Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 8
8 TtMINN Þriðjudagur 1. júli 1975. „LIFGRAS rr Sólmánuður á þessu ári er að hefjast. Heiti mánaðarins er fall- egt og rökrétt og merking orðsins augljós. Við upphaf sólmánaðar eru sólstöður. tsland er þá „nótt- laus voraldar veröld, þar sem vfðsýnið skin”. Áhrif langdegis gera ísland byggilegt. Þau áhrif hafa einnig öldum saman vakið vonir, starfsþrá og bjartsýni með þjóðinni. Orð þjóðskáldsins eru i samræmi við hugsanir og tilfinningar margra Islendinga gagnvart sumri og sól: ,,Ó, skammvinna gulltið svo gleðirik þó, að gleymt er allt farg, sem mér veturinn bjó”. íslendingar búa við þá aðstöðu i landi sinu, að hér er stöðug breyt- ing áhlutfalli dags og nætur, ljóss og myrkurs. tslendingar eru hálft árið á leið frá stuttum degi og langri dimmri nótt inn i sól og sumar, en hálft árið stefna þeir inn i skammdegið. t sveiflunni milli ljóss og myrkurs, vonar og kvlða er dýrmæt reynsla fólgin. Hún skapar fjölbreytni, gagn- stætt þvi sem er i löndum við mið- jarðarbaug, þar sem dagur og nótt eru jafnlöng allan ársins hring. Og sveiflan milli ljóss og myrkurs eykur fyrirhyggju manna, kennir, að ekki má linna sáning og uppskeru. II. 1 Islenzku máli er til orðið lif- gras. Merking þess er næringar- rlktgras, góðar fóðurjurtir. Þetta orö merkir einnig jurtir, sem nothæfar eru til lækninga. Orðið lifgras mun fyrst hafa verið bók- fest I Ritum Lærdómslistafélags- ins, en þau voru gefin út á árun- um 1781-1796. Það er varla tilvilj- unaðfyrirlok 18.aldar er I rituðu máli tekið að nefna gróður jarðar llfgras. Móðuharðindin urðu Is- lendingum harður skóli. Sá lærdómur sem þjóðin neyddist til að nema, gat ekki liðið úr minni þeim, er námu og reyndu. Séra Jón Steingrimsson á Kirkju- bæjarklaustri segir svo i Ævisög- u : „1783 þann 8. júnl á hvitasunnu- hátlð gaus hér eldur upp úr af- réttarfjöllum, sem eyðilagði land, menn og skepnur með sinum verkunum nær og fjær. Svo fljótur skaði og töpun kom þá yfirskepn- ur þær, guð hafði lánað mér, að laugardaginn áður en pestin á kom var frá kvium og stekk heim bornar 8 fjórðungsskjólur mjólk, en næsta laugardag þar eftir 13 merkur. Og eftir þvi fóru af hold og lif. Sauðfé og lömb þreyttust strax, en kýr minar og hesta lét ég færa út að Leiðvelli, og fólk til að heyja þar fyrir þeim, þó til lit- ils kæmi, því öll ráð, útréttingar og höndlanir, er menn tóku sér fyrir, urðu að ráðleysu, fordjörf- un, mæðu og kostnaði og flest að aldeilis engu”. Svo skjót urðu umskipti og al- varleg þegar grasið mengaðist, að á Kirkjubæjarklaustri minnk- aði mjólkin á einni viku i júni- mánuði úr 160 mörkum I máí I 13 merkur. Aðrar og viðtækari afleiðingar af mengun jarðar- gróðurs lét ekki á sérstanda. „Og eftir þvi fóru af hold og líf”. Á einu ári fækkaði nautgripum á Islandi um 5170, hrossum um 76% og sauðfé um 8070. Ekki eru full 200 ár siðan forfeður vorir hlutu þessa bitru li'fsreynslu. III. Lifkeðja hinnar lifandi náttúru er undursamleg, og þar má enginn hlekkur bresta. Gróður moldin veitir öllum jarðargróðri næringu. Grænu plönturnar vinna úr loftinu kolsýru, taka til sin kol- efnið, samlagar það öðrum efnum ogbreyta þannig dauðum efnum i lifræn efnasambönd, er svo verða fæða dýra. Afurðir húsdýra, korntegundir ýmsar og garð- ávextir, eru siðan aðalfæða manna. Með kolsýrunáminu skila grænu plönturnar súrefni og stuðla þannig að jafnvægi milli efna i