Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 1. júli 1975. TÍMINN 13 Rúmlega 200 hestar á fjórðungsmótinu á Hvítórbökkum gébé-Rvik. Fjörðungsmót hesta- manna á Vesturlandi verður haldið á Faxaborg á Hvítárbökk- um um næstu helgi. Mótið halda hestamannafélög á Vesturlandi ásamt Búnaðarfélagi ísiands. Rúmlega tvö hundruð hross taka þar þátt i kappreiðum og kynbólasýningum, og verður eitt af stærstu mótum, sem lialdið hefur verið hér á islandi. F"lestir beztu hlaupahestar landsins keppa þarna. Mótið hefst kl. 10.00 á föstu- daginn 4. júli, með dómum á kvnbótahrossum, en kl. 18.00 um kvöldið verða undanrásir i kappreiðum. Á laugardags- morgun kl. 10.00 verða spjalda- dómar góðhesta og kynbóta- sýning hrossa seinni hluta dagsins og kl. 17.00 verða svo aftur undanrásir i kappreiðum. Á sunnudag verður svo verðlauna- afhending gæðinga og kynbóta- hrossa og kl. 16.30 verða úrslit i kappreiðunum. Flestir beztu gæðingar fandsins verða á mótinu og má nefna nokkra þeirra. í 800 m stökki verða Óðinn Harðar G. Alberts- sonar og Sigurbjörns Bárðar- sonar, Frúarjarpur, Dreki Trausta Þ. Guðmundssonar, Þjálfi Sveins K. Sveinssonar og Vinur Hrafns Björgvinssonar. 1 250 m skeiði taka þátt m.a. Fannar Harðar G. Alberts- sonar, Máni Sigurbjörns Eiriks- sonar, Hvinur Sigurðar Sæmundssonar, Óðinn Þorgeirs i Gufunesi og Vafi Erlings Sigurðs- sonar. 1 300 m stökki: Loka Þórdisar G. Albertssonar og Geysir Helgu Claessen eru þar meðalkeppenda. í 1500 mbrokki verður m.a. fslandsmeistarinn, Hruni Marteins Valdemarssonar frá Búðardal, Kommi úr Bogar- nesi eign Kommafélagsins og Blesi Valdemars Guðmunds- sonar. Hestagirðingar verða á Hvitár- völlum, ætlaðar fyrir hesta, sem koma að sunnan og austan, þá verður einnig girðing i' Svigna- skarði fyrir hesta að norðan og vestan og á Beigalda fyrir hesta af Mýrum og Snæfellsnesi. Á föstudagskvöldið verður dansleikur i Lyngbrekku og mun hljómsveit Þorsteins Guðmunds- sonar frá Selfossi leika fyrir dansi. Á laugardag verður kvöld- vaka i Faxaborg og dansleikur að Logalandi, þar sem Þorsteinn Guðmundsson og hljómsveit leika fyrir dansi. Launþegafélög á Vesturlandi stofna svæðissamband „Gler-kona" talar um sig BH-Reykjavik. — Á Alþjóðlegu vörusýningunni, sem haldin verð- ur i Laugardaishöllinni dagana 22. ágúst til 7. september næst- komandi, kennir margra grasa. Þar verður meðal annars sýning frá heilbrigðissafninu i Dresden i Austur-Þýzkalandi, en safn þetta rekur verksmiðju, og eru fram- leiðsluvörurnar seldar i 70 lönd- um. Þjóna vörurnar allar sama tilgangi: að auka þekkingu manna á þeim sjálfum og aðstoða þá við að vernda þeirra eigið and- legt og likamlegt heilbrigði. Miðpunktur sýningarinnar er hin fræga „glæra kona”, sem er 3.20 m á hæð. Beinagrindin er úr áli, en að öðru leyti er hún úr plasti. Hún flytur texta um sjálfa sig og likama sinn i 15 minútur i senn, og kviknar þá ljós i þeim hluta likansins, sem um er fjall- að. Upphafið að þýzka heilbrigðis- safninu var fyrsta alþjóðlega heilbrigðissýningin i Dresden 1911. Likön