Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 20
> " ' . ...'" ' N Þriöjudagur 1. júli 1975. - Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síöurnula Símar 85694 & 85295 Nútíma búskapur BKUER haugsugu w- GSÐI fyrir gódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖD SAMBANDSINS Ný stjórn í Líbanon Mikil vinna á Súðavík HG-Súðavik Togarinn Bessi landaði á föstudaginn tæpum 100 lestum eftir sjö daga veiðar. Fiskurinn var blandaður, aðal- lega ufsi og þorskur. Mikil vinna er við verkun aflans, en Bessi sér frystihúsinu fyrir hráefni. Hér er unnið alla virka daga og oft á laugardöum. Þó brá svo við um miðjan mánuðinn, að vinna lagðist niður við fiskverkun vegna þess, að togarinn varð að hætta veiðum vegna yfirvofandi verkfalls, en þar sem farsællega leystist Ur vinnudeilum, komst hann út eftir stuttan stans. Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá frystihúsinu. Verið er að stækka fiskmóttökuna og einnig er unnið að nauðsynlegum breytingum á fiskverkunarsal frystihússins. — Bardagar héldu þó ófram í gær Beirut/Reuter.— I gærkvöldi var Rashid Karami og sex væntan- mynduð ný stjórn i Libanon eftir legir ra'ðherrar voru kallaðir á mánaðarlanga stjórnarkreppu. fund forsetans, til formlegrar stefnulýsingar hinnar nýju stjornar. Bardagar héldu þó fram i Beirut i gær, og á sunnudag létu að minnsta kosti eitt hundrað manns lifið og mörg hundruð særðust. Vélbyssuskothrið heyrðist um alla borgina, á meðan Rashid Karami hélt fund með andstæðing sinum, Chamoun, en það var i fyrsta skipti i 17 ár, sem þeir hittust. Að minnsta kosti sjö hundruð manns hafa látið lifið i átökunum milli vinstri og hægri flokkanna. Óttast er að siðustu daga hafi fallið um 150 manns. Chamoun, sem er fyrrverandi forseti, og Rashid Karami hafa verið svarnir óvinir, og ekki talazt við i 17 ár. Fulbright sleginn til riddara London/Reuter. — Elisabet Eng- landsdrottning sló William Fulbright öldungardeildarþing- mann til heiðurs-riddara i gær, en þar sem Fulbrighterbandariskur rikisborgari og tilnefningin gerð i heiðursskyni, mun hann ekki kalla sig ,,Sir William”. William Fulbright, sem nú er sjötugur að aldri, var sæmdur þessum heiðurstitli fyrir þjónustu sina vegna samskipta landanna tveggja og alþjóðleg störf. AAorðin í París: BARÁTTA LEYNIHREYFINGA? Reuter-Paris.—■ Franska lögregl- an hefur tilkynnt að Libanon- maðurinn, sem skotinn var til bana ásamt tveim frönskum leyniþjónustumönnum, hafi verið stofnandi skæruliðahreyfingar meðal araba.' Hafi maðurinn, Moukarbel, bersýnilega látið lifið fyrir hendi manns, sem gengur undir nafninu Carlos, og hafi Moukarbel verið að visa leyniþjónustumönnunum á felustað Carlos, er verknaðurinn var framinn. Viðtæk leit er nú hafin að Carlos, og hafa um tiu manns verið teknir til yfirheyrslu. Frelsishreyfing Palestinu, PLO, lýsti þvi yfir i gær, að hreyfing Moukarbel, ef hún væri á annað borð til, ætti ekkert skylt við PLO. Það var þriðji leyniþjonustu- maðurinn, sem sagði frá atburð- um, en hann særðist af byssuskot- um en er kominn úr allri hættu. Hann kvað þá hafa farið þrjá saman i fylgd Moukarbel til ibúðar Carlosar, og hefðu þeir tekið Carlos höndum. Hefði Carlos virzt ætla að koma góðfús- lega með þeim, en skyndilega dró hann upp byssu og hóf skothrið á aðkomumenn, með þeim af- leiðingum, að Moukarbel og tveir leyniþjónustumannanna létu lifið, en sá þriðji særðist, svo að hann gat ekki veitt Carlos eftirför. Húsið aö Hraunsvegi 9 i Ytri-Njarövik stórskemmdist af eldsvoða á laugardagsmorgun og bjargaöist heimilisfólk, sem þar bjó, naumlega úr eldinum, emskarst nokkuö af glerbrotum. Hér sjást slökkviliðs- menn aö slökkvistörfum, er eidurinn var i rénum. Timamynd: AS. Hér sér yfir ráöstefnusalinn I Hótel Loftleiðum, en þar lauk þingi norrænna félagsráðgjafa, sem staöiö hefur frá þvf 21. júni. Aðalum- ræðuefni þingsins var fyrirbyggjandi félagslegt starf og voru þátttak- endur i þingstörfum nokkuö á annaö hundrað talsins. Timamynd: Gunnar. Egyptar tilbúnir til viðræðna Kairo/Reuter. — 1 opinberri tilkynningu egypzku stjórnar- innar sar sagt i dag, að Egyptar væru tilbúnir til viðræðna við Israel um nýtt hernaðarsam- komulag, en krefjast þess þó enn að Israelsmenn hverfi frá hinum hernaðarlega mikilvægu Giddi og Mitla fjallaskörðum. Þá sagði einnig i hinni opinberu tilkynningu.að Egyptar myndu ekki breyta þessari kröfu sinni um að Israelsmenn hverfi af þessum svæðum sem liggja að Suez-skurðinum. Egyptar hafa þó ekki látið neitt uppi enn um, hvað þeir vilji gefa eftir i staðinn fyrir að Israelar hverfi af áðurnefndum svæðum. Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940 Bemdorm ÓDÝRAR Spánarferöir 8ENIDORM ALICANTE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.