andrúmsloftinu, en súrefni i andrúmsloftinu er lifsskilyrði sérhverri lifveru, sem anda dreg- ur. Þessi starfsemi hinnar lifrænu náttúru getur ekki farið fram, nema grösin séu i birtu, njóti sólarorkunnar. Hvorki menn né dýr hafa hæfí- leika til að vinna kolefni beint úr náttúrunni, en það er þeim þó lifs- nauðsynlegt til vaxtar og þroska. Allt jarðlif byggist raunverulega á þvi að grænu plönturnar eru færar um i hæfilegri birtu að taka kolsýru úr loftinu, aðgreina súr- efni og kolefni og safna þannig næringarefnum. Grænu plönturn- ar eru þvi undirstaða alls jarðlifs, rót undir þeim volduga lifmeið, sem breiðir lim sitt með mikilli fjölbreytni og á undursam- legan hátt um viða veröld. Mikið er um það rætt, að stór- iðja auki hagvöxt. En ekki er allt gull sem glóir/Verksmiðjur ýms- ar hafa ill áhrif á andrúmsloftið og sumar skila eitruðum úr- gangsefnum, sem ekki er auðvelt að gera óskaðleg eða losna við. En hreint loft, freskt vatn og fag- urt umhverfi telst til lifsgæða. Ótti manna um megnun sjávar er alls ekki ástæðulaus. Sum innhöf eru að verða banvæn sjávardýr- um og mengunar gætir sums staðar i úthöfnum. — Og kjarn- orka i margra manna höndum ognar öllu lífi á jörðu. IV. Oft er um það rætt, að landið hafi verið rányrkt. Það má til sanns vegar færa. En einnig ber á það að lita, að bændur hafa á ýmsan hátt hlúð að landinu. Njáll lét aka skarni á hóla, svo að þar yrði taða betri en annars staðar. Mörg dagsverk hafa verið lögð fram á ýmsum stöðum við að veita vötnum rheð fyrirhleðslum og skurðum til að vernda gróður- lendi og hefur þá ekki verið spurt um daglaun að kvöldum. Með sllkum verkum hafa bændur kappkostað að vinna gegn eyðingaröflum og á þann hátt Páll Þorsteinsson. lagt gull i lófa framtiðar. Kæktunarmaðurinn er i þjón- ustu hins gróandi lifs. Með áburði og jarðvinnslu eykur hann jarðargróður og það leiðir til þess, að áhrif lofts og sólarljóss hagnýtastbetur en ella væri til að mynda lifsnauðsynleg næringar- efni mönnum ogdýrum til handa. Bújarðir valda ekki mengun eins og verksmiðjur. Verk þess manns, sem vinnur að jarðyrkju og búfjárrækt, styrkja lifkeðju hinnar lifrænu náttúru. Langdegi — hin nóttlausa vor- aldar veröld — býður góð skilyrði til að hér á landi væru mjög næringarrikar fóðurjurtir. Visindalegar rannsóknir sanna, að Islenzkir bændur geta heyjað betri töðu en bændur nágranna- landanna. Að meðaltali þarf hér á landi tæplega 1.9 kg. i hverja fóðurein- ingu, en i Noregi 2.2 kg. Þegar vel tekst til með verkun heyja og slegið er á réttum tlma fæst hér á landi taða, þar sem ekki þarf nema um 1.5 kg. i fóðureiningu. Og af allra bezta töðusýni af is- lenzku túni sem rannsakað hefur verið I Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, þurfti ekki nema 1.3 kg. i fóðureiningu. Sums staðar i þéttbýli hefur þótt ástæða til i barnaskólum að gefa börnunum mjólk til heilsu- bótar og aukins þroska. Næring- ar- og bætiefni mjólkur eru fengin vegna áhrifa hinnar blessuðu gróðurmoldar, heilnæms lofts, og skærs sólarljóss i hinu blátæra skyggni yfir landinu. — Og framleiðsían er afrakstur af starfi islenzkra bænda. V. Gæðum jarðar er misskipt, þannig að sumar þjóðir búa við allsnægtir, en aðrar við skort. Sjónvarp sýnir stundum átakan legar, erlendar myndir af fólki, sem á að striða við hungursneyð. Þær þjóðir, sem vel eru settar, telja ekki vandamál að afla mat- fanga. Þar er horft til stóriðju og aukins