Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 8. júli 1975, FRÚAR-JARPUR SIGRAÐI ÞJÁLFA EFTIR HÖRKUKEPPNI GÍFURLEGUR spenningur rikti á fjórðungsmótinu á Faxaborg, þegar kom að úrslitasprettinum i 800 m stökki. Myndin sýnir Frúar- Jarp, Unnar Einarsdóttur á Heliu, sigra Þjálfa Sveins K. Sveinssonaar eftir geysiharða keppni. Timi Frúar-Jarps var 62,9 sekundur. Knapi á Frúar- Jarpi var Kristinn Guðnason, Skarði á Landi, en knapi á Þjálfa, sem náði bcztum tima I milliriðl- um, var Guðrún Fjeldsted i Ferjukoti. Blesi Sigurðar Bjamasonar á Hlemmiskeiði hljóp á aðeins sekúndubroti undir tslandsmet- inu I folahlaupi, eða á 18,3 sekúndum i milliriðli, Fannar Harðar Albertssonar rann skeið- sprettinn á 23,5sekúndum og Loki Þórdisar Albertssón stökk 300 metrana á 21,7 sekúndum. Þá sigraði Funi Marteins Valdi- marssonar í 1500 metra brokki á 3 min. 16,5 sek. (Timamynd: G.T.K.) íslendingar 216.628 SJ-Reykjavik tbúará öllu landinu voru 216.628 1. des. 1974 og hafði fjölgað um 1,47% síðan árið áður, en fjölgunin frá 1/12 1972 til 1/12 1973 var 1,29%. Karlar eru nú 109.506, en konur 107.122. t Reykjavik eru 84.772 ibúar, 41.301 karlarog 43.471 kona. I öðr- um kaupstöðum eru samtals 70.206 íbúar, 35.520 karlar og 34.686 konur. í sýslum landsins búa 61.650 manns, 32.685 karlar og 28.965 konur. Fjölmennasti kaup- staðurinn er Kópavogur, 12.090, en siðan kemur Akureyri 11.689 og þá Hafnarfjörður 11.372. Fimm nýir kaupstaðir urðu til á árinu, Grindavik, Seltjarnarnes, Bolungarvik, Dalvik og Eski- fjörður. Laugarbakki i Ytri- Torfustaðahreppi, Laugar i Reykdælahreppi og Rauðalækur i Holtahreppi bætast i tölu þétt- býlisstaða. Tala sveitarfélaga er sem hér segir: 19 kaupstaðir (Reykjavik meðtalin), 205 hreppar. Sveitar- Skátamót að Úlfljótsvatni um næstu helgi LANDSSAMBAND St. Georgs- gildanna á tslandi, sem er alþjóð- legur félagsskapur eldri skáta og velunnara skátahreyfingarinnar, efnir til móts gildisfélaga að Úlf- ljótsvatni helgina 12.—13. júli, og hefst mótið klukkan 14.00 á laug- ardag. Til móts þessa er efnt til að minnast þess, að nú eru liðin rétt 25 ár frá móti þvi, sem almennt er talið upphaf starfs St. Georgs- gildanna hérlendis, en það var einnig haldið við Úlfljótsvatn. A dagskrá mótsins eru marg- visleg atriði til fróðleiks og skemmtunar mótsgestum, og fyrir þá sem koma vilja snemma til Ulfljótsvatns, verður tjald- búðaaðstaða sett upp þegar á föstudag. Mótinu lýkur siðdegis á sunnu- dag. Sýning Eyjólfs Eyfells framlengd um viku JG RVK. Sýning Eyjólfs J. Ey- fells, listmálara, sem staðið hefur að Kjarvalsstöðum, hefur nú ver- ið framlengd um viku. Mjög góð aðsókn hefur verið að þessari yfirlitssýningu á verkum hins aldna málara (89ára),munu um og yfir 5000 manns hafa komið á sýninguna. Vegna fjölda óska hefur sýning- in nú verið framlengd um eina viku, en henni átti að ljúka s.l. sunnudag. Hefur stjórn Kjarvals- staða sýnt hinum aldna lista- manni þá sæmd að leyfa honum afnot af salarkynnum til næst- komandi sunnudagskvölds. Verður sýningin þvi opín þessa viku