Tíminn - 05.07.1975, Side 8
8
TÍMINN
Laugardagur 5. júli 1975.
Hér má sjá ýmis þau tæki, sem notuö voru á rjómabúinu. t horninu vinstra megin er strokkurinn, en
fyrir miöri mynd smjörhnoðarinn. Timamynd: Róbert.
RJÓMABÚIÐ AÐ BAUGSSTÖÐUM
OPNAÐ SEM MINJASAFN
— eina rjómabúið, sem varðveitzt hefur með öllum búnaði
Gömul mynd af þeim Margréti Júniusdóttur rjómabússtýru, t.h. og
aöstoöarstúlku hennar Guörúnu Andrésdóttur t.v. Á milli þeirra sér
i strokkinn. Guðrún heldur á smjörhnif, sem notaöur var viö mótun
smjörsins. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.
HJ—Reykjavik. A fyrsta ára-
tugi þessarar aldar voru stofnuð
rjómabú viðs vegar um land, til
þess að nýta sem bezt höfuð-
verðmæti m jólk ur in nar.
Rjómabúin mörkuðu fyrstu vél-
væðinguna i Islenzkum land-
búnaöi, en blómaskeið þeirra
var þó stutt. 1906 — sex árum
eftir að hið fyrsta var stofnað —
voru þau orðin 34, en siðan fóru
þau að týna tölunni, og 1915 voru
þau 24. Það rjómabú, sem lang-
lengst var starfrækt var rjóma-
búiö aö Baugsstöðum austan
Stokkseyrar, en þar var starf-
semi allt frain á árið 1952.
Nú eru rjómabúin nær öll
horfin og sá búnaður, sem þeim
fylgdi kominn út i veður og vind.
Eitt stendur þó eftir með öllum
búnaði — rjómabúið að Baugs-
stöðum, sem var endurvigt sem
minjasafn þann 21. júni s.l., en
þá voru 70 ár liðin siðan það
fyrst tók til starfa. Að endur-
gerð búsins standa Búnaðar-
samband Suðurlands, Byggða-
safn Arnessýslu og búnaðar-
félög Stokkseyrar-, Villinga-
holts- og Gaulverjabæjar-
hrepps, en yfir þá þrjá hreppa
náði starfssvæði búsins i sinni
tlð.
Það var á sjöunda áratug
þessarar aldar, sem nokkur
áhugahópur um varðveizlu
Baugsstaðabúsins myndaðist og
hvöttu þjóðminjaverðirnir dr.
Kristján Eldjárn og Þór
Magnússon sem skoðuðu búið i
aprillok 1968 til varðveizlu þess i
óbreyttu formi á staðnum, enda
er þarna afar fagurt og
skemmtilegt. Rjómaskálinn,
sem er höfuðbygging búsins,
stendur við Þórðarsker skammt
frá Baugsstaðaá. Hann er báru-
járnsklætt timburhús, nokkuð
grafinn i jörð, og eru veggirnir
að neðan út steinsteypu til varn-
ar ágangi vatns. Skálinn er þri-
skiptur, móttökuherbergi með
suðupotti og ýmis áhöld, tunnur
og önnur ilát. Þá er vinnuher-
bergi, með hnoðunarvél, strokk
og öðru sem tilheyrir. Austan á
húsinu utanverðu er stórt yfir-
fallshjól, og vatni veitt úr 1400
metra löngum vatnsveituskurði
á hjólið. Hægra megin við mót-
tökuherbergið er svo ibúðarher-
bergi, búið húsgögnum og hitað
með kaminu. Yfirfallshjólið i
Baugsstaðabúinu er líklega hið
eina sinnar tegundar á Islandi
nú á dögum, og var það endur-
smiðað af Ólafi Gunnarssyni á
Baugsstöðum og Magnúsi
Hannessyni á Hólum.
Margrét Júníusdóttir frá
Syðra-Seli i Stokkseyrarhreppi
veitti rjómabúinu forstöðu frá
1928, þar til þvi var lokað 1952.
Áður hafði hún veitt öðru
rjómabúi forstöðu um tuttugu
ára skeið og átti lengstan starfs-
aldur allra íslendinga á þessum
vettvangi. Margrét lét séreink-
ar annt um að varðveita öll
mjólkurvinnslutæki og er hún
lézt fyrir fáeinum árum, tók að-
stoðarstúlka hennar Guðrún
Andrésdóttir upp merki hennar
og hefur með þekkingu sinni og
reynslu stuðlað að þvi, að
rjómabúið tæki á sig sina upp-
runalegu mynd.
Fljótlega eftir að endurreisn
búsins hófst, fékkst ríkisstyrkur
til verksins — 50 þúsund krónur
á ári nú f fimm ár. Einnig hafa
hrepparnir og Búnaðarsam-
band Suðurlands og Arnessýslu
styrkt verkefnið, hver eftir sinni
getu. Eitt stærsta tillag, sem
borizt hefur frá öðrum aðiljum,
er vinna og efni við legur og
öxul vatnsaflshjólsins, sem
Vélsmiðjan Héðinn gaf i minn-
ingu Markúsar heitins Ivars-
sonar forstjóra. Þá barst varð-
veizlufélaginu einnig óvænt
peningagjöf frá Búnaðarfélagi
Hrunamanna.