af likömum og likamsfræði þóttu svo frábærir að fjöldaframleiða þurfti mikinn hluta þeirra vegna óska fjölda aðila. Það var byrjunin á verk- smiðju sem framleiddi likams og liffræði likön, en einnig vegg- spjöid, skyggnur og fleira. Stefnumark safnsins er að vinna að heilbrigðari lifsháttum fólks i (A-Þýzkalandi). Bækling- ar, flugrit og veggauglýsingar eru hannaðar og þeim dreift i rik- um mæli og umfram allt vinnur safnið náið með fjölmiðlum, þvi að vemdun og viðhald heilbrigðis eru jú öllum áhugaefni. Sú visindastarfsemi sem byggt er á er að mestu unnin af sér- K.Sn. — Flateyri. Síðast liðinn laugardag valt traktorsgrafa hér i malargryfju. Okumaðurinn hlaut nokkurt höfuðiiogg, en ekki alvarleg meiðsl. Engar skemmdir urðu á gröfunni. Mikið hvassviðri var hérseinni hluta laugardags og fram á sunnudag. Nótabáturinn Trausti slitnaði upp af legufærum og rak upp i fjöru Heppni var að hann kom upp isandtjöru og varð ekki fyrir skemmdum, og náðist hann fljótt út aftur. , fræðingum safnsins. Læknar, lif- fræðingar, eðlisfræðingar og aðr- ir fræðimenn sem þarna vinna skapa sérstöðu safnsins, sem byggir á áratuga reynslu af árangursriku starfi þessara vis- indamanna og sérþjálfaðra að- stoðarmanna i viðleitni þeirra til að efla dýrustu eign mannkyns- ins, heilbrigði og heilbrigðis- fræðslu. Járnplötur losnuðu af þaki á nýbyggingu, en nýju þökin virð- ast vera sérstaklega viðkvæm fyrir hvassviðrum. Ekki hlutust nein slys af. Hér er nú hafin vinna af fullum krafti á höfninni eftir skemmdir siðast liðinn vetur. Þannig var umhorfs á bryggjunni á Flateyri eftir óveðrið. TJÓN í ILLVIÐRI í ÖNUNDARFIRÐI urlandi. Allmiklar umræður urðu um starfssvæði félaganna, en stór hluti kjördæmisins er utan félags- svæða, þar sem stéttarfélögin ná yfirleitt ekki yfir sveitirnar. A fundinum var samþykkt að kjósa fimm manna fram- kvæmdanefnd og þrjá til vara til að gera tillögur um svæðasam- band, sem sendar yrðu öllum fé- lögum, sem rétt eiga til aðildar samkvæmt lögum A.S.I., i siðasta lagi 30. ágúst 1975. Nefndinni er einnig ætlað að gera drög að lögum og skipulagi sambandsins og gera tillögu um stofnfund og fundarstað. Á fundinum var samþykkt eft- irfarandi tillaga frá fulltrúum stéttarfélaga i Borgarnesi. „Undirbúningsfundur að stofn- un svæðasambands stéttarfélaga á Vesturlandi haldinn i ólafsvik 21.6. 1975 samþykkir að jafnhliða stofnun svæðasambands verði unnið að skiptingu og samræm- ingu félagssvæðanna i kjördæm- inu. 1 þvi sambandi leggur fund- urinn áherzlu á að haft verði fullt samráð við ibúa viðkomandi svæða og stéttarfélögin á svæðun- um. Fundurinn hvetur stéttarfé- lögin á Vesturlandi að vinna sam- eiginlega að lausn þessa máls”. Sýningarspjöld frá heilbrigðissafninu i Dresden. Alþjóðleg vörusýning í Laugardalshöll: BH-Reykjavik. — Fyrir nokkru var haldinn i Ólafsvik fundur til undirbúnings stofnunar svæða- sambands launþegafélaganna I Vesturlandskjördæmi. A fundin- um mættu 20 fulltrúar frá 10 fé- lögum, sem eru innan A.S.t. Ólaf- ur Hannibalsson, skrifstofustjóri