frá kl. 16—22, en á laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 14—22. Sýningin hefur hlotið lofs- verða dóma i öllum blöðum, sem um hana hafa fjallað. félög eru alls 224. Sýslufélög 23. Arnessýsla er fjölmennust sýsla á landinu með 9.226 ibúa. N- tsafjarðarsýsla er fámennust meö 567 Ibúa. Fámennasti hreppur i landinu er Múlahreppur i A-Barðastrand- arsýslu með 22 ibúa. Selfoss- hreppur er fjölmennastur með 2.834 ibúa. 34.696 íbúar búa i þéttbýlisstöð- um öðrum en kaupstöðum. Fjöl- mennasti þéttbýlisstaðurinn er Garðakauptún, 3.990. Garðahreppur og Bessastaða- hreppur hafa frá 1. janúar 1974 talizt til Kjósarsýslu (voru áður i Gullbringusýslu). Bæjarfógetinn i Keflavik er sýslumaður i Gull- bringusýslu (frá 1. jan. 1974). Bæjarfógetinn i Hafnarfirði er sýslumaður i Kjósarsýslu. Fingralangur listunnandi H.V. Reykjavik. Um helgina gerðist gestur á sýningu dönsku listakonunnar Gunhild Skovmand i Norræna húsinu, nokkuð fingra- langur og hafði á brott með sér eina af myndunum, sem hún sýnir þar. Myndin er smá, um átta sendimetrar á annan veginn og tuttugu á hinn, og hafði henni verið rennt undan glerplötu, sem var henni til hli'fðar. Ekki er vitað með vissu, hve- nær myndin hvarf, en talið er að það hafi verið annað hvort laugardag eða sunnudag. Myndin var þannig staðsett, að gæzlukona á sýningunni átti óhægt um vik að fylgjast með henni, og þvi hefur viðkomandi sýningargestur getað gefið sér góðan tima til að ná myndinni undan glerinu. í gær hafði ekki tekizt að upp- lýsa málið, en unnið er að rann- sókn þess. Sumartónleikar í Skólholtskirkju: Engin mót í Vaglaskógi í sumar vegna ónógrar snyrtiaðstöðu og vatns- skorts ASK-Akureyri. — Það hefur verið litiö um ferðamenn i Vaglaskógi, þaö sem af er sumri, enda var vorið kalt, og gera má ráð fyrir að allur gróður sé um það bil þremur vikum seinni til en i meðalári, sagði ísleifur skógarvörður i við- tali við Timann fyrir skömmu. Isleifur kvað það fyrst hafa verið nú um helgina að mikill fjöldi fólks, aðallega Akureyring- ar, hefði gist skóginn. Hins vegar væri litið um erlenda ferðalanga. Aðspurður um það, hvort ekki yrðu haldin mót i Vaglaskógi i sumar, sagði ísleifur, að vegna ónógrar snyrtiaðstöðu og skorts á vatni væri það hreinlega ekki hægt. Ef halda ætti fjölmenn mót, væri aðstaðan á allan hátt óviðunandi, og sagði Isleifur, að ekki væri vit- aðum nein fjárframlög, sem ættu að renna til bættrar aðstöðu i skóginum. I Vaglaskógi eru til dæmis engin önnur salerni en hin- ir landsþekktu spútnikkar, og anna þeir hvergi nærri þörfinni, þegar allt að 8000 manns sækir Vaglaskóg heim. • Þá var siðast liðið haust rifið samkomuhúsið Brúarlundur, en ■þar hafadansleikir verið haldnir, þegar mót standa yfir. Brúar- lundur var byggður á árunum eftir seinni heimsstyrjöld og fyrstu árin notaður sem hótel. Rafvirkjar vflja boða verkfall í Straums- vík H.V. Reykjavik. Rafvirkjar, sem starfa hjá íslenzka álfélaginu i Straumsvik, samþykktu á fundi sinum i gær að leita eftir heimild hjá trúnaðarmannaráði Félags islenzkra rafvirkja