Erfingjar Margrétar heitinnar
Júniusdóttur gáfu félaginu til
eignar búið allt með munum og
ennfremur var gerður samning-
ur við landeigendur á Baugs-
stöðum um endurgjaldslaus
lóðarréttindi rjómabúsins.
Framkvæmdum miðaði allvel
eftir að endurreisnin hófst og
lögðu margir hagleiksmenn
hönd á plóginn. Þó mun ekki
ofmælt, að mestan skerf hafi
Sigurður Pálsson á Baugsstöð-
um lagt fram, en hann hefur
einnig verið nokkurs konar hús-
vörður búsins siðustu árin.
Frá þvi að endurbætur hófust
fyriralvöru hefur stjórnað þeim
þriggja manna nefnd frá áður-
nefndum félögum. Helgi Ivars-
son I Hólum, fulltrúi búnaðar-
félaganna þriggja, Páll Lýðsson
I Litlu-Sandvik fyrir hönd
Byggðasafns Arnessýslu og
Stefán Jasonarson fyrir
Búnaðarsamband Suðurlands.
1 sumar verður búið opið gest-
um á sunnudögum i júli og
ágúst, og gefi góð reynsla tilefni
til frekari opnana verður það
tilkynnt siðar.
HAFA TEKIÐ UPP BARÁTTU
GEGN NÝNORSKUNNI
— Rætt við Alt Nielsen, formann samtaka norskra útvarps- og sjónvarpsneytenda
BH—Reykjavik. — Við tölum
margar málýzkur I Noregi, ætli
það séu ekki ein 10 afbrigði af
málýzkum víðs vegar i landinu,
en það skilja allir alla. Hitt er
verra, að hluti landsmanna
skuli hafa tekið upp svokallaða
nýnorsku, sem nú er verið að
þrengja upp á fólk með óþægi-
legustu afleiðingum. Þetta er
tilbúið mál og óeðlilegt, og það
hefur afskaplega litið fylgi. Það
er ekki tekið upp úr neinni sér-
stakri mállýzku, svo að það
vcrður að læra það frá grunni,
og almenningi I Noregi er af-
skaplega illa við þetta. Þess
vegna höfum við tekið upp
baráttu gegn nýnorskunni, og
stefnum að þvi að cyða áhrifum
hennar.
Þannig komst að orði Alf Niel-
sen, formaður neytendasam-
taka norskra hlustenda, sem
heitir Den norske lytterforen-
ingen for radio og television, en
Timinn hitti hann að máli fyrir
nokkrum dögum, er hann var
hér á ferð i viðskiptaerindum
fyrir fyrirtækið, er hann starfar
hjá, og bar áhugamál hans fljótt
á góma.
— Hlustendasamtökin eru
sterkur félagsskapur, telur um
12.000 meðlimi,og báráttan gegn
nýnorskunni er efst á stefnuskrá
okkar, auk þess sem við höfum
stuðlað að þvi að koma á stutt-
bylgjuútsendingum fyrir sjó-
menn fjarri heimalandinu. Það
er oit erfitt að ná slikum stutt-
bylgjusendingum, en við höfum
stuðlað að þvi að fá þær bættar.
Enn höfum við það markmið að
koma i veg fyrir áróður i opin-
berum fjölmiðlum, en á þvi
sviði hafa t.d. kommúnistar
verið drjúgir að lauma sér inn.
Við biðjum Alf Nielsen að
segja okkur frekar frá nýnorsk-
Alf Nielsen
unni, og hver hann telji helztu
vandkvæðin við hana.
— Allur almenningur i Noregi
talar svokallað rikismál, það er
dönskuskotið og inn i það hafa
blandazt fjölmörg erlend mál,
en þetta er nú það mál, sem vel-
flestir tala, og 85% þjóðarinnar
vilja ekkert annað mál. En 15%
eða svo hafa hafið baráttu fyrir
svokallaðri nýnorsku, og það er
ekkert smáræðis brambolt, og i
skjóli misskilinnar þjóðernis-
kenndar, hreinsa málið af
dönskum og öðrum erlendum
áhrifum. Stjórnmálamenn, sér-
staklega lengst til hægri og
vinstri, hafa tekið þá upp á
arma sina og dekra viðþá, þó að
það sé nú ekki mikið um, að þeir
noti nýnorskuna i málgögnum
sinum. En hún verður uppi bæði
i útvarpi og sjónvarpi. Börnin
verða að læra bæði málin i skól-
um — en vitanlega væri miklu
heppilegra að kenna þeim eitt-
hvert gagnlegt mál, segjum t.d.
kinversku, sem hundruð mill-
jóna manna tala. En þetta mál,
nýnorskan verður mörgum
fjötur um fót. Börnin dragast
aftur úr og falla á prófum vegna
þessa tilbúna máls, sem á sér
raunar enga forsvarsmenn aðra
en stjórnmálagosa, ofstækis-
menn og þá, sem haldnir eru
einhvers konar minnimáttar-
kennd i þjóðfélaginu.
— Menn eiga að fá að tala
sina tungu, sem þeim er eðlileg,
sagði Alf Nielsen að lokum, —
og það er ekkert nema áróður,
að nýnorskan nái nokkurn
timann veruiegri fótfestu.
Mönnum er illa við þetta tilbúna
mál, sern bætist við það, sem
fyrir er. Menn skilja mállýzk-
urnar hver hjá öðrum, og það
ætti að nægja okkur i Noregi.