Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 8. júli 1975. TÍMINN 17 TEITUR ÞÓRÐARSON..... sækir að marki Norðmannanna. (Timamynd Róbert) tekur við knettinum og leikur á bakvörðinn Trond Pedersen og upp að endamörkum. Þar sendir hann snögga sendingu fyrir mark Norðmannanna og til Arna Sveinssonar, sem kom á fullri ferðog sendi knöttinn i netið með hæl hægri fótar, af stuttu færi. Fögnuðurinn var geysilegur hjá hinum 11 þús. áhorfendum. Aðeins þremur minutum siðar kom svo vitaspyrnudómurinn, sem tryggði Norðmönnum jafn- tefli. Það var hinn 20 ára Gabriel Höyland.sem skoraði örugglega úr vitaspyrnunni. Stuttu eftir markið var brotið á Gisla Torfa- syni— hann meiddist og varð að yfirgefa völlinn. Björn Lárusson tók við stöðu hans. Rétt fyrir leikshlé munaði ekki miklu, að Marteini Geirssyni tækist að skora mark. Marteinn spyrnti þá knettinum aftur fyrir sig inn i vítateig Norðmannanna, eftir að hafa fengið sendingu frá Guðgeiri Skagam aðurinn ungi Árni Sveinsson sést hér skora mark is- lendinga. Fyrir aftan hann sést félagi hans Teitur Þórðarson stökkva upp og fagna markinu. Timamynd Róbert j V '? f* i! v, Leifssyni — knötturinn stefndi i netið, en á siðustu stundu náðu Norðmenn að bjarga i horn. 1 byrjun siðari hálfleiks bjarg- aði markvörður Norðmanna — Erik Johannessen — á siðustu stundu skalla frá Jóhannesi Eð- valdssyni. Jóhannes fékk knött- inn eftir hornspyrnu frá Arna Sveinssyni, sem tók hornspyrnu frá hægri — hann stökk upp og skallaði að marki, þar sem Jón Alfreðsson var staddur og hopp- aði yfir knöttinn. Þetta var góð tilraun hjá Jóni, en Johannessen kom i veg fyrir að hún heppnað- ist. Jón Alfreðssonátti siðan skot af 25 m færi, sem johannessen bjargaði einnig glæsilega. Oft skapaðist hætta inni i vítateig Norðmannanna, en smiðshöggið vantaði á þær sóknarlotur. Norðmenn áttu nokkur hættuleg tækifæri undir lokin og þegar að- eins tvær minútur voru til leiks- loka munaði litlu, að þeim tækist að skora. Svein Mathisen og Jóhannes Eðvaldsson börðust þá um knöttinn inni i vitateigi Is- lendinga og tókst Mathisen að spyrna — knötturinn skoppaði fram hjá Sigurði Dagssyni og i stöng. íslendingarnir náðu sér aldrei virkilega á strik i leiknum i gær- kvöldi og hafði vítaspyrnudómur- inn þar mikið að segja, en hann . kom á m jög þýðingamiklu augna- bliki, eða þegar islenzku leik- mennirnir voru að ná sér á strik. Þá hafði brotthvarf Gisla Torfa- sonarmikið að segja, þvi að þar með gat Tony Knapp lands- liðsþjálfari ekki skipt tveimur leikmönnum inn á i siðari hálf- leik. Guögeir Leifsson, Arni Sveinsson, Marteinn Geirsson og Sigurður Dagsson voru beztu menn liðsins. Þá áttu þeir Jó- hannes Eðvaldsson og Matthias Hallgrimsson góða spretti. Aðrir leikmenn léku undir getu. Ein aðalástæðan fyrir þvi að islenzka liðiö náði sér ekki fyllilega á strik var, að miðjumennirnir Hörður Hilmarsson og Jón Alfreðsson sáust varla i leiknum og þess vegna náði islenzka liðið ekki tök- um á miðjunni. Elmar Geirsson kom inn á i staðinn fyrir Hörð á 20. minútu siðari hálfleiks — hann átti góða spretti, en náði aldrei að falla inn i leik liðsins, þar sem völdin á miðjunni voru i höndum Norðmannanna. —SOS Sagt eftir leikinn ÞETTA VAR HLÆGILEGUR DÓMUR sagði Gísli Torfason um vítaspyrnudóminn Arni Sveinsson: — Ég var alveg öruggur með að skora i þessu færi, enda annað óhugsandi, þar sem ég stóð fyrir opnu marki. Leikurinn var að minum dómi alltof harður, og dómarinn hafði engin tök á hon- um eftir