til þess að boða til verkfalls i álverinu i Straumsvik. Rafvirkjar æskja þessarar heimildar, þar sem samningar hafa ekki náðst milii þeirra og Alfélagsins um kaup þeirra og kjör, en þegar hefur verið samið við aðra starfsmenn fyrirtækis- ins. Að sögn HlöðversKristjáns- sonar, trúnaðarmanns rafvirkja i Straumsvik, eru það ekki deilur um beinar launahækkanir, sem koma i veg fyrir að semjist, held- ur ágreiningur um önnur atriði samningsins. Komi til þess að rafvirkjar boði verkfall i Straumsvik, kemur það þó ekki að fullu til framkvæmda fyrr en þrem vikum eftir boðaðan verkfailsdag, þar sem samningar rafvirkja við álverið kveða svo á, að þeim sé skylt að vinna öll störf sem nauðsynleg teljast til að forða verksmiðjunni frá skemmdum, fyrstu þrjár vikur verkfalls. Stolið úr bíl H.V. Reykjavík. I gærdag var stolið veski úr bifreið, sem stóð við Klapparstig i Reykjavik. Hafði bifreiðarstjórinn skroppið frá bifreiðinni I tiu minútur, og skiidi hana eftir ólæsta á meðan. Veskinu hafði hann stungið niður á milli framsætanna, en þegar hann kom til baka, var það horfið. t veskinu voru um 5000 krónur i peningum. Mál þetta er I rannsókn, en ekki hefur tekizt að hafa upp á þjófn- um, og lögreglunni hafa ekki bor- izt neinar ábendingar frá vegfar- endum, sem hugsanlega kynnu að hafa séð til hans. Tónlist fró 17. og 18 öld Gisti og veitingarekstur hafinn SJ-Reykjavik. Um næstu helgi hefst sú nýbreytni i starfinu á Skálholtsstað, að efnt verður þar til tónleikahalds. Semballeikar- arnir Elin Guðmundsdóttir og Heiga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler flautuleikari flytja tónlist frá 17. og 18. öld I Skálholtskirkju, og verða þar tónleikar um hverja helgi fram til 4. ágúst. Þá er tekið á móti dvalargestum i húsakynn- um lýðháskólans og þar er einnig seldur matur og aðrar veitingar. Fyrstu tónleikarnir i Skálholts- kirkju verða 12. júli kl. 17 og 13. júli kl. 16. Verða þá flutt frönsk sembalverk frá 18. öld. Þær Elin Guðmundsdóttir og Helga Ing- ólfsdóttir flytja þá verk eftir Fr. Couperin og J. Ph. Rameau. Sið- an verðurný efnisskrá um hverja helgi, næstu þrjár helgar. A siðari tónleikunum verða flutt verk eftir Farmaby, Carlton, Tomkins, Couperin, Krebs, Frescobaldi, Scarlatti, Bach og Mozart. Að- gangur er ókeypis að tónleikun- um. Sveinbjörn Finnsson, ráðsmað- ur i Skálholti, lét i ljós ánægju með þessa menningarstarfsemi, sem nú er að hefjast á hinu forna biskupssetri. Sagði hann, að þarna væri gamall draumur að rætast. Veitingareksturinn að sumrinu i Skálholti hefur gefið góða raun. Skálholtsstaður sér i sumar um þessa þjónustu við ferðamenn, og er nú hægt að fá gistingu i húsa- kynnum lýðháskólans. Gistiher- bergin eru tveggja manna, og bað fylgir hverju herbergi. Einnig er hægt að fá svefnpokapláss. Ýms- ar ráðstefnur og námskeið hafa veriðhaldnar i Skálholti I sumar, nýafstaðin er prestastefna, og námskeið guðfræðinema var þar fyrir skömmu. Helga Ingólfsdóttir, Elin Guðmundsdóttir og Manuela Wiesler.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.