsingu, er rikisstjórn íslands gaf 26. mars 1975, til að greiða fyrir samningum um kaup og kjör milli samtaka launafólks og vinnuveitenda eru svohljóðandi ákvæði um innheimtu opinberra gjalda: „Rikisstjórnin mun beita sér fyrir þvi, að innheimtu opinberra gjalda ársins 1975 verði dreift yfir lengri tima en ella hjá þeim launþegum, sem i ár hafa sömu eða lægri peningatekjur en i fyrra. Að þvi verður stefnt, að afdráttur opinberra gjalda frá launagreiðslum hvers launþega fari ekki fram úr 40% af tekjum hans i heild á hverjum tima enda sé hann ekki i vanskilum með opinber gjöld frá fyrri ár- um.” Þeir gjaldendur, sem telja sig eiga rétt á takmörkuðum afdrætti launa skv. þessari yfirlýsingu, skulu senda viðkomandi skattstjóra umsókn þar að lútandi, og metur skattstjóri, hvort skilyrðum sé full- nægt. Tækifæri Til að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu, óskum við eftir sambandi við duglega, áreiðanlega menn úti á landi, sem gætu tekið að sér kynningu og sölu á ýmsum vörum, sem við flytjum inn eins og: Hjólhýsum, Tjaldvögnum, Sumarhúsum, Vélsleðum, Kerrum og fleiru Æskilegt væri að væntanlegir samstarfs- menn gætu veitt einhverja þjónustu, þar sem flestir þessir hlutir eru i ábyrgð. Gis/i* Jónsson & Co. h.f. SUNDABORG Simi 8-66-44 — Klettagörðum 11 Loftpressur og sprengingar Tökum að okkur borun, fleygun og sprengingar, múrbrot, rörlagnir, i tima- og ákvæðisvinnu. Margra ára reynsla. Simi 5-32-09. Þórður Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.