hagvaxtar. Á þeim vett- vangi kann að vera með nokkrum efasemdum spurt eins og forðum: A ég að gæta bróður mins? A íslandi ríkir velmegun þrátt fyrir nokkurn viðskiptahalla um sinn. Þó taka ýmsir að hafa mikil heilabrot út af þvi að matvæla- framleiðsla hér á landi se of mik- il. Um það er rætt og ritað að auka eigi stóriðju, en draga sam- an landbúnað, fækka bændum — jafnvel að leggja niður landbúnað á Islandi. Slikar skoðanir eru reifaðar i blöðum blygðunarlaust á þeim timum þegar fiskafli er þverrrandi i hlutfalli við sókn fiskiflotans á miðin; lifriki sjáv- ar er I meiri eða minni hættu af mengun og milljónir manna i öðr- um löndum svelta. Með hinni miklu tækni er fjarlægð milli landa orðin ör- skotslengd. Ferðalög og flutning- ar landa milli vaxa si og æ. Geymsla matvæla hér á landi er ekki vandamál. Og búbörum er hægt að breyta á ýmsan hátt með verkun og vinnslu. Kjöt er unnið I pylsur, bjúgu o.fl., mjólk breytt i duft og niðursuðuiðnaðar eflist. Vandamálið er, að þjóðir, sem búa við matarskort vantar gjald- eyri til að greiða nógu hátt verð fynr lisnauðsynjar og að margar þjóðir hafa sérstakar neyzluvenj- ur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, sem verður að taka föstum tökum likt og hafréttarmálin. Islending- ar eiga vissulega að láta rödd sina heyrast um þetta vandamál. Jafnframt ber að halda stöðugt áfram markaðsleit fyrir islenzk- ar landbúnaðarvörur. Blaðamenn, sem hafa löngun til að hlutast til um málefni land- búnaðarins þrátt fyrir reynslu- leysi og mjög takmarkaða þekk- ingu á þvi sviði gætu jafnvel gert ofurlitið gagn, ef þeir tækju að vekja athygli á hinu mikla vanda- máli með dreifingu matvæla milli þjóða og benda á úrræði i þeim efnum.Það bæri vott um dálitinn manndóm, gagnstætt þvi, sem fram kemur af þeim litilsigldu sjónarmiðum, að Islendingar framleiði of mikil matvæli á landi sinu. Tillaga frá Guðmundi G. Þórarinssyni Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að láta hið fyrsta setja strangar reglur um takmarkað hundahald i Reykja- vík. Miðað verði við háan hunda- skatt og ströng viðurlög ef regl- ur eru brotnar. Greinargerð: 1) Um langt árabil hefur verið rikjandi bann við hundahaldi i Reykjavik. Reynsla Reykvikinga af þessu banni er sú, að ókleift hefur ver- ið að framfylgja þvi, að hunda- hald hefur aukizt verulega á sið- ustu árum. Enginn veit nákvæmiega tölu hunda i borg- inni, en margir telja að þeir séu nú um 2000. 2) Ljóst er að yfirvöld treyst- ast ekki til að framfylgja banni við hundahaldi og ógjörningur er að ráðast inn á heimili manna og taka af þeim dýr, sem þeir hafa tekið ástfóstri við. 3) Arangur af banni við hundahaldi er þvi sá, að i borg- inni er og hefur verið verulegur fjöldi hunda og engar likur til að á þvi verði breyting. Þetta ástand er óviðunandi, þar eð opinberir aðilar hafa ekki tök á að fylgjast með að ströng- ustu heilbrigðisráðstöfunum sé fylgt s.s. hreinsun hunda og bólusetning o.s.frv. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt áherzlu á sjúkdómshættu vegna hundahalds. Reynslan sýnir, að slik hætta er mun meiri við rikj- andi bann gegn hundahaldi en ef strangar reglur væru í gildi. 4) Nauðsynlegt er þvi, að strangar reglur verði settar og augljóslega auðveldara að ganga að hundaeiganda sem ekki greiðir sinn hundaskatt eða virðir ekki settar reglur, en að fást við núverandi ástand. 