Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 1
* Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Landvélarhf Straumsvík: Óleyfileg skolun gjalls » > o Islendingar gerðu jafntefli við Skandinava AAARGEIR TIL JÚGÓSLAVÍU — á heims- meistaramót unglinga í skók íslenzkur togari með tvö- faldan poka 18,2% afla 16 togara undirmálsfiskur gébé Rvik — Nýlega fór Ólafur Pálsson fiskifræðingur frá Haf- rannsóknastofnuninni á miðin fyrir Norðurlandi. Fór hann þar uin borð í nokkra togara og gerði skyndiathugun á afianum, en eins og kunnugt er, hefur mikið verið rætt um smáfiska- dráp á þessum slóðum. Niður- stöður þessarar athugunar eru fremur ógnvekjandi. Undir- málsfiskur (undir 45 sm) reynd- ist vera, að meðaltali frá öllum togurunum, 18,2%. Svokallaður smáfiskur (45—54 sm) var 32,2%, millifiskur (55—74 sm) 47% og stór fiskur, sem er stærri en 74 sm, var aðeins 2,5% að meðaltali af afla togaranna. Langversta svæðið sem athug- að var, reyndist vera Skaga- grunn, og svo svæðið suðaustur af Grimsey. Fleiri svæði voru athuguð, svo sem Reykjafjarð- aráll, Kölkugrunn, Skjálfanda- djúp, svæðið vestur af Grimsey og Hornbanki, svo að eitthvað sé nefnt. Ólafur Pálsson fiskifræðingur kvaðst hafa farið með varðskipi norður fyrir land og verið þar dagana 3.-5. júli'. Sagði Ólafur, að hann hefði farið um borð i sextán togara, þar af þrjá brezka. — Afli togaranna var mjög misjafn, en langversta svæðið reyndist vera Skaga- grunn, sagði Ólafur. Þar fórum við um borð i tiu islenzka tog- ara, og reyndist fjórðungur afla þeirra vera undirmálsfiskur og um 29% smáfiskur, en afgang- urinn var millifiskur. — Þá var farið um borð i þrjá brezka togara á Hornbanka, en þar voru um tuttugu brezkir togarar að veiðum. Niðurstaða þeirrar athugunar varð sú, að afli þessara þriggja togara var 14,9% undirmálsfiskur, 44,3% smáfiskur og afgangurinn að mestu millifiskur, en aðeins 2,9% af afla þeirra, var stór fiskur, sagði Ólafur. — Þá voru togarar á Skjálf- andadjúpi, en þar var afli litill og viðdvöl togaranna stutt. Á svæðinu vestan við Grimsey var farið um borð i tvo islenzka togara. Við könnun á afla þeirra kom i ljós, að annar togarinn var með ólöglegan veiðiútbún- að. Reyndist útbúnaðurinn á poka tvöfaldur, þannig að fiskur undir máli reyndist 25,6% af afl- anum, og voru fiskarnir allt nið- ur i 25—35sm. Þetta var tveggja ára fiskur, árgangur ’73. Til samanburðar er, að undirmáls- fiskur i hinum togaranum var aðeins 9,9%. Veiðiskilyrði tog- aranna tveggja voru hliðstæð, enda voru þeir á sömu slóðum, sagði Ólafur. Ólafur Pálsson sagði, að sam- vinna við varðskipsmenn hefði verið mjög góð, og að móttökur áhafnir togaranna hefðu brugð- izt vel við komu varðskipsins og fiskifræðings. Þá sagðist Ólafur vona, að fleiri slikar athuganir færu fram, þvi þessi hefði sýnt, að þörfin á eftirliti væri brýn. Þá taldi Ólafur allar friðunar- aðgerðir hálfgert fálm út i loft- ið. — Varla er hægt að banna is- ienzku togurunum veiðar á þessum svæðum, þegar þeir brezku hafa leyfi til að veiða þar.sagði hann. Þvi er erfitt við mál þetta að fást og alltof litið gert til þess að vernda uppeldis- svæði þorsksins. Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar, staðfesti það sem Ólafur Páls- son fiskifræðingur hafði sagt blaðamanni Timans og sagði að sér þættu niðurstöður könnunar þessarar slæmar. Skýrsla fiski- fræðingsins verður þegar send sjávarútvegsráðuneytinu. Strandlengjan frá Kjalarnesi til Straumsvíkur könnuð: gébé Rvik — samkvæmt upplýs- ingum frá Taflfélagi Reykjavikur mun hinn ungi og efnilegi skák- maður, Margeir Pétursson, taka þátt í heimsmeistaramóti ung- linga, sem haldið verður i Tjent- iste i Júgósiaviu 16. ágúst til 2. september. Aðstoðarmaður Mar- geirs á mótinu verður Bragi Kristjánsson. Eins og kunnugt er, var hætt við að hafa heimsmeistaramót ung- linga i skák á Puerto Rico. Fide, alþjóðaskáksambandinu barst boð frá Júgósiövum, sem buðust til að halda mótið i Tjentiste. Bú- izt er við, að mótið verði mjög sterkt, og að þarna komi saman og leiði saman hesta sina ung- lingameistarar frá flestum lönd- um heims. Margeir Pétursson fer þessa ferð á vegum Taflfélags Reykjavikur, og er það i fyrsta skipti, sem íslendingur tekur þátt i heimsmeistaramóti unglinga i skák. Á að reisa hreinsunarstöð eða veitq skólpi á haf út? H.V. Reykjavik. Sameinuð starfsnefnd hreppa og bæjarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu hefur nú samið við Raunvisindastofnun Háskólans, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Hafrannsókna- stofnun islands, um að fram- kvæma fyrsta áfanga athugunar á strandlengjum viðkomandi sveitarfélaga, með það fyrir aug- um, að ákvarða hvar á að safna saman og koma fyrir frárennsli úr holræsum á svæðinu i framtið- inni. Sveitarfélögin, sem að athugun þessari standa eru: Reykjavik, Kópavogur, H a fn ar f j örðu r, Garðahreppur, Seltjarnarnes, Mosfellshreppur, Bessastaða- hreppur og Kjalarneshreppur, en str andlengjan, sem athuguð verður, nær ofan frá Kjalarnesi, suður til Straumsvikur. Niðurstöður fyrri kannana á lif- rlki strandlengjunnar hafa meðal annars leitt til þess, að mjög ö- æskilegt hefur verið talið að leiða frárennsli frá Reykjavik út i Fossvog, en ætlun starfsnefndar- innar er að ákveðnir þættir lifrik- is á Skerjafjarðarsvæðinu verði teknir til nánari athugunar og þá sérstaklega áhrif frárennslis á það. Niðurstöður könnunarinnar verða svo lagðar til grundvallar, þegar ákvörðun verður tekin um framtiðarskipan frárennslis frá Reykjavik og öðrum sveitafélög- um á svæðinu. Mögulegt er talið að nánari athugun leiði i ljós, að óhætt muni að losa frárennsli i Fossvog og Skerjafjörð. Framhald á bls. 18 HEIMSÆKIR FLATEYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.