Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. júli 1975. TÍMINN 5 Vandamálin búin til A fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag fóru fram umræð- ur utan dagskrár um málefni Breiðholtshverfa. Tilefnið var það, að félagsráðgjafar, m.a. nokkrir, sem starfa á vegum Reykjavikurborgar, lögðu ný- lega fram kynlega skýrslu um Breiðholtshverfi og ibúa þess. Borgarfulltrúar, sem þátt tóku i þessum umræðum, voru almennt sammáia um, að skýrslan væri byggð á mjög veikum grunni, og svo virtist, sem féiagsráðgjafarnir væru að búa til vandamál i hverf- inu. Ekki þar fyrir, að ýmis- legt I skýrslu félagsráðgjaf- anna er athyglisvert, og þeir benda á nauðsyn þess að hraða verði framkvæmdum af hálfu Reykjavíkurborgar i samræmi við hina öru fólks- flutninga i hverfið. Tilgangurinn helgar meðalið Hins vegar eru ýmsar full- yrðingar, sem fram koma i skýrslunni gersamiega út I bláinn og ekki i neinu sam- ræmi við veruleikann. Félags- ráðgjafarnir eru komnir út á hálan ís, þegar þeir mikla vandamálin fyrir sér, senni- iega i þeim eina tilgangi að framlag islenzku þátttakend- anna á norrænu þingi félags- ráðgjafa, þar sem skýrslan var lögð fram, væri nógu krassandi. Scnnilega hefði þessiýkta skýrsla engan skað- að, ef hún hefði ekki borizt út fyrir veggi ráðstefnunnar, og úrdráttur Ur henni birzt i fjöl- miðlum. Það er mciriháttar bjartsýni, ef islenzku félags- ráðgjafarnir hafa haldið það, að ibúar Breiðholtshverfa sætu þegjandi undir þeim ásökunum, sem fram komu i skýrslu þeirra, m.a. um áfengisneyzlu húsmæðra og notkun fikniefna, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðviljinn sammála skýrslunni Svo er að sjá, að Þjóðviljinn sé sammála þvi, sem fram kemur i skýrslunni. Tónninn i frétt blaðsins frá umræðunum I borgarstjórn bendir a.m.k. til þess. Er talað um, að borgarfulltrúi sá, sem vakti athygli á skýrslunni, hafi ver- ið „hneykslaður upp yfir eyru á skýrslu þessari, sem hann virtist hafa lagt sig i fram- króka við að misskilja, eðli hennar og tilgang”, eins og segir í frétt blaðsins. M.ö.o. Þjóðviljinn telur skýrsluna rétta. Það vill svo til, að einn af borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins býr i þvi Breið- holtshverfi, sem mest er rætt um í skýrslunni. ótrúlegt er, að hann taki þátt i ófrægingar- herferðinni um Breiðholt. Hins vegar hefur ekkert heyrzt frá honum um þetta mál ennþá. Ekki er ótrúlegt að það stafi af einhverjum póli- tiskum skyldleika við höfunda skýrslunnar. En við skulum vona, að Eyjólfur hressist og eitthvað heyrist frá borgar- fulltrúanum Sigurjóni Péturs- syni um málið. — a.þ. Hestamannamót ó Rangórbökkum gébé Rvik — A sunnudaginn verð- ur haldið hcsta mannamót á Rangárbökkum við Hellu. Þar verða gæðingadómar, kappreiðar og ýmislegt nýstárlegt til skemmtunar. Peningaverðlaun verða i kappreiðunum, mest fimmtán þúsund krónur. Þá er þetta eina hestamannamótið á landinu, sem auglýsir 1500 m stökk, að sögn Magnúsar Finn- bogasonar á Lágafelli. H.V. Reykjavik. Leigubifreiða- stjórar i Keflavik hafa stofnað með sér nýtt félag, sem hóf rekst- ur leigubifreiðastöðvar þann 1. júli siðastliðinn undir nafninu ökuleiðir. Þessi nýja bifreiðastöð verður i húsakynnum Bifreiðastöðvar Keflavikur, en starfsemi hennar hefur verið niðurlögð, þar sem allir bifreiðastjórar sem óku á hennar vegum hafa gengið yfir til hins nýja félags. Að þvi er segir i blaðinu Suður- nesjatiðindi, frá föstudeginum 4. Mótið hefst kl. 14:00 þann 13. júli, með hópreið félagsmanna. Þá fara fram gæðingadómar. Þeir verða framkvæmdir með spjaldadómaaðferð, sem tekin var upp á Rangárvöllum i fyrra og reyndist sérstaklega fljótvirk. Fjölbreyttar kappreiðar verða með peningaverðlaun: 1500 m brokk: 1. verðlaun 4 þúsund kr., 250 m stökk, 1. verðlaun 4 þúsund kr., 350 m stökk, 1. verðlaun 6 júli, er stofnun þessa nýja félags ávöxtur af langvinnum deilum og harðri samkeppni milli BSK og Aðalstöðvarinnar, en bæði þau fyrirtæki hafa rekið leigubif- reiðastöðvar i Keflavik. Hefur lengi verið rætt um stofnun nýrr- ar og sameiginlegrar stöðvar, en ekki orðið af fyrr en nú. Sem fyrr segir, taka allir þeir bifreiðastjórar, sem áður unnu á vegum BSK, þátt i rekstri öku- leiða, og ennfremur margir af starfsmönnum Aðalstöðvarinnar, sem verður þó starfrækt áfram. þúsund kr'. 