ASt kom einnig á fundinn og gerði grein fyrir hlutverki svæðasam- banda. Hinrik Konráðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls I Ólafsvik setti fundinn. Hann greindi frá þvi, að Verkalýðsfé- lagið Jökull hefði á sl. vetri ritað öllum verkalýðsfélögum i kjör- dæminu bréf, þar sem leitað var álits félaganna varðandi stofnun svæðasambands á Vesturlandi. Siðar var leitað til allra stéttarfé- laga i kjördæminu vegna þessa máls. Jákvætt svar hafði borizt frá flestum félögunum. Kom fram i ræðu Hinriks að talsverð þörf virðist vera fyrir starfrækslu svæðasambands. Verkalýðsfélög- in á Vesturlandi eru aðilar að sama lifeyrissjóði og hefur það samstarf gengið með ágætum. Að lokinni ræðu Hinriks tóku allmargir til máls, og lýstu ræðu- menn stuðningi við þá hugmynd, að stofna svæðasamband á Vest- Hin „hreina" trú Ég hef keypt Kirkjuritið i ára- tugi. Mér hefur jafnan fallið rit- ið vel I geð — og þó aldrei betur en á ritstjórnarárum sr. Gunn- ars Árnasonar, þess hógværa og spakvitra manns. Siðan hann hvarf frá ritstjórn hefur hallað undan, annar andi svifið yfir vötnunum, þröngsýni og „rétt- trúnaður” svokallaður verið undirtónn. Þó tekur steininn úr með alllangri ritgerð prestvigðs manns og skólastjóra i siðasta hefti Kirkjuritsins (4. h. 1974), sem ritstjórinn leggur blessun sina yfir. Ég er að visu stórlega vankristinn maður samkv. hin- um „rétta” skilningi ritgerðar- höf. Ég trúi þvi, að kristin kirkja, kristin trú, sé og eigi að vera framar öllu reist á kær- leiksboðun Krists, umbúða- lausri, á boðun hans um hóf- semi, umburðarlyndi og litillæti — i einu orði um það, sem mestir eru mannkostir að minu viti. Þessu hef ég trúað — og mun trúa þann stutta stpöl, sem eftir kannað vera. Ritgerð hins prestvigða skóla- stjóra er hins vegar svo full af fáryrðum og hrakyrðum, svo gagnsýrð af lærdómshroka, ber svo ljósan vott um þvilikan skort á umburðarlyndi, á hóf- semi og litillæti, að mér hrýs hugur við — og fæ með engu móti að gert. Mér skilst að grein hins sprenglærða guðfræðings sé að visu fyrst og fremst rituð til uppfræðingar og leiðbein- ingar prestum, sem sumir og ef til vill einkum þeir, sem komnir eru á miðjan aldur og meir, og vafalaust eru villuráfandi sálir að dómi hins lærða og hreintrú- aða manns (og fyrir þvi sé mál til komið að kenna þeim að niða niður frjálsa hugsun- ?). Ég hef ekkert að sækja mér til sálubótar i rit, sem haldið er þvi- likum anda. Þess vegna sagði ég Kirkjuritinu upp — og hafði raunar tekið þá ákvörðun fyrir 2-3 árum, þótt eigi hafi af orðið fyrr. En ég sakna Kirkjuritsins — eins og það var. Skólastjóranum i Skálholti, sem gegnir miklu ábyrgðar- starfi, óska ég þess heilum huga, að hann sýni meira um- burðarlyndi, minni dómhörku, en fram kemur i grein hans i Kirkjuritinu. Hann er gáfaður maður og vafalaust góður drengur. Þeim mun meiri ástæðu þykist ég hafa til þess að vona, að einlægar óskir minar honum til handa megi rætast. 12/61975 Gisli Magnússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.