vitaspyrnudóminn. Mér fannst Norðmennirnir vera með skemmtilegt og léttleikandi lið. Teitur Þórðarson: — Þetta var erfiður leikur og harður. Dómarinn var ekki sann- færandi og vitaspyrnudómur hans algjör fjarstæða. Eftir gangi leiksins og marktækifærum hefð- um við átt að fara með sigur af hólmi. Norðmennirnir áttu mjög fá opin færi, en hins vegar áttum við mýmörg tækifæri, en vorum mjög óheppnir með að skora ekki fleiri mörk. Matthias Hallgrimsson: — Ætli ég hafi ekki fengið ein- um of mörg tækifæri I kvöld? Ég get á engan hátt skýrt það, hvers vegna mér tókst aldrei að pota knettinum rétta boðleið i netið. Hins vegár verður það að segjast eins og það er, að mörg þessara tækifæra komu mjög óvænt. Hvað leikinn sjalfan áhrærir, er það vissulega mjög svekkjandi að missa hann niður i jafntefli og vitið var fáránlegt. Dómarinn sleppti hins vegar vitaspyrnu i siðari hálfleik, þegar Norðmaður skellti hendinni fyrir boltann, þegar Guðgeir ætlaði að senda knöttinn inn i vitateiginn, þar sem ég var á auðum sjó. Jóhannes Eðvaldsson: — Að vonum er maður sár yfir þvi, að vinna ekki þennan leik, — en til að vinna leik verður lika að skora mörk og i þessum landsleik misnotuðum við herfilega mörg tækifæri. Munurinn á þessum leik og leiknum við A-Þjóðverjana er sá, að nú voru það við sem þurft- um að sækja og Norðmannanna að gera skyndisóknir. Dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér i þessum leik og dæmdi samkvæmt þvi. Jóhannes Eðvaldsson heldur utan á föstudag, en á laugardag mun hann leika með liði sinu Hol- bæk á móti pólsku liði i Tato-Cup. Ellert B. Schram, formaður knattspy rnusambands íslands: — Þetta var harður leikur, og það var ekki sök islenzku leik- mannanna að sigur vannst ekki. Leikurinn var spennandi, en það var mikið áfall að fá á sig þessa vitaspyrnu, einmitt þegar spenn- an var i hámarki og islenzka liðið að ná tökum á leiknum. Elmar Geirsson: — Við áttum skilið að vinna þennan leik, ef miðað er við tæki- færi liðanna. Það var grátlegt að missa leikinn niður i jafntefli, þvi við áttum hann nær allan. En það má að visu segja það, að ekkert lið eigi sigur skilið, þegar það misnotar tækifærin jafn illa og is- lenzka liðið i kvöld. Vitaspyrnu- dómur sænska dómarans hafði mjög niðurdrepandi og neikvæð áhrif á leik islenzka liðsins. Gisli Torfason: — Þegar ég sá boltann koma einblindi ég á hann og hugsaði um það eitt að ná honum og skalla frá. Það var ekki fyrr en ég hafði stokkið upp að ég varð var við Norðmanninn við hliðina á mér, sem rak hnéð i mjöðmina á mér i uppstökkinu. Það er haft eftir dómaranum sem rök fyrir þess- um vitaspyrnudómi, að ég hafi sparkað viljandi i Norðmanninn! Þetta er alveg hlægilegur dómur. Marteinn Geirsson: — Þessi landsleikur var ágætur fram að vitaspyrnudómnum. Eftir það, fram að leikhléi var ekki sýndur neinn fótbolti. Þaö var eins og við allir vildum hefna okkur á Norðmönnunum i stað dómarans. Það er öruggt aö Norðmennirnir eru ánægðir með jafnteflið, enda léku þeir upp á það. Dómarinn hreinlega eyði- lagði leikinn og ef eitthvað hefði átt að dæma þegar hann dæmdi vitaspyrnu, — þá hefði átt að dæma á Norömanninn. JOHANNESSEN niarkvöröur Norömanna er hér búimí aö gónia knöttinn, eftir eina sóknarlotu islendinga. Elniar Geirsson (t.h.) horfir vonsvikinn á. (Tóniam vnd Róbert > ARNI SVEINSSON. TEITUR ÞÓRÐARSON. MATTHÍAS HALLGRÍMSSON. JÓHANNES EÐVALDSSON. ELLERT B. SCHRAM. ELMAR GEIRSSON. MARTEINN GEIRSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.