Tíminn - 05.07.1975, Síða 5
Laugardagur 5. júll 1975.
TÍMINN
5
Af hverju mátti
ekki auglýsa?
Á fundi
borgar-
stjórnar
Reykjavikur
s.l. fimmtu-
dag var rætt
um ráöningu
nýs fram-
kvæmda-
stjóra
Bæjarút-
geröar Reykjavikur. Er máiift
var afgreitt i borgarráöi, flutti
Björgvin Guömundsson, borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins, til-
lögu um, að staðan yröi aug-
lýst. Ekki vildu borgarráös-
menn Sjálfstæöisflokksins
samþykkja þá sjálfsögöu til-
lögu en bæöi Kristján Bene-
Nýr formaður
Húseigenda-
félagsins
Mánudaginn 23. júni 1975 var
aöalfundur Húseigendafélags
Reykjavlkur haldinn í húsakynn-
um félagsins að Bergstaðastræti
lla.
Eftir umræður um skýrslu
stjórnar og reikninga félagsins
var gengið til stjórnarkjörs. For-
maður félagsins Þorsteinn
Júliusson baðst eindregið undan
endurkjöri og var þá kjörinn for-
maður fyrir næsta starfsár Stefán
Pálsson hdl. Aðrir i stjórn verða
Þorsteinn Júliusson, Leifur
Sveinsson, Alfreð Guðmundsson
og Lárus Halldórsson.
diktsson, borgarráösmaöur
Framsóknarflokksins, og
Sigurjón Pétursson, borgar-
ráðsmaður Alþýöubandalags-
ins studdu tilöguna. Sveinn
Benediktsson, formaöur út-
geröarráðs Bæjarútgeröar-
innar, sem sat umræddan
fund, brást ókvæöa viö, og
sagði, aö ekki væri unnt að
auglýsa stööuna, þar sem þeg-
ar væri búiö aö ákveða, aö
Einar Sveinsson fengi hana,
enda heföi Einar sagt starfi
sinu hjá Bæjarútgerö Hafnar-
fjaröar lausu á þeim grund-
velli aö hann fengi stööuna hjá
BÚR!
Sneið til borgar-
verkfræðings?
Þótti fundarmönnum á
borgarráðsfundinum fróölegt
aö sjá viðbrögö Sveins Bene-
diktssonar. Borgarstjóri lagð-
ist einnig gegn tillögunni, en
meö öörum rökum en Sveinn
Benediktsson. Sagöi borgar-
stjóri, aö ekki fengjust hæfir
menn út á auglýsingu! Þess
vegna þýddi ekki aö auglýsa.
Þessi yfirlýsing borgar-
stjóra, sem hann endurtók á
borgarstjórnarfundinum i
fyrradag, verður aö teljast
furðuleg. Kannski var hún
skeið til borgarverkfræöings,
sem sat borgarráðsfundinn?
Hann var nefnilega ráöinn eft-
ir auglýsingu, og telst þvl
óhæfur starfsmaöur sam-
kvæmt kenningu borgarstjór-
ans. Þaö er svo annað mál, aö
Þórður Þorbjarnarson hefur
reynzt vel í starfi og hlýtur þvi
aö vera undantekningin, sem
sannar reglu borgarstjora.
Hvers vegna vill
íhaldið ekki
auglýsa?
Rikiö hefur tekiö upp þá
reglu aö auglýsa allar stöö-
ur. Og Reykjavíkurborg ætti
aö sjá sóma sinn I þvi aö taka
rikið til fyrirmyndar I þvi efni.
En hvers vegna vill ihaldiö I
Reykjavik ekki auglýsa?
Svariö er augljóst. Þaö er
vegna þess, aö borgar-
stjórnarmeirihlutinn vill velja
örugga sjálfstæöismcnn I stöö-
ur hjá Reykjavíkurborg, og
það er erfiðara aö gera þaö, ef
stööurnar eru auglýstar. i dag
sitja öruggir sjálfstæðismenn
i öllum helztu embættum
borgarinnar. Og ihaldiö getur
ekki hugsað sér annaö. Þannig
hefur löng valdaaðstaða farið
meö Sjálfstæöisflokkinn I
Reykjavik. Og þó aö þaö megi
segja um alla flokka, aö þeir
hafi beitt áhrifum sinum i
valdastööu til aö ráöa fólk úr
sinum rööum til starfa hjá þvi
opinbera, bliknar þaö i
samanburði viö starfshætti
borgarstjórnarmeirihlutans I
Reykjavik. Er skemmst aö
minnast þess, að upplýst
hefur verið, aö flokksbundnir
sjálfstæöismenn, eða yfirlýst-
ir stuðningsmenn Sjálfstæöis-
flokksins, skipuðu 38 af 40
valdamestu embættum
Rcykjavikurborgar. — a.þ.
KVERNELAND
Gnýblásarar
I. KVERNEIAND &.SBNNER AS
Bjóðum nú sem áður hina landsþekktu
heyblásara, sem hafa að baki tuttugu ára
sigurför i islenzkum landbúnaði.
Til afgreiðslu nú þegar
Nánari upplýsingar hjá sölumanni
BREIÐHOLT h.f.
ÍBÚÐIR
að Krummahólum 8
BREIÐHOLT
Til sölu eru íbúðir í húsinu nr. 8 við Krummahóla, sem Breiðholt h.f. er
að hef ja byggingu á. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og máln-
ingu en sameign, þar með talin lóð, verður að f ullu f rágengin. íbúðirnar
afhendast í júlí 1976, og sameign, að fullu frágengin, fyrir áramót
1976/1977.
Greiðsluskilmálar
Útborgun um 20%— 25%. Beðið eftir fyrsta hluta húsnæðismálastjórnar-
láns um kr. 550.000,- Eftirstöðvarnar greiðast á byggingartimanum.
Jaf nf ramt verður byggt sameiginlegt bílskýli. Verð pr. ibúð kr. 350.000.-
Greiðsla á þeirri byggingu hefst í maí 1976.
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar Lágmúla 9, Reykjavík. Sími
81550.
BREIÐHOLT
TP-
BREIÐHOLT