1 reglum um hundahald þyrfti meöal annars að kanna: a) skrásetningarskylda b) skaðabótatrygging. c) kröfur um reglubundna hreinsun og heilbrigðiseftiriit d) ákvæði um hundaskatt t.d. kr. 15.000.00 á ári. e) bann við að hundar gangi lausir f) sérákvæði vegna hunda- halds I fjölbýlishúsum g) bann gegn þvi, að hundar komi inn I matvöruverzlanir, sláturhús o.s.frv. 5) Þvihefur verið borið við, að eftirlitmeð slikum reglum muni verða mjög kostnaðarsamt. Eðlilegt er, að sá kostnaðúr sé greiddur af hundaeigendum. Ef gjaid er kr. 15.000.00á hund á ári og áætlaður fjöldi hunda er 2000, næmu gjöldin kr. 30 millj. 6) Það væri fróðlegt verkefni að kanna hvaða félagslegar ástæður liggja að baki f jölgunar hunda i þéttbýli. Ljóst er, að mrgt mælir með ströngum reglum um takmark- að hundahald. 1 nútimaþjóð- félagi virðist einmanaleiki auk- ast með auknu þéttbýli. Margir eignast i dýrinu vin.sem ekkert getur komið i staðinn fyrir. Þótt hundahald i þéttbýli hafi ókosti, verður ekki fram hjá þessum félagslegu atriðum horft. Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar í borgarstjórn: Gervigrasvöllur í Laugardal? BH—Reykjavik. — A fundi borgarstjórnar n.k. fimmtudag flytur Alfreð Þorsteinsson til- lögu þess efnis, að iþróttaráði verði falið að gera kostnaðar- áætlun um viðgerð og endurbæt- ur á Laugardalsvellinum. Er iþróttaráði falið að gera kostnaðaráætlun annars vegar- um grasvöll með hitaleiðslum og yfirbreiðu, en það er sams konar útbúnaður og á nýja vellinum i Kópavogi, og hins vegar kostnaðaráætlun um upp- hitaðan gervigrasvöll. I stuttu samtali við blaðið sagði Alfreð, að Laugardals- völlurinn, sem tekinn var í notk- un 1957, væri svo gott sem ónýt- ur og lengi hefði staðið til að fram færi viðgerð á honum. Iþróttaráð hefði samþykkt fyrir tveimur árum, að viðgerðin færi fram á þessu ári, þegar nýi grasvöllurinn sunnan við aðal- völlinn væri tilbúinn. Hins vegar lægi fyrir núna, að ekki yrði ráðizt i þessa framkvæmd á þessu sumri. Hvort tveggja væri, fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar og sú stað- reynd, að margir stórleikir i knattspyrnunni, m.a. landsleik- ir við Noreg og Sovétrikin færu fram I sumar. Alfreð sagði, að útilokað væri að fresta þessari framkvæmd lengur en til næsta árs. Þess vegna væri þessi tillaga flutt nú. Nauðsynlegt væri að setja hita- leiðslur undir völlinn til að tryggja það, að betri nýting fengist, um það væri flestir aðil- ar sammála. Hins vegar ætti eftir að skoða það betur, hvort rækta ætti nýtt gras á vellinum eða stiga skrefið til fulls og setja gervigras á völlinn. Sú fram- kvæmd yrði kostnaðarsöm, en tryggði það, að hægt væri að nota völlinn allan ársins hring. Þá yrðu flóðljós þau, sem nú eru á melavellinum, væntanl. flutt inn i Laugardal, sagði Alfreð að lokum. Tillaga frá borgarfulltrúum Framsóknar- flokksins Borgarstjórn samþykkir að ráðast I bráðabirgðafram- kvæmdir við Nauthólsvik, er miði að þvi, að nýta hið mikla magn afrennslisvatns, sem nú rennur frá hitaveitutönkunum niður i Fossvoginn til lauga- gerðar i hliðinni, eða vikinni I sumar, þannig að borgarbúar geti notið þar útivistar og úti- baða. Ljóst er að flugvallarmál höfuðborgarsvæðisins eru i deiglunni. Borgarstjórn leggur áherzlu á að við lausn þeirra mála verði tekið fullt tillit til áætlana um að Nauthólsvikin, Öskjuhliðin og suðurströnd borgarinnar verði i framtiðinni útivisfarsvæði borgarbúa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.