800 m stökk, 1. verð- laun 10 þúsund kr., 1500 m stökk, 1. verðlaun 15 þúsund og 250 m skeið, 1. verðlaun 15 þúsund. Beztu hross landsins koma fram á kappreiðum þessum, sagði Magnús Finnbogason, en skilyrði fyrir keppni og sýningum eru sér- staklega góð á Rangárbökkum, Sú nýbreytni verður til skemmtunar á mótinu, að for- maður landssambands hesta- manna stjórnar fyrirmanna- keppni. Það eru nokkrir kupnir forystumenn sveitarfélaga sem keppa i ýmsum þrautum á hest- baki og i sambandi við hesta. 1 verðlaun er laglegur verðlauna- peningur. Þá keppir stjórn hestamanna- félagsins Geysis við deildarstjóra og óbreytta félagsmenn i akstri, en þar er mönnum beitt fyrir i stað hestanna, sem fá fri i þessu skemmtiatriði. Þá fer einnig fram naglaboðreið. Vonazt er til að mótið gangi fljótt og vel fyrir sig og að þvi ljúki ekki seinna en klukkan sex á sunnudagskvöldið. Lokaæfing kappreiðahesta fer fram fimmtudagskvöldið 9. júli, en þá eru einnig siðustu forvöð að láta skrá hesta til keppni. A laugardagskvöldið verður dansleikur að Hvoli og á sunnu- dagskvöldið i Hellubiói. Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar leikur fyrir dansi á báðum stöð- unum. Ný leigubifreiðastöð í Keflavík baggakastarinn sparar bæði tima og erfiði. Einn maður sér um hleðslu bagganna á fljótan og auðveldan hátt Kast-stefna bagganna er stillanleg úr sæti ökumanns, sem er kostur á hallandi landi. Verð kr. 1 10.000.— Til afgreiðslu nú þegar Nánari upplýsingar hjá sölumanni Ghbusa LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Við höfum öll ánægju af þinni plötu Þakkarávarp öllum sem glöddu mig og heiðruðu á sjötugsafmæli minu á svo margvislegan hátt, sendi ég minar hjartanlegustu þakkir. Ég treysti mér ekki til þess að nafn- greina hvern einstakan, en læt nægja að nefna hópa. Fyrst skal nefna þann hóp einsöngvara og pianóleikara, sem heiðruðu mig og glöddu stórlega með sinni dá- samlegu list. Einnig má þakka á- heyrendum fyrir þeirra innilegu þátttöku á hljómleikunum, einnig þeim sem reyndu að koma, en urðu frá að hverfa. Þá þakka ég forseta Islands og frú, mennta- málaráðherra og frú og rikis- stjórn Islands, fyrir að heiðra mig með nærveru sinni og kveðjum. Þá vil ég þakka kvenfélagi Laugarnessóknar, Félagi is- lenzkra einsöngvara, Félagi is- lenzkra tónlistarmanna, starfs- fólki Þjóðleikhússins, Félagi is- lenzkra hljómlistarmanna, Fé- lagi Isl. leikara, orlofskonum af Vesturlandi, stöddum i Bifröst, stjórn Fálkans hf., karlakórnum Fóstbræðrum, sóknarnefnd Laugarnessóknar, hreppsnefnd ólafsvikurhrepps, og siðast, en ekki sizt „Söngvinum” fyrir út- gáfu hljómplötunnar. Að lokum þakkir til hins stóra og trygga hóps nemenda minna og annarra vina, sem sendu skeyti, blóm, bréf og gjafir. Ég geymi nöfn ykkar allra i þakklát- um huga og bið ykkur guðs bless- unar. Maria Markan östlund. Eitt af mörgum skeytum sem Mariu bárust á afmælisdaginn, var þetta, sem hún þakkar sér- staklega: Hamingjuóskir frá börnum i götu, viö höfum öll ánægju af þinni plötu Einu sinni i viku við syngjum við raust. Það færðu að heyra i barnatima i haust. Börnin i Hjálmsholtinu. AugtysúT lHfmamun Z fípkkiœ 9 á T .000.000 kr. 9 ~ 500.000 — 9 ~ 200.000 — 315 ~ 50.000 — 2,520 | 10.000 6,570 - 5.000 —i 9.000,000 kr 4.500.000 — 1.800.000 —. 15.750.000 ~~ 25,200.000 — 32,850,000 — 89.100.000 Aukovinníngar; 18 á 50,000 kr 900.000 90.000.000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.