Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 1. júli 1975. TÍMINN HEIMSÆKIR SÚÐAVÍK < Halldór AAagnússon oddviti í Súðavík: Ef ©© • • sérhvers vinnandi manns Unga fólkið sezt hér að — segír Jónas Ragnarsson, sjómaður Þö-Súðavik. Jónas Ragnarsson er 20 ára gamall sjómaður i SUða- vik, fæddur þar og uppalinn. — Það hefur aldrei hvarflað að þér að flytja héðan? — Nei, siður en svo. Ég er SUðvikingur i húð og hár og kann hér bezt við mig, og hér hef ég það ágætt. Að minnsta kosti er ég ánægður með það, sem ég hef. — Nú ert þú á færaveiðum. Hvernig hefur sú Utgerð gengið? — Það hefur verið ákaflega erfitt að sækja, enda litil veiði og léleg þann mánuð, sem við höfum gert út á færi. Veiðin hefur ekki verið nema um 5 tonn allan þennan tima. — Hvað teldist góð veiði? — Góð veiði eftir mánaðartima væri liklega um 15 til 20 tonn. Bezti túrinn hjá okkur hefur ekki gefiö nema um 2 tonn. — Gerir þú út eigin bát? — Nei, við erum þrir, sem róum saman, ég, Heiðar Guðbrandsson svo og eigandi bátsins. Sá, sem á bátinn, færallt, sem hann dregur, en viö fáum 56% af okkar afla, en hitt rennur til eiganda bátsins. Jú, vist hef ég hug á að komast á togarann, enda tvisvar beðið um pláss, en ekki fengið. Vel má vera, að ég hafi ekki gengið nógu hart eftir þvi. — Hvað finnst þér um aðstöðu til þess að stunda tómstunda- og félagslif i Siiðavik — Ég er ákaflega óánægður með þá aðstöðu, sem ungu fólki er sköpuð til tómstundaiðkana, þvi að i raun er ákaflega fátt hægt að gera hérna. Kvikmyndasýningar eru tvisvar i viku, en það er allt og sumt. Iþróttakennsla hefur ávallt verið mjög léleg i Súðavik, enda skortir bæði iþróttahús og iþróttavelli. — Ertu bjartsýnn á að ungt fólk muni setjast að hér i náinni framtið? — Já, ég er mjög bjartsýnn á þaö, þvi að hér er gott að búa. Auðvitað flytur alltaf einn og einn i burtu, en yfir höfuð ætlar það unga fólk, sem héðan er ættað, að setjast hér að. Jónas Ragnarsson. Þ.ö. Súðavik. — Súðavik er litið kauptún við Alftafjörð, þar sem flestir ibúarnir byggja lifsafkomu sina á sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Gárungarnir segja, að svo mikið hafi verið að gera i Súðavik, að ibúarnir hafi ekki átt fri einn einasta sunnudag frá siöustu áramótum. Ekki viljum við fullyrða neitt um sannleiks- gildi þessarar gamansögu, en hitt er vist, að þar er. jafnan mikið umleikis og i mörgu að snúast. Halldór Magnússon er oddviti i Súðavik. ! samtali við Halldór kom fram, að ibúar i Súðavik eru nú um 260, og hefur ibúafjöldinn að mestu haldizt óbreyttur i um 20 ára skeið. Halldór ætlar að spjalla örlitið nánar um það helzta, sem gerzt hefur og fram undan er i framkvæmdum og at- vinnumálum Súðavikur. — oOo — — Framkvæmdir i okkar sveitarfélagi eru með svipuðu sniði og i öðrum sveitarfélögum. Hér hafa staðið yfir miklar hafnarframkvæmdir siðan árið 1968. Byggður var mikill grjót- garður og stálþil i framhaldi af honum, enauk þess hefur töluvert áunnizt i uppfyllingarmálum. Framkvæmdum við hafnarbætur á Súðavik er þó enn ekki lokið, og geri ég ráð fyrir, að kostnaður við þær framkvæmdir, sem við eig- um eftir, nemi um 40 til 50 mill- jónum króna. Nú sem stendur er verið að leggja nýtt holræsakerfi i þorp- inu, bæði til gamalla og nýrra húsa, og standa þær framkvæmd- ir i sambandi við Djúpveginn nýja, sem hér kemur i gegn. Við höfum einnig mikinn hug á að leggja hér varanlegt slitlag, en hvenær það verður, veit ég ekki. , Ég geri þó frekar ráð fyrir þvi, að það geti orðið innan tiðar. Auk þessa get ég svo nefnt, að nýlokið er hér smiði 8 einbýlis- húsa, sem hreppurinn byggði og afhenti fokheld. Þegar hefur ver- ið flutt I sex þessara húsa, en mjög bráðlega verður flutt I hin tvö. Til þessara framkvæmda fengum við svokallað fram- kvæmdalán hjá Húsnæðismála- stofnun rikisins. — — Telur þú að húsnæöisskort- urinn á undanförnum árum hafi dregið úr frekari vexti kauptúns- ins? — — Ég tel tvimælalaust, að svo hafi verið. Á undanförnum árum hefur verið mjög litið um nýtt húsnæði i plássinu, en um leið og eitthvað húsnæði hefur fallið til, hefur fólk alltaf viljað koma. Við höfum i hyggju að reisa hér tólf hús til viðbótar þessum átta, sem ég minntist á áðan, en fjármagn skortir tilfinnanlega til þeirra framkvæmda. Að visu hefur komið til tals, að sveitar- félagið sjálft hefji framkvæmdir Halldór Magnússon. fyrir eigið fé, en óráðið er, hvað verður i þeim efnum. — — Hver eru helztu atvinnutæk- in hér i kauptúninu? — — Það er i raun og veru ekki nema eitt, Hraðfrystihúsið Frosti h.f., sem að hálfu er í eigu einstaklinga og að hálfu i eign sveitarfélagsins. I tengslum við fyrstihúsið er svo rekið útgerðar- félagið Alftfirðingur, sem gerir út togarannBessa,sem jafnan hefur verið mikið aflaskip. Flest allir þorpsbúar byggja lifsafkomu sina á starfi i frysti- húsinu, og starfa þar að staðaldri um 60 til 70 manns. Togarinn Bessi hefur skapað mjög mikla og jafna atvinnu frá þvi er hann kom, og má I raun segja að hann hafi gjörbreytt þeirri mynd, sem hér var i atvinnumálum. Auk togarans eru svo gerðir út nokkrir rækjubátar yfir vetrar- vertiðina, og leggja þeir afla sin- um upp hjá verksmiðjunni á Langeyri, sem er I eigu Frosta h.f. Linuveiðar voru stundaðar töluvert hér áður fyrr, en þær lögðust að mestu niður við tilkomu togarans.— — Ertu bjartsýnn á framtið staðarins? — — Lifið á litlum stað sem þess- um er töluvert harðsóttara heldur en almennt gerist á hinum þétt- býlli svæðum. Sérhver einstaklingur þarf að leggja gifurlega mikla vinnu á sig og skilar án efa tvöföldum afköstum i vinnu miðað við það, sem al- mennt gerist. Framtið staðarins er að miklu leyti komin undir þvi fólki, sem hér býr, en það hefur jafnan verið ákaflega duglegt og aldrei legið á liði sinu. Ég kviði þvi engu um framtið staðarins, — sagði Halldór Magnússon oddviti að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.